Morgunblaðið - 18.03.1966, Page 19

Morgunblaðið - 18.03.1966, Page 19
r FÖstudagur tS. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 19 Auður Pálsdóttir Færr: 23. apríl 1914. Dáin: 10. marz 1966. HINN 10. þ. m. lézt í Landsspít- alanum í Reykjavík frú Auður Pálsdóttir, Kirkjuteigi 29, eftir stutta en mjög þunga sjúkdóms- legu. Andlátsfregn frú Auðar kom öllum sem þekktu hana mjög á óvart. Mikill harmur er því kveðinn að eiginmanni henn ar, sonum og allri fjölskyldu. Auður var fædd og uppalin í Beykjavík. Foreldrar hennar voru hin góðkunnu hjón Páll lögregluþjónn Árnason og Krist- ín Árnadóttir, Skólavörðustíg 8, Reykjavík. Auður ólst upp í for eldrahúsum. Æskuheimilið var glæsilegt fyrirmyndarheimili. Systkinin voru níu alls, 7 dætur og 2 synir, ákaflega myndarlegt og hraust fólk. Auður var næst- yngst þeirra systkina. Á heimil- inu ríkti mikil glaðværð meðal hinna þróttihiklu systkina. Hljóm listin átti hug þeirra allra. Ég held að ég fari með rétt mál, að þau hafi öll spilað á hljóðfæri systkinin, og er þeirra þekkt- astur Páll Kr. Pálsson, orgelleik ari. Það var ánægjulegt að heim- sækja frú Kristínu sálugu mó_ð- ur Auðar á Skólavörðustíg 8. Ég kynntist henni ekki fyrr en á efri árum hennar, er hún var orðin ekkja. Kristín var mikil- hæf gáfukona, og heimili hennar orðlagt fyrir gestrisni og mynd- arskap. Árið 1934 giftist Auður ágætum manni Guðmundi Páls- syni, húsgagnameistara, sem lif ir hana. Þau eignuðust 2 syni, Pál, húsgagnaarkitekt og Árna, sem er við nám. Heimili þeirra við Kirkjuteig 29 verður öllum minnisstætt, sem þangað hafa komið, vegna alúðar hjónanna og þeirrar ham ingju, sem maðux fann að ríkti i heimilinu. Frú Auður hafði búið manni sínum og sonum list fengt og fagurt heimili, enda var höndin hög. Ég hefi aldrei séð jafnstórt og fagurt kertasafn eins og hjá Auði. Hjónin ferðuðust mikið erlendist og alltaf var keypt fagurt kerti, sem minja- gripur. Nú veit ég að kveikt verður á kertum hennar, er hún kveður sitt kæra heimili í hinzta sinn. Megi ljós þeirra fylgja henni og lýsa áfram. Ég votta eiginmanni frú Auðar sonura, tengdadóttur, barnabörn um og systkinum djúpa samúð. Blessuð sé minning hennar. | Valgerður Björnsdóttir. „Hve sæl ó hve sæl, er hver leikandi lund. En lofaðu engan dag, fyrir sólarlags stund“. MÉR KOMU þessar ljóðlínur í hug þegar ég frétti andlát vin- konu minnar, Auðar Pálsdóttur. Næstum fyrirvaralaust er„ hún horfin okkur þessi hugljúfa,'lífs glaða kona, sem af heilum huga þráði að mega lifa og starfa áfram meðal þeirra er hún unni heitast. Henni kom naumast dauðinn til hugar, svona fljótt, en hann spyr ekki um tíma né aldur, og nú er hún horfin sjónum okkar irm í nýja veröld, þar sem ef- laust fagna henni vinir í varpa. Það er ekki ætlun mín að rekja hér ætt Auðar og æviferil — um það eru aðrir mér færari — heldur vildi ég aðeins kveðja hana með nokkrum orðum. Kynni okkar eru ekki löng — aðeins nokkur ár, en því ánægju legri hafa þau orðið mér. Við kynntumst fyrst er við fórum saman í skemmtiferð með mönn um okkar og fleira fólki um Norðurlönd, fyrir nokkrum ár- um. Mér varð fljótt ljóst næm- leiki hennar fyrir fegurð lífs- ins og hve vel hún kunni tök á að njóta hennar með gleði og þakklæti. Það hreif huga minn og því meir, sem ég kynntist henni bet- ur, vilji hennar var einlægur til að láta sem flesta njóta með sér þeirrar gleði og unaðsemda, sem lífið hafði upp á að bjóða og hún átti svo ríka hæfileika til að koma auga á og notfæra sér til þroska og farsældar. Auður mín, nú er skóhljóð þitt þagnað en minningarnar lifa og við hjónin kveðjum þig með þökk fyrir ógleymanlegar samverustundir liðinna ára. Eiginmanni, sonum og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. María Sveinsdóttir. Nú þegar vorið var að koma, þú vængina þandir, hvarfst oss sjónum. Horfin okkur um hérvistar daga. Hnípin er minningin, ljúf og fögur. Já þú ert svo óvænt horfin frá okkur. Okkur sem höfum unnið með þér meira og minna síðastliðin 6 ár, hér í Kjörgarði. Við stöndum eftir undrandi og orðlaus, og hugsum: Auður Pálsdóttir er farin í ferðina löngu. Hvers vegna. Hún sem var að okkar dómi full af Minning lífsfjöri og lífslöngun. Síðast þegar hún fór út úr Kjörgarði var hún glöð og kát, sagðist vera að undirbúa Páskaferð til Maj- orka og hlakka mikið til. „Og svo er sumarið að koma," segir hún, „og þá er dásamlegt að bregða sér út á land með veiði- stöng.“ En fararstjóri hinnar löngu ferðar hefur tekið til sinna ráða og tekið þig frá okkur til fulls. Við söknum þín, þökkum þér góða samvinnu og skemmtilega sanyveru. Góðar óskir okkar fylgja þér til hinna nýju heimkynna, við trúum að þessi ferð þín verði þér fullkomnum vona þinna, og kveðjum þig vina kveðjum. Hlý- hugur okkar mun fylgja þér yfir landamærin. Sálin var fleyg frá örólfi alda. Eðlisbundin líkamans fjötrum. Nú ert þú laus við umbúðir allar ótrauð gengur til fundar við Drottinn. Drottinn allsherjar upp-vj.t.ír höndum. Eilífan frið gef ég sál þinni, dóttir. Titrandi sálin í fögnuði fellur að fótskör þess hæsta í alveldis geimi. Kveðja frá starfsfólki í Kjörgarði. Á morgun verður gamanleiku rinn Eandsprettur sýndur í 26. sinn í Þjóðleikhúsinu. Aðsókn á Ieikinn hefur verið ágæt og undirtektir leikhúsgesta á sýningum mjög góðar. Myndin er af Þorsteini Ö. í aðalhlutverkinu. Jón Pétursson dýralæknir: Svar til Halldórs Asgrímssonar alþm. f GREIN í Tímanum 30. júlí sl„ læt þessi tvö nægja ekki sízt þar sendir útibússtjóri Búnaðarbank ans á Egilsstöðum, Halldór Ás- grímsson, alþingismaður, mér tóninn. Þetta á að vera svar við grein minni í Morgunblaðinu í maí sl. í þeirri grein gerðist ég svo dijarfur að setja út á rekst- ur útibús Búnaðarbankans á Eg- ilsstöðum, (lánaveitingar í út- gerð, andabú og fl.). Engum er láandi þótt hann svari fyrir sig. En af hverju er ekki svarað eins og siðuðu fólki sæmir? (saman- ber heiti greinarinnar). Hvað gagna persónulegar svívirðing- ar? Ég skyldi þó aldrei hafa hitt á auman blett? Nú skal vikið að tveim atrið- um í svari útibússtjórans. Og Enn um fóðurblöndun í DAGBLÖÐUM borgarinnar í gær og dag birtir Guðbjörn Guð jónsson alllanga yfirlýsingu um fóðurblönduinnflutning, og verð á fóðurblöpdum. Á þetta að vera svar við stuttri athugasemd, er Innflytjendasambandið birti ný- lega í blöðunum. Ég leyfi mér að draga í efa, að allar tölur, sem greinarhöf- undur birtir, séu réttar. í því sambandi vil ég benda á að kr. 5.281.44 er ekki rétt cif-verð á hinni umræddu hollenzku fóður- blöndu. Samkvæmt upplýsing- um, sem fyrir liggja, er verð vör unnar cif £48 sem samsvarar kr. 5.776.32 með gengi strlingspunds- ins í dag kr. 120.34. Þá þykir næsta vafasamt að hægt sé að fá nærri fjórðungs verðlækkun með því einu, að semja um 1000 smálesta kaup í stað 300 smálesta. Er þetta raun- verulegt tilboð? Eða er þetta nýja lága verð framkomið vegna þess, að upplýst er, að verðið á hinni hollenzku innfluttu fóð- urblöndu þótti of hátt? Benda má á að það, sem grein- arhöfundur segir um verð á maismjöli í innlenda fóður- blöndu sé rúmlega 4 þús. kr. smá lestin, er alrangt. í síðasta mán- uði kostaði maismjöl cif liðlega kr. 4000.00 en kr. 5.108.78 þegar greiddur hefur verið óhjákvæmi- legur kostnaður, án þess að talin sé með nokkur verzlunarálagn- ing. Skakkar hér allmiklu í út- reikningum greinarhöfundar. Um dylgjur þær, sem mér eru sendar um rangar upplýsingar til ríkisstjórnarinnar vil ég taka fram eftirfarandi: Innflytjenda- sambandið hefir ekki eitt sér verið kvatt til þess að gefa uþp- lýsingar um verð. Má ætla að aðrir, sem annazt hafa innflutn- ing fóðurvara, svo sem Samb. ísl. samvinnufélaga, hafi ekki síður verið aðspurðir. Efast ég ekki um að það fyrirtæki hafi gefið réttar og sannar upplýsing- ar ef aðspurt. Vitanlega má taka fleira i umræddri grein til athugunar. En ég mun láta hér staðar num- jð. Aðeins tel ég rétt að taka fram að Innflytjendasambandið hefir ekki átt neinn þátt í að viðhalda innflutningshöftum á fóðurvörum, né öðrum vörum. Síður en svo. Og þá má benda á að Fél. ísl. stórkaupmanna, sem meðlimir Innflytjendasambands- ins eru aðilar að, hefir ósleiti- lega unnið að því að fá upphafin öll verzlunarhöft og talsvert orðið ágengt. Þetta er tekið fram vegna loka-ummæla í um- ræddri g'reina. 16. marz 1966 F.h. Innflytjendasambanusins Gunnar E. Kvaran. sem H.A. óskaði eftir svari við þeim í grein sinni, ennfremur vill svo vel til með bæði þessi atriði, að það er óþarfi fyrir úti- bússtjórann að snuðra suður um alia firði eftir heimildar- mönnum mínum, og taka þá í krappan dans. í þessu svari er aðeins tekin með mín eigin reynsla af honum sjálfum, at- huganir mínar og orðiéttar til- vitnanir í áðurnetfndri grein hans í Tímanum 30. júlí sl. Skal nú tekið fyrir fyrra atr- iðið. Halldór Ásgrímsson segir í grein sinni orðrétt: „í kjána- legum ofstopa sínum segir dýra- læknirinn, að ég sé aldrei til við tals í bankanum. Ég er þó heima eins og allir vita, meira en 5 mánuði á ári, þegar ég er ekki bundinn við þingstörfin. Það væri fróðlegt að vita hvað ég sé annað að gera en að sinna störf um mínum.“ Að vísu vantar hér spurningarmerkið, en ætlast úti- bússtjórinn virkilega til, að ég geti svarað hvað dvelji hann, þegar hann er ekki á þingi og ekki í bankanum? Nei takk. En að gefnu tilefni stakk ég því hjá mér, að útibússtjórinn dvaldist aðeins 3 — þrjá — daga í bank- anum seinast er hann hafði frí frá þingstörfum, féllu þó ára- mótin inn í það þinghlé. Sem sagt suður á land hann fór ,að þessum þrem dögum liðnum, og hefir ekki sézt hér síðan. Skal ég ekki koma með fleiri dæmi um fjarvistir, nema sérstaklega verði óskað eftir slíkum. í öðru lagi skal eftirfarandi spurningu útibússtjórans svarað. Orðrétt úr grein hans: „Aum- ingja dýralækninum virðist í þessu Moggaskrifi sínu hvergi sjálfrátt. Hann brigzlar mér um pólitíska hlutdrægni í lánveit- ingum. Slíkt skiptir mig engu af hendi þessa manns. En reyndar værl ekki til of mikils mælzt, þar sem hér er um alvarlega sök, ef sönn væri, að ræða, að maður- inn fyndi orðum sínum stað.“ Á sl. vori þurfti dýralæknir- inn á Egilsstöðum að endurnýja jeppann sinn. Gekk hann á fund stjórnar Búnaðarsamibands Aust urlands og fór þess á leit að Búnaðarsambandið gengi í ábyrgð fyrir væntanlegu vixil- láni vegna jeppakaupanna. Bún aðarsambandsstjórnin varð fús- lega við þessari bón minni. um, snéri ég mér beint til Þór- halls Tryggvasonar bankastjóra Búnaðarbankans í Reykjavík. Þórhallur taldi vel Skiljanlegt, að dýralæknir sem gengdi em- . bætti frá Langanesi að Skeiðará, leitaði til Búnaðarbankans með lánsumsókn, vegna bilakaupa, hins vegar væri þarna verkefni fyrir útiibúið á Egilsstöðum, þar sem viðkomandi dýralæknir starfaði einmitt á svæði þess úti- bús, þ.e. á Austurlandi. Þess- vegna var gengið á fund útibús- stjóra Búnaðarban'kans á Egils- stöðum. En því miður var ekki hægt að kaupa áðurnefndan víx- il. Og nú er spurt: 1. Var ekki hægt að kaupa víxilinn vegna fjárskorts? 2. Var stjórn Búnaðarsam- bands Austurlands e'kki nægileg trygging fyrir víxlinum? 3. Var stjórn Búnaðarsam- bandsins ekki fær um að dæma þörf dýralæknisins fyrir nýjum jeppa. Taldi þingmaðurinn Hall- dór Ásgrímsson sig vita betur, t.d. að þetta kæmi Búnaðarbank anum ekkert við. Eitthvað virð- ist þó þingmaðurinn vita um þarfir Austfirðinga fyrir dýra- lækna, þar sem hann hefir sam- þykkt ekki einu sinni heldur tvisvar að fjölga dýralæknisem- bættum á Austurlandi. — Á ég þar við Hornafjarðarembættið og Norð-Austurlandsdýralækn- isembættið. 4. Ef til vill lánar útibúið ekki út á bíla? 5. Eða var það af persónuleg- um ástæðum, sem útibússtjórinn neitaði að kaupa víxilinn, t.d. vegna þess að viðkomandi hafði vogað sér að „krítisera" útibúið, samanber skrif í Morgunblaðinu í maí sl., og bændafund á Egila- stöðum veturinn 1963???? Fróðlegt væri að fá svar ■ við þessum spurningum, en, að gefnu tilefni, biðst ég undan per- sónulegum svívirðingum, telji útibússtjórinn sér fært að svara án þeirra. Víst er það mannlegt að bölva þegar maður slær á puttann, en engin sálu'hjálp er í því. Færi betur á að útibús- stj. gæfi eða lánaði fé til hálf- byggðra kirkna á Austurlandi í stað þess að rakka niður fólk í blaðagreinum. Egilsstöðum 7. febrúar 1966. ES. Þessi grein er ekki skrifuð fyrr en í dag, þar eð ég beið þingsetningar, samanber skrifin um fjarvistir útibússtjórans, hér að framan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.