Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. april 1966
THRIGE Raf mótorar
LUDVIG
STORR
— fyrirliggjandi —
RIÐSTRAUMSMÓXOKAR
220 Volt.
JAFNSTRAUMSMÓTORAR
110 og 220 V.
Tæknideild
Sími 1-1620.
Verzlun
Sími 1-3333.
Laugavegi 15.
Skrifstofur vorar verða
lokaðar
í dag frá hádegi og Mjólkurbúðir vorar frá
kl. 1,30 til kl. 4.
MJÓLKURSAMSALAN.
Lokað
Afgreiðslur fyrirtækja félagsmanna vorra verða
lokaðar í dag fimmtudaginn 28. ágúst frá kl. 1—3
vegna jarðarfarar frú Elly Salómonsson.
Félag efnalaugaeigenda.
,t,
NIKULÁS GUÐJÓNSSON
Hæli,
sem lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi aðfaranótt 24. þ.m.,
verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju mánu-
daginn 2. maí kl. 2 e.h. — Fyrir hönd vandamanna.
Steinþór Gestsson.
Utför mannsins míns,
ÞORKELS PÉTURSSONAR
frá Litla-Botni,
er lézt 24. apríl, verður gerð laugardaginn 30. april. —
Minningarathöfn verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ og
hefst kl. 2 e.h. — Jarðsett verður í Görðum á Akranesi.
Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti sjúkrahús Akra-
ness njóta vináttunnar. — Fyrir mína hönd, barna
okkar og annarra aðstandenda.
Kristín Jónsdóttir,
Háholti 30, Akranesi.
Þökkum sýnda samúð og vináttu við andlát
og jarðarför,
JÓNÍNU ÓLAFSDÓTTUR
frá Þufþaksholti.
Kristín Þorgeirsdóttir,
Ágúst Magnússon.
Hjartans bakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar,
KARLS OTTESEN
Bragagötu 38.
Sérstakar þakkir skulu færðar Guðmundi Árnasyni,
lækni og öðru starfsfólki Borgarspítalans og einnig for-
stjórum Kol og Salt h.f.
Guðlaug Ottesen,
Valdimar Ottesén,
Viðar Ottesen.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför,
GUÐFINNS ARA SNJÓLFSSONAR
Börn, tengdabörn og barnabörn.
— Grein Einars
Framh. af bls. 19
á sama tíma og þau björgunar-
tæki, sem þeim voru fengin í
hendur með kjöri þeirra í síð-
ustu AlþingiSkosningum, liggja
ónotuð í flokkshillum suður í
Reykjavik eða vegna sljóleika
þeirra sjálfra, sem afskrifa þá,
sem menn með nútíma hugsun-
arhátt? Þeir hafa gleymt bruna
boðanum og vandséð, hvort þeim
verður trúað fyrir þeirri varð-
stöðu aftur.
Stundum, þegar menn eru
Atvinna
Óskum eftir að ráða mann til Iager-
starfa. — Upplýsingar á skrifstofunni
á morgun.
Osta og smjorsalan sf
Starf á sjúkrahúsi
Kona óskast til skrifstofu- og aðstoðastarfa á rann
sóknastofu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Verzlunarskóla- eða önnur hliðstæð menntun æski
leg. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. — Starfstími
eftir samkomulagi. Væntanlegir umsækjendur sendi
nafn og símanúmer í pósthólf 1, Hafnarfirði.
Húsbyggjendur
Handverkfæri — Rafmagnsverkfæri — Múrverkfæri
Galv. fötur og balar — Vatnsslöngur —
Timbursköfur — C-tox, Pinotex, teakolía, kítti,
þéttilistar, stormjárn, krækjur, saumur, skrúfur,
skrár, lamir, stangalamir, skápahöldur, skápasmellur,
innréttingar í klæðaskápa, baðskápar,
amerískar gólfflísar.
Hafnarstræti 21 — Sími 1-33-36.
Suðurlandsbraut 32. — Sími 3-87-75.
Góð bílastæði við búðina á Suðurlandsbraut.
Stenbergs maskinbyrá AB
Stokkhólmi, bjóða enn sem fyrr alls konar
trésmíðavélar og tæki til trésmíða,
svo sem:
Sambyggðar vélar.
Sérstæðar vélar, alls konar.
Kílvélar.
Spónaplötusagir.
Spónlagningapressur.
Hitaplötur til spónlagninga.
Sambyggðar trésmíðavélar væntanlegar.
Eigum nú fyrirliggjandi sambyggða tré-
smíðavél með 60 cm. borði, gerð KEV.
Einkaumboð fyrir ísland:
Jónsson & Júliusson
Hamarshúsinu, vesturenda.
Sími: 15-4-30.
lengi búnir að vera fjarri sínum
heimahögum gleyma menn um-
hverfinu, þar til ellin færist yfir,
þá skýrist það smátt og smátt,
þar til menn deyja sælir í sinni
trú.
Ætii þingmenn landsbyggðar-
innar séu ekki æði margir í slíku
ástandi.
Á síðastliðnu sumri voru hér
á ferð nokkrir Rússar, sem eru
framámenn kommúnista þar i
landi. Þeir ferðuðust á milli aðal
stöðva kommúnista í Reykjavík,
Neskaupstað og víðar.
Lúðvík Jósepsson hélt þeim
smáveizlu í Ásbíói á Egilsstöð-
um. Þar skýrði hann fyrir þeim
hið góða samstarf íslendinga og
Rússa á hafinu austan við land-
ið. Hann hefur sennilega átt við
hafrannsóknir og síldarleit.
Ekki minntist hann á hinn sí-
stækkandi flota þeirra og þau
óþægindi, sem íslenzkir síld-
veiðisjómenn hefðu af þeim
veiðum, og ekki hefur heyrzt,
að Bjarni Þórðarson bafi skrifað
um þá síldarflutninga.
Hvernig væri, að Þjóðviljinn
skýrði nánar frá erindi þessara
manna og þau þjóðlegheit, sem
þar hafa farið fram.
Kommúnistar mega flytja inn
erlenda pólitík og stiðja sig við
hana hér innanlands og ætlast
svo til, að á þeim sé tekið mark.
sem framherjum í þjóðfrelsis-
málum íslendinga.
Þetta ættu menn að festa sér
vel í minni. Þá skilja menn bet-
ur þann hugsunargang, sem hafff
ur er í frammi í samningunumi
við Svisslendinga. Það kemur
óbragð í munninn á kommúnist-
um, ef fé er fengið frá vestræn-
um löndum til framkvæmda. Eu
stigið í vænginn, þegar Sovét-
menn ber að garði.
Blaðamannaviðtalið við Lúð-
vik Jósepsson og stofnun „Al-
þýðubandalags“ í Reykjavík er
táknrænt fyrir viðbrögð komm-
únista og fylgifiska þeirra urr»
þessar mundir. Nú kannast Lúð-
vík ekki við Moskvukomma.
Ekki einu sinni Brynjólf Bjarna-
son og Henrik Ottósson, sem
lögðu á sig langa ferð fyrir rúm-
um þrem áratugum til Sovétríkj*
anna og komust þangað með þvl
að fara um Norður-Noreg og
sumt af leiðinni fótgangandi.
Lúðvík hefur aldrei lagt á sig
slíkt erfiði, þegar hann hefur
átt erindi við Kremlbúa.
Lúðvík telur, að stofnuð verðl
félög úr félögum kommúnista,
sem þó haldi áfram störfum.
Slíkt félag hefur verið stofnað I
Neskaupstað, þar sem SÍA-pilt-
urinn Hjörleifur Guttormsson er
formaður fyrir.
Er það með slíkum samfylgd-
armönnum, sem Eysteinn ætlar
að feta „hina leiðina“? Meðal
annars hér á Austurlandi, þegar
hann marsérar með Lúðvík Jós-
epsson hér um kjördæmið til að
rifja upp afrekasögu sína í virkj-
unarmálum, sem passar fyrir hið
þroskaða“ heilabú framsóknar
í þeim málum og skýrir, hvers
vegna stjórnarandstaðan hefur
höfuðsvima vegna virkjunar
Þjórsár og byggingu alúmínver*
á íslandi?
Hið nýstofnaða „alþýðubanda-
lag“ í Reykjavík er ekki líklegt
til að skipta sköpum í íslenzkum
stjórnmálum til samstöðu vinstri
manna.
Það er aðeins gamalt húsráð
kommúnista til að komast yfir
erfiðan hjalla og halda lykilað-
stöðu í þvi, að án þeirra verði
ekki um samstöðu frjálshuga
manna að ræða og þeir séu
kjörnir forustumenn í þjóð-
frelsismálum íslendinga.
Hið sanna er, að „Alþýðu-
bandalagið", sem er það gervi,
sem kommúnistar klæddu sig i
1956, hefur smám saman verið,
að gliðna í sundur. Nú var reynt
að setja það á viðgerðarverk-
stæði í Lídó 30. þ. m., svo að
kommúnistar og fylgifé þeirra
stæði ekki alsnakið í næstu bæj-
arstjórnarkosningum.
Næsta viðgerð á svo að fara
fram fyrir næstu Alþingiskosn-
ingar, og þá á að vera búið að
finna upp það „kúnst-stopp“,
sem hæfir klæðnaðinum.
Einar Ö. Björnsson,
MvnesL