Morgunblaðið - 28.04.1966, Side 17

Morgunblaðið - 28.04.1966, Side 17
Fimmfuclagur 28. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Stuölar - strik - strengir Aldarafmæli Busonis HINN 1. apríl sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Ferruc- cios Busoni. Busoni var af ítölskum og þýzkum ættum, var frábær píanóleikari og hugsuður mikill. Hann fékkst einnig við tónsmíði, en því miður varpaði píanó- leikarinn Busoni ávallt skugga á tónskáldið Busoni. Tónverk hans hafa ekki not- ið almennra hylla og er það ekki vegna verkanna sjálfra, heldur vegna þess hve lítið þau hafa verið leikin. Því hefur til skamms tíma ver- ið þannig varið, að tónsmíð- ar Busonis hafa verið meira umtalaðar en leiknar. Margir hafa haldið því fram, að tónsmíðar Busonis hafi ver- ið sneyddar persónuleika, þ.e.a.s. þær voru sagðar vera slæmar eftirhermur af verkum ýmissa annarra tónskálda. Þessu til sönnunar hafa verið dregin fram margvísleg tón- verk, sem fiest hafa verið með lélegustu tónsmíðum hans. Mönnum láðist hinsvegar að at- huga þær tónsmíðar sem opin- beruðu bezt hina stórkostlegu skáldgáfu þessa margþætta manns. Þær tónsmíðar eru margar. í dag á Busoni sér ein- læga aðdáendur, þeir eru reynd ar ekki margir, en þeim fjödgar stöðugt. Menn eru sífellt að komast betur og betur að raun um það, að þótt Busoni hafi á fyrstu tugum aldarinnar verið álitinn píanóleikari fyrst og fremst, hafi hann einnig verið merkilegt tónskáld. Endurmat eins og þetta er ekki einsdæmi í tónlistarsögunni og nægir að nefna Franz Liszt í þvi sam- bandi. Satt er það, að Busoni skrifaði margar miður góðar tónsmíðar í stíl annarra manna. Ástæðan var ekki sú að hann hefði engan frumleik til að bera sjálfur, heldur hið and- stæða. Snilli hans sem píanó- leikari var ekki sízt fólgin í því, hve auðvelt hann átti með að tileinka sér stíl og tónhugs- un annarra tónskálda, og því átti hann einnig auðvelt með að skrifa tónsmíðar í þeirra eigin stil, og gerði það oft sér til dundurs. Sem tónskáld markaði Busoni enga áhrifamikla stefnu, en þó er rétt að geta þess, að mörg af farsælustu tónskáldum 20. aldarinnar telja sig standa í ævarandi þakkar- skuld við gamla meistarann. Nægir í þvi sambandi að nefna hin ólíku tónskáld Dallapiccola og Kurt Weill, og ekki má gleyma föður raftónlistarinnar, Edgard Varése. Hinar fjöl- mörgu ritgerðir Busonis um tónlist taka einnig af allan vafa um það, að hann hafi einungis verið innantómur fingralipur píanisti. Það eru píanóverk Busonis, sem einkum hafa haldið nafni hans á lofti, en þó er rétt að minnast á óperurnar „Die Brautwahl" og „Doktor Faust“ sem báðar 'hafa notið vaxaridi vinsælda hin síðari ár. Pianó- leikarar eru farnir að gera meira af því en áður að leika verk Busonis, en til skamms tírna var það svo, að aðeins hin ar lélegri tónsmíðar hans heyrð ust á tónleikum. Vestur í Banda ríkjunum er sænskur píanóleik ari Johannessen að nafni sem er um þessar mundir að leika öll píanóverk Busonis inn á hljóm plötur. Þetta er þrekvirki, sem enginn annar hefur lagt á sig til þessa. Busoni skrifaði mik- inn og langan píanókonsert, sem lítið hefur verið leikinn. Það er einkum í sambandi við hið nýafstaðna 100 ára afmæli meistarans, að fréttir hafa bor- izt af flutningi á þessu stór- virki og hefur verið hvarvetna hlotið verðskuldaða athygli: Konsert þessi tekur fimm stund arfjórðunga í flutningi og í seinasta þættinum bætist karla kór í samleikinn. Það hefur sannast á verkum Bachs og Busonis, að góðar tón- smíðar verða ekki auðveldlega lagðar að velli. HIN frábæru tóngæði þeirra strengjahljóðfæra, er Stradi varius, Guarneri og Amati smíðuðu fyrr á öldum, hafa lengi verið mönnum rann- sóknarefni. Fjöldi manna hafa á ýmsum tímum lýst því yfir, að þeir hafi fundið leyndardóminn. Allar þessar staðhæfingar hafa til þessa reynzt tilhæfulausar. Þó kom nýlega fram á sjónar- sviðið maður, sem virðist ☆ ☆ ☆ Samuel Beckett SAMUEL Beckett hefur látið frá sér fara ritverk eitt er ber heitið „Imagination Dead Im- agine“. Útgefendur segja það einhverja styztu skáldsögu sem skráð hefur verið og bæta því við að hún né næsta óhugn anleg lesning. 1 þessu ritverki sínu er Beckett sagður svo orð- spar að jaðri við kraftaverk, en í bókmenntagagnrýni um það segir að varla verði marg- ir til þess að trúa á svo iilskilj- anlegt kraftaverk. hafa öðlazt nokkra vitneskju um leyndardóm gömlu meist aranna. Maður þessi er hljóðfæraviðgerðarmaður, en hann hefur lítið viljað ræða uppgötvun sína. Hljóð- færi þau sem hann hefur smíðað tala sínu máli og eru hljóðfæraleikarar frá sér numdir yfir tóngæðum þeirra. Ferruccio Busoni STRADIVARIUS — Leyndardómur tóngæðanna fundinn Konungur háðfuglanna horfinn sjónum Evelyn Waugh látinn í Á PÁSKADAG síðastliðinn lézt að heimili sínu í Somerset í Englandi brezki rithöfundur- inn Evelyn Waugh, 02 ára gamall. Með Waugh er genginn einn mesti háðfugl aldarinnar og sá er bezt kunni að halda á penna, fyrirmynd og lærifaðir fjölmargra yngri rithöfunda, einkum hinna ungu reiðu manna, sem eru í uppreisn gegn samtíð sinni og beita fyr- ir sig kaldhæðninni öðru frem- ur. Evelyn Waugh var gæddur kaldhæðni í svo ríkum mæli að helzt er jafnað til Swifts eða Voltaire, en hann átti ekki samúð þeirra með mannfólk- inu og góðvilja. Waugh hefði til dæmis aldrei getað skrifað „Candide" Voltaires eða sögur Swifts af Gulliver. Hann var markviss og napur í ádeilu sinni á heiminn og það sem honum þótti miður fara í þjóð- félaginu, skrifaði ljóst mál og lipurt og var lagið að lýsa á einstaklega kurteisan og elsku- legan hátt grimmd mannanna og harðýðgi hverrar í garð ann arra. Hann átti að baki fjöru- tíu ára rithöfundarferil er hann lézt eða tæplega það og lágu eftir hann 28 bækur. Evelyn Waugh fæddist árið 1903 og ólst upp fjarri öllum borgum, sem móðir hans taldi óheilsusamlega staði og ónátt- úrlega. Faðir hans var bóka- útgefandi, maður margslung- inn og torræður og alltaf eins og leikari á sviði lífsins, sí- skiptandi um hlutverk. Evelyn átti bróður nokkru eldri, Alec, sem einnig gerðist rithöfundur síðar meir (Island in the Sun). Aléc var mannblendinn og út- hverfur en sjálfur var hann draumlynt barn og trúgjarnt og lifði í sælli einfeldni allt til þess er hann var sendur á heimavistarskóla þrettán ára gamall. Þar vaknaði hann við vondan draum til harðra kosta lífsins, lærði að sigrast á heimþrá sinni og öðrum Englandi „veikleika“ og varð fljótlega meira en gjaldgengur í hópi skólafélaga sinna. Er til Ox- ford kom var Waugh hrókur alls fagnaðar í hópi félaga sinna, samkvæmismaður mik- ill, trúleysingi og flestum orð- heppnari og skemmtilegri. Kominn nokkuð yfir tvítugt lætur Waugh fyrst í ljós á prenti andstyggð sína á um- heiminum, í bókinni „Decline and Fall“ sem út kom 1928 og „Vile Bodies“ sem birtist tveim ur árum síðar. Sögusvið þess- ara bóka er „Waste Land“ T. S. Maður þessi heitir Laurence Lamay og býr í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er efnað ur maður og hefur lengi haft það áhugamál, að gera við göm ul strengjahljóðfæri. Hann hef- ur tekið til viðgerðar fiðlur og önnur strengjaihljóðfæri af beztu tegund. Það litla sem Lamay hefur viljað segja, er að það sé sameiginlegt með öllum hinum gömlu og góðu strengjahljóðfærum, að viðurinn í þeim virðist hafa verið efnafræðilega meðhöndl- aður á sérstakan hátt, áður en hljóðfærin voru smíðuð. Hann álítur að þetta hafi fyrst og fremst verið gert til að gera hljóðfærin endingarbetri og til að verja þau skemmdum af raka, en alls ekki til að bæta hljómgæði þeirra. Lamay hef- ur látið fara fram ítarlegar efnafræðilegar rannsóknir á hljóðfærunum og formúlan er nú fundin. Að sjálfsögðu hefur Lamay ekki látið hana uppi, en hljóðfæri þau sem hann hef ur smíðað úr viði sem hann hef ur meðhöndlað samkvæmt hinni gömlu formúlu, virðast sanna að hann fer ekki með neitt fleipur. Konsertmeistari 1 einni af stærstu hljómsveitum Evrópu fékk nýlega lánaða eina af fiðl um Lamay, og eftir að hann hafði reynt hana um skeið var hann ófús að lába hana af hendi og krafðist þess að fá hana keypta. Lamay hefur einnig notað flormúlu sína við ihljómbotna í slaglhörpum og hefur það gefið góða raun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.