Morgunblaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 115. warz 1966
MORCUNBLAÐIÐ
17
Landbúnaður og hagfræði
ÞBGAR við athugum og met-
um land/búnaðarstefnu okkar,
þá er nauðsynlegt að hafa þau
markmið í huga, sem stefna ber
að. Flokkun á markmiðum er að
vísu erfið, en eftirtalin fjögur
atriði munu líklega helzt vera
aðkeppnisverð:
1) að auka þjóðartekjurnar
sem mest.
2) að tryggja okkur matvæli
á öllum tímum.
3) að draga úr sveiflum á
tekjum bænda.
4) að minnka mismun á
tekjuöflun stétta þjóðfé-
lagsins.
Fyrsta markmiðið, að auka
þjóðartekjurnar sem mest, er
almennt viðurkennt. Með því
næst það, að þegnar þjóðfélags-
ins geta notið aukins vörumagns
og þjónustu. En það er ekki
erfiðleikalaust að keppa að
þessu marki. Við þurfum t.d. að
spara við okkur neyzlu til þess
að geta aukið framleiðslutækin.
Gin og klaufaveiki
Framhald af bls. 12
Og enn sagði Páll A. Páls-
son:
— Ekki þarf að eyða orðum
að því né lýsa nártar því
hörmungarástandi, sem mundi
skapast hér, ef gin- og klaufa-
veiki næði fótfestu hér á
landi og breiddist út um byggð
ir'landsins. f>ví er þess fast-
lega vænzt, að allir sem hlut
eiga að máli, sýni þeim var-
úðarráðstöfunum, sem stjórn-
arvöld hafa fyrirskipað, full-
an þegnskap og skilning.
Bólusetning dugar skammt
Yfirdýralæknir sagði að vel
flestar þjóðir á meginlandi
Evrópu freistuðu þess að verj
ast veikinni með bólusetningu.
Bólusetningin varir þó aðeins
eitt ár, sem fyrr er sagt, og
þarf því að framkvæma nýja
bólusetningu árlega. Þetta er
gert, einkum á jaðarsvæðum
landanna eða þar sem mest er
hætta á, að veikin kunni að
berast inn í löndin. Þannig
fara t.d. Hollendingar, Frakk-
ar, ítalir og Svisslendingar að
og tekst þeim að verjast hin-
um venjulegu veirustofnum á
þennan hátt. En svo skeður
það alltaf af og til, eins og nú
síðast, að upp koma afbrigði-
legir stofnar og þá dugar það
bóluefni, sem fyrir er, ekki
til. Er þá gripið til þess ráðs
að búa til nýtt bóluefni, en
það tekur sinn tíma og á með
an fer veikin eins og logi yfir
akur.
Niðurskurður
Yfirdýralæknir sagði enn-
fremur að þar sem minni
hætta væri á smitburði, svo
sem í Bretlandi, írlandi, Nor-
egi, Kanada og Bandaríkjun-
um, væri viðhafður niður-
skurður á hinum sýktu býl-
um en nota ekki bólusetn-
ingu. Allir gripir væru aflíf-
aðir og þeir síðan grafnir
djúpt í jörð niður, en síðan
væri allt sótthreinsað þar sem
gripirnir hefðu verið og heim-
ilið einangrað og sett í algera
sóttkví.
Þar sem bólusetning er við-
Bólga á grönum
höfð er bólusett allt í kring-
úm hið sýkta svæði eftir að
skorið hefir verið niður. Þetta
er þó því miður ekki algild
vörn þar sem fyrir kemur að
bólusettur gripur getur verið
smitberi, sýkist þá lítillega en
ber með sér lifandi veirur.
Það eru þvi ýmsir annmarkar
á bólusetningunni. Hins vegar
verkar bólusetning betur
bæði á nautgripi og sauðfé
heldur en á svín. Hollending-
ar hafa nýlega fengið hættu-
legt afbrigði af C-stofni gin-
og klaufaveikinnar og hafa
þeir orðið að slátra nær 200
þúsund svínum af þessum sök
um. Sýnir þetta hve gífur-
legu tjóni veikin veldur.
Við spurðum yfirdýralækni
hvað yrði til ráða hér á landi
ef veikin bærist hingað.
— Ef svo illa tækist til
sagði yfirdýralæknir, —
myndi verða byrjað á því að
skera niður alla gripi á hinu
sýkta héimili og það síðan
sett I sóttkví. Til niðurskurð-
ar og sótthreinsunar þyrfti að
fá sérstakan vinnuflokk, þar
sem ihver maður er búinn
gúmmígalla, sem auðvelt er
að sótthreinsa. Um þetta gild-
ir sérstök reglugerð, sem sett
var 1952. Samkvæmt henni er
framkvæmd verksins lög-
reglumál, en geta má þess að
framkvæmídin er erfið hér á
landi. Þegar sótthreinsun er
lokið er gripahúsum lokað í 3
mánuði, síðan eru nýir gripir
settir í þau til reynsiu og
kannað hvort um smitnæmi er
að ræða.
Að lokum sagði yfirdýra-
læknir, að það væri óhugnan-
leg tilhugsun ef veikin bærist
hingað, ekki hvað sízt nú með
vorinu er sauðfé fer að hafa
samgang á afréttum. Gripir
hér á landi hefðu ekkert mót-
stöðuafl gegn þessum sjúk-
dómi og því gætu afleiðingar
hans orðið hroðalegar.
CUDO
IMIRKIKOSBYGGJANDANS
SKÚLAGÖTU 26 — SÍMI 12056 - 20456
Það krefst líka þess, að fólk flyt-
ist milli stétta og landsvæða. Það
getur kostað stjórn óvinsældir og
atkvæði.
Megin ástæða fyrir þeirri
stefnu, að gera verzlun landa á
milli sem haftaminnsta, er sú ■
auknng þjóðartekna, sem er því
samfara. Vænta má, að þróunin
verð sú, að margvísleg verzlun-
arhöft landa á milli hverfi. Það
er því ekki ótrúlegt, að við ís-
lendingar gerumst í framtíðinni
einhvers konar aðilar að tolla-
bandalagi. Verði svo. þá verður
óneitanlega gott að vera ekki
með marga lítt samkeppnisfærar
atvinnugreinar, sem aðeins
dafna í skjóli hafta.
Haftalitum milliríkjaviðskipt-
um fylgir oftast sérhæfng þjóða
í vissum framleiðslugreinum.
Sérhæfing hefur hins vegar í
för með sér nokkra áhættu,
bæði vegna þess, að samgöngur
geta rofnað, greðslukerfi milli-
ríkjaviðskipta geta orðið óvirk
og vissar vörutegundir orðið ó-
fáanlegar. Mörgum þykir því
skynsamlegt, að matvæli séu
framleidd sem mest innanlands.
En þeir, sem ætla að taka af-
stöðu til þessa atriðis, verða að
glíma við margar erfiðar spurn-
ingar, svo sem: Hversu mikið
mundi innlend landbúnaðar-
framleiðsla lamast, ef skortur
yrði á innfluttum hráefnum?
Hversu fljótt gætum við aukið
landbúnaðinn við vissar aðstæð-
ur, svo sem á stríðstímum? o.s.
frv.
Það er því Ijóst. að hjá þeim
þjóðum, sem framleiða tiltölu-
lega dýr matvæli, getur mark-
miðið að tryggja þjóðinni mat-
væli á öllum tímum (markmið
2) orðið á kostnað þjóðartekn-
anna þ.e. stangast á við mark-
mið 1.
Þegar atvinnulíf þjóðar er
mjög einþætt, verður einum at-
vinnuvegi oft úthlutað nær allri
aukningu á fjármagninu og öðr-
um framleiðsluþáttum þjóðar-
innar. En þegar atvinnulífið
verður fjölþættara, skapast sá
vandi að skipta framleiðsluþátt-
um milli hinna ýmsu atvnnu-
greina. Hjá þeim þjóðum, sem
búa við vestrænt hagkerfi er
greiðslugeta hinna ýmsu atvinnu
greina til framleðsluþáttanna ætl
að að leysa vandann. Greiðslu-
getan er í réttu hlutfalli við
verðið á framleiðslunni.
Lögin um framleiðsluráð land-
búnaðarins voru sett til þess að
tryggja bændum sambærileg
laun við aðrar stéttir. Þau mæla
svo fyrir, að verð helztu land-
búnaðarvara skuli vera fram-
leiðslulkostnaðarverð. Framleið-
endur landbúnaðarvara eru því
ekki sérstaklega hvattir til fram
leiðslu þeirra vara, sem eru hag-
kvæmastar fyrir þjóðarbúið.
Það er þvi ótryggt, að fram-
leiðslan lagi sig eftir óskum
neytenda og valdi því lækkun
þjóðartekna.
Markmiðið, að tryggja bænd-
■ um sambærilegri laun við aðrar
stéttir getur því orðið á kostnað
þjóðarteknanna. (Markmið 1 og
4 geta stangast á).
Eitt nauðsynlegt atriði til þess
að þjóðartekjurnar séu í algeru
hámarki er, að síðustu hundrað
krónurnar sem varið er til sér-
hevrs atvinnuvegar. gefi jafnt af
sér. Núna þegar útflutningsupp-
bætur -og niðurgreiðslur land-
búnaðarvara valda ríkissjóði til-
finnanlegum útgjöldum hefur
margur tekið að hugleiða, bvort
um misskiptingu á framleiðslu-
þáttunum milli hinna ýmsu at-
vinnuvega sé að ræða. Til þess
að gefa hugmynd um þetta má
t.d. reikna út hvað vísitölubúið
muni auka mikið þjóðartekjurn-
ar. Vísitölubúið er éhr sérstak-
lega hugsað sem takmarkabýli
(a marginal farm.).
Vegna þess að alla aukningu
á landbúnaðarframleiðslunni
verður að flyt-ja út, þá verðum
við að rekna með erlendu mark-
aðsverði að frádregnum öllum
áföllnum kostnaði eftir að var-
an fer frá búinu sem einingar-
verð.
Við rekning þennan nota ég
verðlagsgrundvöllinn, sem samið .
var um haustið 1964. Tekjum -
vísitölubúsins breyti ég ekki að
öðru leyti en því, að mjólkur-
liðurnn 20250 ltr. og dilkakjöts-
liðurinn 2096 kg. eru reiknaðir
á verði því, sem fæst fyrir þá,
þegar þeir eru seldir á erlendan
markað. Þá fást um 2:20 kr.
fyrir hvern lítra mjólkur og um
25:80 kr. fyrir kg. kjötsins. Ef
gert er ráð fyrir, að vinnslukostn .
aður pr. ltr. sé 1,20—1,60 kr. þá
verður verðmæti hvers mjólk-
urlítra fyrr þjóðarbúið, þegar
hann er fluttur frá bóndanum
70—100 aurar. Slátur- og vinnslu
kostnaður á kjötinu er um 10-10
kr. og verðmæti kjötsins, þegar
það er flutt frá býlinu 15.70 kr.
pr. kg. Heildartekjur visitölu-
búsins verða þá um 112.885 kr.
Heildarkostnaður að frádregn-
um vinnulaunum og vöxtum af
fjármagni búsins er 105.287 kr.
Vinnukraftur búsins og fjármagn
þess auka því þjóðartekjurnar
aðeins um 7600 kr. samkvæmt
þessum verðlagsgrundvelli. Þessi
útreknjngúr er með fyrirvara,
vegna þess að töiulegar upp-
lýsingar eru takmarkaðar, en
það dylst þó engum, hve óhag-
kvæmur rekstur þetta er.
Árið 1964 reiknast mér, að það
hafi verið um 1000 býli, af sömu
stærð og vísitölubúið, sem fram
leiddu fyrir erlendan markað og
eru því jafn óhagstæð þjóðhags-
lega, og ofangreindum útreikn-
ingur sýnir. Það er því brýn
spurning. hvort stjórnarvöldin
geti ekki varið fjármagni þjóð-
arnnar og vinnuafli til sveita
betur en til stofnunar nýbýla.
Það er líka eðlilegt að þeirri
spurningu sé varpað fram, hvort
stjórnarvöldin eigi ekki að
breyta um stefnu og nota ný-
býlafjármagnið til að kaupa upp
jarðir og leggja þær í eyði.
Slík jarðarkaup eru réttlætan-
leg vegna þeirrar aukningar
þjóðartekna, sem þeim yrði sam-
fara, auk mannúðarsjónarmiða
í þeim tilfellum, þar sem gamalt
og heilsuiaust fólk býr og getur
ekki selt jarðir sínar fyrir við-
unandi verð. Einnig má hafa í
huga, að með því að veita lán
og styrki til stofnunar nýbýla,
hefur söluverð gamalla jarða
lækkað. Einnig má hafa þá
kenningu í huga, að hin lögboðna
framleiðslukostnaðarverð hafi
aldrei náðst og valdi því hinu
lága söluverði jarða.
Árið 1965 var i Árbók Land-
búnaðarins talið að fjárfesting
í landbúnaðinum fyrir árið 1964
hafi verið um 500 millj. króna.
Ljóst er að fari þetta fjármagn
til aukningar útflutningsfram-
leiðslunnar er þetta nær glatað
fé. Að sjálfsögðu getur þessi
fjárfesting lækkað framieðslu-
kostnaðinn, en hve mikið hún
gerir það er órannsakað mál.
Elías H. Sveinsson.
(Jtgerðarmenn
Til sölu eru netaveiðarfæri komplett á einn bát
150 nýfeld net á nýjum teinum með öllu tilheyrandi.
Upplagning og önnur fyrirgreiðsla fyrir hendi í
Vestmannaeyjum. Hagstætt verð og kjör. Upplýs-
ingar gefnar hjá eigandanum, Sigurði Þórðarsyni,
Vestmannaeyjum í síma 1123 og í Fasteignamiðstöð-
inni, Austurstræti 12, sími 14120. Jóhann Sigfússon.