Morgunblaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 7
f' Þriðjudagur 15. marz 1966 MORGUNBLAÐID 7 ÍJR ÍSLENZaOJIW ÞJOÐSÓGIJIW Sagan al Hans karls- syni. — Mynd eftir Ásgrím Jónsson. (Hans karlsson). „Það var einu sinni karl og kerling í koti sínu; þau áttu iþrjá sonu. Saga þessi segir ekki frá nöfnum tveggja hinna elztu. en yngsti sonur þeirra hét Hans. — Fer hann svo sem fætur toguðu þangað á leið, sem hann hugði, að skip mundi vera við sjávarströnd- ina. Vildi hann nú feginn geta komið auga á bræður sína, en þeir höfðu flýtt sér svo mikið, að hann sá þá hvergi. Hann heldur eigi að síður á- fram; en þegar farið er að rökkva, er hann kominn á hæð nokkra; sér hann þá, hvar kemur fljúgandi ógur- lega. stór fugí, og hyggur hann, að það muni vera flug- dreki, sem hann hafði aðeins heyrt nefndan. Sendir Hans þá skörunginn á eftir honum og hæfir hann. svo hann dett- ur niður; grípur hann þá skörunginn aftur og vinnur á drekanum. Nú fer Hans að hyggja að því, sem drekinn hafði haldið í klónum, og var það barn háhljóðandi. — Leit ast Hans við að hugga það, en getur ekki, og er nú öld- ungis ráðalaus. — f þessum svifum, sér hann, hvar kem- ur dálítill maður, hlaupandi og lafmóður; heilsar hann Hans blíðlega og segist sjá, að hann hafi gert sér mikið góðverk, þar sem hann hafi bjargað bami sínu. — Tekur hann nú við barninu og hugg ar það. — Þessi litli maður, sem raunar var dvergur. spyr Hans, hvort hann vilji ekki koma heim með sér og vera hjá sér í nótt. En af því Hans var farinn að verða hrædd- ur um, að hann mundi verða að liggja úti, tók hann boði þessu fegins hendi, og fór með dvergihum. Þeir ganga nú langa leið, unz Hans sér stór- an stein, sem hann mundi eftir, að hann hafði gengið framhjá um daginn. Að þess- um steini fara þeir, og lýkur dvergurinn honum upp, og gengu þeir þar inn“. Eftir handriti séra Svein- bjarnar Guðmundssonar. I F R É T TI R Sameiginlegur fundur Kristni- boðsfélaganna verður í Betaníu miðvikudaginn 16. marz kl. 8:30. Almenna samkoman fellur nið- ur. Frá Garðyrkjufélagi fslands: Fræðslufundur í Tjarnarbúð þriðjudaginn 15. marz kl. 8:30. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri flytur erindi: Hvað er framundan lí skrúðgörðum borgarinnar? Allt garðyrkjuáhugafólk, félagsmenn og aðrir, eru velkomnir á fund- inn. Aðalfundur Garðyrikjufélags ins verður ha'ldinn á eftir erindi Hafliða. Stjórn G. í. Hjálpræðisherinn: Ofursti Wigga Fiskaa frá Noregi talar einnig í kvöld, þriðjudagskvöld, é vakningarsamkomunni. Er þetta síðasta samkoman hér í Reykjavík, áður en hann fer til ísafjarðar og Akureyrar. Borg- arbúar ættu að nota tækifærið og koma að hlusta á hinn góða boðsikap!. Deildarstjórinn brigad- er Driveklepp, hermenn og for- ingjar taka þátt með söng og vitnisburði. Barnasamkoma með skuggamyndum kl. 6. Kvenfélag Laugarnessóknar býður öldruðu fólki í sókninni til skemmtunar í Laugarnesskóla sunnudaginn 20. marz kl. 3 síð- degis. Kvenfélagið ósikar að sem flest aldrað fólk sjái sér fært að mæta. Nefndin. Kvenfélag Lágafellssóknar. Fundur að Hlégarði miðvikudag inn 16. marz kl. 8:30. Hannyrða- tími eftir fundinn, rýahnýting og fleira. Stjómin. Kvenréttindafélag fslands held ur félagsfund á Hverfisgötu 21, þriðjudaginn 15. marz kl. 8.30 Fundarefni: Ágúst Sigurðsson skólastjóri ræðir um upprifjun og þjálfun í starfi. Áríðandi fé- lagsmál. Kvenréttindanefndum I í Reykjavík og Hafnarfirði boðið á fundinn. K.F.U.K. Y.D. Laugamesi Telpur: Munið mæðrafundinn á mánudag kl. 4,15 fyrir 7 — 8 ára og kL 5.30 fyrir 9 ára og eldrL Nessókn. Prófessor Jóhann Hannesson flytur Biblíuskýring- ar, þær síðustu á þessum vetri, í fundarsal kirkjunnar, þriðju- daginn 15. marz kl. 9. Allir vel- komnir. Bræðrafélagið. Bolvíkingafélagið í Reykjavík heldur árshátíð og 20 ára af- mæli í Sigtúni 19. marz. Skemmti atriði: Jóna Ámundadóttir set- ur skemmtunina, Guðmundur Jakobsson heldur ræðu. Söngur: Valgerður Bára, Ómar Ragnars- son skemmtir, jazzballett: Jón- ína og Aðalheiður, þjóðlagasöng- ur: Birna Aðalsteinsdóttir og dans. Miðar afhentir í Pandóru Kirkjustræti til kl. 3 á laugardag og við innganginn. Stjórnin. Reyfevíkingafélagið heldur skemmtifund, sýndir þjóðdansar, happdrætti, dans. Einnig verður aðalfundur að Hótel Borg mið- vikudaginn 16. marz kl. 8.30. Félagsmenn fjölmennið. Stjórn- in. Kvennadeild Slysavarnaié- lagsins í Reykjavík heldur fund þrðjudaginn 15. marz kl. 8.30 í Slysavarnahúsinu á Granda- garði. Til skemmtunar verður félagsvist. Stjórnin. Kynningarkvöld ungmennafél. Víkverja í Edduhúsnu Lindar- götu 9 (rishæð) þriðjudaginn 15. marz kl. 8.15. Litmyndasýn- ing: Umhverfis ísland. Komið við í flestum sýslum. Mætum nú öll á þessu kynningarkvöldi. Starfsnefnd U.V. VISIJKORIM UM Ásgrfmsmynd nr. 12 á sýningu í Bogasal 4.-10. marz ’66. — Heyskapur, Hekla í kvöldskini, 1916 — T8. Sléttubönd Nærri Þjórsá heyja hér hreppa-drengir glaðir. Fjarri Hekla sómir sér sjáum alda-raðir. Grænar sátur heyjar hann. Hrífur konur draga. Vænar kátur fangi fann fögnuð svona daga. 3. Lygna áin töfra tign tjáir bláa flekki tigna gráu skýin skyggn sköpun háa þekki. Bjarni í HörgsholtL J 1 "/ ■S/'GrfW—* | Til sölu sjálfstillt olíukynding, 5 ferm. ketill frá Sigurði Einarssyni, dæla og spíral- dunkur frá Tækni s. f., Efstasundi 27, sámi 34352 og 34119. Ungur maður óskar eftir vellaunaðri at- vinnu nú þegar. Tilboð merkt: „Allt kemur til greina — 2000“ leggist inn á afgr. MhL Verklaginn ungur maður v a n u r skrifstofustörfum óskar eftir aukavinnu. — Margt kemur til greina. Tilboð' merkt: „A — 8820“ sendist Mbl. Til sölu Varahlutir í Moskwiths ’55 Sumt nýtt. Uppl. í sáma 34348 milli kl. 7 og 8 næstu kvöld. Keflavík — Nágrenni Afgreiðslustúlka óskast. Mikið frí. Brautarnesti, Hringlbraut 93 B. Sómi 2210. Óska eftir einu herbergi og eldunarplássi í Kefla- vík eða nágr. 14. maí. Gæti hugsað um 1 mann. Vinn úti. Tilboð sendist afgr. Mbl. í Keflavík f. 20. marz merkt: ,Róleg“. Tvær stúlkur óska eftir 2ja herb. íbúð eða tveimur samliggjandi herbergjum, húshjálp kem ur til greina. Tilboð send- ist Mbl., merkt: „8828“. íbúð óskast Ung hjón utan af landi, barnlaus og reglusöm, vantar 2—3 herb. íbúð sem fyrst. UppL eftir kl. 7 í sima 41354. Einkatímar Franska fyrir byrjendur, íslenzka, enska, stœrð- fræði (t. d. fyrir lands- próf). Sími 36523 eftir kL sex. Ábyggileg laghent stúlka óskast strax til aðstoðar við frágang og fleira. Fyr- irspurnum ekki svarað 1 síma. Fjölritunarstofa Dan íels Halldórssonar, Ránar- götu 19. Sálarrannsóknalélag * Islands gengst fyrir fundi í Sigtúni (Sj álfstæðishúsinu) þriðjudaginn 15. marz nk. kl. 20:30. FUNDAKEFNI: Erindi: Séra Sveinn Víkingur. Á undan og eftir erindinu flytur Guðmvmdur Guð- jónsson, óperusöngvari, tónlist, við undirleik Skúla Halldórssonar. — Öllum heimill aðgangur. STJÓRNIN. íbuð óskast Ungt fólk, sem 'ætlar að fara að stofna heimili, óskar eftr tveggja herbergja íbúð. — Upplýsingar í síma 18324. Verkamannafélagið Dagsbmn Orlofsdvöl í Ölfusborgum. Frá og með 16. marz ’66 verður tekið við pöntunum frá félagsmönnum, sem á þessu ári óska að taka á leigu orlofshús félagsins í Ölfusborgum. — Húsin eru leigð með öllum út- búnaði. — Dvalartími er 1 vika. — Umsóknareyðu- blöð liggja frammi í skrifstofu Dagsbrúnar ásamt skrá yfir dvalartímabilin. Stjórn Dagsbrúnar. Eignarland Af sérstökum ástæðum er til sölu 2 ha. eignarland í nágrenni borgarinnar. Landið er girt og ræktað að mestu og á því er lítið hesthús. — Landið liggur að rennandi vatni. — Nánari upplýsingar gefur: IMýja fasteignasalan Laugavegi 12. — Sími 24300. Góð 4ra herb. íbúð um 100 ferm. á 1. hæð við Álfheima til sölu. — Harðviðarhurðir. — Teppi á stofum og holi fylgja. Bílskúrsréttindi. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.