Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ 1 Flmmtudagur 28. apríl 1966 --- FRÁ ALPIWCI:------- Áætiaöur kostnaður við Hval- fjarðarferju um 113 milljónir kr. f GÆR kom til umræðu í Sam- einuðu Alþingi fyrirspurn frá Benedikt Gröndal (A) um hvað liði rannsókn á bifreiðaferju á Hvalfjörð. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra, svaraði fyrir- spurninni og sagði m.a. í ræðu sinni að til þess að sem mest not væru af ferju yfir Hvalfjörð væri æskilegt, að hún væri stað- sett utarlega í firðinum. Þessi athugun miðaðist við, að ferju- hafnirnar væru við Hjarðarnes að sunnanverðu og í Ytri-Galtar- vík að norðanverðu. Vegasam- band norður yrði með þessum staðsetningum mjög beint, auk þess, sem stutt væri frá Galtar- vík til Akraness. Vegna strauma og vinda mætti þó gera ráð fyrir, að verja yrði þessar hafnir með skjólgörðum. Vegalengd sú, sem sparaðist við að nota ferju á þessum stað væri nálægt 55 km. Samkvæmt umferðartalningu hefði komið í ljós að óhætt væri að álíta að umferð um Hvalfjörð væru um 150.000 bifreiðir yfir allt árið. Meðaltal á viku yfir tímabilið, sem umferðin hefði verið talin á hefði verið um 5.000 bifreiðir, eða um 700 á dag. Ef takast ætti að þjóna allri þessari umferð með ferjum væri ljóst að til þess þyrfti tvær ferjur. Væri þá gert ráð fyrir að farið yrði með Vz kl. millibili frá hvoru landi. Ráðherra gat síðan um kostn- aðaráætlun. Væri áætlað að stofnkostnaður á landi væri um 15 millj. kr., kostnaður við hafna gerð væri áætlaður um 48,5 millj. kr. og kaupverð á 2 ferj- um 40 millj. kr. eða samtals 113 millj. kr. Áætlaður reksturskostnaður væri 13,4 millj. kr. árlega og þyrfti því að vera um 80 kr. gjald á hverja bifreiðaeiningu til þess að standa undir honum. Benzínkostnaður pr. bifreiða- einingu er væri á 55 km nálægt 40 krónum. Reynsla Norðmanna sýndi, að ekki væri ráðlegt, að hafa ferjugjöld öllu hærri en spörðum benzínkostn- aði næmi, ef ferjan ætti að vera almennt notuð, þar sem völ væri bæði á ferju og akvegi. Ráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá Vegamálaskrif- stofunni væri reiknað með að umferð tvöfaldaðist á næstu 9 árum. Eftir 5 ár yrði því um- ferð nálægt 55% meiri en nú væri og kæmi þá í Ijós að ef 75% vegfarenda þá notuðu ferju mundi 50 kr. gjald á bifreiða- einingu þurfa til þess að standa undir beinum árlegum rekstrar- kostnaði. Þá væri orðið svo ó- dýrt að nota ferju, að gera mætti ráð fyrir, að 75% notuðu ferju. Miðað við 10 ára tímabil frá í dag yrði því tap fyrstu 5 árin, en hagnaður hin 5 síðari af ferjurekstri, miðað við beinan ár legan reksturskostnað. Ráðherra sagði að á þessa fjár festingu yrði einnig að líta frá öðrum sjónarhól. Þar að kæmi, að leggja þyrfti Hvalfjarðarveg. Sú upphæð, sem væri nauðsyn- leg til að leggja varanlegt slit- lag á 55 km veg fyrir Hvalfjörð væri mun hærri en stofnkostn- aðurinn til ferjurekstrar, en hann væri um 113 millj. kr. Enn sem komið væri, virtist þó varla tímabært að reka ferju á Hvalfirði. Hins vegar krefðist undirbúningur mikils tíma og vinnu og því væri rétt að reikna með um tveggja ára bið frá því að ákvörðun væri tekin um ferju rekstur þar til hann gæti hafizt. Hannibal Valdimarsson kom fram með þá hugmynd að kann- aðir yrðu möguleikar þess að tekið yrði upp fast samband milli Akraness og Reykjavíkur. Einar Ágústsson (F) sagðist ekki hafa trú á því að það svar- aði kostnaði fyrir ferðamenn að taka ferju yfir fjörðinn. Þá væri sparnaðurinn einnig hæpinn í því tilliti að vegurinn fyrir fjörð inn þyrfti eigi síður viðhald en áður. — /?æðo Magnusar Framhald af bls. 1 Fjármálaráðherra sagði að í nútíma þjóðfélagi skipti það meira máli, að stefnan í fjármál- tim ríkisins væri mörkuð með hliðsjón af ástandi efnahagsmála yfirleitt og samræmd öðrum þátt um í stjóm þeirra mála. Ríkis- stjórnin hefði frá upphafi lagt á það ríka áherzlu að haga stjórn f jármálanna í samræmi við þetta. Jafnframt fjárlagaundirbúningi hvers árs hefði síðustu árin verið samin sérstök áætlun um fram- kvæmdir háðar lánsfjáröflun og tim fjáröflun til þeirra. Enda iþótt megindrættir þeirrar áætlunar væru ljósir, þegar fjárlög væru afgreidd, hefði ekki verið gengið rfá þeirri áaetlun fyrr en nokkru síðar þegar búið hefði verið að gera ráðstafanir til að sjá fyrir pauðsynlegustu fjármagni. Starfi ríkisaðila að aukinni og bættri áætlunargerð hefði stöð- Ugt þokað fram á við, allt frá því er grundvöllurinn var lagð- Ur með hinni almennu þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963-1966. Síðan hefði, auk almennra ár- legra framkvæmdaáætlana verið unnið bæði að séráætlunum um ákveðna framkvæmdaflokka og að sérstökum áætlunum fyrir á- kveðna landshluta. Með hinum fyrrgreindu áætlunum um vega- gerð, hafnargerð og skólafram- kvæmdir væri leitast við að sjá þarfirnar í viðkomandi greinum n-ógu tímanlega fyrir jafnframt því, sem landshlutaáætlanir væru notaðar til að kanna fram- kvæmdaþarfir hvers landshluta með hliðsjón af sérstökum að- stæðum þeirra. Ríkisstjórnin mundi halda áfram að bæta aðstöðu til áætl- unargerðar. Nýlega hefðu verið stigin nokkur skref að því marki, með lagafrumvörpum um endur skipulagningu fjárfestingalána- stofnana og stofnun atvinnujöfn- unarsjóðs, um lögfestingu Efna- hagsstofnunarinnar og um upp- setningu fjárlaga og ríkisreikn- ings. Loks hefði verið stofnuð sérstök deild í fjármálaráðuneyt inu til þess að fjalla um gerð fjárlaga og hagræðingu í rekstri ríkisstofnana. Allar væru þessar ráðstafanir til þess fallnar að styrkja aðstöðu ríkisins til raun- hæfrar áætlunaregrðar og treysta sambandið milli áætlun- ar og framkvæmdar. Ráðherra sagði, að líðandi ár væri lokaár þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunarinnar 1963—’66. Fyrir ári hefði þáverandi fjármálaráðherra, Gunnar Thor- oddsen, gert grein fyrir saman- burði raunverulegrar þróunar við hina upphaflegu þjóðhags og framkvæmdaáætlun. Alyktanir þess samanburðar stæðu enn í öll um aðalatriðum. Þeir þættir þjóð arbúskaparins sem áætlunin fjall aði um, hefðu í flestum greinum farið fram úr áætlun sakir hag- stæðra árferðis og meiri árangur í framleiðslustarfseminni og sölu afurðanna en gert hefði verið ráð fyrir. A yfirstandandi ári yrði og stigið annað skref í gerð þjóð- hags- og framkvæmdaáætlana til lengri tíma með samningu slíkrar áætlunar til næstu fjögurra ára, 1967—1970. Með hliðsjón af feng inni reynslu af . undanfarandi starfi að áætlunargeTð mætti ætla, að sú áætlun gæti orðið fyllri og raunhæfari sem hjálpar tæki við stjóm efnahagsmála en hin mjög svo almenna áætlun, sem fært hefði verið að leggja fram fyrir þremur árum. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur. Ráðherra gat þess síðan, að þjóðarframleiðslan hefði vaxið um 7% árið 1963, um 5,5% árið 1964 og um 5% árið 1965. Aukn- ingin hefði öll þessi ár verið bor- in uppi af fiskveiðum og fisk- vinnslu, sem hefðu aukið fram- leiðslu sína um 8% að jafnaði þessi ár, og af byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð ,þar sem aukningin hefði verið geysiöT, eða að jafnaði um 14% á ári s.l. þrjú ár. Aðrar greinar hefðu einn ig skilað drjúgum hluta til aukn- ingar framleiðslunnar. Viðskiptakjör þjóðarinnar hefðu farið hægt batnandi um nokkurt árabil, ef undan væri skilið tíma bundið verðfall á smjöri og lýsi árin 1959—’60. Síðustu árin hefði hins vegar orðið mjög mikil og almenn hækkun útflutningsverð- lags en verðlag innflutningsins á sama tíma hefði hækkað hóflega. Hefði þessi bati viðskiptakjara aukið þjóðartekjurnar verulega tunifram það sem þjóðarfram- leiðslan sjálf hefði aukizt. Að meðtaldri þessari aukningu hefði hin raunverulega aukning þjóðar tekna verið 7,2% árið 1963, 8,4% 1964 og milli 8 og 9% árið 1965, samkvæmt rbáðabirgðatölum. Segja mætti það einsdæmi með al þjóða að svo mikil og samfelld aukning væri til ráðstöfunar á sambærilegu skeiði hagþróunar. Hefði öll þjóðin átt hlutdeild í þessari velgengni. Raunvemlegar launatekjur amennings hefðu gert betur en að fylgja þessari þróun hvort sem litið væri til tekna fyrir eða eftir álagningu skatta og greiðslu fjölskyldubóta. Þannig leiddu bráðabirgðaáætlan ir er styddust við helztu kjara- samninga ársins, athuganir Kjara rannsóknarnefndar og fleiri heim ildir í ljós, að raunverulegar at- vinnutekjur verka- sjó -og iðn- aðarmanna hefðu í fyrra aukizt í kringum 10% frá árinu áður. Ráðsböfunartekjur þessara stétta eftir álagningu beinna skatta og greiðslu fjölskylduibóta hefðu þó aukizt enn meira eða um nær- fellt 12% hjá fjölskyldufólki í þessum stéttum. Væri þetta mun meira en aukning raunverulegra þjóðartekna á mann, sem væri áætluð milli 6—7%, þannig að afstaðan miðað við þjóðartekjur hefðu færst þessum launþega- stéttum í vil, til viöbótar sams konar breytinga á árinu áður. Alls hefðu raunverulegar ráð- stöfunartekjuT þessara stétta auk izt um 33% frá árinu 1960—1965, en á sarna tíma hefðu þjóðar- tekjur á mann aukizt um 32%. Þessi aukning hefði leitt af sér aukningu framkvæmdafyrirætl- ana, sem hefðu á hinn bóginn leitt af sér vandamál, sem hefðu verið meðal helztu viðfangsefna stjórnarvaldanna og hefðu í rik- Framhald á bls. 23 Til sölu 3ja herb. íbúð ásamt 60 ferm. iðnaðarhúsnæði Skip og fasteignir Austurstræti 12 Sími 21735, eftir lokun 36329. Ti! sölu: 3ja herb. íbúð við Hverfis- götu í steinhúsi. 3ja herb. íbúð við Grettis- götu. 3ja herb. íbúð við Rauðarár- stíg. 3ja herb. kjallaraíbúð við Hörpugötu. Hagstætt verð. 3ja herb. mjög góð íbúð við Sörlaskjól. 3ja herb. íbúð við Hraunteig. Stór bílskúr. 5 herb. íbúð við Lönguhlíð. Einbýlishús við Hofteig. Stór húseign á bezta stað við Tjörnina í Reykjavík. Seld í einu lagi eða hver hæð fyrir sig. Hús í smíðum við Hrauntungu, Smyrla- hraun, Hraunbæ. Einbýlishús í smíðum við Aratún. Stemn Jónsson hdL lögfræðistofa — fasteignasala KirkjuhvolL Símar 14951 og 19090. Heimasími sölumanns 16515 Til solu 5 herbergja fokheld íbúð v/ð Hraunbæ Skip og fastcignir Austurstræti 12. Síiwi 21735 Eftir lokun sími 36329. fasteignir til sölu 3ja herb. jarðhæð í Vogunum. Sérinngangur og sérhita- veita að koma. 60 ferm. verkstæðisskúr fylgir. Góð 4ra herb. íbúð við Brá- vallagötu. Hef kaopendur að góðu húsi með 2—3 íbúðum, svo og stökum íbúðum og einbýlishúsum í bænum og nágrenni. Góðir greiðslumöguleikar. Austurstrseti 20 . Sírni 19545 ATHUGIÐ 'Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrana að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Vornámskeið Kennt á harmoniku, gítar. HÓPTÍMAR. Munnharpa, Melodica. Emil Adólfsson, Framnesvegi 36. Sími 15962. Til leigu 5—6 herb. íbúð í Austurbænum til leigu frá 14. maí nk. — Tilboð með upplýsingum um fjölskyldustærð, merkt: „Háteigur — 9164“ sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld. Vorkjólar Sumarkjólar Samkvæmiskjólar FRÁ ENGLANDI: Shubette of London Lady Court of London. FRÁ HOLLANDI: Dooyes jersey kjólar. FRÁ DANMÖRKU: Elson dagkjólar. Alltaf eitthvað nýtt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.