Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 2
2
MORGU N BLADIÐ
Miðvikudagur 23. febrúar 1963
14 ARA DRENGIR
STÁLU ÁFENGI
s — og seSdu jafnöldrum sínum
KOMIZT hefur upp um tvo 14 | síðan drukkinn. Sagðist hann
| ára drengi, sem stolið höfðu 10 hafa verið neyddur til að drekka
~-r' ílöskum af Genever og seldu | vínið, en ekki vilja piltarnir
Jjað unglingum í bænum o-g uppi
í skíðaskála, hverja flösku á
200 — 400 kr. Urðu unglingarnir
drukknir og fékk lögreglan má-lið
til meðferðar.
Dengirnir höfðu komizt með
lykli í geymslu undir útidyra-
tröppum í húsi í Austurbænum
og tekið þar þessar 10 flöskur af
Genever, sem farmaður átti. Þ-eir
íóru niður að Tjörn, þar sem
t>eir hittu 13 ára pilt, sem þeir
gáfu að smakka, en hann fannst
tveir fallast á þá skýringu.
A laugardag fór annar strák-
anna upp í skíðaskála Armanns
og seldi þar jafnöldrum sínum
6 flöskur af víninu, en hinn seldi
í bænum og voru birgðir búnar
á sunnudag. Ekki drukku strák-
arnir sjálfir áfengið.
Kaupendurnir í skíðaskálan-
um fóru nú að sjást ölvaðir og
komst forstöðumenn skálans í
málið og var lögreglan kvödd á
vettvang.
Engin takmörk fyrir
þeim hörmungum
— sem íslenzku flugfélögin
valda okkur, segir BT
• DANSKA blaðið BT skýrði
frá því á mánudag undir
feitletraðri fyrirsögn, að danska
forsætisráðuneytið hyggðist —
fyrir málaleitan færeysku lands
stjórnarinnar — veita Flugfé-
lagi íslands heimild til þess að
fljúga til Kaupmannahafnar um
Vog í Færeyjum. Telur blaðið
þetta hættulegt fordæmi, er geti
orðið til þess, að önnur erlend
flugfélög fái aðgang að innan-
landsflugi Danmerkur.
Fregnin í BT hefst á þessa
leið: „Það eru greinilega engin
takmörk fyrir þeim hörmung-
um, sem íslenzk flugfélög geta
valdið áætlanaflugi okkar. í
þeirri miklu annatíð, sem fram-
undan er, mun hið óháða flug-
félag Loftleiðir, höggva stórt
skarð í tekjur SAS með því að
undirbjóða fargjöldin, — sem
byggist á sérstökum fríðindum,
er Bandaríkjamenn veita flug-
félaginu á flugleiðinni New
York — Reykjavík.
En íslenzka flugfélagið Ice-
landair — Flugfélag íslands —
ætlar einnig að valda höfuð-
verkjum. Og það svo rækilega,
að SAS kann að eiga á hættu,
að verða að hleypa erlendum
keppinautum sínum inn í innan
landssamgöngur í Danmörku".
Síðan heldur blaðið áfram og
segir, að Flugfélag fslands hafi
sótt um leyfi til þess að fljúga
frá Reykjavík til Kaupmanna-
hafnar með viðkomu í Vogi i
Færeyjum. Þá flugleið hafi til
þessa annast dansk-færeyska fé-
lagið Faroe-Airways. Það félag
hafi nú ákveðið að leggja niður
ferðir sínar frá apríl nk. fái
íslendingar leyfi til þessa flugs,
því að ekki sé talinn grund-
völlur fyrir rekstri tveggja flug-
félaga á þessari flugleið.
Blaðið segir, að færi allt eftir
venjulegum reglum á sviði flug-
mála, yrði íslendingum ekki
hleypt inn á þessa flugleið. Sam-
Framh. á bls. 19
Farið á Hveravelli, í Þörsmörk
og að Hagavatni um helgina
UM helgina var fagurt veð-
ur og bjart, þó kalt væri.
Notuðu margir tækifærið og
brugðu sér til fjalla, en víða
er fært á jeppum. Mbl. er
kunnugt um fólk, sem fór á
tveimur jeppum á Hvera-
velli, aðra sem fóru á tveim-
ur bílum að Hagavatni, og
þriðja hópinn, sem fór á
þremur jeppum í Þórsmörk.
Létu ferðalangarnir vel af
veðrinu, rómuðu einkum næt
urhimininn á laugardagskvöld
með norðurljósum og stjörnu-
birtu. Og fagurt er á fjöllum
í heiðsköru vetrarveðri.
Farið var á tveimur jepp-
um inn á Hveravelli. Var sú
ferð seinfarin og færðin þung
eftir að komið var á miðjan
Kjöl. Sérstaklega voru síð-
ustu kílómetrarnir að veður-
athugunarstöðinni seinfarnir,
þar sem mikill skafrenning-
ur var nokkurn hluta leiðar-
innar, svo ganga varð fyrir
Framhald á bls. 5
ísl. sjónvarpinu
boonir
sem íengnir verða
ÍSLENZKA sjónvarpið hefur1
spurzt fyrir um möguleika á að
fá sýningarrétt á ýrnsum sjón-
varpsþáttum, og er komið mikið ,
af svörum, þar sem boðnir eru
ýmsir þættir. Eitt af þeim stóru
fyrirtækjum MCA, sem framleið
ir þætti fyrir sjónvarp hefur jafn
framt tilkynnt að hún hafi gert
ráðstafanir til að kippa að sér í
þættir
af Keflav'ikurstöð
hendinni með 4 af þáttum þeim,
sem fyrirtækið útvegar sjónvarp
inu í Keflavík, með tilliti til hugs
anlegar sölu á þeim til íslands.
Þetta eru þættirnir „Riverboat“
„Alfred Hitchcock Presents“,
„Checkmate" og „M. Squad“.
Virðist því ekki hætta á að
sama efni sé látið til tveggja
stöðva á sama svæði. Og fyrir-
tæki sem MCA kjósa fremur að
selja framleiðslu sína sjálfstæð-
um stöðvum en gefa hana til
sjónvarps herstöðva.
Forráðamenn íslenzka sjón-
varpsins hafa að undanförnu
verið að fara í gegnum þau til—
boð um þætti, sem borizt hafa,
skoðað sýnishorn og athugað skil
mála. Og reikna þeir með að
fara að velja efni innan skamms.
Ráðherrar handteknir.
Kampala, Uganda, 22. febr.
Milton Obote, forsætisráð-
herra Uganda, lét í dag hand-
taka fimm af meðráðherrum
sinum. Haft er eftir áreiðan-
legum heimildum að Obote
fari nú með einræðisvald í
landinu.
Bætt 4 metra stykki í hát
1 GÆR var verið að lengja bát-
inn Sæihrímnir KE 57 með því að
bæta 4 m stykki í hann miðjan.
Skipasmíðastöðin Stálvík byggði
þennan bát fyrir hraðfrystiihúsið
Jökul í Keflavík 1963. Þá var
hann 176,4 lestir að stærð. Nú
var ákveðið að lengja bátinn um
4 m. og smíðaði Stálvík í hann
stykki. Teikningar af bátnum
gerði Kjartan Ágúst Sigurðsson,
tekniskur framkvæmdastjóri í
Stáivík.
Mbl. átti í gær tal um þetta
við Jón Sveinsson forstjóra
Stálvíkur. Hann sagði, að búið
hefði verið að smíða stykkið i
bátinn 11. janúar. í gær hefði
hann svo verið tekinn upp í
slippinn í Reykjavík, því dráttar
braut á Stálvík ekki og er verk-
ið því unnið í góðri samvinnu
við Slippinn. Þar var báturinn
skorinn í sundur og var það búið
um hádegið.
Eftir hádegið var skipið dreg-
ið í sundur, þ.e. framendinn
dreginn frá aftari hluta. Og í
sama mund sem því var lokið,
var komið með 4 m stykkið frá
Stálvík, sem setja á í miðjuna á
bátnum. Því var lyf't og það sett
inn í skarðið, sem myndazt
hafði. í gærkvöldi var svo verið
að tengja það við aftari hlutann
og reiknað var með að fremri
hlutinn yrði felldur að stykkinu
í dag. Þá er búizt við að lokið
verði við að sjóða stykkið í bát-
inn um helgina.
— Allt verkið hefur gengið
eftir áætlun upp á klukkustund
fram til þessa, sagði Jón. Og við
erum bjartsýnir um að þannig
haldi það áfram.
Sæimmnir var skorinn sundur um miðjuna og 4 m. stykki er síðan fellt í hann. Ljósm. Sv. Þorm.
Suuuurskorinn báturinn, þar sem haun stendur í Slippnum.