Morgunblaðið - 12.02.1966, Side 12

Morgunblaðið - 12.02.1966, Side 12
12 Laugardagur 12. febrúar 196® MORCU N B LAÐIÐ Útgefandí: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Rits t j órnarf ulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. GEÐ VEIKRAHÆLI Lestarræningiarnir sitia við að sauma póstpoka Hafa verið fluttir i nýja öryggis- deild á Parkhurst fangels*i/iiu á Wight FYRIR nokkrum dögum var brezkum blaðamönnum og ljósmyndurum í fyrsta sinn leyft að heimsækja álmu þá í Durham-fangelsinu, þar sem gerðar hafa verið hámarks öryggisráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að fangarnir sleppi. Ræddu bl.aðamenn þá m.a. við átta fantga, þar af þá þrjá af lestarræningjunum frægu, sem enn sitja inni, dæmdir til 30 ára fangelsis- vistar, — en sem kunnugt er, hefur þrem öðrum tekizt að sieppa úr fangelsi. Alls voru átta menn í haldi í þessari deild Durham, þegar heimsóknin fór fram og höfðu þeir yfir ýmsu að kvarta um aðbúnaðinn. En nú hafa nokkr ir þeirra, a.m.k. lestarrænin.gj arnir, verið fluttir í nýja álmu í Parkhurst fangelsinu á Wight eyju, þar sem aðbún- aður er betri, athafnafrelsi innan fangelsinsveggjanna meira og öryggisráðstafanir jafnframt öflugri. Fangarnir í Durham voru yfirleitt sammála um að all sæmilega væri séð fyrir líkam legum þörfum þeirra, nema hvað þeir vildu stærri garð til útiveru. Garðurinn, sem þeim var ætlaður var stað- settur í miðju fangelsinu. Fangarnir hafa neitað að nota hann og vilja endilega fá að nota annan garð, töluvert stærri. Fannst þeim fásinna hin mesta, að stjórn fangelsis skyldi setja það fyrir sig, að miili garðsins og frelsisins skilur aðeins einn múrvegg- ur. Við getum rétt hugsað okk eyju ur, hvað fyrir þeim vakir, er þeir heimta þennan garð“, sagði einn fangavarðanna og bætti við, að lestarræningj- unum yrði sennilega ekki skotaskuld að vippa sér yfir vegginn þegar vel hentaði — annað eins hefðu þeir afrek- En það var fyrst og fremst andlega meðferðin, sem fang- arnir kvörtuðu yfir, og erfið- leikunum við að halda sálar- ró. Einn fanganna kvaðst hafa verið í mörgum fangelsum og alltaf liðið betur en í Dur- ham. Þarna höfðu þeir ekki útvarp, kvikmyndir fengu þeir aldrei að sjá, hvað þá tón leika og fangavörður væri lát- inn fylgja þeim eftir hvert fótmál. Þar að auki fengju þeir ekki að blanda geði við aðra fanga í fangelsinu og yrði kunningjahópurinn því býsna Framhald á bls. 14 Einn af klefunum í hinni mýju deild Parkhurst-fangelsisins á Wight-eyju, þar sem iestarræningjarnir þrír verða'væntanlega geymdir næstu áratugina. Billiard-salur fanganna í Parkhurst. 17áar fregnir hafa vakið eins * mikla athygli og réttar- höldin yfir sovézku rithöfund unum Sinyavsky og Daniel, sem nú eru haldin í Moskvu. Þau varpa skýru ljósi á þá andlegu kúgun, sem ríkir í kommúnistríkjunum, þar sem rithöfundar eru ofsóttir ef þeir ekki lofa og prísa stjórn- arvöldin í verkum sínum. En andi frelsisins verður aldrei deyddur. Þess bera þeir nú vitni rithöfundarnir í sak- borningastúkunni í Moskvu, og þess munu fleiri sovézkir rithöfundar bera vitni, hver svo sem dómurinn verður yf- ir þeim Sinyavsky og Daniel. Það er einnig eftirtektar- vert að tugir æskumanna söfnuðust saman utan dyra réttarsalarins til að mótmæla ofsóknunum, enda þótt það hafi verið tíðkað að taka menn, sem slíkan mótþróa sýndu, og stinga þeim inn í geðveikrahæli. Og sömu dagana og réttar- höldin eru haldin í Moskvu, er rithöfundurinn Yalery Tarsis í fyrirlestraferð í Bret- landi. Hann segja rússnesku yfirvöldin auðvitað geðbilað- an, enda hefur verið farið með hann sem slíkan. En Tarsis fer ekki dult með skoð- anir sínar á rússneskum stjórnarvöldum, og segir sann leikann umbúðalaust. Hann segir fasistaglæpamenn fara með völd í Sovétríkjunum. Sjálfsagt hefur það átt að vera sérlega klókt að leyfa Tarsis að fara úr landi með- an réttarhöldin stóðu yfir Sinyavsky og Daniel, og vafa- laust hafa Sovétherrarnir vonað að Valery Tarsis kæmi ekki á ný til Ráðstjórnar- ríkjanna, því að þá yrði þægi- legra að stimpla hann sem landráðamann, en Tarsis seg- ist ákveðinn í að snúa heim, hvað sem um hann verði. Þeir menn eru áreiðanlega margir í Ráðstjórnarríkjun- um, sem vilja fórna lífi sínu til þess að reyna að losa um helfjötrana, sem hvíla á þjóð- um Ráðstjórnarríkjanna. En á sama tíma eru til menn hér á landi, jafnvel í rithöfunda- stétt, sem eiga enga æðri „hugsjón“ en þá að koma á kommúnískri ógnarstjórn hér lendis. HAGUR IÐNAÐARINS T ítarlegri ræðu, sem getið var um hér í blaðinu í gær, ræddi Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráíjherra, um hag iðnaðarins, og sýnir þar glöggt fram á hve miklu hef- ur verið áorkað iðnaðinum til hagsbóta á síðustu árum, og hve gjörsamlega eru úr lausu lofti gripnar ásakanirnar um það, að iðnaðinum séu búin lakari kjör en áður var. Ráðherrann vék t.d. að lána málum iðnaðarins, og upp- lýsti að iðnlánasjóður hefði á síðustu þremur árum lánað 148 milljónir króna, en á þremur árum, 1957, 1958 og 1959 hafi hann aðeins veitt 9 milljónir króna. Fram- kvæmdabankinn hefur einnig stóraukið lánveitingar sínar til iðnaðarins, og lánaði 103 millj. króna á árunum 1963 til 1965. Síðan sagði ráðherrann: „Ég er ekki að segja að þetta sé nóg, en ég vil halda því fram að það hafi orðið breyting frá því sem áður var og miklu meiri, heldur en menn gera sér grein fyrir. Og menn gera sér ekki alveg nægilega grein fyrir því, hvað hér er að vaxa upp sterkur stofn fyrir iðnaðinn í land- inu, þar sem Iðnlánasjóður er. Hann stórvex fyrir eigið fé árlega, og auk þess er hon- um aflað lánsfjár til þess að geta haft miklu meira af ráð- stöfunarfé, heldur en ella væri, til eflingar iðnaðinum“. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, gat þess einn- ig að á Alþingi 1964 hefði ver- ið samþykkt frumvarp um að breyta lausaskuldum iðnað- arins í föst lán. Um síðustu áramót var gengið frá skip- un matsnefndar, sem sam- kvæmt reglugerðinni á að vinna að mötum á eignum manna í sambandi við slíkar lánabreytingar, alveg á sam- bærilegan hátt og átti sér stað á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar á sínum tíma. En um hlutdeild iðnaðarins í útlánum viðskiptabankanna væri það að segja, að hún hefði verið 1960 12,2% af út- lánum til atvinnugreinanna, 1961 13,4%, 1962 13,7%, 1963 14,3%, 1964 14,7%, og 1965 13,6%. í lok ræðu sinnar sagði ráð- herrann: „Nú vil ég ljúka máli mínu með því enn einu sinni að vara alvarlega við ófyrirsjá- anlegum afleiðingum þess barlóms á sviði iðnaðarins, sem sumir menn og flokkar temja sér, og lýsir sér í því, að vera sí og æ í tíma og ótímg að mikla fyrir sér og öðrum þá miklu erfiðleika, sem iðnaðurinn á við að búa, og hann geti því enga fram- tíð átt fyrir sér hér á landi. Þetta lamandi úrtöluvæl á- samt órökstuddum sleggju- dómum og ósannindum um neikvætt viðhorf stjórnar- valda til íslenzks iðnaðar, getur hægt og bítandi síazt inn í vitund almennings, ef ekkert er að gert, lamað eig- in viðnámsþrótt og þrek iðn- aðarins og orðið sá bölvaldur, sem iðnaðurinn fær eigi rönd við reist. Með bjartsýni og trú á framtíðina, með góðhug og samstilltri orku þeirra, sem hlut eiga að máli, réttum skilningi stjórnarvalda og heilbrigðu mati almennings á gæðum íslenzkrar iðnaðar- framleiðslu, sem hefur skap- azt með elju, vaxandi tækni og margháttaðri aukinni hag- ræðingu, mun íslenzkur iðn- aður marka sér sess í atvinnu- þróun á íslandi. Það er ósk mín, að svo megi verða.“ Undir þessi orð ættu allir að geta tekið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.