Morgunblaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. marz 1966 MORGU NBLAÐID 3 Froskmanni dæmd björgunarlaun Niðurstaða Hæstaréttar í athyglisverðu máli KVEÐINN hefur verið upp í Hæstarétti dómur í máli, sem vakið hefur allmikla athygli, en í máli þessu var deilt um bjórg- unarlaun til handa Hafsteini Jóhannssyni, sem í froskmanns- búningi bjargaði m.b. Áma hor- kelssyni, þar sem skipið var í nauðum statt, er það var að síld- veiðum með hringnót út £rá Keflavík þ. 19. des. 1963. Málavextir eru sem hér greinir: Umræddan dag vair m.b. Árni Þorkelsson að síldveiðum og fékk gott kast, á að gizka 1500 —a000 tunnur. Er teknir höfðu verið nokkrir háfar úr nótinni, sprakk slanga við svonefndan „bómusvingara", sem eru vökva knúnar hliðarvindur. Varð af nokkur töf við lagfæringu á fþess ari bilun. Festu skipverjar síðan bómuna út í stjórnborða og tóku Djakarta eins- konar suðupottur Stutt fréttabréf frá Bjarna M. Jóhannessyni flugstjóra, skrifað í Djakarta. Djakarta 2. marz HINGAÐ kom ég í dag, en staldra aðeins við til fyrra- m'áls, fer iþá aftur til Singa- pore. Hér ríkir einskonar skálm- öld. Allt logar í óeirðum, og hver höndin upp á móti ann- arri. Mest hefur kveðið að skólafólki á þessum átökum. Ég var hér fyrir viku og hópuðust þá nokkur þúsund ungmenni fyrir utan höll Sú- karnós forseta í mótmaela- skyni við hina nýju ríkis- stjórn, sem forsetinn var ný- búinn að skipa. Þegar nem- endurnir brutust inn í hallar- gerðinn, skutu varðmenn hall arinnar af vélbyssum á hóp- inn og drápu 9 manns. Þessi atburður varð til þess að ofsa fengnar óeirðir upphófust um alla borgina. Um nóttina lok- uðu nemendur öllum aðal- vegum til borgarinnar með því að skera á hjólbarða bíi, og leggja þeim þvert yfir veginn. Um M. 8 morguninn eftir var samankominn 10 þúsund manna hópur fyrir utan hótel ið, sem ég bjó á, og hrópuðu þeir ókvæðisorð um ríkis- stjórnina. Fjöldi hermanna kom í skyndi inn í borgina og umkringdi hótelið og göt- urnar á kring, en þarna eru mörg sendiráð erlendra rákja, og var þetta gert í öryggis- skyni. Þennan dag gat ég ekki farið frá Djakarta á tilsettum tíma, en varð að bíða þess í marga klukkutíma að ólát- unum linnti. Má segja að Djakarta sé einskonar „suðupottur“, þegar ég hripa þessar fáu línur. Ólgan og hatrið er geigvæn- legt. Hvort stjórn Súkarnós verður langlíf er engu hægt að spá um, en miklar blikur eru á lofti, og nú virðist það vera unga fólkið, sem mest lætur að sér kveða í þessum miblu átökum hér austur frá. Súkarnó er áreiðanlega ekki fastur í sessi um þessar mundir. Varðberg efnir til EFTA-ráðstefnu ÞEGAR starfsáætlun Varðbergs fyrir veturinn 1965—1906 var Skemmdarverk í húsi á Akureyri ÁKUREYRI, 14. marz — Óþekkt ir menn réðust inn í ólæsta fibúð á neðri hæð tvílyfts húss í Glerárhverfi um kl. 11 á laug- ardagskvöldið, brutu þar hús- gögn og unnu fleiri spjölL Eng- inn var heima í íbúðinni um þetta leyti, en kona sem var að gæta barna á efri hæðinni heyrði grunsamlegan hávaða og hringdi þegar í lögregluna. Rétt um það bil sem konan lagði heyrnartólið á, varð hún þess vör, að bifreið var ekið frá húsinu. Þegar að var komið, lágu þrír brotnir stólar í íbúð- inni, borðstofuborði hafði verið vellt um koli og fleira úr lagi fært og nokkuð af leirtaui lá brotið og bramlað á víð og dreif í eldhúsinu. Ekki hefur tekizt að upplýsa málið enn, en lögreglan vinnur að rannsókn þess. — Sv. P. samin s.l. haust, var m.a. ákveðið að efna til ráðstefnu um EFTA- fríverzlunarsvæði Evrópu. í fram haldi af því hefur nú verið af- ráðið, að umrædd ráðstefna verði haldin fimmtudaginn 17. marz 1966 í Sigtúni við Austurvöll og hefjist kl. 16 síðdegis. Munu fyrst flytja erindi þeir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis stjóri, sem ræðir um „Ísland og EFTA“, og Éjörgvin Guðmunds- son, deildarstjóri, er fjallar um „Þróun EFTA og framtíðarhorf ur“. Þá munu þeir Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðing ur, Gunnar Friðriksson, form. Félags ísl. iðnrekenda og Hilmar Fenger, form. félags ísl. stór- kaupmanna, gera stutta grein fyrir hagsmunum sjávarútvegs, iðnaðar og verzlunar í sambandi við hugsanlega aðild. Loks verða fyrirspurnir og umræðixr. Dr. Gylfi Þ. Gíslasön, viðskipta málaráðherra, hefur orðið við til mælum félagsins um að flytja ávarp í upphafi ráðstefnunnar. — Stjórnandi ráðstefnunnar verð ur Jón Abraham ólafsson, for- maður Varðbergs. að háfa inn á stjórnborðssíðu. Er háfaðar höfðu verið inn ca. 400—450 tunnur, tók síldin að leggjast í nótina. Gaf skipstjór- inn, Sæmundur Pálsson, þá skip un um að skera nótina frá, þ.e. skera sundur síðuböndin. Skáru skipverjar böndin af síðunni, en báturinn hallaðist þá orðið mjög. Skipstjóri reyndi sjálfur að skera böndin af. bómunni og var hon- um þar til aðstoðar einn af skip verjum, sem lagðist út á bóm- una, en þar eða báturinn hall- aðist mjög mikið, fór svo, að skipverji þessi lenti í sjóinn, en sigldi hann til hafnar. Hafsteinn Jóhannsson hélt því fram í málinu, að augljóst væri, að skip stefnda hefði verið í hættu statt og að stefnandi hefði með aðgerðum sínum innt af hendi björgun í skilningi ®igl- ingalaga. Var af hálfu stefnanda í því sambandi sérstaklega tek- ið fram, að skip stefnda hefði verið stjórrtlaust rekald, er stefn andi hóf björgunaraðgerðir og verið að því komið að sökkva, iþar sem nótin hafi stöðugt þyngst og sjór flætt inn í vélar- lúm og lúkar, en lest þegair orð- UÆTTIR IJIVI DOMSMAL náðist samt fljótlega atfur. Er hér var komið hallaðist báturinn svö, að sjór tók að renna 1 lest- ina og þar kom að skipverjar urðu að yfirgefa bátinn, en hann hallaðist þá 60—70° gráður. — Nokkrir bátar komu á vettvang og m.a. stefnandi, Hafsteinn Jó- hannsson á báti sínum, Elding- unni, en hann hafði verið stadd- uir á þessum slóðum síldarbátum til aðstoðar. Með stefnanda á báti hans var 17 ára piltur. Er stefnandi hafði spurt, hvort hann ætti að skera nótina frá 'bátnum og fengið jákvætt svar, klæddist hann froskmannsbún- ingi sínum og synti að m.b. Arna Þorkelssyni. Hóf hann síðan að skera nótina frá bátnum og not- aði til þess stóra sveðju. Er hon- um hafði tekizt það, réttist bát- urinn fljótlega við og eftir það Fiat bifreið stolið um helgina BIFREIÐINNI R—14397 var stol ið um helgina, þar sem hún var á bílastæðinu við Bílasöluna að Borgartúni 1. Hefur bifreiðinni líklega verið stolið aðfaranótt sunnudags. Eigandinn uppgötvaði ekki fyrr en í gærmorgun, að bifreið hans var horfin. Hún er af gerðinni Fiat 1300 grá að lit, af árgerð 1962. Bif- reiðin var læst. Þeir, sem kynnu að geta gef- ið upplýsingar um bifreiðina eða þjófnaðinn, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til rannsókn- arlögrelunnar. Nýjar hjúkrunar- konur EFTIRTALDIR nemendur voru brautskráðir frá Hjúkrunar- skóla íslands föstudaginn 11. marz: Auður Sigurðardóttir frá Reykjavík, Björg Jónsdóttir frá Reykjavík, Edda Árnadóttir frá Reykjavík, Elín Hjartar frá Reykjavík, _Guðrún Elísabet Lára Þorsteinsdóttir frá Vestm. eyjum, Helga Þórunn Ásgeirs- dóttir frá Siglufirði, Herdís Ás- geirsdóttir frá Reykjavík, Herdís Erla Magnúsdóttir frá Hafnar- firði, Hómfríður Guðný Hall- dórsdóttir frá Heiðarbæ, Fóa, Iða Brá Skúladóttir frá Dönu- stöðu, Dalasýslu, Jakobína Þórey Ey j af j ar ðarsýslu, Jóna Einars- dóttir frá Reykjavík, Jóna Garð- arsdóttir frá Reykjavík, Rut Re- bekka Sigurjónsdóttir frá Reykja vík, Sveinrós Sveinbjarnardóttir frá Sólbarði, Álftanesi, Unnur Ragnars Jóhannsdóttir frá Reykjavík, Valgerður Lárus- dóttir frá Reykjavík, Valgerður Valgarðsdóttir frá Akureyri. in full af sjó og síld. Hefur stefn andi lagt fram vottorð skipstjóra á bátum, er nærstaddir voru, staðhæfingum sínum til etuðn- ings. Stefnandi krafðist björgunar- launa að upþhæð kr. 3.600.000,00 og varðandi þá upphæð benti hann m.a, sérstaklega á, að eng inn annair en hann hefði haft nokkra möguleika á að bjarga skipinu, eins og óstatt var orðið fyrir þvi; að hann hafði lagt sig í stórkostlegan lífsháska við björgunarstarfið; að aðstæður hefðu verið erfiðar og myrkur á, er björgunarstarfið var af hendi leyst; að mörg íslenzk skip hefði komizt í mikinn háska og sokkið af sömu ástæðu og skip stefnda. Eigendur m.fo. Árna Þorkels- sonar kröfðust sýknu gegn greiðslu á kr. 250.000,00. Reistu þeir kröfur sínar fyrst og fremst á því, að meta bæri hjálp stefn- anda sem aðstoð, en eigi sem björgun. Skipið hefði ekki verið í hættu statt, enda hefði vantað mikið á, að skipið ylti eða sykki. Skipverjar hefðu sjálfir getað skorið nótina frá, er þeir hefðu áttað sig betur á ástandinu, enda hefðu þeir verið að hugleiða hvað gera skyldi, en stefnanda bar að. Þá hélt stefndi því fram, að stefnandi hefði á þessum tíma haft sérstaka gjaldskrá og því gæti hann eigi tekið hærri þókn- un en gjaldskráin segði til um. Niðurstaða málsins varð sú í héraðsdómi, að talið var, að um björgun hefði verið að ræða 1 skilningi siglingalaga. Þá var ekki talið, að réttmæt ástæða hefði verið til að ætla; að stefn- andi myndi krefjast lægri endur- gjalds fyrir aðgerðir sinar en leiði af fyrirmælum siglingalaga um laun fyrir björgun. Björgun- arlaun í héraðsdómi þóttu hæfi- lega ákveðin kr. 800.000,00, auk vaxta og kostnaðar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú, að hæfileg laun fyrir þá, sem 1 málinu greindi, væri kr. 500.000,- auk vaxta og kr. 70.000,00 í máls kostnað fyrir tbáðum réttum. Þá var viðurkenndur sjóveðréttur í v.b. Árna Þorkelssyni tií trygg- ingar fjárhæðum þessum. Akranes Umræður um stór- iðjumál og iðnþróun SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Akra- ness efnir til almenns fundar í félagsheimili Karlakórsins er haldinn verður fimmtudaginn 17. marz kl. 8:30 síðdegis. Fundarefni er Stóriðjumál og iðnaðarþróunin næstu árin. Jó- hann Hafstein, iðnaðarmálaráð- herra talar. öllum er heimill að- gangur. S1 \KS1U\\I1 Sjóvarútvegurinn og „rætur trjágróðursins" Það þótti nokkrum tíðindum sæta, þegar annar borgarfulltrúl Framsóknarmanna flutti tillögu um útgerðarmál á fundi borg-. arstjórnar Reykjavíkur nú fyri* nokkru, og flutti langa framsögw ræðu fyrir þeirri tillögu. Fram-< sóknarmenn hafa hingað til verið litlir áhugamenn um úti gerðarmál, og ekki borið hag útgerðarinnar sérstaklega fyrir brjósti, enda varð reyndin sú, að; ræða borgarfulltrúans lýstl mikilli vanþekkingu á þessum höfuðatvinnuvegi landsmanna, og kom kannski engum á óvart, Birgir ísleifur Gunnarsson, borg arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hrakti gjörsamlega allar staðhæfi ingar borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins um útgerðarmál Reykjavíkur, og stóð þá ekkl steinn yfir steini í málflutningl Framsóknarmannsins. Borgar- fulltrúi Framsóknarflokksin* hafði m. a. þetta að segja un» útgerðarmál Reykjavíkur: „Þeim mun fábreyttari sem at- vinnuvegirnir eru, þeim mun meira veltur á hverri einstakri atvinnugrein fyrir sig. Það e* sumt áþekkt með atvinnuveg- unum og rótum trjágróðursins, Ef við sjáum gróskumikið tró með stóra og fallega laufkrónu, vitum við að rætur þess hljóta. að standa í frjósömum jarðvegi, RÆTURNAR HAFA ÞVÍ HLUT- VERKI AÐ GEGNA AÐ HALDA TRÉNU FÖSTU, og afla nær- ingar úr jarðveginum. Geti ræt- urnar ekki fullnægt þessu hlut- verki er hætt við að eikin fölnl og falli, hversu fögur og stór sem hún kann að hafa verið. Þannig ber yfirbragð borgarinn- ar ef til lengdar lætur svipmót af atvinnulífinu“. Þetta mun mönnum vafalaust þykja mikil speki, og vísbend- ing um það, að „Síberíu-Stjáni“ ætti fremur að beina athygli sinni að skógræktarmálum en útgerðarmálum Reýkjavíkur. Hann hefur a. m. k. sýnt það, eins og ljóst er af þessari tilvitn- un, að hann veit hvað heldur trénu föstu! Þróttmikil útgerðarborg I ræðu, sem Birgir ísleifur Gunnarsson flutti á fyrrnefnd- um borgarstjórnarfundi, kom greinilega í ljós, að Reykjavík er þróttmikil útgerðarborg. Þar kom fram að fiskibátum í Reykja vik, 20 lestir og stærri, hefur fjölgað úr 38 árið 1958 í 64 árið 1965, eða 68,4%, og brúttórúm- lestir hafa aukizt úr 2.634 1958 í 6.393 árið 1965, eða um 143%. Auk þess eru nú í smíðum fyrir útgerðarfyrirtæki í Reykjavík 3 skip, sem eru 320 rúmlestir að stærð hvert. Aflamagn sem mót- tekið var í Reykjavík af fiski- skipum öðrum en togurum var árið 1958 20,161 lest, 1959, 25, 744 lestir, 1964 72.228 lestir og 1965 93.427 lestir. Af þessum töl- um má glögglega sjá, að útgerð frá Reykjavík hefur stóraukizt á undanförnum árum, og allt tal Framsóknarmanna um hið gagn- stæða á sér enga stoð í veru- leikanum, en lýsir aðeins van- þekkingu þeirra á útgerðarmál- um almennt. Eftir þá útreið sem Fram- sóknarmenn fengu í þessum umræðum um útgerðarmál í Reykjavík, munu menn al- mennt sammála um að hyggi- legt væri fyrir þá að láta áðra, sem meiri þekkingu hafa á þeim málum, um þau, en snúa sér fremur að skógræktinni og trjá- gróðrinum, enda er það alveg rétt hjá Framsóknarmanninum, að „ræturnar hafa því hlutverki að gegna að halda trénu föstu og afla næringar úr jarðveginum". Þessi spaklegu orð benda ein- dregið til þess að borgarfulltrú- inn eigi að beina athygli sinni í framtíðinni að slíkum málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.