Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 15
Miðvílcurtagur 23. febrúar 196* MORGUNBLAÐIÐ 15 Stuölar - strik - strengir // SKOPLEIKARARNIR Ný skáldsaga eftir Graham Greene Sögusviðið Haiti, einræðisriki Duvaliers 44 FYRIR nokkru er komin út ný skáldsaga eftir Graham Greene, „The Comedians“, og hefur vakið töluverða at- hygli bæði vestanhafs og austan þótt dómar manna um hana séu misjafnir. Fimm ár eru liðin síðan Greene skrifaði síðustu skáld- sögu sína, „A Burnt-Out Case“, bæði sjálfum sér og gagnrýn- endum á óvart með þessari nýju skáldsögu sinni, sem eins og áður sagði, hlýtur misjafna dóma. Telja sumir hana með beztu bókum Greene’s hin síð- ari ár en aðrir segja að víst sé hún vel skrifuð en Greene eigi æ ósýnna með að komast að kjarna hlutanna, persónulýs- ingar hans skorti dýpt og fyll- ©g hélt hann þá sjálfur að hún yrði sú síðasta, hann hefði ekki | í sér þrek til skáldsagnagerðar | lengur. Frá því segir hann í | lítilli bók, „In Search of a | Character“, þar sem hann seg- ir m.a. að þungi hinnar kaþólsku samvizku sinnar liggi eins og farg á sköpunarmætti sínum eða eitthvað í þá átt. En nú hefur Greene komið Graham Greene í bókasafni sínu. ingu, sagan sé of yfirborðsleg. „Þú hlustar ekki á það sem við segjum ef það er ekki í samræmi við hugmynd þá sem þú hefur gert þér um okkur“ segir ástkona Browns, einnar aðalpersónu sögunnar, við hann með beizkju. „Góði bezti, reyndu að gera þér það ljóst að við hættum ekki að vera til þótt þú sért fjarri". Gagnrýn- „Sultur" eftir Knut Hamsum kvikmyndaður Fyrir skömmu er lokið kvik- myndun á sögunni „Sultur“ eftir norska skáldið Knut Ham sun, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Knut Hamsun fæddist árið 1859 og lézt árið 1952. Söguþráðurinn í „Sulti“ er í stórum dráttum sem hér seg- ir: Skáldið kemur heim frá Jiandaríkjunum og hyggst gera tilraun til að lifa af skáldskap sínum í Kristjaníu, sem nú heitir Osló. Áform skáldsins í þessum efnum verða að engu og þjáist það mjög af einmana leik en síðan verður skáldið svo heltekið af hungri að það fer að sjá ofsjónir. Flestar sultarofsjónirnar snúast um stúlkuna Ylajali, sem skáldið ber mikinn ástarhug til. Þrjú kvikmyndafélög í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku hafa unnið að kvikmynd þess- ari og fara margir af þekktustu leikurum Norðurlanda með hlutverk í henni. Tveir sænsk- ir leikarar fara með aðalhlut- verkan; Per Oscarsson fer með hlutverk skáldsins Pontusar, og draumadís hans, Ylajali, leikur Gunnel Lindblom, sem hér hefur sézt í myndinni „Meyjarlindin". Systir Ylajali er leikin af dönsku leikkon- unni Birgitte Federspiel og veð lánarinn er leikinn af Osvald Helmuth. Sigrid Horne-Ras- musen og Knud Rex leika gest- gjafana í gistihúsinu „Vater- land“. Kvikmyndahandritið var skrifað af Peter Seeberg, en myndinni stjórnar danski leik- stjórinn Henning Carlsen. „Sultur“ verður frumsýndur samtímis í höfuðborgum norð- urlandanna í vor. !1SP endur bókarinnar segja að þetta sé einmitt gallinn á Greene sjálfum — hann leggi ekki nógu vel við hlustir og persónur hans séu af þeim sök- um ekki nógu trúverðugar. „The Comedians" (Skopleikar arnir) gerist á Haiti og segir Greene sjálfur, að allt sem hann segi um þann stað sé satt. „Ég hef í engu svert stjórn Doktors Duvaliers", segir hann, „við það biksvarta myrk ur þarf engu að bæta til að ná dramatískum áhrifum“. Greene fór til Haiti 1963 og fyrstu kynni hans af ríki Duvaliers má ráða af því sem ein sögu- hetjan segir um Haiti: „Það er fátækrahverfi og spillingarbæli á floti nokkrar sjómílur undan Flórídaströnd“. Svo segja fróð- ir menn að þetta láti mjög nærri sanni — og Greene á ekki afturkvæmt til Haiti. Söguhetjur Greene’s heita Smith, Jones og Brown og er það Brown sem söguna segir. „En ég vil taka það fram“, seg- ir Greene, „að þó bókin sé skrif uð frá sjónarhóli Browns og hann segi frá í fyrstu persónu, þá er hanri ekki neinn persónu- gervingur sjálfs mín“. Brown er maður genginn af kaþólskri barnatrú sinni, rótlaus og ríkis- fangslaus, rekald á lífsins fjör- um. Hann kemur til Haiti til að taka aftur við rekstri gisti- húss sem hann hafði þar og er á fallanda fæti — enda fátt um ferðamenn — og taka upp aftur þráðinn þar sem frá var horfið í kynnum hans og s-amerískrar sendiherrafrúar sem þar er. Smith er maður nokkuð við aldur, framkvæmdasamur og hugdjarfur friðarsinni, sem bauð sig fram til forseta Banda ríkjanna 1948 fyrir hönd nátt- úrulækningamanna og græn- metisæta og elur með sér þann draum að koma upp náttúru- lækningamiðstöð á Haiti og kenna hinum fátæku að nærast eingöngu á grænmeti — þeir hafi hvort er eð ekki ráð á að eta kjöt. Jones er einn þeirra sem jafnan haga seglum eftir vindi og erindi hans til Haiti er í sambandi við vopnasölu til stjórnarinnar þar sem töluverð brögð eru í tafli. Mennirnir þrír eru „skopleik- arar“ Greenes óafvitað og án þess að taka nokkra afstöðu leika þeir hlutverk sín með réttu eða röngu, rígbundnir af sjálfshyggju sinni og siðgæðis- Framhald. á bls. 5 Galina Yishnevskaya og Mstislav Rostropovich Það gerðist í Prag ÞAU kynntust í Prag 11. maí og voru gefin saman í heil- agt hjónaband fjórum dög- um síðar. Nokkrum mánuð- um síðar héldu þau sína fyrstu sameiginlegu tón- leika. Hún heitir Galina Vishnevskaya og er sópran- söngkona. Hann heitir Mstislav Rostropovitch og er frægastur fyrir frábæra með höndlun á cellói. A tónleik- um þeirra lagði hann þó strokhljóðfærið frá sér, sett- ist við slaghörpuna og ann- aðist undirleik fyrir konu sína. Þetta var árið 1955. Frá því þetta gerðist, hafa þessi frægu hjón haldið um 10 tónleika árlega og hefur kom ið í ljós að Rostropovitch er frá bær píanóleikari. Hjónin hafa ferðazt víða um heim og hald- ið tónleika og leikið inn á hljóm plötur í Bandaríkjunum og víð- ar. Vishnevskaya þykir frábær söngkona og ,er hún aðalsöng- kona Bolshoi óperunnar í Moskvu. Hún hefur sungið sem gestur í stærstu óperuhúsum Puk Schaufuss Per Oscarssou Það er ekki á hverju kvöldi, sem gestir í Konunglega leik- húsinu í Khöfn verða vitni að því, er áður óþekkt leikkona þreytir frumraun á leiksviði og fjötrar áheyrendur gersamlega. Þetta gerðist á liðnu hausti, er ung dönsk leikkona Puk Schaufuss að nafni fór með að- alhlutverkið í leikritinu „Blomsterduft". Dagana eftir frumsýninguna voru öll dag- blöð borgarinnar uppfull af lofi um frammistöðu leikkonunnar í hlutverkinu, sem sagt er vera mj/ög vandasamt. Puk Schauf- uss hefur numið leiklist við Konunglega leikhúsið og var þetta frumraun hennar fyrir framan áhorfendur. í leikskól- anum flytja nemendumir að sjálfsögð'u ýmsa leikþætti, ea heims og nú nýlega í Metro- politan í New York. Rostropovitch heldur um 130 cellótónleika á ári, bæði í heima landi sínu og erlendis. Hann starfar einnig við konservatorí- ið í Moskvu .Enska tónskáldið, Benjamin Britten, hefur verið einskonar einkatónskáld hjón- anna á síðustu árum; hann hef- ur samið fjölmargar cellótón- smíðar fyrir Rostropovitch og einnig allmikið af sönglögum fyrir frúna. Fyrir mánuði frum- flutti Vishnevskaya í New York lagaflokk eftir Britten, sem hann hafði samið við rúss- neskan texta eftir Pushkin. •— Sópranhlutverkið í „Stríðs- messu“ Brittens var einnig sam ið fyrir hana, en af óviðráðan- legum ástæðum gat hún ekki sungið í verkinu þegar það var frumflutt í Coventry Cathedral í London. Rostropovitch hóf píanóleik þegar hann var 4 ára en 8 ára var hann er hann kynntist celló inu og hefur hann haldið sér að því síðan. Hann hefur feng- izt nokkuð við tónsmíðar og hljómsveitarstjórn og hyggst leggja nokkra rækt við það síð- arnefnda í framtíðinni. Tón- smíðar hefur hann hinsvegar alveg lagt á hilluna. d< Athygiisverð leikkona aðeins fyrir nemendur skólans. Schaufuss hefur reyndar áður komið fram í útvarps og sjón- varpsleikritum og á þessu ári er í ráði, að hún fari með að- alhlutverkið í „Glermyndasafn- inu“ eftir Tennessee Williams hjá Konunglega leikhúsinu. Puk Schaufuss er komin af leikhúsfólki, foreldrar hennar eru hinir þekktu balletdansar- ar Mona Vangsaae og Frank Schaufuss. Hin unga leikkona nam í fyrstu listdans hjá for- eldrum sínurn, en lagði hann síðan á hilluna og hugðist ger- ast leikkona. Það var ekki fyrr en árið 1962 að t|ín hafði ald- ur til að setjast í leikskóla Konunglega leikhússins, og þar hefur hún verið við nám siðan. Vel mælt Abstraktlistin opnar okk- ur ótal leiðir inn á yfirráða- svæði undirvitundarinnar og rennur þar saman við hinar leyndardómsfullu ræt ur sköpunarinnar. Hætti menn sér eftir þessum leið- um — sem þótt framand- legar séu útiloka ekki á- kveðna reglubundni inn- an afmarkaðs ramma — er þar að finna annarlega heima og óháða lögmálum veraldar vorrar sem eru þó engu að síður frá henni runnir, til orðnir úr raun- verulegum, áþreifanlegum þáttum. Að mínum dómi er óhlut- læg málaralist ekki aðeins æfing í myndsköpun og hreyfingu innan myndflatar íns — slíkt hefði harla litla þýðingu — heldur myndi ég líkja henni við hugarflug stkáldsins, segja að hún væri tjáningarform við hæfi ó- beizlaðrar ljóðrænu. André Poujet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.