Morgunblaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 24
f 24 MORGU NBLAÐIÐ trlðjudagur 15. marz 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR — Það ók bíll á konuna mína, en svo vel vildi til að hann skemmdist eiginlega ekkert. Ég gekk hehn i KensLngton, óleiðis til iibúðarinnar minnar og vonaði, að guð gæfi, að Maurice fseri ekki að hringja til mín. Það var þefur af rotnandi laufi og þoku í loftinu. Ég skammaðist mín fyrir að vilja ekki láta Maurice elska mig, en nú datt mér í hug 'krakkalega, þrítuga andlitið á 'honum er ég gekk eftir upplýst- um strætunum. Ég var tuttugu og fjögurra ára gömul og vax orðin leið á þessari aðdáun karl- mannanna, síðustu sex árin. >eg ar ég var að fara úr skólanum, fanst mér gaman að því, að karl- menn skyldu verða skotnir í mér. En nú var það komið upp í vana og orðið hversdagslegt. Hvorugt okkar Steve átti neitt, nema það, sem við urmurn okkur inn, enda þótt við værum á góðu inn, enda þtt við værum á góðu kauipi og kæmumst vel af. Fólk var að segja við mig: „Ginny, þú gætir slegið þér upp í New York.“ Bull og vitleysa. Hvernig gat ég, með allri eyðsluseminni minni, haft efni á því að fara yfir Atlantshafið og fara að vinna á stað, þar sem samkeppn in var helmingi harðari en í London? Steve var auglýsingateiknari. Ég var það, sem í auglýsinga- starfseminni er kallað „stílisti“. í*á setur maður upp auglýsing- amar, rétt eins og verið sé að setja upp leiksvið, úr postulíni, fatnaði, klukkum og finnskum þjarndýrsfeldum. Ég hafði bæði gaman og áhyggjur af þessu verki mínu. Ég var fær í því, en mér líkaði það ekki samt. Mig var alltaf að langa til að yfirgefa það og fara að vinna fyrir hungruð börn, í staðinn fyr ir að lokka fólk til að bæta enn einum rétti við þessar rosamáltáð ir sinar. Maurice rak upp skelli- hlátur, þegar ég nefndi þetta á nafn og sagði, að þetta atvinnu- góðgerðafólk væri hart í horn að taka, en ég væri bara máttlaus viðvaningur. Ég fór því ekki út í góðgerðarstarfsemina, heldur hélt áfram að setja upp auglýs- ingarnar. Ég ók til Itchenor á laugar- dagsmorgun. í>að var nístandi kalt. Himinninn var þungfbúinn, eins og undir rigningu, og þegar ég fór út úr borginni og út á trjábrydda vegina, setti ég hit- arann á í bílnum með fullum kraftL Ég fór að hugsa um vinn- una mína. Um Steve; um Maurice, um sjálfa mig. Ég var í þessu skapi, sem krakkamir kalla, að „'bíða eftir að eitthvað gerist". Já, 'bara eitthvað vildi gerast, Heimurinn var dapurleg- ur og hættulegur staður, en ég var einangruð frá þvá öllu sam- an. Var það ekki betra að kynn- ast bæði hættum og ógæfu en að sitja í upphituðum bíl í hvítri loðkápu, með ekkert framundan nema karlmenn, sem voru ekk- ert spennandi og atvinnu, sem var of auðveld viðureignar? Þegar ég fór fram'hjá gras- bletti í þorpi einu, þar sem rjóð- ir krakkar voru æpandi og hlæj- andi, hugsaði ég með mér: Nú verð ég bráðum tuttugu og fimm ára. Ég hef verið skotin, hvað eftir annað. Enginn karlmaður, sem ég hafði alvarlegan áhuga á, vildi giftast. Og þeir, sem vilja það...... guð hjólpi mér. En það var þögn, ef frá er tal- inn hvinurinn í hjólunum, og gnauðið í vindunum, sem eng- inn var, en stafaði bara af þvi, hive hratt ég ók, en hreyfði ekki einu i I íi trjágreinarnar. Bállinn titraði. Það var róandi. Þegar ég kom til Itchenor, eftir að hafa etið hádegisverð á leiðinni, í stóru, manntómu gistihúsi, lagði ég bílnum skammt frá höfninni og settist svo og starði niður í sjóinn. Hann var stálgrár. Mér hafði skjátlast um vindinn, því að nú gerði hann gára á vatnið. Jæja, nú varð ég að fara að hitta þennan kunningjia hans Steve. ✓ Ég brölti út úr bílnum, and- varp>aði er ég fann kuldann og gekk niður á bryggjuna. Enda þótt svona væri áliðið ársins komið undir kvöXd, var þarna alit fullt af siglutrjám. Einn eða tveir menn í þessum þykku kragaháu peysum. voru að bjástra við þessi verk, sem ég hafði svo oft sagt Steve, að mér leiddust svo mjög — draga upp segL hringa upp kaðla, skúra þil- far. Ég horfði á þetta áhuga- laus. En allit í einu beyrði ég úr fjarlægð, skellina í vélibát. Hvað hafði nú Steve sagt? Dökkhærð- ur og eins og froskur í framan? Hvernig var hægt að sjá svipinn á froski á svona löngu feeri? En vissulega virtist þetta vera skemmtiibátur og maðurinn sýnd ist vera dökkhærður. Ég ákvað að tefla á tvær hætt- ur og gekk niður á bryggjulbrún- ina og kallaði: „Armstrong! Hæ, Armstrong!“ eins hátt og ég gat. Stórvaxin og hressileg stúlka, sem var þarna í báti, hafði næst- um fengið taugaáfall við þetta snögglega öskur mitt, og leit mig ðhýru auga. Hljóðið í vélinni breyttist, bát- urinn sneri í áttina til mín, og D---------------------------D 2 □—— ------------------------n maðurinn, sem í honum var, stóð upp og veifaði. Ég benti honum með ákafa að stæði Steve, þar sem léttibáturinn hans var bund- inn við dufl. Skútan skreið upp að duflinu, og hægði stöðugt á sér. Armstrong — sem þetta hlaut að vera — greip fanga- línuna, batt skútuna, bjástraði svo eitthvað um borð — líklega var hann að ganga. frá öllu þar. Ég stóð og horfði á hann. Eftir svolitla stund fór hann yfir í léttibát Steve og reri að landi. — Þarna var iþá það .... eða sá .... sem ég var kominn að finna. Rod Armstrong hafði hingað til ekki verið annað en nafn sem auðvelt vax að muna, og þegar maðurinn nálgaðist þótti mér fyrir því að þurfa nú að fara að vera kumpánaleg. Steve átti fjölda af viðskiptavin- um í auglýgingastarfseminni. Ég næstum enga. Ég var alltaf afr brýðissöm vegna þess, hve bróð- ir minn var mannfblendinn, en ég svo lítið hrifin af þessu fljót- kynnta fólki í auglýsingaheimin- um. Armstrong, sem var íklæddur þunnum fötum og var í þokka- bót sjálfur mjög grannur, klifr- aði nú upp úr bátnum og brosti vingjarnlega til mín. Halló, þú hlýtur að vera systir hans Steve. En hann sagði mér ekkert í skeytinu á hverju ég gæti átt von. Ég bjóst við þér í gallabux- um og með fléttur. — Það getur liíka staðið heima stundum. — Þetta er nú iíkara hvítum mink, sagði hann og og horfði á kápuna mína. Ég svaraði engu. Þetta var enginn minkur. Ég hljóp til, til þess að hjálpa honum með bát- inn og draga hann yfir glamr- andi mölina, en hann sagði: — Vertu ekki að þessu, þú eyði- leggur hælana þína. Og röddin var eins og hugur fylgdi máli. Við skildum nú bátinn eftir og gengum að 'bílnum. Ég leitaði í huganum að einhverju til að segja, en fann ekkert. — Eigum við að leggja af stað strax. Það fer bráðum að dimma, tókst mér að segja um leíð og ég opnaði dymar fyrir hann. Hann þakkaði mér stuttaralega og steig upp í bílinn. Við ókum eftir veginum áleiðis til Ohichester, þar sem himinn- inn virtist snerta spírurnar á dómkirkjunni. Vegimir _ voru ennþá auðari en áður. Ég leit einu sinni eða tvisvar — þó án allrar forvitni — á Rod Arm- strong. Kann var fremur skarp- leitur, langt milli augnanna, sem voru brún, en það fannst mér einkennilegpr augnalitur hjá Englendingi. Háa efrivör en þunnar og kvikar varir. Svart og gljáandi hár klippt á franska vísu, niðurgreitt á hnakkanum en ekki stuttklippt, svo að skein í hörundið, og heldur ekki sítt og leikaralegt. Auglýsingafólk er stundum glæsilega til fara, og kunningjalegt í framkomu. Rod var hvorugt. Hann sagði: — Er Steve orðinn ólþolinmóðir að sjá bátinn sinn. Hann var svo spenntur. — Já, hann er búinn að þrá að eiga skemmtibát .... árum saman. Hann ætlar að nota hann við sjóskíðaferðir. Hann er bú- inn að læra það fræðilega eftir bók. Svo ætlar hann að fá ein- hverja vinkonu sína til að vera með bátinn, en dingla sjálfur aftan í og hræða alla og gera þá vitlausa. Steve er svo mikill úti- tífsmaður. i — Ert þú það ekki líka? 1 — Ekki í svona nistingskulda, sagði ég og herti á miðstöðinni i bílnum. Allt í einu stgig ég fast á hemlana. Utan á vindxúðuna skelltist eitthvað, sem var líkast blaði með stórum stöfum, og ég gat strax lesið það, enda staf- irnir stórir og og feitir: „VDFN- LAUSIR ERUIM VH) STERKIR: TRÚBÐ ÞESSU: ÞAÐ ER BINA VOCNEN OKKAR“. Flugmiði, prentaður á þunnan gulan pappír, haíði fokið og fest sig þvert yf* framrúðuna og límst þar fastur. Ég stöðvaði bílinnn og fór út til að losa blaðið, sem ég hnoð- aði saman og fleygði síðan i öskubakkann. Þegar við vorum komin af staS aftur, náði Rod í blaðið, og slétt- aði úr því. — Hvað er þetta? — Þetta venjulega. — Er það ný útgáfa af kjarn- orkubanni? — Nei, allt of oísafengið og óhugsað. .Jæggið niður allan vopnaburð", stendiur hiér. JEiai styrkur þinn er veikleikinn“. — Trúir þú á það? — Nei. — Lestu dálítið fyrir mi'g, sagði ég. — Mér leiðist. Ég hef and- styggð á þessum stilsmáta. Það er eitthyað taugatoilað og óhugn- anlegt. Ég er viss um, að þetta er ekki frá kommunum. Bara frá einhverjum vitleysingum, þætti mér tíklegast. Við töluðum ekki mi'kið meira á heimleiðinni, það fór að kvölda, við ókum yfir mýrlend- ið, sem var marflatt. Það var eyðilegt og mávar flugu fram og aftur yfir járnharða jörðina. Rod reyndi einu sinni eða tvis- var að brydda upp á samtali, án þess að virðast kæra sig um, hvort ég svaraði eða ekki. Og ég svaraði ekki svo að hann varð tíka þögull. Það var orðið dimmt þegar við komum heim til Steve. Ég skammaðist mín fyrir að hafa verið svona lítið ræðin á þessari löngu leið, og leit á hann þakk- látum augum, af þvti að hann hafði ekki reynt að neyða mig til að tala. BETOBLOCK - BETOCEL BYGGINGARAÐFERÐ Ný byggingaraðferð til sýnis við Grandaveg (á móti Grandavegi 4). Aðferð þessi getur framleitt steina og einangrun hvar sem er á landinu. Nauðsynlegt að hafa sand, vatn og sement á staðnum. — (Steinar -f- einangrun í húsi 120 ferm. Ca. krónur 25.000,00). — Umboð á íslandi: BÚNAÐARTÆKI Laugateigi 9. — Sími 40133. Husqvarna olíijofimar Gerið sumarbústað yðar jafnframt að vetrarbústað. Njótið hlýjunnar á köldu sumri. Husqvarna olíuofnar með og án skorsteins eru tilvaldir í hvers- konar húsnæði, sem upphitunar þarf með. Hita frá 22—100 ferm. Ennfremur fáanlegir sem olíuofn og ketill fyrir nokkra miðstöðvarofna. GUNNAR ASGEIRSSON H. F. Suðurlanusbraut 16. Sími: 35-200. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Kjartansgata SÍMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.