Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. feb'rúar 1966 * MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190-21185 eftir lokun sJmi 21037 Volkswagen 1965 og ’66. RAUÐARÁRSTÍG 31 „ SÍMI 22022 BÍLALEICAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SfMf 34406 SENOUM LITL A bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. BílaVeigan VAKUR Sunllaugaveg 12. Sími 35135 og eftir lokun símar 34936 og 36217 Daggjald kr. 300,00 og kr. 3,00 pr. km. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar pústror o. £1. varahlutir margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. Höfum flutt verzlun vora og verkstaeði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræburnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. Meiri bjór Bjórmálið er nú komið á dag skrá enn einu sinni — og í fullri alvöru. Fj ölmörg bréf hafa borizt Velvakanda um bjórinn og verða þau birt eftir því sem kostur er. Annars skrif ar fólk um bjór allan ársins hring. í>að er engu likara en bjórinn sé i(i tekinn til um- ræðu manna á meðal svipað og veðráttan: Þegar allt annað þrýtur. Annars eru ekki allir jafn- ánægðir með nýju regurnar um tollfrjálsan innflutning, eins og við var að búast. Ég hitti flug- mann á fömum vegi í vikunni, hann er einn af þeim elztu: Jafngamall millilandafluginu í starfi. „Ég hef flogið milli landa í nær tuttugu ár“, sagði hann — „og ég hef komið með nokkr ar bjórflöskur svo að segja í hverri ferð. Við þessu hefur aldrei verið sagt neitt — og ég veit ekki betur en aðrir flug- menn geri hið sama. Venju- lega kemur hver maður með einn lítinn kassa með sér — og hefur aldrei þótt óeðlilegt. Nú verður t^kið fyrir þessi fríðindi hjá okkur ,en sjómenn halda þeim áfram — vegna hefðarinnar, sem skapazt hef- ur hjá þeim. Nú spyr ég; Nægj a ekki tuttugu ár til þess að skapa þessa margumtöluðu hefð? Við hve langan tíma er þá miðað?“ Síðan bað hann mig að koma því á framfæri, að ákaflega mikil óánægja væri meðal flug liða vegna þessara ströngu tak- markana. Kartöflurnar Einn af lesendum blaðsins hringdi og spurði vegna hvers hægt væri að flytja inn frá Bandaríkjunum alls konar land búnaðarafurðir — en ekki kart öflur. „Hvers vegna er reynt að troða ofan í okkur þessum ó- ætu pólsku kartöflum á hverju ári — eftir að við erum búin með allt ónýta ruslið, sem Grænmetisverzlunin getur graf ið upp úr skúmaskotum sín- um? Hvers vegna er ekki hægt að flytja inn góðar kartöflur — t.d. frá Bandaríkjunum? Frammistaða Grænmetisverzl- unarinnar er orðin algerlega óþolandi. Hér höfum við allt til alls — og það er fáránlegt að eitt af því fáa, sem okkur er skammtað skuli vera jafn- sjálfsögð fæðutegund og kart- öflur. Þetta er ekki hægt að kalla annað en skömmtun — og að sumu leyti er núver- andi fyrirkomulag verra en skömmtun. Neytendum væri það mjög til hagsbóta, ef Græn metisverzlunin fengi einhverja samkeppnL Fyrr lagast þetta ekki.“ Sjónvarpið Allmörg bréf hafa borizt um sjónvarpsmálið í tilefni síðustu undirskrifta. Flest bréfanna koma frá sjónvarpsnotendum, sem ekki eru að öllu leyti sam- mála hinum 660. Hér er eitt þeirra — frá hpsmóður í Aust- urbænum: „Velvakandi góður! Mér flaug í hug að senda þér línu vegna áskorunar 600 háskóla- stúdenta til alþingis viðvíkj- andi sjónvarpi. Hvað meina mennirnir? Telja þeir að við séum ekki fær um að velja eða hafna t.d. þegar íslenzka sjón- varpið kemur. Eða þá að það verði svo lélegt að það þarfnist vemdar. Á þessum tímum þeg- ar allt mögulegt er flutt inn, meira að • segja eldhúsinnrétt- ingar, kemur þetta manni ó- neitanlega spánskt fyrir. Ef að þeir hugsa sér að innleiða hér sjónvarpseinokun þá spyr ég: Hversvegna bönnum við ekki öll þessi sterku útvarpstæki, sem að ná má á erlendum stöðv um og fólk hlustar óspart á? Hversvegna er ekki bannaður innflutningur erlendra bóka? Hversvegna bönnum við ekki kvikmyndahús? Hversvegna er ekki tekið fyrir það að íslenzk- ir stúdentar fái að stunda nám erlendis? Svona mætti lengi telja upp öll þau erlendu áhrif sem dynja á þjóðinni. Að lokum: Hversvegná snúum við ekki bara við, tökum upp lifnaðar- hætti fyrri tíma, byggjum okkur moldarbæi og losurn okk ur við öll stóru samgöngu- tækin. Þá tætum við að vera úr hættu. — Húsmóðir í aust- urbænum." Passíusálmarnir Þá er hér bréf um Passíusálm- ana og útvarpið: Kæri Velvakandi! Þú ert vinsamlega beðinn að birta þetta í dálkum þínum. Passíusálmalestur í nitvarp- inu er vinsælli þáttur meðal þjóðarinnar en margir gera sér grein fyrir. Nýlega var ég staddur á heimili hér í borg- inni hjá miðaldra hjónum. Ekki hef ég vitað til að þau séu trúaðri en aknennt gerist, og líklega líða ár á milli þess að þau fari í kirkju. Við vorum að spjalla saman í bezta yfirlæti, og útvarpið var í gangi, en það lágt stillt að það truflaði ekki samræð- urnar. Allt í einu reis frúin úr sæti sínu gekk að útvarp- inu og hækkaði það. Lestur passíusálmsins var að hefjast. Án nokkurra skýringa féll allt samtal niður og hlýtt var á passíusálminn með lotningu. Augljóst var að þetta var föst venja. Ég hafði orð á þessu við sveitakonu, sem var gestur á heimili mínu, en hún sagði að eftir því sem hún vissi bezt væri hvarvetna í sveit hennar hlýtt á lestur passíusálmsins með mikilli athyglL Gott er að venjulegt passíu- sálmalag er nú leikið á orgel áður en lestur sálmsins hefst. Baldur Pálmason les sálmana prýðilega. Raddir þeirra, sem kvartettlagið syngja eru ágæt- ar og verðskulda að syngja skemmtilegri lög en þau sem þar eru notuð. Ég hef undir höndum passíusálmaútgáfu með nótum. Er sú bók prent- uð 1907. Lögin í henni eru hin sömu sem sungin voru almennt meðan passíusálmamir voru sungnir á heimilum á fyrsta tugi aldarinnar. í formála nefndrar bókar er greint frá því að Hallgrímur Pétursson hafi sjálfur vahð þessi lög og ort sálmana undir þeim, og er þar lokið miklu lofsorði á hve vel honum hafi tekizt að láta orð og tóna íalla saman. Hallgrímur bað um að sálmum hans yrði ekki breytt. Sú ósk hefur verið tekin til greina. En mundi hann hafa verið ánægður með það að sálmarnir yrðu fluttir með allt öðrum lögum, sem að dómi fjöldans eru miklum mun síðri þeim, er hann sjálfur valdi? Þeir munu vera fáir, sem kunna að meta slíkan söng. Eina bótin í málinu er að hann kemur nú á eftir sálminum og geta menn því slökkt á tækinu og losnað við leiðindin. Þakklátur hlustandi.“ Loks birtist hér bréf, sem Guðrún Helgadóttir sendir: Svar við öðru, sem birtist hér í dálktmum í vikunni: „Vegna athugasemdar konu nokkurrar í Velvakanda Morg unblaðsins 10. þ.m. vil ég und- irrituð taka þetta fram: í grein minni í Þjóðviljan- um fyrir skömmu, sem gefur frúnni tilefni til athugasemdar sinnar, leyfði ég mér að finna að því, að fólk, sem ekki stimd- ar nám í Háskólanum, skuli vera meðal innritaðra háskóla- stúdenta löngu eftir að það hættir námi. Sérstaklega fannst mér athugavert ,að slíkt fólk gæti fengið skattafrádrátt vegna þessa. Og þetta vil ég ekki notfæra mér. Frúin hins vegar er undr- andi og hneyksluð vegna þess að ég undirritaði bænaskrá há- skólastúdenta til Alþingis um að takmarka sjónvarp banda- rískra hermanna við herstöð- ina eina. Það gerði ég vegna þess, að ég er á skrá háskól- ans yfir innritaða stúdenta í desember 1965. Alþingi veit, að samkvæmt bókum Háskólans er tala innritaðra s Vdenta 1116 Áhugamenn um bænaskrá þessa vildu vita, hversu marg- ir af þessum 1116 eru á móti hermannasjónvarpi á íslandi Tala þeirra, sem undirrituðu, hefði því verið mjög villandi fyrir almenning, ef aðeins þeir, sem stunda nám í raun og veru hefðu skrifað undir, þar sem tala allra stúdenta er 1116. Þetta vona ég, að hver sæmi- lega skynsamur maður skilji. Mér finnst hins vegar, að hvorki ég né aðrir stúdentar sem hafa hætt námi, ættu að vera á skrá yfir innritaða stúd- enta, heldur ætti hver s|.d- ent að láta skrá sig árlega. Ég hef margtekið fram, að ég er alls ekki að lasta starfsfólk skrifstofu Háskólans, en tel mig hafa rétt á að gagnrýna hvað sem er í þessu landi lýð- ræðisins. Og til marks um, að ég hef efcki á röngu að standa, er það, að enginn maður, sem ég tek minnsta mark á, hefur haft neitt sérstakt við skxif mín að athuga. Hins vegar hafa ýmsir orðið til þess að op- inbera það, að þeir skilja alls ekki mál mitt og hafa þess vegna komið með athugasemd- ir, sem að sjálfsögðu eru all- sendis út í hött. Ég vil hins vegar taka fram, að prófessor við Háskólann benti mér á, að meira væri um það í heimspekideild en öðrum deildum, að menn væru innrit- aðir án þess að stunda nám. Tel ég sjálfsagt að benda á þetta. Ég sé ekki ástæðu til að svara fleiru af slíku nuddi, sem birzt hefur í dagblöðunum. Ef einhver sæmilega skynsam- ur maður vildi ræða við mig um eitthvað, sem ég kynni að hafa ranglega farið með, er ég fús til að leiðrétta það. En þar eð ekkert slíkt hefur kom- ið fram, er enginn grundvöll- ur fyrir umræðum. Þá hefur merkur maður gert athugasemd við orð mín um, að ég hafi fæðzt um það leyti sem æran dó á íslandi. Taldi hann, að með þessu gerði ég mér meiri aldur en ég á skilið. Samkvæmt upplýsing- um hans var það árið 1927, sem æran dó, og leiðréttist það hér með. Virðingarfyllst, 11. jan. ’66 — Guðrún Helga- dóttir.“ Vantar flakara Allt að 60% kCItip- hælckun gefur bónuskerfi okkar til flakara. Húsnceði og mötuneyti á staðnum Vinsamlegast hafið samband við verk- stjóra, sími 19265 og 38042. Sænsk- íslenzka frystihúsið hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.