Morgunblaðið - 12.02.1966, Page 17

Morgunblaðið - 12.02.1966, Page 17
Laugardagur 12. febrúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 17 Sviðsmynd úr 3. þætti Njarðvíkurleikhús NJARÐVIKURLHTKHIÚ'SIÐ Njarðvíkurlei'klh.úsið frumsýndi Ihinn 3. þessa mánaðar gaman- songleikinn „Aíllra meina bót‘“ eftir „Patrek og Pál“, eins og hötfundarnir kalla sig, í félags- 'heimilinu Stapa. Fjórða sýning var sl. miðvikudagkrvöld, og hef- ur aðsókn verið mjög góð. Leiklhúsið hefur nú ákveðið að sýna lei'kinn á ýmsuim stöðum sunnanlands, og verður fimrnta sýningin á Akranesi í kvöld, laugardag, og sú sjötta í Hlé- garði, Mosfellssveit, á sunnu- dagskvöld. Hefjast sýningar klukkan hálf níu. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en Bára Magnúsdóttir stjórnar dönsunum. Tónlist er eftir Jón Múla Árnason í útsetningu Magnúsar Ingiimarssonar, sem einnig hefur æft söngvana. Aðal- leikendur eru Hulda Gunnars- dóttir, Alfred Karl Sanders, Tng- ólfur Bárðarson, Sæivar Helga- son og Eggert Ólafsson. Þ'á kem- — Rikisstyrkur Framhald af bls. 8 bæði skiptin og úthald virðist hafa skort. Ræðumaðurinn ræddi síðan fjárhagsvandamál nokkurra dag- blaða og sagði: Persónulega er ég sannfærður um, að kjarni þeirra vandamála, sem nú hrjá útgáfu nokkurra dagblaða er það úrelta, óeðlilega og óheilbrigða ástand, sem jafnan hefur ríkt, að blöðin eru beinlínis gefin út af stjórn- málaflokkum eða eru í of nánum tengslum við þá. Dagblöðin á ís- landi hafa í þessum efnum orðið á eftir tímanum og ekki skilið til fulls, að' almenningur tekur ekki lengur við blöðum, sem fyrst og frernst túlka sjónarmið einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna en leggja ekki hlutlægt og sjálfstætt mat á mál- efnin. Og það er kannski táknrænt, að einmitt útbreiddasta og öfl- ugasta blaðið og 'það blað, sem sífellt eykur útbreiðslu sína er einmitt það blað í hópi íslenzkra JAMES BOND — —>f -X-- Eftir IAN FLEMING james öona BY IAN FLEMING ORAWING BY JOHN McLUSKY ur þarna fram sex manna kór og dansflokkur, og fjögurra manna hljóimsveit Jóns Möllers. dagblaða. sem haft hefur frum- kvæði og forustu um að losa um flokkaböndin og birtir á síðum sínum margvisleg og mismunandi sjónarmið, þótt með því sé ekki sagt, að þetta ákveðna blað hafi gengið svo langt sem skyldi í þessum efnum. Ef þau dagblöð, sem nú eiga í mestum fjárhags- erfiðleikum hefðu skilning og þor til að losna úr viðjum þröng- sýnna flokkshagsmuna og taka upp frjálsari blaðamennsku, er ég sannfærður um, að þau mun ekki skorta lesendur. En hér kemur einnig fleira til. Þessi dagblöð hafa greinilega lif- að um efni fram. Þau hafa fest mikið fé í vélakosti, sem ekki hæfir útbreiðslu þeirra, og auknum blaðsíðufjölda, sem þarf alls ekki að tryggja þeim aukna útbreiðslu og aukin áhrif. Dag- blöðin verða að gera hreint fyrir sínum dyrum og sníða sér stakk eftir vexti áður en þau gera kröfur um fjárstuðning af al- mannafé, sagði ræðumaður. Styrmir Gunnarsson ræddi síð- an helztu röksemdir þeirra, sem mælt hafa með ríkisstyrk til dag- blaðanna: Því er haldið fram, að það sé þjóðfélagsleg nauðsyn, að öll dagblöð sem nú koma út, haldi áfram að koma út. Ég held að svo sé ekki. Það kann að vera nauðsynlegt út frá hagsmuna- sjónarmiði þeirra flokka, sem ýmist gefa út dagblöðin eða eru í nánum tengslum við þau. En ég held, að það sé miklu fremur Það er leitt, að tveir áhugamenn um fugla skuli svo freklega hafa troðið hina pottþéttu einkaeign þína undir fótum, Dr. No. Já, leitt fyrir þá! Ég ruddi þeim að sjálf- sögðu úr vegi. Svo var búið um hnútana, að dauði þeirra leit út sem slys, en ykk- ar maður í Jamaica, hr. Strangeways, fór að gruna ýmislegt.....Þannig að nauðsyn- legt reyndist að myrða hann og einkarit- ara hans líka. Og nú hefur mér skotið upp .... það JÚMBÓ -K- — -X- hlýtur að erta þig ákaflega. Ó, ég býð þig velkominn, hr. Bond. Þú ert einmitt maðurinn, sem ég þarfnast til þess að að- stoða mig við — hérna — forvitnilegar tilraunir. Teiknari: J. M O R A Það var ekki laust við að það kæmi svo- lítill óhugur í mennina vegna þessarar miður góðu móttöku, sem þeir fengu hjá mönnununt, er þeir höfðu gagnstætt vilja félaganna þriggja veitt ókeypis uppihald á þessari eyðieyju. — Heyrðu, sagði svo annar auðkýfinganna. — Það er eitthvað bogið við þetta allt saman. Þeir nálguð- ust hikandi mennina sem stóðu þarna stíf- ir eins og myndastyttur. Svo áttuðu þeir sig allt í einu. — Þetta eru alls ekki þeir, hrópaði annar. — Þetta eru bara styttur, sem eru klæddar eins og Júmbó og prófessorinn og....... — Þá skil ég betur hvers vegna þeir hreyfðu sig ekki, svaraði hinn. Nú gat Júmbó ekki stillt sig lengur. Ásamt Spora stökk hann fram úr fylgsni sínu og hrópaði: — Við áttum von á því, að þið mynduð birtast fyrr eða síðar. Nú skulum við sjá, herrar mínir, hver á síð- asta leikinn. KVIKSJÁ —x- --K— —-K" Fróðleiksmolar til gagns og gamans HIN GRAÐUGA MOLDVARPA Hinn frægi þýzki dýrafræð- Ingur, Brehm, segir frá sigur- sælli en heldur óhugnanlegri baráttu moldvörpu við fullvax- inn höggorm. Höggormurinn var settur í kassa með tvcimur nýfæddum og tveimur dauðum ungum sínum. Moldvarpan var síðan látin niður til hans, svo hún gæti tekið til snæðings. — Hún réðst strax að hinum lif- andi ungum en höggormurinn kom strax þeim til bjargar og hjó hvað eftir annað til mold- vörpunnar. Hún dró sig til baka og faldi sig í einu horninu. — Skyndilega stökk hún fram og beit sig fasta í einn ungan og át hann á skammri stund. Þetta endurtók hún síðan við hina ungana unz enginn þeirra var eftir. Svo réðist hún á stóra höggorminin, náði í hala hans og sneri honum í kringum sig. Þegar hann var orðinn dasaður réðist hún að kvið hans, beit gat á hann og dró innyflin út. Næsta morgun var aðeins beina grind höggormsins eftir. þjóðfélagsleg nauðsyn, að liér rísi upp óháð dagblöð, óbundin stjórnmálaflokkum, en að öll þau dagblöð, sem nú eru gefin út komi áfram út í sinni núverandi mynd. En þá er sagt: Þessi mál- gögn flokkanna verða að koma út til þess, að yfirburðir Mbl. og Sjálfstæðisflokksins til þess að hafa áhrif á skoðanir fólks verði ekki alltof miklir. En mér er spurn. Er útilokað, að þeir flokk- ar sem nú eiga í erfiðleikum með dagblaðaútgáfu gefi út vikublöð. Ég vil benda á, að um nokkurra ára skeið hefur verið gefið hér út vikublað, sem ég hygig, að hafi yfirleitt verið rekið nokkurn veg- inn haltalaust og sem stutt hefur hluta eins stjórnmálaflokks eða öllu heldur hluta kosningabanda- lags. Ef ríkisstyrkur til dagblaða yrði tekinn upp hér á landi yrði þá ekki að gefa þeim mönnum, sem að því blaði standa kost á styrk til þess að breyta því í dag- blað og halda því út, úr því að röksemdin virðist vera sú, að all- ir flokkar verði að hafa dagblað til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Og hvað ger- ist, ef einhverjir djarfir ungir menn tækju sig til og vildu hefja útgáfu óháðs dagblaðs eins og reynt var að gera hér fyrir nokkr um árum. Eiga þeir þá ekki rétt á ríkisstyrk. Eða á þessi ríkis- styrkur kannski að vera sérfríð- indi þeirra stjórnmálaflokka, sem nú starfa í landinu ’ og gefa út dagblöð, hlunnindi sem innmúr- uð klíka stjórnmálamanna hefur skapað sjálfri sér í skjóli þess vaids og umboðs, sem hún hefur frá kjósendum í þessu landi. Nei. ég held að þeir menn, sem tekið hafa sér fyrir hendur að reka áróður fyrir ríkisstyk til ís- lenzka dagblaða hafi ekki hugsað það mál til enda. Slíkan styrk er útilokað að veita án þess að mis- muna einum fram yfir annan og það sem verst er af öllu: Slíkur styrkur mundi endanlega koma í veg fyrir að íslenzk dagblöð losn uðu úr fjötrum stjórnmálaflokk- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.