Morgunblaðið - 15.02.1966, Side 19

Morgunblaðið - 15.02.1966, Side 19
ÞriSjuðagur 15. febrúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 19 Katrín Einarsdóttir Minningarorð Kristján Hafliðason skrif- stofustjóri — Minning FRÚ Katrín Einarsdóttir, Snorra- braut 35 hér í borg, lézt að sjúkra húsinu Sólvangi hinn 5. þ.m. á 89. aldursári. Hún verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í dag. Katrín fæddist 26. júní 1877 í Reykjadal í Hrunamannahreppi, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá, þau Einar bóndi Einarsson og kona hans Sigríður Einars- dóttir. Einar í Reykjadal var son ur Einars bónda á Kotlaugum, Grímssonar bónda og stúdents í Skipholti, Jónssonar, og konu hans Guðrúnar dóttur Jóns Ein- arsson dbrm. á Kópavatni. Sigríður móðir Katrínar, var dóttir Einars bónda í Miðfelli Magnússonar, bónda í Miðfelli Einarssonar, og konu hans Mar- grétar dóttur Magnúsar Andrés- sonar bónda og alþm. í Syðra- Langholti. Eru ættir þessar þekktar og fjölmennar, einkum um Suðurland. Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum, og síðar með móður sinni og seinni manni hennar, Guð- muni Guðmundssyni frá Gamla Hrauni á Eyrarbakka. í æsku naut hún góðrar skólagöngu á Eyrarbakka og bjó að því alla tið síðan og nokkur ár var hún á stórbýlinu að Laugardæl- um í Flóa. Hún var þá ung að árum og frjálsmannleg og minnt- ist hún þessara ára ætíð síðan me|S hrifningu og þakklæti. Árið 1907 giftist hún Kristjáni M. Magnússyni, bónda í Fögru- hlíð í Neshreppi innan Ennis (nú Fróðárhreppi). Kristján í Fögruhlíð bjó þar á eignárjörð sinni. Hann var ættaður úr Stað arsveit á Snæfellsnesi, sonur hjónanna Magnúsar Einarssonar og Guðrúnar Björnsdóttur, sem tojuggu á Ölkeldu í 33 ár. Þau Katrín og Kristján bjuggu myndarbúi í Fögruhlíð, voru for eldrar hans þar hjá þeim meðan þau lifðu, en þau dóu bæði í hárri elli. Kristján var búinn miklum mannkostum og góðri greind, enda voru honum falin mörg trúnaðarstörf þar vestra. Voru þau hjónin í Fögruhlíð orðlögð fyrir gestrisni og hjálp- fýsi við sveitunga og hvern ,.ann sem að garði bar. Kristján var mikill bókamaður og byrjaði hann ungur að verja skildingum sínum til bókakaupa. í Fögruhlíð iríkti mikil reglusemi, bæði utan húss og innan, og átti húsfreyjan sinn ríka þátt í því að gera garð- inn aðlaðandi. aÞu Katrín og Kristján voru i Fögruhlíð til ársins 1920, er þau seldu jörðina og fluttu til Stykkis hólms, þar sem þau voru í eitt ár, en fluttu svo þaðan til Hafn- arfjarðar. Árið 1923 fluttu þau svo búferlum til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu síðan. Mörg síðustu æviár Kristjáns var hann tolindur, og hefur það verið þung raun fyrir hann, en Katrín gerði það sem hún gat til að létta honum þá byrði, því að hún las fyrir hann árum saman og leiddi hann og studdi sem bezt hún kunni. Kristján lézt árið 1951. Þau Katrín og Kristján voru barnlaus, en þau tóku sér í dótt- ur stað Guðrúnu Tómasdóttur, ættaða úr Fróðárhreppi. Hún er gift Sigmundi Ólafssyni, banka- manni, ættuðum úr Hvammssveit í Dalasýslu. Sonur þeirra er Kristján Karl. Á heimili fósturdóttur og tengdasonar var Katrín öll hin síðustu æviár sín, og í skjóli þeirra naut hún ævikvöldsins. Þau bæði reyndust henni eins og toezt verður á kosið, og léttu henni byrði síðustu lífstíma, svo sem auðið var. Katrín átti 6 systkini og er ein systir hennar á lífi, Guðrún á Laugum í Hrunamannahreppi. Katrín var mótuð af dyggðum fornra tíma, þó var hún ung í anda og fylgdist vel með því sem fram fór í kringum hana. Hún var sjálfstæð í hugsun og skoð- anir hennar voru fastmótaðar, enda var hún hrein og bein að eðlisfari. Hún var trygg vinum sínum og óskipt, dómgreind henn ar var réttlát og þroskuð, að svo miklu leyti sem mannleg dóm- greind getur verið það. Katrín var greind kona og bókelsk, hún hafði yndi af góðum bókum og kunni vel að meta gildi þeirra, enda hafði hún vel vit á þeim og höfundum þeirra. Hún var mjög ættfróð svo sem ýmsir ætt menna hennar, og henni var vel ljóst hvers virði ættvísin er fyrir þjóðmenningu okkar, að menn- ingararfur þessi sé í heiðri hafð- ur. Hún kunni ekki einungis glögg skil á ættum sínum og frænda sinna, heldur var hún og margfróð um ættir annarra. Hún var sannur íslendingur, fulltrúi þeirra kynslóðar, sem barðist fyrir efnalegu sjálfstæði okkar og menningarlegu. Það var þessi kynslóð, sem stundum hafði eng in vopn önnur en þrautseigjuna og stolt frjálsborins manns. Katrín var ættuð úr Árnes- iþngi og þar og annarsstaðar um, Suðurland voru frændur hennar flestir. Það var því eðlilegt, að hugur hennar og hjarta væru mjög bundin við þessar slóðir og það, sem þar gerðist, einkum hin síðari árin. Þess vegna fylgdist hún af áhuga með öllu því, sem til framfara horfði, bæði á þeim slóðum og annars staðar. Hún var líka svo hamingjusöm, að mega lifa alla þá framfaratíma, sem yfir okkur hafa gengið, og hún gladdist innilega yfir vel- gengninni. Af alhug fylgdist hún með búskap frænda sinna og naut sérhvers fréttabréfs sem frá þeim kom til- hennar. Á hinum síðari árum var þrek hennar nokkuð farið að láta und an síga, þótt áhuginn væri æ hinn sami, og gat hún með sanni til- einkað sér þessi orð hins merka sveitunga síns: Held ég enn í Austurveg, æsku minnar gestur, þó að ellin þreytuleg þokist öll í vestur. Katrínar er sárt saknað af heimili fósturdóttur hennar og tengdasonar og af hinum mörgu frændum, sem hún unni svo mjög. Er við bræður misstum ungir móður okakr, varð hún okkur þegar sem önnur móðir, og veitti okkur þá handleiðslu, sem hún vissi bezta. Svo kveð ég mína elskulegu móðursystur og þakka henni allt það, sem hún var mér og mínu heimili, þakka henni fyrir hina órjúfanlegu tryggð og vináttu al'la ævi. Minningin um frænku mína mun ylja mér og mínu fólki um hjartarætur margar stundir. Ingólfur Þorsteinsson. í DAG er borinn til hinstu hvíldar frá Fossvogskirkju Krist jár. Hafliðason, skrifstofustjóri, en hann lézt í Landspítalanum 8. þ.m. Kristján var fæddur 4. nóvem ber 1Ú40 í Reykjavík, sonur hjónanna Kristínar Kristjánsdótt ur og Hafliða Gíslasonar, bif- reiðastjóra, Stórholti 20. Hann Hann ólst upp í foreldrahúsum að undanteknum sjö sumrum er hann dvaldi að Berserkseyri í Eyrarsveit, hjá hjónunum Ást- rósu Elíasdóttur og Bjarna Sig- urðssyni, hreppstjóra. Minntist Kristján ávalt með miklu þakfc- læti veru sinnar á Berserkseyri og þeirrar umönnunar og upp- fræðslu, er hann naut á heim- ili þeirra Ástrósar og Bjarna. Kristján lauk námi frá Núps- skóla árið 1957, fór síðan til áframhaldandi náms í Samvinnu skólanum að Bifröst og lauk þaðan námi árið 1959. Sama ár fór hann í sumardvöl til Dan- merkur og vann þar að verzl- unarstörfum. 1. september 1962 giftist Kristján eftirlifandi konu sinni og skólasystur frá Bifröst Ingi- björgu Bjarnadóttur og eign- uðust þau tvo syni jafnaldra. Eftir að heim var komið frá störfum í Kaupmannahöfn vann Kristján að ýmsum verzlunar- störfum hér í Reykjavík, en árið 1961 hóf hann störf hjá heild- verzlun Kristjáns Gíslasonar og vann þar svo lengi er þrek og kraftar entust. Hjá því fyrir- tæki má með sanni segja, að hann hafi unnið sitt æfistarf í anda þeirra starfskrafta, er hann hafði eignast með námi og meðfæddum hæfileikum. Hann ávann sér þar traust og virðingu eiganda, samstarfsfólks, sem og viðsfciptavina fyrirtækis- ins og hugur hans til hinstu stundar var bundinn því ábyrgð- arstarfi. í fáum orðum hef ég sagt frá lífi; uppvaxtarárum og æsku- þroska ungs manns, slíkar um- sagnir eru í sjálfu sér áfcaflega algengar um unga menn, er eiga þrótt, djörfung og dug til að skilja og gjöra sér ljóst að undirtoúningur og menntun er það nauðsynlega til að byggja á trausta og örugga framtíð sjálf- um sér og ástvinum til farsæld- ar. En bver verða svo viðtorögð slíkrar persónu, er sú framtíð, er hugsuð var með gaumgæfni og öryggi í ljósi langra lífdaga er með óskeikulum dómi dæmd til að bíða lægri hlut fyrir dauð- anum, hvert verður ástand huga og sálar er hlustað er á sdíkan dóm. Öll vitum við og sá lærdóm- ur hefur búið um sig í vitund okkar, meðal annars með lestri úr lífi þjóðanna að dauðanum, er tekið af misjafnlega traust- um sálarþrosfca, og svo lengi sem við mannanna börn munum tilveruna hefur gildi manmþrosk ans verið metið að mestu að hve ærðulaust dauðanum er tek- ið. Og svo sannarlega er mér það ljúft í þessum fátæklegu kveðjuorðum um Kristján Haf- liðason að geta sagt, að hann tók sínum þrmga örlagadómi og hann yfirgaf þetta lff, þetta til- verustig, sem sönn hetja og ég tel það viðeigandi, þó nú í hug- ans dimmu skuggum búi sökn- uður í brjóstum ykkar kæru ástvinir að færa ykkur ham- ingjuóskir í tilefni þess fordæm- is, er þessi vinur okkar gaf okk- ur öllum, úrslit í þolraun hinn- ar sdðustu prófraunar hans á jörðu hér, lauk hann með þeirri reisn og fullkomnun að fá munu dærni. Kristján minn, ástvinir og aðrir aðstandendur, að ógleymdu lækna- og sjúkraliði Landsspít- alans, er ber heiður og þökk fyrir frábæra framkomu. Ég leyfi mér að tjá hug okkar allra að í einu sameiginlegu orði — þalkklæti —. Lífi þessa unga manns er lok- ið, himininn hvílir yfir okkur heiður og blár, slíkur var morg- uninn, er ég kom út eftir að mér barst tilkynningin um lát hans. Megi heiðríkja himinsins minna okkur' öll á, að heiðríkja á einnig að búa í sálum okkar, að hún má efcki hverfa þaðan þó skuggar sorgar og dauða um- vefji okkur. Þrátt fyrir allt og allt er líf- ið fagurt, dauðinn fagur, guð hefur engan fært til starfsins á þessari jörðu til að lifa í myrkri, en enginn þroski verður til án erfiðleika og það er nú svo að erfiðleikarnir veita okkur öli- um víðara útsýni, er nær út yfir gröf og dauða. Yið hjónin þökkum þér Diddi minn fyrir hugljúf kynni og biðjum þér allrar blessunar á hinni nýju þrosfcabraut. Kæra frú Ingibjörg og litlu drengir, kæru foreldrar Kristín og Hafliði, systkinin Guðrún og Gísli og þið öll, er nú fella sakn- aðartár, megi þessi sannleiksorð búa í hugum ykkar í dag og alla daga. Þeim eitthvað til líknar legst, sem ljúfur guð vilil bjarga. Guðbj. Egilsson. + F. 4. 11. 1940 — D. 8. 2. 1966 Um aldaraðjr hefur mannkyn- ið leitazt við að trúa því, að öllu sé stjórnað með alviturri hendi einhvers allsvaldanda. Að sérhvert atvik eigi sína forsendu í algóðu tafli hans og ekki hið minnsta strá vaxi eða visni án vitundar hans og vilja. Víst er þetta fjigur t:|ú, en hlýtur hún ekki að verða fyrir áfalli, þegar 25 ára gamall mað- ur, góður eiginmaður og heim- ilisfaðir, vinsæll og vinmargur, er kallaður burt, eftir stutta en þunga sjúkdómslegu? Ef til vill á fráfall Kristjáns Hafliðasonar samt sinn tilgang Þetta er allt svo óskiljanlegt og ótrúlegt, og kannski er ekki von, að við vinir hans getum skilið torottkall hans, þar sem við get- um tæpast trúað því, 'að hann sé ekki lengur á meðal okkar. Það var fremur fámennur, en samrýmdur hópur, sem útskrif- aðist úr Samvinnuskólanum í Bifröst fyrir tæpum sjö árum, Og árin hafa dreift hópnum út um landið, jafnvel til annarra landa. En þegar átti að ná hópn- um saman, var það ævinlega Diddi, sem gekkst fyrir því, og þegar félagarnir utan af landi komu til bæjarins, varð annrík- ið að vera mifcið, svo ekki væri leitað fundar við Didda. Og heima hjá honum komum við síðast næstum öll saman á ein- um stað. Þá datt okkur sízt í hug, að næst myndum við fjöl- menna að kistu hans. Því í návist hans var sízt hugs um dauðann og það sem drungalegt var. Þvert á móti. Honum fylgdi alls staðar lif og fjör, hlátur og kátína. Hann var barmafullur af þessum hlýja húmor, sem sér skopið í öllu en gerir engum miska. Sút þreifst ekki í návist hans. Jafn vinmargur maður og Diddi deyr ekki einn. Með hon- um deyr brot af hverjum þeim, sem þótti vænt um hann. Það er tómarúm í sálum okkar, rúm, sem aðrir geta ekkj skjpað og alltaf mun standa autt, þótt tím inn sefi söknuðinn. En þótt sökn uðurinn sé efst í hugum okkar nú, er gleði yfir minningunum um Didda, og það verður þakk- lætið fyrir samverustundirnar með honum, sem verður minnis- varði hans hjá hverjum og ein-- um. í dag fylgjum við honum til igrafar, og hugur okkar dvelur hjá honum. Við tökum þátt í sorginni með systkinum hans, foreldrum hans og skólasystur okkar, sem var hans bjarti lífs- fönmautur. Og varla getum við óskað drengjunum hans tveimur betra veganesti en þess, að þeir erfi góða skapið hans pabba síns og verði jafn lagið að gera öðr- um létt í lund með návist sinni. Diddi minn! Nú þegar þú hverfur til heima, sém enn eru framandi okkur,fylgja þér þakk- ir okkar og kveðjur, og undir það taka árejðanlega öll bekkjar systkinin. Álfheiður Guðlaugsdóttir. Sigurður Hreiðar. + Hvað er langlífi? lífsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf. Þessar ljóðlínur leita fram í hugann þegar Kristján Hafliða- son er kvaddur hinztu kveðju aðeins 25 ára gamall á morgni lífsins. Þegar glæsilegur, góður dreng- ur, afbragð annarra manna, hnígur í valinn í upphafi veg- ferðar, stöndum við agndofa andspænis ofurefli ,örlaganna og spyrjum: Hvers vegna hann? Hvers vegna sá okkar, sem unni lífinu heitast? Sá ofckar, sem var fæddur til þess að berj- ast bezt unna mest og flesta sigrana vinna? Svarið við þessum spurning- um finnum við ekki, smáir og ófullfcomnir menn. Hitt vitum við, að áður en æskufélagi okk- ar, Kristján Hafliðason, beygði sig fyrir þeim ofurmætti dauð- ans, sem enginn stenzt, hafði hann barizt við hann af þeim fræknleik, sem honum einum var laginn, sýnt það þrek, er ofckur er ósfciljanlegt, sigrað dauðann oftar en yið getum gert okkur í hugarlund og haldið á lofti kyndli lífsins á þann hátt sem engum, er á horfði, mun úr minni líða. Um leið og ég fyrir hönd for- eldna minna og okkar systkin- anna flyt konu hans, sonum, foreldrum hans, systkinum og ættingjum samúðarkveðjtu-, þakka ég fyrir ógleymanleg kynni af dáðadreng; ljósi, sem lýsti svo stutt en svo skært. ég veit að minningin um hann mun verða öllum, sem honum kynntust, hvatning og áflvaki fegurra mannlífs og sonunum hans ungu betra veganesti út í lífið en mörgum sem eldri verða auðnast að veita. Ómar Þ. Ragnarsson. + Fæddur 4. nóv. 1940 Dáinn 8. febr. 1966. Háa skilur hnetti himingeimur Blað skilur bakka og egg En anda sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.