Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 21
' Miðvikudagur 2. febrúar 19W MORGU NBLAÐIÐ 21 Leikkono tekin fyrir búóarþjófnað HIN fræga kvikmyndastjarna Hedy Lamarr, sem á þann vafa- sama heiður, að vera fyrsta kyn- ibomba Hollywood, var nýlega handtekin í Los Angeles fyrir búðarþjófnað. Var hún sökuð um að hafa stolið klæðnaði og fegr- unarlyfjum að verðmæti 3600 ísl. kr. Er leitað var á henni kom í ljós, að hún var með 600.000 fsl. kr. í veski sínu, svo að auð- séð er, að ekki hefur hún gert þetta sökum fjárskorts. Var Lamarr fyrst flutt á lögreglustöð ina, en síðan í kvennafangelsi. Þangað sótti lögfræðingur henn- ar hana og fékk hana lausa gegn 550 dala tryggingu. Sagði hann við fréttamenn, að málið væri á misskilningi byggt og að Hedy hefði verið búin að greiða fyrir vörurnar. Sjálf sagði hún: „Ég skil ekki hvers vegna ég var handtekin, því ég hef ekkert að fela.“ Nokkrar af ávísunum, sem hún hafði á sér voru gefnar út af kvikmyndafélagi, en Lamarr hef ur haft lítið að starfa við kvik- myndir undanfarin ár. Hedy Lamarr, sem nú er 51 árs að aldri varð heimsfræg 19 ára fyrir leik sinn í tékknesku kvik- myndinni „Ekstase". Þetta var árið 1933, og lék hin áður óþekkta Hedy Kiesler aðalhlut- verkið. í þessari mynd voru í fyrsta skipti á þeim tímum sýndar djarfar ástarsenur, og meðal ann ars hljóp Hedy nakin út í ■guðs- grænni náttúrunni. Og það var hið fagra útlit hennar í þessari listrænu mynd, sem gerði hana heimsfræga. 1938 sendi Holly- wood eftir henni, og þar var nafni hennar breytt í Hedy Lamarr. Hún varð brátt, ásamt Dorothy Lamour eftirsóttasta fegurðardís þessa höfuðstaðar kvikmyndaiðnaðar'ins, og lék í mörgum þekktum kvikmyndum. Eftir 1950 fór að halla undan fæti fyrir hennþ og nú fæst hún aðallega við sjónvarpsauglýsing- ar. Hedy Lamarr er engin undan tekning í Hollywood hvað hjóna bönd snertir, því að hún á sex hjónabörnd að baki. Fyrsti eigin maður hennar var tékkneskur vopnaframleiðandi, og reyndi hann með öllum ráðum að kaupa öll eintök af „Ekstase", því að hann var öskureiður yfir nektar- senunum. En til allrar hamingju tókst honum það ekki. Hedy Lamarr í fangelsi. JAMES BOND Eftir IAN FLEMING * • l>ér hélduð því fram, að það væri einstaklega fallegt útsýni héðan úr glugganum. Ekki get ég nú séð það. — Og bíðið bara þangað til þér sjáið allar ungu og fallegu stúlkurnar koma frá verksmiðj- unni kl. 5 Spákona: — í>ér eigið eftir að giftast hávöxnum, dökkhærðum manni. — Ágætt. Segið mér nú hvern íg ég á að losna við manninn mmn. — bér eruð víst ákaflega hrif Inn af hestumu — Já, ég tek hesta fram yfir allar aðrar skepnur að konunni minni undanskilinni. Gesturinn í veitingarhúsinu bað um að fá að tala við fram- kvæmdarstjórann. Þegar hann kom sagði gesturinn: — Þér hljótið að hafa mjög hreinlegt eldhúsið hérna? — Þetta er fallega sagt af yður, sagði framkvæmdastjór- inn og ljómaði allur. — Venju- lega fáum við aðeins kvartanir. En af hverju spyrjið þér? — Það er sápubragð af ipatn- um. Stúlkan sagði við kunningja sinn: —• Pabbi sagði að hann héldi að þú værir hálfgerður asni, en ég stóð með þér og sagði, að hann ætti að vita betur en svo, að dæma menn eftir útlitinu. — Ég hef borðað kjöt allt mitt líf, og því er ég sterkur eins og uxi. — Hvaða vitleysa, ég hef borðað fisk allt mitt líf, og enn kann ég ekki að synda. James Bond BY IAN FLEMING DRAWING BY JOHN McLUSKY Mér þykir leitt að geta ekki heilsað ykkur með handabandi — eins og þið sjáið. Þér þurfið ekkert að biðjast afsökunar á því ..... Við vorum að dást að fiskasafninu yðar, Dr. No. JÚMBÖ -K— K- ■-K" Já, það er minnisvert, ekki satt? —- Reyndar hef ég þá tilfinningu, að þið gleymið aldrei þessu kvöldi. Teiknari: J. M O R A Með titrandi höndum mokaði Júmbó moldinni ofan af loki fornfálegrar kistu, sem var grafin þarna. — Nú skil ég það betur, hvers vegna þú meiddir þig svona, þegar þú datzt hérna niður, Spori, sagði Júmbó. — Þú hefur auðvitað lent á lok- inu. Með miklu erfiði tókst þeim um síðir að ná kistunni upp úr moldinni. Þeim virtist heil cilífð líða, þar til þeim tókst loks að opna hana — og þá gaf að líta heilan fjársjóð sem saman stóð af gulli, gimsteinum, skartgripum og eðalsteinum, sem þeir höfðu aldrei séð áður. — Húrra, við erum rikir, hrópuðu þeir. Við höfum fundið risafjársjóð. — Það var ég, sem fann hann, sagði Spori montinn. — Hefðuð þið ekki haft mig til þess að vísa ykkur leiðina, þá hefðuð þið verið fátæklingar til eilífðarnóns. KVIKSJA -K—* Fróðleiksmolar til gagns og gamans SPRENGJUM VARPAH Á HVIRFILVINDA Það líður vart það ár, að vissir hlutar Norður-Ameríku, fá ekki heimsókn öflugra hvirfil vinda, sem flytja með sér dauða og eyðileggingu. Veðurstofan bandaríska, gefur þeim þrátt fyrir það, falleg stúlknanöfn, svo sem nöfnin Flora, Edith, Helena, Irena, o.s.frv. I apríl 1965 olli hvirfilvindur þvi, að 234 menn misstu lífið, auk þess að hann olli tjóni fyrir um 200 millj. dollara. Frá því 1955 hef- ur veðurstofan þar vestra reynt að finna eitthvert ráð, sem eytt getur afU hvirfilvindsins. Má mefna sem dæmi, að er hvirfil- vindurinn Esther geisaði í Bandarikjunum 1961, þá vörp- uðu fjölmargar sprengjuflugvél ar átta 65 kg. sprengjum niður í svonefndan „skorstein“ hvirf- ilvindsins, og hafði það i för með sér, að vindstyrkur hans minnkaði um 14%. En tveimur timura siðar hafði Esther aftur náð sínum fyrra krafti, og hélt síðan ótrauð áfram för sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.