Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 11
Fimmtuðagur 28. april 1966
MORGUNBLAÐIÐ
!!
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, flytur ræðu sína. Til vinstrier Gísli Halldórsson, arkitekt, en
) til hægri: Guðmundur H. Garðarsson, Sigþrúður Guðjónsdóttir og Geir Þórðarson.
Lúðvík C. Magnússon
ræddi vandamál, sem skapast
vegna breytinga á hæð gatna
við malbikun. Ai þeim sökum
íkapast misræmi milli gatnahæð-
ar og hæðarpúnkts húsanna. í
Mávahlíð hækkaði gatan svo við
maLbikun, að um meter er nið-
ur í innkeyrslu, sem þar var
fyrir og ekkert hlið er hægt að
haifa, þar sem götulhæðin er nú
naerri sú sama og hæð hliðsins
var. Um þetta vandamál hefur
verið talað við borgarverkfræð-
ing en langur tími er liðinn síð-
an þarna var malöikað og iilt
við það að una að hafa þetta
svona. Ég mælist til þess við
borgarstjóra að þessu verði kippt
í lag — helzt fyrir kosningar!
j Borgarstjóri:
Vera kann að hæðarpúnktar
í eldri hverfum hafi ekki verið
nákvæmlega útreiknaðir. Ef hús
eigendur telja sig í slíkum til-
vikum eiga mál á hendur borg
inni þarf að kanna aðstæður
hverju sinnL í sumum tilvkum
greiðir borgarsjóður ef til vill
að sínum hluta kostnað vegna
þess, en almennt viljum við
helzt að húseigendur sjái um
það!
Örn Hjaltalín:
1. Hafa verið gerðar ráðstaf-
anir til að núverandi biðtími
eftir síma í borginni, sem er eitt-
hvað á annað ár, verði styttur í
náinni framtíð?
Borgarstjóri:
Borgin hefur ekki símann á
sinni könnu, og því get ég ekki
sagt um hvaða ráðstaafnir hafa
verið gerðar í þessum efnum.
2. Munu nauðsynjavörur verða
til sölu á kvöldin og um helgar?
Borgarstjóri:
Við höfum nú í gildi samþykkt
um lokunartíma sölubúða, sem
kveður svo á, að utan venjulegs
sölutíma verzlana munu aðeins
6érstakir kvöldsölustaðir vera
opnir. Þó er í ráði að rýmka
þetta að einhverju leyti í sam-
ráði við samtök verzlunar- og
kaupmanan. En hversu mikil
rýmkun verður, get ég ekki sagt
tim á þessu stigi, því að við höf-
um kosið að hafa samráð við
þau samtök, sem þarna eiga mik-
illa hagsmuna að gæta, launþega
og kaupmanna, þótt í þessum
efnum hljóti að vera ofarlega
í huga okkar tillitið til neytenda
almennt, en ég veit líka að neyt-
endur skilja að kaupmenn og
launþegar hljóta að hafa sitt að
6egja í þessum efnum.
Aagot Vilhjálmsson:
Hyenær fáum við betra stræt-
isvagnasamband á milli hverfa í
bænum?
Ólafur Jónsson:
Hyénær verður strætisvagna-
kerfið endurskoðað og skipulagt
af sérfræðingum með bættan
efnahag fyrir augum og fjöl-
breyttari þjónustu borgurunum
til handa?
Borgarstjóri:
í þéssu efni skal það fram
tekið að nú fer fram heildarend-
urskóðuii a léiðakerfi strætis-
vagnanna samkvæmt því gatna-
kerfi, sem samiþykkt hefur verið
sertt þáttur í áðalskipulaginu.
Þetta kerfi gerir kröfur til þess,
að leiðakerfið verði endurskoðað.
Og eins og ég gat um í ræðu
mirt'ni) þá gerir ibfreiðastæða-
þörfin eða skortur á ibfreiðastæð
um í Miðbænum og Austurbæn-
um — kröfu til þess að strætis-
vagnaþjónustan við þessa borgar
hluta verki stóreftd. Þessi athug-
un og endurskoðun fer fram af
hálfu forstjóra strætisvagnanna
með sérfræðilegri aðstoð Einars
B. Pálssonar, verkfræðings og
Arnes Nyvik, umferðarsérfræð-
ings, er var okkur til aðstoðar
við gatnagerðir aðalskipulags-
ins. Og ég vænti þess, að niður-
staðan verði betri þjónusta fyrir
borgarbúa og betri afkoma fyrir
strætisvagna.
Sveinn Þorgrímsson:
1. Hvað liður framkvæmdum
við Menntaskólann nýja. Er gert
ráð fyrir að þar starfi sérdeild,
eða á að blanda öllu saman eins
og í M.R. við Lækjargötu.
Borgarstjóri:
1. Nú er bygging menntaskóla
ekki á vegum borgarinnar, en
mér er þó kunnugt um, að fyrsta
áfanga byggingarinnar lýkur
bráðlega og verður tilbúinn til
afnota næsta haust, og ég hygg
að hugmyndin sé, að þama sé
rekinn blandaður skóli, bæði
stærðfræðideild og máladeild, ef
átt er við það í fyrirspurninnL
Anna Stefánsdóttir:
Milli Stangarholts, Skipholts
og Nóatúns er grýtt forarsvæði.
Hvenær má vænta lagfæringar
á þessu svæði?
Borgarstjóri:
Þetta er svæði, sem ég ræddi
um sem mögulegan stað fyrir
væntanlegt dagheimili, en með
'því að það dagheimili rísi ekki
af grunni alveg á næstunni, þá
er meiningin að snyrta þarna til,
og m,a. reyna að koma þarna
upp fullkomnum leikvelli, og
verður undinn bróður bugur að
því.
Áslaug Kjartansdóttir:
A ekkert að gera til þess að
losa borgarbúa við ólyktina, sem
kemur frá verksmiðjunni að
Kletti og Örfirisey?
Borgarstjóri svaraði þessu á
líkan veg og á fyrri fundum, sem
Mbl. hefur áður greint frá.
Jón Kristjánsson:
Hverjir hafa haft veitingavald
kennara undanfarin 13 ár við
barnaskólana?
Borgarstjóri:
Fræðsluráð, sem kosið er af
Reykjavík, mælir með tilteknum
umsækjendum en menntamála-
ráðherra hefur veitingavaldið.
2. Kennslukona sótti um skóla
hér í bæ til fræðslumálastjóra
undanfarin 13 ár, og hefði hann
alltaf sagt, að hún með fyrstu
einkunn á prófskírteininu myndi
fá stöðuna, en endirinn alltaf
verið neikvæður. Hver var, sem
réði bak við tjöldin?
stöðugar næstu árin, en ég vona
að túnið verði mjög til prýði að
loknu þessu sumrL
2. Eru fleiri byggingar fyrir-
hugaðar þar en Listamannahús-
ið?
Borgarstjóri:
Á túninu munu aðeins rísa þær
byggingar, sem tengdar eru al-
mennum myndlistarskála og
Kjarvalshúsi, en þessar tvær
byggingar eru tengdar lágri
byggingu, þar sem verður litil
kaffistofa og þjónustumiðstöð
fyrir gesti Miklatúns og starfs-
menn þar.
Borgarstjóri mœlti síðan nokk
ur lokaorð og Guðmundur H.
Garðarsson, fundarstjóri sleit
fundi.
— íþróttir
Framhald af bls. 30
stúlkurnar áttu sannarlega skil-
ið að vinna þennan leik, þær
sýndu nú þann árangursríkasta
sóknarleik sinn í öllu mótinu.
Opnuðu vel vörn Valsstúlkn-
anna og gátu með því móti haft
nóg rými á línunni. Beztir af
Framstúlkunum í leik þessum
voru þær Svandís og Guðrún.
Valsstúlkurnar voru eitthvað
miður sín og áttu nú einn af sín-
um lélegri leikjum á vetrinum.
Vörn liðsins tókst illa, og sóknin
ekki nógu beitt. Með meiri var-
færni hefðu þær eflaust getað
gert meir. Engin af þeim átti
sérstakan leik, liðið kom nokkuð
jafnt út úr þessu. Að leik loknum
fengu Framstúikurnar afhentan
bikar þann er keppt er um í II.
fl. kvenna.
I. flokkur kvenna
Fram — Ármann 3:3
Framstúlkurnar urðu sigur
vegarar í þessum flokki. Þær
léku siðasta leik sinn á laugar
dagskvöldið í mótinu, og nægði
þeim að gera jafntefli til að
hljóta titilinn. Þær léku við Ár-
mann og gerðu jafntefli 3:3.
Lokastaðan í I. flokki kvenna
varð þessi:
1. Fram 4 3 1 0 7 18:12
2. Valur 4 3 0 1 6 27:10
3. Ármann 4 2 1 1 5 22:15
4. F.H. 4 1 0 3 2 9:21
5. Víkingur 4 0 0 0 0 13:30
I. flokkur karla Fram — F.H. 7:6
Fram sigraði einnig í þess-
um flokki og léku til úrslita við
F.H. og sigruðu með 7:6. Leikur
þessi var hörkuspennandi og
jafn og erfitt að segja til um
hvort liðið sigra mundi fyrr en
i lokin.
Borgarstjóri:
Ég get því miður ekki svarað
öðru en sem fram kemur af
svari mínu við fyrri spurning-
unni, en ef hér er um órétt að
ræða, þá er velkomið að kanna
málið nánar.
Gunnlaugur J. Briem:
1. Hefur heildarframkvæmda-
áætlun verið gerð um fullnaðar
frógang Miklatúns og hve langan
tíma munu þær framkvæmdir
standa?
Borgarstjóri:
Ég er að nokkru leyti búinn að
svara þessari spurningu. Gróður
á Miklatúni mun vissulega þurfa
mikinn tíma til að verða grósku
mikill og framkvæmdir þar vera
II. deild kvenna
Í.B.K. — K.R. 9:9
Þetta var ein af fjörugustu og
hörðustu leikjum kvöldsins.
Staðan í II. deild kvenna var
þannig fyrir leik þennan að það
lið sem færi með sigur af hólmi
öðlaðist réttindi til að leika í
I. deild kvenna að ári. Bæði liðin
voru greinilega ákveðin í því að
sigra og börðust eins og ber-
serkir til loka leiksins. Þar sem
að jafntefli varð í leik þessum
verður nýr leikur að fara fram
og verðúr það á þriðjudags-
kvöldið.
Maðurinn með gerfi-
hjartað látinn
Vinstra lunga rifnaði — gerfi-
hjartað sjálft starfaði eðlilega
Houston, 26. apríl — NTB—AP.
HINN 65 ára gamli Marcel De-
Rudder,- „maðurinn með gerfi-
hjartað“, lézt í sjúkrahúsinu í
Houston, Texas í dag eftir að
plasthjarta það, sem í hann var
sett, hafði haldið honum lifandi
í sex sólarhringa. Dauðann bar
skyndilega og óvænt að höndum
og aðeins klukkustundu áður
hafði dr. Michael DeBakey,
hjartasérfræðingurinn heims-
kunni, sem aðgerðina fram-
kvæmdi á DeRudder, lýsti því
yfir að „dælan gengi ágætlega og
að þetta kerfi hefur í grund-
vallaratriðum sannað gildi sitt.“
I yfirlýsingu sjúkrahússins sagði
í kvöld, að við krufningu hefði
komið í ljós að dánarorsökin
hefði verið sú, að vinstra lunga
DeRudders hefði rifnað.
í tilkynningu sjúkrahússins
sagði og, að ekki væru ljósar
ástæðurnar til þessa, en ítarlegar
rannsóknir væru þegar hafnar.
Gerfihjartað sjálft starfaði
með eðlilegum hætti er dauða
DeRudders bar að höndum.
Hafði sjúklingurinn verið með-
vitundarlaus frá því að Dr. De-
Bakey framkvæmdi hina miklu
hjartaaðgerð, sem tók sex klukku
stundir.
Enda þótt DeRudder hafi ekki
lifað aðgerðina af, hefur hann
engu að síður brotið blað í sögu
læknisfræðinnar, því hann lifði
lengur en nokkur hjartasjúkl-
ingur hefur áður gert eftir slíka
aðgerð.
DeRudder hafði þjáðst af
hjartasjúkdómi sl. 25 ár, og töldu
læknar að hann ætti skammt
ólifað, er dr. DeBakey fram-
kvæmdi aðgerðina sem úrslit.a-
tilraun til þess að bjarga lífi
hans á síðustu stundu.
Læknar vonast til þess að
Leikstjóri er
Leif Söderström
ÞAÐ láðist að geta þess í frétt
blaðsins um starfsemi Þjóðleik-
hússins, að leikstjóri óperu Off-
enbachs, „Ævintýri Hoffmans",
er Svíinn Leif Söderström.
gerfihjartað geti í framtíðinni
bjargað lífi 75 — 90% þeirra
hjartasjúklinga, sem ná að kom-
ast á skurðarborðið. Dr. DeBa-
key vonar að í framtíðinni nái
læknavísindi svo langt að hjarta
sjúklingar geti lifað eðlilegu lífi
með aðstoð gerfihjarta, sem
gangi fyrir straumi frá litlum
rafhlöðum, er komið verði fyrir
undir húðinnL
— Tvö skip
Framhald af bls. 32
könnun á sölu að ræða. Brýn
nauðsyn væri þess að skipu-
leggja á nýtt starf skipaútgerð-
arinnar þar sem mikill halli
hefði verið á rekstri hennar að
undanförnu og að ríkissjóður
hefði sL ár greitt á annað þúsund
króna með hverju tonni er flutt
var með þessum skipum. Skipuð
hefði verið nefnd til að rann-
saka með hvaða hætti þessari
útgerð yrði betur fyrir komið
og væri álit hennar væntanlegt
innan langs tíma. Að lokum
sagði ráðherra að stefna ríkis-
stjórnarinnar í þessum málum
væri sú að leggja bæri áherzlu
á að hægt yrði að veita lands-
byggðinni fullnægjandi þjónustu
með minni tilkostnaði en nú
væri.
Eystenn Jónsson (F) sagði það
mikil tíðinda að ákveðið hefði
verið að selja tvö skip án þess
að fram kæmi ákvörðun um að
kaupa ný í þeirra stað. Kvaðst
hann vilja mótmæla því að
slík ákvörðun væri tekin án
samráðs við Alþingi. Kvaðst
hann vilja beina þeirri fyrir-
spurn til ráðherra hvort til
greina gæti komið að dregið yrði
úr strandferðunum, ef úr sölu
þessara skipa yrði.
Eggert G. Þorsteinsson talaði
aftur og kvaðst vilja undirstrika
það er harm hefði sagt um
stefnu ríkisstjórnarinnar um
þessi mál, en þar kæmi fram
svar við spurningu Eysteins. Það
væri stefnan að veita fullnægj-
andi þjónustu með minni til-
kostnaði og að séð yrði um það
að þjónusta við íbúa landsbyggð
arinnar yrði ekki skert, þó að
þessi tvö skip yrðu seld.
Fró Fulltrúoróði Sjúlf-
stæðisfélogonna í Reykjnvík
STARFANDI eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavik eftirtaldar hverfaskrifstofur í borginni. Skrif-
stofurnar eru opnar milli kl. 2—10 e. h. alla virka daga nema
laugardaga milli kl. 1—5.
VESTUR- og MIÐBÆJARHVERFI
Hafnarstræti 19
Sími: 22719
NES- OG MELAHVERFI
Tómasarhaga 31
Sími: 24376
AUSTUR- OG NORÐURMÝRARHVERFI
Bergþórugötu 23
Sími: 22673
HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI
Mjölnisholti 12
Sími: 22674
LAUGARNESHVERFI
Laugarnesvegi 114
Sími: 38517
LANGHOLTS-, VOGA- OG HEIMAHVERFI
Sunnuvegi 27
Sími: 38519
i
I
!
i:
SMÁÍBÚÐA-, BÚSTAÐA- OG HÁALEITISHVERFI
Starmýri 2
Simi: 38518