Morgunblaðið - 12.02.1966, Qupperneq 15
Laugardagur 12. febrúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
15
Sverrir Jónsson flug-
stjóri — Minning
ÞAÐ var sumarið 1947 að við
Sverrir kynntumst. Hann hafði
komið heim haustið áður frá
flugnámi í Bandaríkjunum. En
þetta sumar hóf hann flug-
kennslu á nýrri Cub flugvél sem
hann átti í félagi með öðrum.
Ég man vel, hve fúslega hann
lánaði mér flugvélina sína einn
hring kring um bæinn og brosti
svo bara, þegar ég bauð honum
borgun. Þetta voru okkar fyrstu
kynni, sem lýsa því vel hve
óeigingjarn, hjálpfús og tillits-
samur hann var við aðra. Þessi
kynni okkar voru upphaf margra
ára vináttu í starfi og leik.
Sverrir hóf flugmannsstörf
hjá Flugfélagi íslands 1. jan.
1948 og flaug þar í 14 ár. Við
bjuggum saman um þetta leyti
í um tvö ár og oft man ég eftir
því, þegar hann kom seint heim
á kvöldin, þreyttur og svangur
eftir flug, og var svo farinn af
stað aftur snemma næsta dag.
Þannig voru þau ár íslenzkra
flugmanna, engar reglur um
hvíld, enginn matur, þá var
flogið meðan menn gátu, og það
af brennandi áhuga. Ég undrað-
ist oft starfsorku hans og dugn-
að. Sverrir stundaði flugkennslu
1 frítímum sínum. Ég gleymi
aldrei Ford bílnum sem hann
keypti, reif í sundur stykki fyrir
stykki og setti saman aftur og
var hann þá sem nýr. Þetta verk
vann hann aleinn um hávetur í
kulda og hripleku flugskýli úti
á flugvelli. Þannig var hann,
hörkuduglegur og þrautseigur,
setti markið hátt og náði því.
Sumarið 1949 kenndi Sverrir
mér undir atvinnuflugpróf. Það
fer ekki á milli mála, að hann
var úrvals flugkennari. —
Hann ræddi við mig fyrst um
æfingarnar sem bezt, síðan flug-
um við, og á eftir var farið yfir
allt saman í góðu tómi. Ég skil
það vel og met núna, eftir öll
þessi ár, hve faglega hann æfði
okkur og kenndi. Svo er það
árið 1950, að hann verður flug-
stjóri á Catalina flugbátum Flug
i félagsins og skömmu síðar á
Douglas flugvélunum. Flug á
þessum árum hér innanlands
var oft erfiðleikum háð. Allar
aðstæður voru þá svo miklu
erfiðari en þær eru orðnar nú.
Enn meira var þá lagt á herðar
flugstjórans en nú. Sverri
var það vel ljóst, að hér mátti
og varð að fullkomna og bæta
alla öryggisþjónustu flugsins, og
í stéttarfélagi okkar ræddi hann
mikið um þessi mál. Vorið 1952
byrjuðum við að fljúga saman
hjá F. f. Ég var aðstoðarflug-
maður hans í tvö ár. Ég virti
hann ætíð fyrir það, hve tillits-
samur hann var við sinn að-
stoðarflugmann. Við fengum
alltaf að lenda og hefja flug í
annaðhvort skipti. Sverrir gerði
sér far um að æfa og þjálfa
okkur í sem flestu. Hann undir-
bjó sig alltaf fyrir hverja ferð,
og lét okkur þá oft fylgjast með.
Um borð í flugvélinni vann
hann skipulega og samkvæmt
sinni áætlrrn. Og okkur var
aldrei vantreyst. Enda var flug-
ið með honum skemmtilegt, lif-
andi og hinn bezti skólí. Árið
1956 verður hann flugstjóri á
Skymaster flugvélunum og
vorið eftir á Viscount vélunum.
Hann var karlmenni í lund og
fær flugstjóri. Við Sverrir eydd-
um mörgum stundum saman,
þegar starfinu lauk. Eitt vorið
keyptum við trillubát austan frá
Norðfirði og gerðum út á hrogn-
kelsaveiðar. Um svipað leyti
keyptum við bíl á Akureyri og
áttum um nokkurn tíma.
Sverrir Jónsson var prúð-
menni svo af bar, framkoma
hans var alúðleg og munu far-
þegar hans minnast þess sér-
staklega. Hann var vel greind-
ur og trúaður drengskaparmað-
ur.
Ég hafði ekki hugsað mér að
rita ævisögu þína, en mig lang-
ar til að senda frá mér þessar
fátæklegu línur með innilegu
þakklæti fyrir árin, sem við
áttum svo mörg saman í ein-
lægri vináttu. Nú þegar þú ert
horfinn, hvarflar hugur minn til
þessara ára, þau geymi ég í vit-
und minni, sú minning er fögur.
Öllum ástvinum þínum votta ég
dýpstu samúð. Og Sverrir minn,
ég bið þér Guðs blessunar á nýj-
um leiðum.
Snorri Snorrason.
Sveinn Pétursson augniæknir
IVIinnSng
F. ZZ. des. 1905 í Reykjavík,
d. 8. febrúar 1966.
„f hjartanu gull hann geymdi
það gullið sem minnst ber á.
Og hann þeim ei heldur gleymdi,
sem hamingjan sneri frá.“
Matth. Jochumsson.
Á FÖGRUM sumardegi bar fund
um okkar fyrst saman. Sumar-
blíðan, sem ævinlega gleður
hjarta mitt, megnaði ekki að
sigrast á þeim ugg, sem bjó í
brjósti mínu þennan fagra morg-
un. Maðurinn minn var veikur,
var þá að leggja upp í þá örlaga-
göngu, sem leiddi inn í algert
líkamlegt myrkur. Læknirinn
var ekki margmáll um sjúkdóm-
inn og orðin, sem á milli þeirra
fóru voru öll í léttum tón. En
þar sem ég sat og hlustaði en
lagði ekki til mála varð ég vott-
ur að þeirri fegurð, sem verður,
er samúð og kærleikur brýst
fram úr djúpi sálarinnar, öðrum
til handa. Læknirinn stóð þarna
í gullnum Ijóma, sem flæddi yf-
ir sjúklinginn, en frá jarðnesk-
um augum hans skein djúp
hryggð. Á þeirri stundu vissi ég
að Sveinn læknir Pétursson átti
það gull hjartans, sem varir að
eilífu.
Svo varð hann eins og bróðir
okkar hjónanna, kom daglega
og gerði fyrir okkur allt það,
sem mannlegur máttur getur í té
látið, bæði sem vinur og læknir.
Það voru ófáar stundirnar sem
hann gladdi Björn minn og veitti
honum andlegan styrk með þreki
sínu, gleði og hjartahlýju. Við
áttum oft glaðar og góðar stund-
ir öll þrjú. Sveinn læknir var
svo blessunarlega laus við þann
hraða, sem einkennir lif svo
margra, hann gat alltaf sezt nið-
ur smástund eins og hann væri
ekki við neitt bundinn.
Sveinn Pétursson var fluggáf-
aður maður. Hann var eldfljótur
að átta sig á hinum ólíkustu mál-
um, finna kjarna hvers máls og
þurfti svo oft ekki nema eina
setningu til skýringar. Hann las
mikið þegar tími vannst til,
læknisfræði, einkum um allar
nýjungar, mannfræði og skáldrit,
naut skáldskapar bæði í bundnu
og óbundnu rnáli og skildi að
skáldahætti. Ég taldi hann oft-
ast í huga mínum til skáldaætt-
ar, í honum bjó kvika skálds-
ins, harmur þess, orka, snilli —
eilfðarlag.
Þó hygg ég að hann hafi aldrei
skrifað niður staf í bundnu eða
óbundnu máli. Og enda þótt. —
Það hefði allt í eld farið, svo
dulur var hann.
Ég þekkti marga er nutu
læknishanda Sveins læknis. Voru
þeir allir á einu máli um ágæti
hans og læknisþekkingu og það
eins þótt utan sérgreinar hans
væri. Og -öllum þótti vænt um
hann, sem kynntust honum að
nokkru ráði.
Sveinn Pétursson var vel ætt-
aður í báðar ættir. Móðir hans
Guðríður Sveinsdóttir var al-
systir hinna nafnkunnu bræðra
Sveins stórbónda frá Fossi, Gísla
sýslumanns og Páls menntaskóla-
kennara en systurnar eru Sigríð-
ur húsfrú á Flögu í Skaftártungu
og Ragnhildur húsfrú á Háu-
Kotey í Meðallandi en hún er
móðir Guðríðar Erasmusdóttur,
sem lengi veitti forstöðu heim-
ili Sveinis læknis, frænda síns,
með miklum sóma þar til yfir
lauk.
Sveins nafnið í ætt þessari er
komið frá Sveini lækni Pálssyni,
var Sveinn augnlæknir fjórði
maður frá Sveini lækni og þá að
sjálfsögðu fimmti maður frá
Bjarna landlækni Pálssyni.
Eru þessar ættir kunnar og
auðraktar.
Faðir Sveins læknis, Pétur
Konráðsson drukknaði við Keil-
isnes 9. febrúar 1921. Hann var
þriðji maður frá Konráð „lækni“
er kenndur var við Bjarnar-
hafnarkot og bjó þar, Konráðs-
syni en Konráð læknir var al-
bróðir Gísla fræðimanns Kon-
ráðssonar.
Kona Sveins augnlæknis var
Jóhanna Sigurðardóttir bruna-
málastjóra, Björnssonar og konu
hans Snjólaugar Sigurjónsdóttur
frá Laxamýri. Dætur þeirra eru
Snjólaug tannlæknir, sem gift er
Kjartani Magnússyni lækni hér í
borg og Guðríður hjúkrunar-
kona.
Örlög vefa sinn vef, en þræð-
irnir fara ekki ævinlega beinar
götur, þótt glóðin hið innra dvíni
aldrei.
Við vitum ekki hversvegna þau
örlög eru búin elskendum, að
ganga hvort sína götu og við
spyrjum í sárri kvöl áranna.
Hversvegna? En sú hönd, sem
hlúir að elskunni í brjósti okkar
ævina út, mun sú sama hönd
ekki einnig tengja þræðina sam-
an að leiðarlokum? Það er Guðs
hönd.
Það ríkti yndisleg elskusemi
milli föður og dætra og dóttur-
barna.
Að sjá vel gefin og falleg
barnabörn vaxa upp við hollan
aga og hlýjan menningarbrag,
það er lífslán og þess naut
Sveinn læknir í ríkum mæli.
Og aldrei gleymast þær stund-
ir er við hjónin nutum samvista
Sveins og sameiginlegrar fjöl-
skyldu hans.
Og nú þegar orðin er vík milli
vina langar okkur hjónin að
þakka; hjartans þökk okkar and-
ar út í fjarskann og ég trúi því
að sú þökk komist leiðar sinnar
eins og elskulegri vinkonu minni,
sem horfin var sjónum tókst að
hvísla skeyti í eyra mér.
„Yfir um álinn bátinn bar,
blikaði sól um fold og mar.
Ég ýtti að hlein og eygði þar
ástina og lífið hvar sem var“.
Marta Valgerður Jónsdóttir.
Sigríður
Minning
Fædd 7. maí 1884.
Dáin 5. febrúar 1966.
MINNING
Við landamæri lífs og dauða
ljósið slokknað, kveikur brunn-
inn.
Á rausnarbænum rúmið auða.
I rósemd margur sigur unninn.
•Yngismey í æskublóma
ung var gefin sæmdarmanni.
Ástúð hennar allir róma
og andans styrk í lífsins ranni.
Sveitin hennar fagra, fríða
fellir tár við vinar missir.
í sumar mun hún skarti skrýða,
skrúðgrænt leiði sólin kyssir.
Tómasdóttir
Kveðja dætur, kveðja synir,
kveðja börnin ömmu sína.
Kveður sveitin, kveðja vinir,
kærleiksgeislar til þin skína.
Á sumarlandsins björtu brautum
bindast aftur tryggða böndin.
Andinn laus frá ótta og þrautum,
útrétt drottins líknarböndin.
B. E.
Skipstjórar - Utgerðarmenn
Getum útvegað síldveiðiskip frá skipasmíðastöðinni
Cochrane & Sons Ltd. Englandi, en hún byggði
skipin Jörund II og Jörund III, sem hafa reynzt
með ágætum. — Vinsamlega leitið upplýsinga.
Atlantor hf.
Austurstræti 17.
(Silla og Valda-húsinu — 5. hæð).
Símar 17250 og 17440.
(Jnglingstelpa
óskast til sendiferða.
Vinnutími 1—5 e.h.
JHorfsmihlsitiíi'
Nú er lokið löngu starfi,
ljúf og hlý var móðurhöndin.
Lengi mótast af þeim arfi
ástvinanna traustu böndin.