Morgunblaðið - 18.03.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.03.1966, Qupperneq 15
Föstudagur 18. marz * 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 BLAÐIÐ átti nýlega tal við Guð- laug Gíslason, alþingismann og bæjarstjóra í Vestm.eyjum og ræddi við hann um eitt og annað í sambandi við atvinnulíf, fram- kvæmdir og afkomu fólks í Vest- mannaeyjum. Mjög eðlilegt er að fyrsta spurningin snerist um afla brögðin. — Sem betur fer má segja að afkoma almennings hafi verið góð undanfarin ár í Eyjum. Síðan síldin fór að veiðast við suður- ströndina hefur aflamagn sem landað er þar aukizt mjög mikið og varð heildarafli árið 1965 um 130 til 140 þúsund tonn, sem er mesta aflamagn, sem landað hef- ur verið þar á einu ári hingað til. -—- Hefur atvinna þá ekki verið xnikil? — Vissulega hefur hinn mikli afli haft í för með sér mikla at- Horlt yfir Vestmannaeyjahöfn Bldmlegt atvinnulíf og marg- háttaöar framkvæmdir í Eyjum Rætt við Guðlaug Gíslason, alþingismann Stýrimannaskólinn ■ Eyjum vinnu. í Vestmannaeyjum eru fjögur afkastamikil fiskiðjuver ©g auk þess tvær síldarbræðslur, sem unnið geta samtals úr 12 þúsund tunnum á dag. Aukið síldarmagn og samfelld vertíð svo að segja allt árið hefur skap- að stöðuga og mikla atvinnu og hafa meðaltekjur sennilega verið einna hæstar í Vestmannaeyjum tvö síðastliðin ár. — Hvað um afkomu bæjarfé- lagsins? — Ég held að óhætt sé að segja að afkoma kaupstaðarins í heild sé góð. Gjöld hafa innheimzt þar vel undanfarin ár þannig að bæj- arsjóður og stofnanir hans hafa ekki átt við nein sérstök greiðslu vandræði að etja. Margháttaðar framkvæmdir — Framkvæmdir eru miklar í Vestmannaeyjum, er ekki svo? — Jú, framkvæmdir hafa verið miklar allt kjörtímabilið. Haldið hefur verið áfram mal- bikun gatna og hefur einnig svo að segja allt hafnarsvæðið verið malbikað á síðustu tveimur ár- um, bæði bryggjur og svæðið kringum bátakvíarnar og telja sjómenn sér mikið hagræði í því. Unnið hefur verið að byggingu nýs sjúkrahúss og var lokið við að steypa það upp á síðasta ári og er ætlunin að gera það fok- helt og koma fyrir hitalögnum nú í sumar og halda síðan áfram við múrhúðun þess utan og inn- fleiri skuldabréf, sem bæjarsjóð- ur á. Auk þess var tekið tveggja milljón króna framlag til sjóðs- ins inn á fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir þetta ár. Ætlunin er að vextir og afborganir af skulda- bréfum, sem eru í vörzlu sjóðs- ins svo og framlag á fjárhags- áætlun, eins og það verður hverju sinni, verði annað hvort endurlánað einstaklingum, sem í íbúðarbyggingarframkvæmdum standa eða þá að kaupstaðurinn beiti sér fyrir byggingu fjöl- býlishúsa, sem síðan verði seld einstaklingum. Telur bæjarstjórn að þegar sjóðurinn er orðinn 20 til 30 milljónir króna, geti hann starfað sem sjálfstæð lánastofn- un til hagræðis fyrir þá, sem í byggingu íbúðarhúsa ráðast. Haustið 1964 var stofnaður Iðnskólabyggingin an og innréttingu eftir því sem fjárhagur og aðstæður leyfa. Þá hefur á vegum bæjarins verið reist fyrsta og einasta fjöl- býlishúsið í Eyjum. Stendur það við Hásteinsveg 60 til 64 og er fjögra hæða hús með 24 tveggja, þriggja og fjögra herbergja íbúð- um. Hefur bæjarstjórn í sambandi við byggingarmálin ákveðið stofnnun byggingarsjóðs með um 10 milljón króna framlagi í veð- skudabréfum, sem kaupstaður- inn lceniur til með að eignast í sambandi við fjölbýlishúsið og stýrimannaskóli í Vestmannaeyj- um og er það eini slíki skólinn á landinu fyrir utanstýrimannaskól ann í Reykjavík. Verður að telj- ast eðlilegt að til slíks skóla yrði stofnað þar næst á eftir Reykja- vík. Hefur rekstur skólans undir forystu Ármanns Eyjólfssonar sjóliðsforingja gengið mjög vel og er þegar farinn að bera til- ætlaðan árangur. Úskrifuðust úr skólanum á sl. vori 10 skipstjór- ar með fullum réttindum lögum samkvæmt og er gert ráð fyrir að álíka hópur útskrifist einnig frá skólanum nú í vor. \ Guðlaugur Gíslason Stofnun skólans er framtak Vestmananeyinga sjálfra. Var hann í upphafi mjög vel búinn kennslutækjum og allri aðstöðu. Er þar að finna öll siglinga- og fiskileitartæki, sem nú eru í ís- lenzkum fiskiskipum og mjög rík áherzla lögð á að kenna nemend um á þessi tæki og meðferð þeirra, og eru kennarar með mikla þekkingu og reynslu, sem þá kennslu veita. Þó bókleg kennsla sé þar að sjálfsögðu und irstaðan er einnig lögð mjög mik il áherzla á hagnýta kennslu í uppsetningu og viðgerð veiðar- færa og meðferð sjávarafurða og verkstjórn og vinnuhagræðingu, sem skipstjórum er nauðsynleg. Er rekstur skólans styrktur meS fjárframlagi á fjárlögum ríkis- ins. Þá hefur verið unnið að inn- réttingu á húsnæði fyrir iðnskól- ann í nýbyggingu, sem reist var fyrir nokkru. Verður skólinn þá gerður að dagskóla og fær hann þarna mjög gott húsnæði til frambúðar, sem fullnægja mun þó um verulega aukningu nem- enda verði að ræða. Náttúrugripa- og fiskasafn — Þið eruð að koma upp nátt- úrugripasafni? — Jú, það er rétt. Unnið hefur verið að því undanfarið ár að koma upp vísi að Náttúrugripa- safni og hefur það nú verið opn- að almenningi til sýnis. Einnig hefur verið unnið að því að koma upp safni lifandi fiska. Er innrétting húsnæðis fyrir það mjög vel á veg komin og standa vonir til að hægt verði að opna það síðar í vetur eða vor. Er ætlunin að þar verði um fasta og varanlega stofnun að ræða og yrði hún þá sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Hafnfirðingar höfðu eins og kunnugt er sýn- ingu á lifandi fiskum á sl. vori og vakti hún mikla og verðskuld aða athygli. Verður að teljast eðlilegt og vel til fallið að slíkt safn lifandi fiska sé í Vest- mannaeyjum, sem liggja mitt í fjölbreytilegustu fiskimiðum, sem við strendur landsins finn- ast. Hefur ríkissjóður styrkt þessa stofnun með framlagi á fjárlögum og er það kærkomin viðurkenning þó ekki sé um háa upphæð að ræða. Góð' hafnarskilyrði — Hvað er að segja um hafn- arskilyrðin? Miklar hafnarframkvæmdir hafa verið í Eyjum á undanförn- um árum. Hafa hafnarskilyrði þar batnað mjög mikið og held ég að sjómenn bæði heima og einnig þeir aðrir, sem þangað þurfa að leita, telji höfnina mið- að við aðstæður orðna mjög ör- ugga og afgreiðsluskilyrði þar góð. Nú standa þar yfir verulegar framkvæmdir þar sem unnið er að því að reka niður ca. 250 metra langt járnþil inni í svo- kallaðri Friðarhöfn. Verður þar viðlegu- og afgreiðslupláss, aðal- lega fyrir stærri skip og verður dýpi þar um 25 fet miðað við stórstraumsfjöruborð. Mun þessi framkvæmd fullgerð kosta milli 16 og 20 milljónir króna. Vest- mannaeyingar hafa góða aðstöðu við dýpkun hafnarinnar þar sem þeir hafa átt sitt eigið dýpkun- arskip í rúmlega 30 ár. Er sand- botn í allri höfninni og hefur skipið því komið að góðum not- um á undanförnum árum og ára- tugum, og hafnarframkvæmdir orðið bæði auðveldari og ódýr- ari fyrir bragðið. Vatnsleiðsla úr Iandi — En hvernig er það með vatn ið? — Vatnsmálin hafa verið mik- ið vandamál, sérstaklega hin síð- ari ár. Með stækkun bæjarins og auknum síldariðnaði hefur þörfin fyrir fullkomna og ör- ugga vatnsveitu orðið enn brýnni. Vestmannaeyingar hafa reynt allar hugsanlegar leiðir heima Framihald á bls. 17 Sambýlishús í byggingu í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.