Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. febrúar 19 Fram gersigraöi Val 33-19 - og er án taps eftir 5 leiki FÁA grunaði að Fram myndi gersigra hið unga og efnilega lið Vals, en sú varð raunin í gærkvöldi er liðin mættust í 1. deildarkeppninni að Háloga- landi. Lokatölurnar urðu 33:19 og Fram heldur sigurgöngu sinni áfram með miklum glæsi- brag og eftir leik liðsins nú virð- ist ekkert geta komið í veg fyr- ir sigur þess í mótinu og það með óslitinni sigurgöngu. Á Yfirhurðir Gunnlaugur Hjálmarsson er alger yfirhurðamaður í hand- knattleiknum nú. Þáttur hans í sigrinum í gær var ótrúlega stór. Stjóm hans á liði Fram, yfirsýn hans, skothæfni, send ingar og uppbygging öll er slík að í efa skal dregið, að slíkur ofjarl hafi nokkru sinni áður „leikið lausum hala“ innan handknattleiks- ins. jf Góð byrjun Vals Valsliðið byrjaði vel, skor- aði þrjú fyrstu mörkin, sýndi léttan leik, hratt spil og skeramti Skíðanómskeið d flkureyri 27. febrúar SKÍÐASAMBAND fslands efnir til skíðanámskeiðs í alpagrein- um á Akureyri 27. febrúar til 4. marz n.k. Þátttakendur verða flestir af beztu svigmönnum landsins. Þjálfari verður hinn landskunni skíðakappi Eysteinn Þórðarson frá Reykjavík. Þátttakendur í námskeiðinu munu að því loknu, taka þátt í skíðamóti, sem Skíðaráð Akur- eyrar heldur. Keppt verður í svigi og stór- svigi. legar sendingar. En þó kom fljótt í ljós að liðið hafði ekki vald á þessum hraða samleik að sama skapi og hraðinn var mik- ill — og samleikurinn ;þó góður sé á köflum, stendur ekki á föst- um grunni, því oft þarf að leita að næsta saraherja og mann vantar þar sem annar hugsar sér að bezt sé að senda knöttinn. Og þetta kom Valsmönnum fljótt í koll. Frám tekst að jafna og litlu síðar að ná forystu sem hélzt nœr óslitið út leikinn. jf Yfirburðir Fram Það var þó mikil barátta all- an fyrri hálfleikinn og tvívegis skildi aðeins eitt mark liðin, en staðan í hléi var 14-12. Gunnlaugur skoraði þrjú fyrstu mörk eftir hlé og þar með var eiginlega gert út um leik- inn. Valsmenn gáfust þó ekki upp og tókst, án þess þó að ná nokkurn tíma vel saman, að minnka forskot Fram í 19-16 — en þá kom „náðarhöggið". Fimm mörk í röð frá Fram var of mik- ið fyrir hið unga Valslið. Það brotnaði gersamlega og lokin urðu einstefnuakstur og nánast sýning Gunnlaugs í öllum þeim atriðum, sem við töldum upp í upphafi greinarinnar. Án hans væri Framliðið sviplaust, að öðr um ólöstuðum. Hjá Val var aðeins um að ræða góða byrjun, góð skot Sigurðar Dagssonar, en enginn náði því sem bezt í honum býr. Mörk Fram skoruðu Gunnlaug ur 14, Sig. Ejn. 4 Guðjón, Gylfi og Tómas 3 hver, Fétur Guðjóns- son 2, Frímann, Jón Fr. og Sig- uhbergur 1 hver. Það er óvenju- legt að 9 menn í diði skori (éða allir) en margir eiga þeir það Gunnlaugi að þakka. Mörk Vals skoruðu: Bergur 6, Hermann 4, Sigurður Dagsson 8 og Stefán Sandholt 1. —A. St. Nokkrir þátttakenda í Skíðamóti Reykjavíkur um sl. helgi. — Fremstur stendur (nr. 3) Guðni Sigfússon, sigurvegari í stórsvigi. Ármann fékk fyrstu stig sín í hörkuleik við Hauka 27—26 voru úrslíitin og boltinn * á leið í mark Armanns HAUKAR og Ármenningar kepptu í 1. deild í gær og sú bar- átta varð hörkukeppni og undir lokin mikill „darraðardans“. Ármann sigraði eftir æsispenn- andi leik, en ekki að sama skapi góðan undir lokin, með 27 mörk um gegn 26 og þau úrslit gefa baráttunni um að forðast „fall- sætið“ slíkan óvissublæ, að ógerningur er að spá um hver falli og eru nú Ármenningar og KR-ingar neðstir með 2 stig, en næst á undan Haukar og FH með 4 stig. Leikjafjöldi félag- anna er þó misjafn. Staðan í mótinu er annars á forskotið og tókst að jafna og þessi: L U J T M S ná forystu eftir 20 mín. leik. Á þeim 10 mín. sem eftir voru Fram 5 5 0 0 150—110 10 var keppnin mjög tvísýn og ein- Valur 5 3 0 2 124—127 6 kenndist af taugaspennu og fumi FH 3 2 0 1 66—61 4 Haukar 5 2 0 3 114—117 4 KR 4 1 0 3 84—93 2 Ármann 6 1 0 5 139—169 2 Ármann lék óvenjugóðan leik allan fyrri hálfleik og verðskuld aði leik síns vegna forskot í hléí sem varð ekki skapað fyrr en á síðustu mínútum fyrir hlé. Er það óvenjulegt að Ármann sýni svo gott úthald, en oft hefur lið ið misst niður jafnan leik á síð- ustu mín. hvors hálfleiks. Nú brá öðru vísi við og í hálfleik var staðan 17—12. Haukar komu mjög ákveðnir Heimsfrægir íþróttamenn koma og mikið verður um ufanferðir Stórverkefnifrjálsiþróttamamia ÞAÐ verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönn- um í sumar, þeir munu fá margar heimsóknir erlendis frá og einnig fara margir héðan til keppni erlendis. í júnimánuði er ráðgert mót í Rvík með þátttöku 25 —30 bandarískra úrvals- íþróttamanna og eru mögu- leikar á móti úti á landi með þátttöku þeirra. Á mótinu, þar sem Banda- ríkjamennirnir verða meðal þátttakenda, munu margir góðir bandarískir frjáls- íþróttamenn koma fram, m.a. fimm metra maður í stangar- stökki og silfurmaðurinn í 400 m grind á síðustu Olym- píuleikum. Ákveðið hefur verið að senda Jón Þ. Ólafsson á 1. Evrópumeistaramótið innan- húss, sem haldið verður í Dortmund í Þýzkalandi 26.— 27. marz. Jón mun keppa í hástökki, en fararstjóri verð- ur Björn Vilmundarson FRÍ. Þar verður keppt í 13 karla- greinum og sjö kvennagrein- um. Þjóðverjar munu greiða uppihaldskostnað. Þá hefur verið ákveðið að taka þátt í Evrópumeistara- mótinu utanhúss, sem haldið vreður í Búdapest 30. ágúst til 4. september. Þátttakend- ur hafa ekki verið valdið. j( Þrjú boð þegin Jón Ólafsson mun taka þátt í móti í Varsjá í Póllandi 18. — 19. júní. Er það boð frá pólska íþróttasambandinu, en mótið er haldið til minning- ar um hinn fræga íþrótta- mann Kusocinsky. Þá hafa Austur-Þjóðverjar boðið þremur íslenzkum íþróttamönnum að taka þátt í móti í Berlín, sem haldið verður 24. júní ekki verið ákveðið hverjir fara. Þá hafa Rússar boðið 1 + 1, þ.e.a.s. einum keppanda og einum farastjóra til móts sem haldið verður í Rúss- landi 2.—3. júlí. Mótið fer fram í Odessa. 24.-25. september efna Rússar til Evrópumeistara- móts unglinga. Enn hefur ekki verið ákveðið með þátt- töku í því. Auk þessa koma svo áður auglýstar landskeppnir við Skota og V-Noreg. og tug- þrautarlandskeppni við A- Þjóðverja. beggja liða. Er blásið var til leiksloka stóð 27—26 fyrir Ár- mann, en knötturinn var á leið í Ármannsmarkið. Enginn á stærri þátt í sigri Ármanns en Sveinbjörn í mark- inu sem varði mjög vel í fyrri hálfleik og eins undir lokin er mest á reið. Hörður átti góðan leik en var vel gætt. í heild var leikur Ármanns einn sá bezti í mótinu einkum framan af. Haukar urðu að lúta í lægra haldi lengi vel, en baráttuvilj- inn gaus upp með góðum ár- angri. Línuspil Hauka er til fyr- irmyndar og einstakt í ísl. hand knattleik. Þar skortir ekki á hreyfinguna. Línuspilið er aðal- tromp liðsins og þegar það gleym ist, eins og skeði í fyrri hálf- leik, þá bregst um leið vel- gengnin. Mörk Hauka skoruðu Stefán 7, Sig. Jóak. og Ásgeir 6 hvor, Matthías 4, Hörður 2 og Viðar 1. Mörk Ármanns: Hörður Krist. 9, Hreinn og Ragnar 4, Pétur 3, Árni og Olfert 2, Jakob 1. — A. St. Dr eng j ameis t ara- mótið í frjálsum DRENGJAMÓT íslands í frjás- um íþróttum innanhúss fer fram n.k. sunnudag 27. febrúar f íþróttasal Háskólans og hefst kl. 2. Keppt er í hástökki með og án atrennu, langstökki og þrístökki án atrennu og kúluvarpi. Þátttöku má tilkynna til Jó- hanns Jóhannessonar fyrir 24. febrúar sími 19171. A KUREYRI Klúbbur unga tólksins KLÚBBUR unga fólksins opinn í kvöld, miðvikudag, frá kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu niðri. Dagskrá: Kvikmyndasýning. Dans (Hinir vinsælu „Þeir“ leika). Fjölbreytt úrval leiktækja. Veitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.