Morgunblaðið - 12.02.1966, Qupperneq 14
14
MORGU NBLAÐIÐ
Laugardagur 12. febrúar 1966
Svar við sendibréf i
Ragnars í Smára
„Og það veit ég, sagði gamli
maðurinn. Bréfin eru orðin
mörg og þar er marg't bréfið.“
En þar skilur í milli okkar Sig-
urðar Snorrasonar og mín að
mitt bréf var ekki frá kónginum;
í hæsta lagi að það teljist erki-
biskupsboðskapur.
Ég hefi verið í iðnarleysi und-
anfarna daga, lónað í meinleysi
eins og Reimar skáld myndi hafa
orðað það, en ékki haft tíma til
að svara bréfi þínu.
Mikið þakka ég þér annars
vel fyrir símtalið á dögunum
þegar ég var um það bil að ljúka
við erindið mitt um dag og veg
í útvarpinu. Ég hafði farið hörð-
um orðum um bækur sem komu
út fyrir jólin og einnegin last-
að forleggjara sem skrumaði í
auglýsingum um það sem ég
kallaði ódæmi.
Nefndi þó engin nöfn, hvorki
á bókum, höfundum né útgef-
anda, en lastaði allt saman og
sumt með stórum orðum. Mikið
dáist ég af næmleika þínum að
þú skyldir óðara átta þig á að ég
var að tala um bækurnar þínar
og sjálfan þig. Og eftir á, þeg-
ar við höfðum slitið talinu í vin-
semd, þá hugsaði ég með nokkr-
um söknuði til þess að ekki hefð-
ir þú haft ástæðu til að gleðja
mig með símtali, ef ég hefði far-
ið að hæla einhverjum ónafn-
greindum bókum í erindinu.
Mikið þótti mér annars leiðin-
legt að sjá í bréfi þínu þar sem
þú reynir að firra þig allri á-
byrgð á útgáfustarfsemi þinni
með því að segja „að skáldsögur
eru verk höfunda sinna, en ekki
útgefenda". Áður hafðir þú
þó sagt, að þú og Halldór
Laxness hefðuð lagt mér tii efni
í útvarpsþáttinn. Þetta er alveg
hárrétt, enda veit ég ekki hvar
skáld væru stödd ef ekki kæmu
til skynsamir forleggjarar né
heldur forleggjarar ef skáld, og
þeir sem kalla sig skáld, fengju
ein að ráða. Þessvegna er út í
hött að þú skjótir þér undan á-
byrgð, enda þótt ég skilji vel að
þig langi mikið til þess nú, en þú
ættir þá ek'ki í sömu andránni að
þakka þér aðild að öðrum verk-
um. Slíkt sýnist hræsni en
hræsnari hefir þú aldrei verið.
Og úr því ég er nú farinn að
fitja upp á svari við þig þá er
bezt að koma að því sem mér
liggur á hjarta:
Af þ.vi sem ég hefi lastað út-
Maðurinn minn
ÞORVALDUR INGVARSSON
frá Raufarfelli,
lézt að sjúkrahúsinu Sólheimum 10. þessa mánaðar.
Guðbjörg Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn.
Litla dóttir okkar
JÓSEFÍNA HÓLMFRÍÐUR
andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 9. febrúar s.l.
Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Magnúsdóttir, Þór Hólmkelsson.
Maðurinn minn og faðir okkar
EINAR AXELSSON
Brekkustíg 20, Sandgerði,
andaðist í Landsspítalanum 10. þessa mánaðar.
Einarína Sumarliðadóttir og börn.
Móðir okkar,
HJARTFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
Borgarnesi,
andaðist i sjúkrahúsi Akianess 10. þessa mánaðar.
Börn hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
GUÐNÝJAR LOFTSDÓTTUR
Hlíðargötu 9, Akureyri.
Bragi Svanlaugsson, Steinunn Bragadóttir,
Stefáan Bragason, Sigurlína Ólafsdóttir,
Eiríkur Loftsson, Auður Eiríksdóttir,
Þórarinn Loftsson, Valný Eyjólfsdóttir,
Loftur Guðmundsson.
Innilegar þakkir færum við öllum fjær og nær er auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
eiginkonu minnar, móður, fósturmóður, tengdamóður
og ömmu,
KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Möðruvöllum í Kjós.
Sigurður Guðmundsson, börn, fósturdætur,
tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingjar.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför dóttur okkar og systur
, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Eyvindarhólum.
Guð blessi ykkur öll.
Foreldrar og systkini.
gáfustarfsemi þína hina síðustu
og innihald hennar, þá nýrð þú
mér því um nasir að ég hafi þar-
með gerzt svikari við málstað,
sem ég hefi varpað þyngri orðum
á en jafnvel þú sjálfur.
Til að gera langt mál stutt: Ef
þessi margumtöluðu verk, sem
þú lézt á þrykk út ganga,
eiga að heita framlag í baráttu
okkar. gegn stórhættulegum á-
gangi erlendra manna og ómenn-
ingar, þá frábið ég mig alveg að
vera talinn með í þeirri liðssveit.
Það sem okkur skilur í milli er,
að ég tel framlag skriffinna þinna
klámhögg eitt, til stórbölvunar
okkar mikilvæga málstað.
Mikið hló ég þegar þú fórst að
minnast á pappírstollinn. Ég
fann í anda hvernig þú stóðst á
blístri vegna íslenzks þjóðernis
og skyndilega gaus upp nokkuð
svo óyndislegur peningaropi.
í einlægni sagt þá er það nú
þetta sem menn hafa milli tann-
anna, en ég reyni að bera á móti,
að öll þín reiði komi til af því að
þú getir ekki fyrirgefið sjálfum
þér að hafa gefið margnefndar
bækur út. í fyrsta lagi vegna
þess að þú tapar á þeim pening-
um, og í öðru og mklu þýðingar-
meira lagi, að þær séu góðum
málstað okkar til stórbölvunar.
Sjálfskaparvítin eru kannski
verst. Og ég bara spyr: Hvurnin
datt þér í hug að ætla að tjarga
sálarhylki íslendinga upp úr
þessum ósköpum?
Það er svo ótalmargt fleira
sem ég vildi skrifa þér til um, en
enginn pappír er gefins þótt
billegur sé. Én eitt að lokum: Ég
hafði því miður engin áhrif á út-
hlutun listamannalauna, enda er
nafnið eitt á þeim launum nægj-
anlegt til að útiloka höfundana
þína frá þeim.
Það er nú það og vertu sæll.
Reykjavík, 10. febrúar 1966.
Þinn
Sverrir Hermannsson.
— Úr ýmsum átfum
Framhald af bls. 12
þeir horft á sjónvarp tvö
kvöld í viku og síðdegis á
laugardögum '“og sunnudög-
um. Þeir hafa aðstöðu til að
leika borðtennis — og einn
fanganna fékk að hafa
grammófón og linguaphone-
plötur í klefa sínum, þar sem
hann var að læra spænsku.
Þegar blaðamennirnir komu
1 fangelsið voru fangarnir að
vinnu. Sátu þar lestarræningj
arnir, sem tekið höfðu þátt í
að ræna 2,5 millj. sterlings-
punda á einni nóttu — í póst-
pokum — við að sauma póst-
poka eftir ákveðnum „kúnstar
innar reglum“. Laun fá þeir
fyrir þessa vinnu, lágmark
9 shillinga á viku. Flestir voru
fangarnir sammála um, að það
væri óréttlæti hið mesta, að
fangar, sem aðeins ættu að af-
plána tveggja til þriggja ára
fangelsi nytu meiri athafna-
frelsis en þeir, sem ættu fyrir
höndum áratuga fangavist.
★ ★ ★
Ekki er vitað hvort aliir
fangarnir úr öryggisdeild
Durham-fangelsisins verða
fluttir í nýju deildina á
Wight-eyju, en nýlega voru
lestarræningjarnir fluttir þang
að Blaðamaður Daily Tele-
graph sem heimsótti deildina
rétt eftir að hún var opnuð,
hafði eftir einum vistmanna,
að það hafi verið eins og að
koma úr myrkri í ljós að koma
þangað frá Durham.
Við gerð þessarar fangelsins
deildar hefur verið byggt á
reynslu frá fyrri árum og eldri
fangel&um og að því er blaða-
maðurinn sagði, virðist þar
fundin mjög svo heppileg
lausn á þeim vanda, sem
fylgir því að veita góða og
mannlega meðferð þeim mönn
um, sem þjóðfélagsins vegna
verður að halda föngnum, en
ætlunin er ekki að evðileggja,
hvorki líkamlega né andlega.
Þrír garðar eru í nýju deild
inni, en hver um sig er minni
en garður sá, er fangarnir
Þórey Nikulásdóítir
StykkisRólmi - Minniu
FRÚ ÞÓREY Nikulásdóttir í
Stykkishólmi, andaðist í sjúkra-
húsinu þar hinn 5. febr. s.l. Hafði
hún undanfarin ár kennt van-
heilsu og verið á sjúkrahúsinu
síðan. Hún var fædd að Lýsuhóli
í Staðarsveit 5. okt. 1879 og því
rúmra 86 ára er hún lézt. For-
eldrar hennar voru Ólöf Bjarna-
dóttir og Nikulás Árnason, bú-
andi hjón þar. í Staðarsveit eyddi
Þórey unglings- og æskuárum
sínum. Það er fögur og hrífandi
sveit eins og svo margar aðrar
á íslandi. Þeir sem um hana
fara finna þægilega sælukennd
eða svo hefur mér oft farið,.
Undirlendi mikið, fjöllin tignar-
leg í baksýn, sjórinn á hina hönd,
öft grettur og grár en líka stund-
um lygn og fagur. Þegar sól er
að setjast slær á hann töfra-
bjarma. Við þessar lindir ísl.
náttúru er Þórey úr grasi vaxin
og fannst mér alltaf eins og þetta
sem áður er lýst hafi greypzt í
sál hennar.
Ung að árum fluttist hún til
Stykkishólms og þar dvaldi hún
æ síðan. Það var skömmu eftir
aldamótin. Hún eignaðist góða
húsbændur í Hólminum, þau frú
Ásgerði og Ágúst Þórarinsson,
sem menn hér minnast æ með
sérstakri virðingu. Taldi Þórey
alltaf það eitt hið bezta hlut-
skipti. Frá þeim hjónum giftist
hún svo sínum ágæta og eftir-
lifandi mahni Lárusi Kristjáns-
syni trésmíðameistara frá
Straumi á Skógarströnd. Það var
henni mikil hamingja og þá ekki
síður honum. í 58 ár stóð hjóna-
:band þeirra og alltaf jafn ástúð-
kvörtuðu yfir í Durham. Yfir
þeim er hins vegar gagnsær
plastskermur Oig má því nota
garðinn hvernig sem viðrar.
Eins og í Durham fá fang-
arnir að horfa á sjónvarp og
leika borðtennis — og það á
hverju kvöldi. Ennfremur
gefst þeim tækifæri til að
spila á spil, tefla skák, leika
billiard, domino og fleira.
Einnig hafa þeir fengið út-
varp, en ekki er enn gert ráð
fyrir kvikmyndasýningum og
hijómleikum.
Öryggisráðstafanir eru betri
en í nokkru öðru fangelsi í
Bretlandi. Sjónvarpsvélum er
komið fyrir á ótrúlegustu stöð
um til að fylgjast með ferðum
fanganna og þar af leiðandi
þarf ekki að láta fangaverði
fylgja þeim stöðugt eftir.
Gert er ráð fyrir, að tuttugu
fangar getj verið í nýju deild-
inni í Parkhurst og eiga þeir
aiiir að vera saman _í flokki,
þannig að kunningjahópurinn
verður þar heldur stærri en í
Durham. Auk þess verða
þarna eingöngu langdvala-
fangar — en það hafði valdið
óánægju í Durham, að sumir
fangarnir í öryggisdeildinni
voru þar til skamms tíma og
mannaskipti því tíð.
Klefarnir í nýju deildinni
eru líka þægilegri og vistlegri
en í Durham, betri rúm, rauð
rúmteppi, gljáfægð húsgögn og
mottur á gólfum. En einu
verður ekki breytt — fang-
arnir, og þar með taldir lestar
ræningjarnir, verða að halda
áfram að saumr póstpoka.
legt. Lífsgæfa þeirra var mikil.
Börn eignuðust þau 5 og eru 3
þeirra á lífi, Vilborg, gift Pétri
Jónssyni sjómanni í Stykkis-
hólmi; Hrefna, gift í Álasundi í
Noregi norskum ágætismanni
Ingvald Espeseth, og Benedikt,
skrifstofumaður í Stykkishólmi,
giftur Kristinu Björnsdóttur
Hildimundarsonar verkstjóra í
Stykkishólmi.
Þórey verður öllum minnisstæð
sem henni kynntust og hennar
góðu eiginleikar. Gleðin svo fals
laus og öllum hlaut að líða vel
í návist hennar. Þrátt fyrir það
þótt henni mættu veikindi og
erfiðleikar, gat það enginn merkt
því gleði hennar og þakklæti til
guðs var svo mikil að það yfir*
gnæfði allt. Hún var einlæg trú-
kona. Mörg seinustu árin starfaði
hún í kristniboðsfélagi kvenna í
Stykkishólmi og þar lagði hún
fram alla sína krafta. Oft talaði
hún um hversu mikla hamingju
guð léði sér og traust á honum
brást aldrei. Hún sá ekkert nema
bjart í kringum sig og allir voru
svo góðir. Hún gekk því giöð
á fund frelsara síns.
Marga góða stund átti ég hjá
Þóreyju og oft kom ég í heim-
sókn til hennar í sjúkrahúsið og
þegar ég virti fyrir mér hennar
glaða og góða andlit sem ljóm-
aði af innra fögnuði kom mér
oft í hug hversu allt yrði bjart-
ara hér á landi ef fjöldinn hefði
þetta eldlega hugarfar.
Á þeim tímum sem nú standa
yfir þar sem fólk virðist vera
eirðarlaust í aUri velmeguninni
og sjá hvergi hina sönnu ham-
ingju, hefði verið mörgum hollt
að líta í andlit gömlu konunnar
og sjá þann eld og kærleika sem
þar brann. Ég veit að margir
lærðu af Þóreyju og hún gat
ekki gefið neinum nema gott
veiganesti.
Þegar ég nú lít yfir farna braut
koma myndirnar hver af annarri
fram í hugann. Stundirnar eru
blessaðar. Maðurinn er alltaf að
læra. Það finn ég svo glöggt
þegar árin streyma fram. Stund
hver með 'öðrum er kennslustund
lífsins. Þeir voru margir sem áttu
þannig stund hjá þeim Þóreyju
og Lárusi.
Með einlægri þökk er Þórey
kvödd í dag af Stykkishólmsbú-
um og öðrum vinum. Hún var
einn af beztu borgurum i Hólm-
inum.
Blessuð sé minning góðrar og
elskulegrar konu.
Árni Helgason.
Til kaups óskast
Góð húseign
Ýmsar stærðir koma til greina. — Tilboð, merkt:
„Innflytjandi — 8568“ sendist afgr, Mbl. fyrir nk.
fimmtudag.