Morgunblaðið - 02.02.1966, Side 17
Miðvíkudagur 2. febrúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
- Sovézkur dómur
xnenn Flokksins og hegða sér
sem synir þjóðar sinnar. I>eg-
ar Sinyavsky ritaði sínar
jesúítisku greinar í nokkur
Sovéttímarit, reyndi ihann til
dæmis að finna í verkum
annarra höfunda þá eigin-
leika, sem einkenndu hann
sjálfan: tvístig gagnvart hug-
myndafræðileguan reglum,
níhílisma og tiihneigingu til
að níða. fólk. I>egar svo bar
undir, var hann ótfeiminn í
skýrgreiningum sínum, og
sagði, að rithöfundurinn, sem
Ihann fjallaði um kæmi fram
sem „lastari l'ífs okkar og
menningar“, og talaði um
„kaldranalegt níð, illkvittinn
uppspuna og heimskulegar
aðdróttanir", hann sagði, að
„hermdarverk þau, sem hann
I lýsti séu uppdiktuð og per-
sónurnar, enda þótt þeim sé
ætlað að þekkjast sem raun-
verulegar fyrirmyndir, hafi
þær verið ó'trúlega afskræmd-
ar“ og að allt sé þetta „víðs
cfjarlægt skyldu hinnar- hug-
myndaifræðilegu baráttu, sem
sovézk list á í“ .... Þetta er
dáfalleg sjón, eða hitt þó
heldur: óvinur sovétkerfisins
að kenna sovézkum rithöfund-
uim að lifa! I>að er svo grenj-
andi hræsni og uppmáluð
mynd af siðferðilegri hnign-
! un! Maðurinn sver sovétikerf-
1 inu hollustu með annarri
! hendinni, en gefur háðsmerki
; með hinni hendinni, falinni í
vasanum.
[ Þetta getur ekki annað en
i vakið viðbjóð og reiði hjá
okkur, Sovétrithöfundum,
sem erum einlæglega tryggir
! hugmyndinni um kommún-
iska endurreisn þjóðiífsins og
i trúum á Leninistaflokkinn
1 sem hjálpara og vitran for-
! ingja í óeigingjarnri baráttu
okkar fyrir friði og hamingju
• •— eins og aðrir sovétþegnar.
i Og það kemur að litlu haldi
i þó'tt B. Filippov, sem er
I verndari níðritaranna erlend-
I is, og hvítt útflytjendaskáld
' reyni í formála fyrir hinum
\ saurugu bæklingum Terz’s og
I Arzhaks, að kalla þá „merka
■ sovétrithöfunda“, þar eð þeir
' eru alls ekki til sem slíkir í
■ bókmenntum Sovétríkjanna.
1 En lá'tum þetta nægja um
' þessa verndara þessara
tveggja eiturpenna. Það eina,
i sem þeir geta notað sér er
I það, að aimenningur erlendis
' er næsta ófróður um þjóðlif
1 okkar í Sovátríkjunum. En
! lygin er lágfætt og ekki hægt
' að ríða henni langar leiðir.
Ég trúi því fastlega, að hver
andlega heilbrigður maður á
Vesturlöndum muni, þegar
hann ber saman það, sem
hann veit raunverulega um
Sovétríikin við samsuðu þess-
ara tveggja svikara, muni
jafnan komast að réttri nið-
urstöðu: Þeir muni fleygja
níðritum Sinyavsky-Terz og
Daniel-Arzhaks á ruslahaug-
inn.
Þetta getur ekki öðruvísi
©rðið. Því að etf út í það er
íarið, eru þessir níðritarar
ekki einasta að vega að sovét-
. þjóðfélaginu okkar heldur
gusa þeir og eitri á allt hið
tframfarasinnaða mannkyn, á
hugsjónir þess, á heilaga
sókn þess til framfara, lýð-
ræðis og friðar.
Nú á dögum er svo komið,
að jafnvel margir borgaraleg-
ir blaðamenn úr hópi hug-
xnyndatfræðilegra andstæðinga
okkar, tala með virðingu um
hinn mikla styrkleik sósíal-
ismans, sem er orðinn „seg-
ull“ fyrir Afríku, Asíu, Suð-
ur-Ameríku og allan heiminn
yfirleitt.
Sinyavsiky og Daniel ólust
upp í Sovétríkjunum. Þeir
nutu allrar blessunar sósíalis-
mans. Allt, sem okkar eldri
bræður og feður höfðu áunn-
ið á hinum ófriðarsömu árum
hyltingarinnar og borgara-
styrjaldarinar, og á hinum
erfiðu tímum fyrstu fimmára
áætlananna, stóð þeim til
boða.
Sinyavsky og Daniel „byrj-
uðu smátt“. í stað heiðarleika
sýndu þeir af sér ábyrgðar-
lausa framkomu, og í stað
'bókmenntastarísemi, eins og
það orð er skilið í Sovétríkj-
unum, léku þeir tveim skjöld-
um, aðhylltust einlæglega
níhílisma, illkvittna gagn-
rýni og eitraða bakmælgi
gegn löndum sínum, og eftir
að hafa byrjað með slíka
smávægilega illfcvittni, héldu
þeim áfram á sömu braut.
Þeir héldu áfram að renna
niður skábrau'tina. Og að lok-
um tóku þeir, auk heldur að
fremja glæpi gegn Sovét-
stjórninni. Þannig komu þeir
sér út úr bókmenntum vor-
um, út úr samtfélagi Sovét-
borgara. Sú braut, sem þeir
völdu sér, lá frá lítilfjör-
legum ómerkileghei'tum til
meiriháttar drottinssvika.
Á styrjaldarárunum voru
margir útfluttir Rússar í liði
frönsku andspyrnuhreyfingar
innar. Þeir létu lílfið fyrir
kúlum Gestapo, með orð um
sitt elskaða föðurland á vör-
um, um hið fjarlæga Rúss-
land, sem þeir höfðu í hjarta
sínu verið trúir. En hvað er
þá að segja um þessa tvo?
Þeir eru útflytjendur sér-
stakrar tegundar — innan-
lands úttflytjendur. Þeir ein-
angruðu sjálfa sig í sínum
eigin rotna heimi, þar sem
þeir gáfu sínum eigin illsku-
fullu ástríðum útrás. Þar not-
uðu þeir eitur í beks stað.
Þannig lifðu þeir og ímynd-
uðu sér, að þetta væri raun-
verulegt líf.
Kaldihæðni örlaganna! Hin
borgaralega, franska útgáfa,
Hachette, er nú að senda frá
sér bók, „Sovétríkin árið
2000“, með einkunninni: „Til
að fylgjast með tímanum og
og umfram allt að vita, hvað
er að gerast í heiminum".
Hötfundar bókarinnar gera sér
Ijóst, að þeir eru að draga
upp mynd af miikilli þjóð,
brautryðjanda aldarinnar,
sem þeir eru að vísu ekki
hrifnir af fyrir tryggðina við
kommúnismann, en geta samt
ekki annað en dáðzit að. Svik-
ararnir tveir skrifuðu bækur
þar sem einkunnarorðið hefði
mátt vera óskin um ekki ein-
asta að skilja heldur og að
níða niður það, sem er að ger-
ast.
En ef út í það er nánar far-
ið, er það sennilega úrhendis
hér að tala um kaldhæðni ör-
laganna. Heilibrigð skynsemi
og siðferðileg vansköpun eiga
enga samleið.
Heiðarlegir pennar og
Júdasarpennar eiga 'heldur
ekki samleið. Og sannarlega
leiða skrif svi'karanna tveggja
engar skoðanir í ljós heldur
aðeins hugmyndafræðilega
hnignun, spillingu og sið-
leysi höifundanna.
En er þetta nú einasta at-
riði málsins? Þegar allt kem-
ur til alls er þetta þó ekki
einfalt dæmi um siðtferði-
lega og pólitíska úrkynjun
tveggja sikemmdarverka-
dólga. Hér er um að ræða tvo
drottinssvikara, sem hafa
leigt sjálfa sig út til óðustu
og taumlausustu -hatursmanna
(kommúnismans. Þessvegna er
það að mál þeirra Sinyavsky
og Daniels er iátið fljúga um
öll Vesturlönd, þar eð þessir
tveir menn urðu til þess að
blása að kölunum í tauga-
stríðinu gegn Sovétríkjunum.
Þið hrósuðuð afsnemma
happi, herrar mínir! Svikar-
arnir ykkar hafa verið lagðir
upp í loft og nældir fastir við
góltfteppið. Raunverulegu
andlitin á þeim hafa verið aif-
hjúpuð. Þeir eru ekki einasta
siðspilltir menn, heldur og
ginningarfífl þeirra, sem
kynda undir ótfriðinum í
heiminum, ófriði þeirra, sem
gjarna viljav breyta kalda
stríðinu í heitt, þeirra, sem
enn hafa ekki gefið frá sér
vitfirringsdrauminn um að
fara með ótfrið á hendur Sov-
étríkjunum. Slíkum ginning-
arfíflum verður engin missk-
unn sýnd. Þjóðin okkar hefur
goldið ofhátt verð fyrir
októberbyltinguna, fyrir sig-
urinn yfir fasismanum, fyrir
blóð og svita hermanna lands
okkar, til þess að leiða hjá sér
svona úrhrök.
Eins og við höfum þegar
séð, eru „ritverk“ þessara
svikara gegnsýrð af illkvittnu
níði um þjóðfélagsskipun
vora, um ríki vort, og eru góð
sýnishorn af andsovézkum
áróðri. Allt innilhald þeirra
snýst um það, að æsa upp
fjandskap milli þjóða og rikja
og auka á stríðshættuna. f
raun og veru eru þefcta skeyti,
sem beint er í bakið á þeim,
sem berjast fyrir friði á jörðu
og hamingju allheims. Slíkar
hugmyndir geta ekki orðið
skildar öðruvísi en sem
fjandsamlegar gagnvart landi
voru.
Timinn mun líða og enginn
muna eftir þessu lengur.
Eitursýrð blöðin verða að
dufti á sorphaugunum. Sagan
hefur, hvort sem er, sannað,
æ ofan i æ, að hvérsu þyikkt
og eitrað sem níðið er, þá gutf'
ar það óumflýjanlega upp
fyrir 'heitum andardrætti
sannleikans.
Svo verður og í þetta sinn.
(Izvestia 12. jan. Óstytt.)
Guðlaugur
Guðjónsson
Grindavlk
Mlinning
Fæddur 7. desember 1893.
Dáinn 22. desember 1965.
Rétt áður en jólahátíð hélt í
bæinn
hljóðlega dauðinn rétti kalda
mund
hnignandi æfisól þín seig í
Æginn
sviplega vinur kom þín hinzta
stund.
Almættið ræður einn úr
hópnum líður
og eftir þesis hinzta kalli, næsti
bíður.
Brostið er líf og brautin nýja
er hafin
breytt er um stefnu, leiðir
skilja nú,
þín verður leiðin vinarörmum
vafin
er vottar þér samúð,
kærleikanum trú
færir þér þakkir fyrir liðnar
stundir
í friði uns koma næstu
endurfundir.
Þung eru sporin, því er hugur
hljóður
hryggðinni blandað vort er
dapurt geð.
Ég þakka þér öill, er kveð þig
granni góður
hin góðu kynni er okkur voru
léð.
Líði þér vel í ljóssins björtu
löndum.
hjá ljúfum Guði og hans
vinarböndum.
Máttugi Guð sem málið öl'lum
gefur
myndar og glæðir allt í lífsins
geim
eins allar þjóðir vinarörmum
vefur
og veitir þeim sælu í þínum
dýrðarheim.
Gefðu að kraftur þinna dýpstu
dáða
í dauða og lífi huggi sára og
þjáða.
A. J.
Lyftubíllinn
Jóhannes Líndal
Jónasson - minning
F. 22. maí 1884. — D. 24. jan. 1966
Jóhannes Líndal var fæddur
að Nípukoti í Víðidal í Húna-
vatnssýslu. Foreldrar hans voru
hjónin Jónas Jóhannesson, bóndi
og Jónesa Jónasdóttir.
Snemma mun hugur Jóhannes-
ar hafa staðið til að afla sér
menntunar, en ytri aðstæður
hamlað því á unglingsárum. •—
Hann lauk gagnfræðaprófi við
Flensborgarskólann í Hafnar-
firði 28 ára gamall og fór svo í
Kennaraskóla íslands og útskrif
aðist þaðan 1915.
Á • þeim árum var fátt um
kennarastöður við fasta barna-
skóla, svo að næstu árin starf-
rækti Jóhannes einkaskóla fyr-
ir börn hér í bænum. Skóla-
stjóri við barnaskóla Garða-
hrepps varð hann 1920, en 1924
réðst hann að núverandi Mið-
bæjarskóla og starfaði þar í 30
ár eða til 1954, er hann lét af
kennslu vegna aldurs. Þegar Jó-
hannes hóf kennslu við Mi’ðbæj-
arskólann var hann þroskaður
og æfður kennari. Hann var
mjög vel að sér í öllum náms-
greinum, þótt móðurmálið væri
ætíð eftirlætiskennslugrein hans
enda mikill smekkmaður á ís-
lenzkt mál. Hann lagði mikla
alúð við kennsluna og sama gilti
um öll störf, sem hann tók að
sér, þau voru öll leyst af hendi
af einstakri samvizkusemi og
smekkvísi.
Jóhannes var mjög stjórnsam-
ur og gekk ríkt eftir, að nem-
endur temdu sér reglusemi og
góða framkomu. Sumum nemend
um fannst hann án efa vera ó-
þarflega strangur og kröfuharð-
ur, en við nánari kynni lærðu
þeir að meta ágæta kennslu hans
og leiðsögn, og virtu hann og
báru hlýjan hug til hans.
Ég tel Jóhannes tvímælalaust
í fremstu röð minna samkenn-
ara.
Jóhannes gerði sér far um að
auka þekkingu sína á sviði skóla
mála, fór tvær námsferðir til
Norðurlanda og námsskeið i
ensku sótti hann í Bandaríkj-
unum, enda hafði hann gott
vald á enskri tungu.
Söngelskur var Jóhannes og
var starfandi í Karlakór Reykja
víkur um langt skeið.
Eins og títt hefur verið um
íslenzka kennara vann hann í
'sumarleyfum sínum og þá eink-
um við málarastörf, og var mjög
fær í þeirri iðn.
Um skeið leit svo út, að Jó-
hannes yrði óvinnufær. En þá
kom glöggt í ljós, að það var
ekki að hans skapi að leggja
árar í bát, þótt óvænlega horfði.
Hann fór tvisvar til Ameríku og
fékk svo bót meina sinna, að
hann gat sinnt kennslu meðan
aldur leyfði og var sjálfbjarga
til hins síðasta. Löngum varö
hann að stunda þreytandi æf-
ingar til að halda í horfinu, en
þrátt fyrir fötlun sína hélt Jó-
hannes reisn sinni og virðulegri
framkomu alla ævi.
Jóhannes kvæntist ekki, en
hafði sitt eigið heimili, sem bar
vott um eðlislæga snyrtimennsku
hans.
Að lei’ðarlokum þakka ég góð-
um dreng og s.tarfsfélaga fyrir
langa og góða kynningu.
Pálmi Jósefsson.
Sími 35643
Blikksmiðir
og blikksmíðanemar óskast
Blikksmiðjan Sörii
Skúlatúni 4.
4ra herbergja íbúð
Opinber stofnun óskar eftir að taka á leigu hér í
borginni 4ra herb. íbúð ásamt eldhúsi og baði frá
1. marz nk. eða sem fyrst. — Tilboðum óskast skil-
að til afgr. Mbl. fyrir 5. febrúar nk., merktum:
„Opinber stofnun — 1. marz 1966 — 8100“.
Fiskiskip til sö'u
Vélskipið Gulltoppur K.E. 29 er til sölu, nú þegar.
Skipið var endurbyggt 1959. Aðalvél Kromhaut
375 H.K. 1959. Vélin er öll ný upptekin. Skipið er
búið tveim sjálfleiturum og tveim kraftblökkum.
Ný og kraftmikil spil. — Veiðarfæri geta fylgt.
Verð og greiðsluskilmálar hagstæðir.
Upplýsingar í símum 18105 og 16223 og utan skrif-
stofutíma 36714.
FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN
Fasteigna-, verðbréfa- og skipasala.
Hafnarstrætí 22, — Gevafotohúsinu
við Lækjartorg.