Morgunblaðið - 15.02.1966, Síða 17
!»rI8Judagur 15. febrúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
„Eyja Artúrós“. Vanni De M aígret í hlutverki hins einmana
Artú rós.
— Kvikmyndi/
Framhald af bls 11
móti honum. Öll athygli hans
beinist að ungum laglegum
manni, sem er fluttur í hið
rammlega fengelsi á eyjunni og
það kemur í ljós að öll ást hans
beinist ekki að fjölskyldu hans,
heldur þessum manni, sem hann
er að reyna að koma úr örmum
rétlvísinriar og hefur lagt eigur
sínar í að múta ýmsum yfirvöld-
um til að koma honum til eyj-
unnar. Honum tekst að koma
fanganum, Tonio Stella (Luigi
Giuliani), undan og fela hann í
kjallara húss síns. Þar rekst
Artúró á hann og reynir að vísa
honum burt, en Stella misþyrm-
ir drengnum og lætur ýmis orð
falla um eðli föður hans. Það
verður drengnum ofraun að vita
að faðir hans ætlar ekki að lofa
honum með sér eins og hann
hafði heitið, heldur halda á
brott með þessum afbrotamanni.
Eftir sársaukafullt uppgjör feðg
anna eltir Wilhelm unga mann-
inn, en snýr aftur, barinn og
lemstraður af þessum elskhuga
sínum sem hefur ekki lengur
áhuga á honum þegar fé
hans er þrotið.
’ Nunziata segir Wilhelm, í
áheyrn Artúrós, að drengurinn
sé farinn burtu; hún ætlar að
fórna ást sinni til hans vegna
skyldunnar við eiginmanninn.
Niðurbrotinn vegna alls ' þessa
ákveður Artúrós að kveðja æsku
slóðir sínar. Hann kveður ey-
virkið sitt, föðurinn sem reynd-
ist goð á leirfótum, stúlkuna
sem fórnaði ástinni vegna skyld
unnar við leirgoðið. Skipið sem
svo oft bar föður hans frá hon-
um, flytur hann nú í burtu í átt
til nýs og óþekkts lífs. Hann
fyrirgefur þeim báðum, en finn-
ur til sársauka í hjarta sínu
vegna þess að hann veit að hann
jnun gleyma þeim báðum í hin-
um nýja heimi handan við hafið.
Þannig hafa fáar vikur gert
Artúró að manni, þroskuðum í
einsemd og sársauka.
1 Sálfræðilegt innsæi Damianis
forðar myndinni frá því að
verða bjánaleg og hneykslanleg
uppsetning á óvenjulegum ást-
um, blóðskömm, Ödípúsarhneigð
og dulinni kynvillu. Honum
tekst, vegna lýriskrar við-
kvæmni og hlýju og sérstaklega
vegna hófstillingar sinnar, að
gera þessa frásögn eins sann-
ferðuga og hægt er, þrátt fyrir
þá erfiðleika sem sagan hefur
skapað honum. Honum hefur
tekist — með hjálp kvikmynd-
arans — að laða fram alla þá
leikhæfileika sem finna mátti
hjá hinum unga og laglega leik-
ara, Vanni De Maigret, sem
kannske fær aldrei annað eins
tækifæri í kvikmynd. Þarna
hefur tekist að ná fram þján-
ingum og þroska æskumanns,
sem gerir sér ljósa annmarka
og erfiðleika mannlífsins, en
verður meiri maður af. Key
Meersman sýnir mjög geðuga
mynd stúkunnar ungu, sem elsk
ar stjúpson sinn jafnaldra, en
fórnar sér, samkvæmt ítalskri
hefð, í þágu hins þjáða og niður-
brotna eiginmanns. Það er leitt
að hafa ekki enn fengið að sjá
hana í mynd Luis Bunúels,
The Young One, sem enn er
ósýnd hér á landi. Faðirinn er
einnig vel leikinn af Reginald
Kernan, sem mun koma hér
fyrst fram í kvikmynd. Þótt
ýmislegt megi kannske finna
myndinni til hnjóðs, þá er hún
ein af merkari kvikmyndum
sem hingað hafa komið frá
Italíu í seinni tíð og ætti að
lyíta nafni Damiano Damianis
hærra en gert hefur verið. I
samanburði við þann ítalska
Mondo Cane hroða sem hér hef-
ur vaðið uppi undanfarið, þá er
hún það eftirsóknarverðari og
merkilegri, að skömm er af, ef
íslenzkir áhorfendur láta hana
hverfa af tjaldinu eftir örfáa
daga.
— Sjónvarp
Framhald af bls. 15.
um og flestum samtökum hinna
frjálsu þjóða, auk fastmótaðrar
samvinnu í Norðurlandaráði í
sambandi við félags- og menning
armál fyrst og fremst. Til þess
að ná þessu marki hefur þjóðin
öll orðið að vinna hörðum hönd-
um langan vinnudag, en getur
glaðst yfir því og verið stolt af
að þetta hefur tekizt á skemmri
tíma, en dæmi eru til hjá mörg-
um öðrum þjóðum.
Og hvernig er með aðstöðu
æsku þjóðarinnar í dag til æðri
menntunar miðað við það að áð-
ur var?
Ég held að einnig á því sviði
hafi orðið gjörbreyting. Það er
vitað að fyrr voru það frekast
börn efnaðri foreldra sem að-
stöðu höfðu til æðri menntunar.
í dag er langsamlega flestu æsku
fólki, sem hæfileika hefur til
þess, sköpuð aðstaða til fram-
haldsmenntunar á mun víðtæk-
ara sviði en áður var.
Ég tel að þetta allt hafi grund- '
vallað mun sterkari þjóðernis-
kennd meðal íslenzku þjóðarinn-
ar allrar, jafnt eldri sem yngri,
en áður var og að menning þjóð-
arinnar og menntun standi traust
ari fótum nú, en hún hefur gert
nokkurntíma fyrr.
Ég viðurkenni fúslega að sam-
tökum háskólastúdenta ber ekki
sízt að vera á verði ef eitthvað
út af ber í þessum efnum. En ég
tel það vanmaf og ástæðulausan
ótta og of mikla svartsýni að
vera með fullyrðingar um að ís-
lenzka þjóðin sé að glata þjóð-
erni sínu eða menningu og ég tel
það of mikið vantraust á ís-
lenzku þjóðina í heild að full-
yrða að Keflavíkursjónvarpið fái
þar nokkru áorkað. Ef svo væri
þyrftum við ábyggilega að gæta
að okkur á mörgum sviðum öðr-
um í samskiptum okkar við er-
lenda aðila og erlendar þjóðir og
endurskoða afstöðu okkar í mörg
um tilfellum.
Og hver er réttur þeirra sem
sjónvarpstæki eiga?
Ef sjónvarpinu frá varnarlið-
inu yrði lokað hlyti að skapast
allvíðtækt vandamál. Þær þús^-
undir eða tugir þúsunda manna,
sem keypt hafe sjónvarpstækl
hafa fram að þessu keypt þau f
þeim eina tilgangi að horfa á
Keflavíkursjónvarpið. Hér er um
alldýr tæki að ræða og hafa þau
verið flutt inn og seld með leyfi
íslenzkra stjórnvalda og af þeim
greiddur tollur í ríikssjóð eins
og vera ber. Myndu ekki þeir
tugþúsundir sjónvarpsnotenda
sem þegar eru til í landinu telja
það skerðingu á frelsi sínu og
athöfnum ef þeir væru allt í einu
sviftir rétti til að nota þessi tæki,
sem þeir hafa keypt í góðri trú
og ákveðnum tilgangi, sem stjórn
völdum landsins var kunnur, er
innflutningur tækjanna var leyfð
ur. Vissulega myndu þeir gera
það því frekar, sem allir vita,
að aðstaðan til-að koma upp ís-
lenzku sjónvarpi byggist fyrst og
fremst á þeim tækjum, sem þeg-
ar eru komin til landsins og not-
uð eru til að horfa á Keflavik-
ursjónvarpið, og verða þau án
efa fyrstu árin einnig undirstað-
an undir rekstri íslenzka sjón-
varpsins þegar það tekur til
starfa.
Ég tel að einnig þetta sjónar-
mið verði að hafa í huga þegar
krafizt er tafarlausrar lokunar á
Keflavíkurs j ónvarpinu.
Verktakar — Ræktunarsambönd
Hy — IVflac IWodel 589 skus'ðgrafa
Sem brautryðjendur á innflutningi á vökvadrifnum skurðgröfum með föstum armi til
graftar á framræslu-skurðum viljurn við vekja athygli yðar á að síðastliðið sumar unnu
tvær Hy-Mac skurðgröfur gerð 580 við framræslu-skurðgröft með góðum árangri.
Umsögn eiganda annarar þessarar gröfu eftir úthaldið í sumar, var á þessa leið:
„Afköst gröfunnar í miðlungslandi voru ca.156 rúmmetrar. á klst. — Flothæfni
gröfunnar er einstök þegar miðað er við 30” beltin, og gat grafan unnið á landi
þar sem maður jaðrar við að sökkva. (Notaði ekki fleká í sumar).
Guðni Þórarinsson. Móseli."
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða varð fyrst ræktunarsambanda til að panta Hy-Mac
skurðgröfu fyrir komandi vor, og viljum við benda á að afgreiðslutíminn lengist, þegar nær
dregur vorinu. Við viljum því biðja væntanlega kaupendur á Hy-Mac skurðgröfum að hafa
samband við okkur sem fyrst.
Kynnið yður sem fyrst kosti og fjölhæfni Hy Mac skurðgröfunnar
Heildverzlunin Hclclo h f. Laugavegi 170—172 — sími 2-12-40.