Morgunblaðið - 02.02.1966, Blaðsíða 26
26
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. febrúar 1966
3 leikmenn KR lil
æfinga í Englandi
Æfð lijá Covemlry í
tvo tiB þrjá mámuði
A FÖSTUDAGINN halda þrír
KR-ingar utan til æfinga í knatt
spyrnu með enska liðinu
Coventry. Munu þeir dvelja
ytra 2—3 mánu'ði og koma heim
seint í apríl.
Eyleifur
til KR?
EYLEIFUR Hafsteinsson,
hinn kunni knattspyrnumað-
ur á Akranesi, hefur nú leitað
fyrir sér um inngöngu til æf-
inga og keppni fyrir KR þetta
ár.
Staðfestu forráðamenn
knattspyrnudeildar KR í gær,
að Eyleifur hefði óskað eftir
inngöngu, en ekki væri frá
málum gengið. Pélagaskipti
Eyleifs eru í sambandi við
nám hans í rafvirkjun og ’
stafa af því að hann á erfitt
im vik að fá kennslu og þjálf-
in í ákveðnum atriðum náms-
ins á Akranesi.
Það kom fyrst til mála í
fyrra að Eyleifur yrði um
stundarsakir í Reykjavík —
og skipti þá um félag en varð
ekki úr þá.
Leikmenn þessir eru Einar fs-
feld, Guðmundur Haraldsson og
Hörður Markan. Eru þeir allir
kunnir leikmenn í beztu liðum
KR og léku m. a. í íslandsmeist-
araliði félagsins á s.l. ári.
Heimsókn þeirra félaga til
Coventry bar á góma er enska
liðið kom hingað í boði KR í
fyrrasumar. Sfðan hefur málið
þróast þar til nú að utanförin
er fastákveðin og undirbúin.
Dukla sem 2 hefur unnið
bikarinn kemur í kvðld
f-eikur við FB3 á fostudag
í 8 liða úrslitum
ANNAÐ kvöld kemur hingað eitt frægasta handknattleikslið heims-
ins, Dukla frá Prag og á föstudagskvöldið leikur liðið gegn íslands-
meisturum FH, en þessi lið tvö eru enn meðal 8 liða Evrópu sem
ósigruð eru i keppni meistaraliða karla um Evrópubikar í hand-
knattleik. Liðin leika nú leik hér í Laugardalshöllinni og annan úti
í Prag hinn 20. febrúar og það liðið er betri markatölu hefur eftir
þá leiki tvo, heldur áfram í keppninni og mætir í 4 liða úrslitum
— hitt er úr leik.
Það má telja til ólíkinda
að FH-ingum takist að halda
velli. Að minnsta kosti yrði
sigur þeirra í væntanlegri
tveggja leikja viðureign þá
einn frægasti sigur ísl. hand
knattlciksmanna. En þó FH
takizt ekki að sigra, þá hefur
frammistaða liðsins til þess
orðið til þess að við fáum
Sigurði Greipssyni þökkuð góð
störf fyrir HSK í 45
ar
Jóhannes Sigmundsson kjörinn
formaður en Sigurður Greips-
son heiðursformaður
ÁRSÞING Héraðssambandsins
Skarphéðins var haldið i Njáls-
búð í V-Landeyjum um s.I.
helgi .Til þingsins mættu full-
trúar frá 16 félögum auk gesta,
alls um 50 manns. Slæmt veður
hamlaði þingsókn, m. a. varð
Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ og
aðrir sjtórnarmenn að snúa við
á miðri leið til þingsins. Veðurs
vegna leit illa út um þingsókn
um tíma, en í Landeyjum var
veðrið skaplegra, þrátt fyrir
mikla veðurhæð og rættist úr
fundarsókn.
Þingforsetar voru kjörnir
Jóhannes Sigmundsson Syðra
Langholti og Hermann Sigur-
jónsson Raftholti. Þingritarar
voru Björn Sigur'ðsson Úthlíð og
Jón Þorgeirsson Hellu.
Fjölritaðri skýrslu og reikn-
ingum HSK var úthlutað á fund
inum, svo og skýrslu um lands-
liðnu sumri. Þetta var 44. árs-
þing Skarphéðins og má segja
að það hafa verið lokaþáttur
hins vel heppnaða landsmóts.
Mörg mál voru rædd á þing-
inu og mikill áhugi um framtíð
sambandsins og verður nánar
vikið að tillögum síðar ef færi
gefst.
Þuríður Jónsdóttir tók á þing-
inu við Fjölhæfnisbikar lands-
mótsins en hann gáfu Samvinnu
tryggingar. Hún er afrekskona í
sundi og frjálsum íþróttum.
Bróðir hennar Gafðar Jónsson
sem einnig er mikill afreksmað-
in innan HSK var og heiðraður.
Sigurður Greipsson afhenti
Skarphéðni að gjöf veglegan
fiuidahamar og afhenti Sigurður
og Þorsteini Einarssyni móts-
stjóra landsmótsins veglega gjöf
frá HSK.
Á laugardagskvöldi'ð var
mót UMFI að Laugarvatni á kvöldvaka í Njálsbúð, sem UMF
Njáll sá um. Kom margt fólk
úr sveitinni til kvöldvökunnar,
þar sem m. a. var sýnd kvik-
mynd frá landsmótinu að Laug-
arvatni. Vigfús Sigurgeirsson
sem tók myndina var staddur á
þinginu og tók hann einnig kvik
mynd af þinginu að störfum.
Aðfaranótt sunnudags gistu
fulltrúar á bæjum í sveitinni,
aðrir en þeir er áttu auðvelt um
heimferð.
Sigurður Greipsson, sem verið
hefur form. HSK nálega 45 ár
þaðst undan endurkosningu.
Voru honum þökkuð farsæl
sötrf að málefnum sambandsins,
en hann hefur verið lífið og
sálin í starfi þess frá upphafi.
Formaður HSK var kjörinn
Jóhannes Sigmundsson Syðra-
Langholti en með honum endur-
kjörnir í stjórn Hafsteinn Þor-
valdsson Selfossi og Eggert
Haukdal, Bergþórshovli.
Sigurður Greipsson var ein-
róma kjörinn heiðursformaður
sambandsins.
UMF Njáll sá um þingið að
þessu sinrii með myndarbrag.
Var mótið vel heppnað og glæsi-
iegt þó veður skyggði nokkuð á.
tækifæri til að
heimsþekkta lið,
Prag.
sjá þetta
Dukla frá
Litrík saga
Dukla, Prag á lengri sögu í
knattspyrnu en handknattleik.
Sex sinnum hefur félagið hlotið
meistaratitil Tékkóslóvakíu í
knattspyrnu og unnið fræg lið
m. a. Santos Brasilíu með Pele,
Pepe og Pagas (P-stjörnunum
frægu).
En í handknattleik á Dukla
einnig litrika sögu. Lið félags-
ins hefur 10 sinnum af 11 mögu-
legum orðið meistari í innihand-
knattleik heima fyrir. Það hefur
keppt í velflestum löndum
Evrópu, leikið 142 leiki við er-
lend li'ð, unnið af þeim 130, gert
2 jafntefli og tapað 10 leikjum.
ir Stendur á gömlum merg
Dukla Prag hefur 5 sinnum
tekið þátt í Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik. í
fyrstu keppninni vann Dukla
Evrópubikarinn (1956—57) með
sigri yfir rúmensku, dönsku og
sænsku meisturunum í áður-
nefndri röð (24:19, 25:18 og
21:13 í sömu röð). Næstu tvö
árin urðu rúmensku meistar-
arnir, Bucaresti til áð „slá“
Dukla úr keppninni með eins
mark mun í bæði skiptin, 14:15
og 22:23. Næsta ár 1960—61 vann
Dukla tvo fyrstu leiki sína I
keppninni, vann pólska liðið
Slask 39:16 of Wissenschaft
DHFK í Leipzig 19'—18, en tap-
aði í 3. umferð fyrir V-þýzku
meisturunum Frisch-Auf Göpp-
ingen með 8:13. Mesta sigurár
Dukla var 1962—62 er liði'ð „sló
út“ í Evrópukeppninni, THW
Kiel, DHFK Leipzig, Frisch-Auf
Göppingen og sigraði í úrslita-
leiknum í París Dinamo Buca-
resti með 15—13 — og vann
Evrópubikarinn öðru sinnL
-k Kjarni tékkneska
landsliðsins
Allt frá 1953 hafa leikmenn
Dukla myndað kjarnann í tékk-
neska landsliðinu í handknatt-
leik og hafa þeir átt mestan þátt
inn í því áð Tékkar unnu 3. sæti
í heimsmeistarakeppninni 1955
(11 manna handbolti), 2. sæti i
heimsmeistarakeppninni 1958 og
1961. Stjörnur Dukla eru Trojan
(64 landsleikir), Vícha (42 lands
ieikir) og Mares, (41). í síðustu
heimsmeistarakeppni tóku þátt
af hálfu Dukla-mann í tékk-
neska landsliðinu, Duda, Havlík,
Mares, Rada, Josef og Vícha.
Auk síns aðalliðs hefur félagið
Dukla tvö unglingalið á sínum
snærum og varð annað þeirra
meistara Prag 1963 og nr. 4 í
tékknesku meistarakeppninni.
Félagið hefur einnig 2 drengja-
lið og varð annað þeirra meist-
ari Prag 1962 og 1963.
í mörgum öðrum greinum
hefur félagið Dukla átt skær-
ustu stjörnur á íþróttaheimi
Tékka m. a. Zatopek, kúluvarpar
ann Skobla, spretthlauparann
Mandlík o. fl. Einnig í sundi á
félagið skærar stjörnur — og er
í stuttu máli sagt forystufélag
í íþróttamálum Tékkóslóvakíu.
Valbjörn hefur for-
ystu í „sexþraut“ KR
SEXÞRAUTARKEPPNINNI var
haldið áfram miðvikudaginn 26.
jan. Þriðja grein þrautarinnar
var þrístökk án atrennu. Kepp-
endur voru níu, þar af voru átta,
sem tekið höfðu þátt í tveimur
fyrstu greinum þrautarinnar.
Keppni var jöfn og skemmtileg,
en iyktaði með nokkuð öruggum
sigri Úlfars Teitssonar, sem kom
í veg fyrir þriðja sigur Val-
björns Þorlákssonar í þrautar-
keppninni. A’ðrir keppendur
stóðu sig flestir með ágætum,
miðað við fyrri árangur í þessari
grein. Níundi maður stökk
8.55 m.
Helztu úrslit:
1 Úlfar Teitsson 9.25 m
2 Valbjörn Þorláksson 5.19 —
3 Trausti Sveinbjörnsson 8.78 —
4 Björn Sigurðsson 8.71 —
5 Gestur Þorsteinsson 8.69 —
Stigakeppnin stendur nú sem
hér segir:
1 Valbjörn Þorláksson 4 st.
2 Úlfar Teitsson 9 —
3 Þórarinn Ragnarsson 17 —■
4—6 Ólafur Guðmundsson 18 —■
4—6 Björn Sigurðsson 18 —
4—6 Nils Zimsen 18 —
7 Gestur Þorsteinsson 20 —
8 Ólafur Sigurðsson 24 —