Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Eiga þúfukerlingarsjónarmið að rá&a í framfaramálum þjó&arinnar? Eftir Ernar Ö. Björnsson, lUýnesi MÉR eru í minni skrif bæjar- stjóranna á Austurlandi gegn tækniþróun í síldveiðum og síld- armóttöku, sem jaðraði við fá- vísi og svartasta afturhald. Síðasta síldarvertíð var sú mesta, sem um getur og útkom- an varð sú, að framámenn komm únista og framsóknar ,hvor í sínu byggðarlagi, urðu undir allri síldarkösinni og hafa síðan lítið bært á sér. Sama má raunar segja um flokka þeirra í afstöðunni til virkjunarmálanna og samning- anna við Svisslendinga. Þing- menn Framsóknarflokksins og kommúnista hafa fengið að fylgj ast með þeim og verið borgað undir þá út til Noregs og Sviss til að sjá með eigin augum og kynna sér þennan verksmiðju- rekstur í báðum löndunum. En lítið hefur heyrzt frá þeim í Iblöðum þeirra um þá kynnisför. En heyrzt hefur, að Lúðvík Jós- epsson hafi sagt, að hér væri ekki um ihlutun Bandaríkjanna að ræða og þess vegna stafaði ekki hætta frá þeim vígstöðvum. En þegar heirii er komið settu Iþingmenn nefndra flokka á sig flokksgleraugun, og síðan er málið túlkað frá þeim sjónarhól. Verkamannaflokkurinn norski fór inn á þá braut, að fá erlent fjármagn til alúmíniðnaðar í Noregi, og virtist það hafast af Ihávaðalaust í því landi, en hér setja kommúnistar og þeirra nán ustu í Framsóknarflokknum þetta á svið, sem hávaða- og uppsláttarmál, sem hryllingur er á að hlýða. Ég fylgdist með ræðu Ingólfs Jónssonar, raforku- málaráðherra, og Helga Bergs, er landsvirkjunarfrumvarpið var til umræðu í efri deild Alþingis í fyrra. Ræða Ingólfs var skýr og á- kveðin, en Helgi var anzi flækt- ur í framsóknarhaftinu, sem hann virðist ennþá í, samanber skrif hans í flaði framsóknar á Suðurlandi, þar sem hann telur sig geta útdeilt sunnlenzku mannviti þeirri afstöðu sinni, að vera með virkjuninni í 70 þús. kw, en á móti byggingu alúmín- verksmiðju um sinn, sem þýðir að vera á móti málinu í heild, eins og það ber að. Það er erfitt fyrir Helga Bergs að láta flokks- sjónarmið teyma sig út í slíka ófæru. Samkvæmt skýrslu ríkisstjórn arinnar til Alþingis í fyrra er frá því skýrt, að Svisslendingar telji sig reiðubúna að athuga um að byggja aðra alúmínverk- smiðju við Eyjafjörð, þar sem íslendingar ættu helming henn- ar á móti þeim og sú framkvæmd faugsuð með mið af virkjun Dettifoss, sem ekki verður virkj- aður nema fyrir mikla orku- notkun. Vitanlega mætti eins byggja hana á Austurlandi. Það er ekkert einkamál Sunnlend- inga og Norðlendinga að skipta þeim iðnaði á milli sín. Hafnaraðstaða á Austurlandi er með því bezta, sem þekkist faér á landi og sjáanlegt, að þar verður að koma aukinn iðnaður til að treysta búsetuna í fram- tíðinni, Þeir, sem látið hafa til sín faeyra um þessi mál í blöðum kommúnis'ta og framsóknar á Norðurlandi leggja þeim fjórð- ungi ekki lið með skrifum sín- um. En slíkt má ekki bitna á öðru fólki, sém byggir þann landsfjórðung, nema að því leyti, sem það skapar það sjálf- meS því að stiðja slíka menn til valda. Hjá því verður því ekki komizt að aðvara Hjört á Tjörn og aðra framsóknarmenn, sem tileinka sér þúfukerlingar- sjónarmið framsóknar- og komm- únistaforkólfanna. Slík viðbrögð koma lands- byggðinni ekki til bjargar. íslendingar eiga að stefna að því jafnhliða því að efla höfuð- atvinnuveginn og nýta betur sjávarafla og landbúnaðarfram- leiðslu að beizla vatnsaflið til stóriðju í þeim greinum, sem okkur hentar, í þessu tilfelli með stofnun alúmínbræðslu og síðan stig af stigi iðnað úr því efni, sem okkur vanhagar um og ekki sízt í samfoandi við skipa- smíðar og útbúnað í frystihús- um. Það er því furðulegt, að and- staðan skuli koma úr þessari átt.. Lögin um landsvirkjun marka sporin fram á við í virkjunar- málum þjóðarinnar og gera mögulega þá hugmynd, að tengja allt landið í eitt raforkukerfi og staðsetja stór iðnfyrirtæki víðs vegar um landið og ná fullu jafn aðarverði. Þannig verður að ná jafnvægi byggðanna og láta vatnsorkuna verða sterkan þátt í að auka þjóðarframleiðsluna og treysta búsetuna með eðlilegum hætti. Það undrar engann, þó að kommúnistar hamli gegn slíku, því að það er þeim þjónustu- hlutverk fyrir alþjóðakommún- ismann að torvelda að fjármagn verði fengið í vestrænum lönd- um og skammta fólki tilveruna og hafa hönd í bagga með mann- lífi.nu eftir forskrift þess ríkis- kapítalisma, sem þeir koma á, þar sem þeir fá ráðin. En furðulegri er afstaða fram- sóknarforustunnar til samning- anna við Svisslendinga, sem þröngvuð er fram með ofríki Eysteins og hans manna og átti upptök sín á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í fyrravet- ur, þar sem burðarásarnir voru Kristján Ingólfsson og Hrafn á Hallormsstað af hálfu þess flokks á Austurlandi og annarra slíkra „vinstrisérfræðinga“ og þröng- sýnismanna úr öðrum kjördæm- um. Sú undanrás Eysteins og fylgj- enda hans sem „startað“ var meira af kappi en forsjá áður en mólið lá nógu ljóst fyrir, dugði til að ræsa í lokasprettinn, sem byrjaði í desemfoer í vetur og er nú að verða á enda í þingsölun- um. sem skilur Framsóknar- flokkinn eftir við veginn undir forustu Eysteins, sem reynir að varna ýmsum forustumönnum og fylgjendum flokksins að hafa rétta innsýn inn í framtíðina, ef ekkert annað kæmi til. Nú hafa Jón Skaftason og Björn Páisson alþingismenn rofið skarð í múrinn og út streyma þeir, sem ekki vilja una við hin þröngu flokkssjónarmið. Forsvarsmenn framsóknar og kommúnista mega bara vara sig að verða ekki undir alúmínverk- smiðjunni með tali sínu og skrif- um, því að hin mikla mannfélags sýa skilur hismið frá kjarnanum í þessum málum sem öðrum. Við það verða allir að sætta sig. Þjóðviljinn skýrir frá því, að stjórn SH ætli að hafa viðræður við ríkisstjórnina um samning- ana við Svisslendinga, og er ekk- ert nema gott um það að segja. Mér skilst á blaðinu, að þar sé um verulega handfestu að ræða fyrir kommúnista, og þeir verði taldir heldur góðir „braskarar“ á meðan. Enda hafa ýrrtsir framá menn kommúnista ekkert ógeð á braski, ein sog sjá má á fyrir- tækjum þeirra í Reykjavík, Nes- kaupstað og ýmsa höndlun ann- ars staðar, sem þeir stunda. Þeir vilja hafa frelsi til slíkra athafna hjá „auðvaldinu“ þar til stéttlausa þjóðfélagið kemur, sem afnemur ríkisvaldið, en lætur sennilega fyrirtæki þeirra í Reykjavík og Neskaup- stað stjórna „traffíkinni“ tilfoeyrandi Þá hafa þessir miklu alþýðusinn ar snúist alveg í hring og bitið í skottið á sjálfum sér. Þannig virðist þetta einnig ætla að fara fyrir Eysteini Jóns- syni með sinn flokk. Hætt er við, að ýmsir þeir, sem með sam- vinnumálin fara séu engir englar í meðferð fjármuna fremur en aðrir. Og æði gleymnir á bar- áttu Jakobs Hálfdánarsonar og Sigurðar Kristinssonar og Sam- band ísl. samvinnufélaga taki ekki mildum tökum á því að skófla fjármagninu utan af lands byggðinni í gegnum inn- og út- flutningsverzlun þess, sem öll binar Bjornsson fer fram í Reykjavík og hafa ekki sýnzt menn til að greiða úr þeirri flækju og óréttlæti, sem þetta skapar fyrir kaupfélags- menn og félög þeirra úti á landi. En framsóknarforustan hefur þungar áhyggjur af illri meðferð „íhaldsins“ á Reykvíkingum og vorkenna þeim kuldann og sjá allsstaðar dökkar hliðar á frammistöðu þess í höfuðborg- inni. Þar sem höfuðstöðvar sam- vinnumanna eru, og nú eru keyrðar áfram hinni úreltu upp- fræðslu framsóknarleiðtoganna til framdráttar, sem hrökkva nú við og «já augu alls landsbyggða- fólks á þeim hvíla, þar sem þeir sitja á hringborðsfundum og taka ákvarðanir um viðbrögð sín í hinni mislukkuðu stjórnarand- stöðu, sem treður marvaðann fyr ir kommúnista, sem á að bjarga þeim ú þurrt land, svo að hin gamla upptrekta klukka hinnar úreltu stjórnmálabaráttu fái á- fram að tifa á baðstofustafni þeirra. Leiðrétting á málefnum lands- byggðarinnar er margþætt. Hún verður að endurskoðast í hugar- fari okkar, sem þar búum með þeim hætti að stilla athafnir okk ar í atvinnumálum og menning- armálum inn á þá skífu, sem að okkur snýr í byggðarlögunum, með því að senda verkséða menn inn á þing þjóðarinnar, sem falið er að vinna að málefn- um í ljósi þeirra staðreynda, sem við blasa hverju sinni. svo sem, að inn- og útflutningsfyrirtæki komi upp í landsfjórðungunum, sem færi afrakstur af verzlun og atvinnurekstrinum inn í byggðalögin. Vilja samvinnu- menn ríða á vaðið í þeim efnum og vísa veg'inn til leiðréttingar? Samhliða þarf að koma upp ein- um aðalbanka í hverjum fjórð- ungi, sem gerir mögulega nefnda breytingu. Tillaga framsóknarþingmanna um 1—lVz% af ríkistekjunum í jafnvægissjóð leysir ekki þenn- an vanda, sem yrði úthlutunar- skrifstofa stjórnað af pólitíkus- um í Reykjavík í gömlum fram- um hvern aur, sem úthlutað yrði og notað sem pólitísk dúsa handa fólkinu úti á landsbyggðinni. Vitanlega þarf ríkisvaldið að stuðla að jafnvægi byggðanna með löggjöf, sem gerði það að veruleika, svo sem með staðsetn- ingu iðjuvera, aðstöðu til mennt- unar og koma fyrir ýmsum stofn- unum, sem leystu þarfir fólks- ins í Tandsfjórðungunum, svo sem í tryggingarmálum, menn- ingar- og félagsmálum og at- vinnumálum. Þannig yrði breytt til úr gömlu og úreltu formi, en málum þokað í nútíma horf. Margt fleira þarf að sigla í kjölfarið, sem samstaða þarf að nást um á breiðum grundvelli. Það er því ekkert annað en reykský, sem stjórnarandstaðan er að reyna að þeyta upp, að virkjunarmálin, sem þeir þykj- ast vera með og samningarnir við Svisslendinga stöðvi þá mögu leika, að leiðrétta misræmið í byggð landsins. Það munu þeir reka sig á er stundir líða. En andóf þeirra á að skýla þeim fyrir eigin undanhaldi í þeim málum. Landsbyggðastefna verður aldrei framkvæmd með þeim hætti, að klæða sig í flíkur úrtölumanna og afturhalds- seggja og ætla með þeim hætti að framkvæma hana. Hún bygg- ist á að leita að nýjum leiðum, sem markast af þeim möguleik- um, sem hin mikla orka, sem falin er í fallvötnunum og öðr- um orkugjöfum leysi hana af framsýni og hleypidómalaust. Stjórnarskrá lýðveldisins verð- ur að marka þá breytingu að völdum og fjármagni verði dreift um landið til að rétt viðbrögð séu framkvæmanleg til að nýta gæði þess og tryggja búsetuna. Þetta vep-ða allir að hafa í huga, sem vilja leggja slíkum málum lið. Þess vegna er hér um lands- málastefnu að ræða, sem ætti að geta sameinað þjóðina til réttra viðbragða og ryddi úr vegi því streitukerfi, sem hin þunglama- lega flokkapólitík miðstjórnar- valdsins og skriffinnskukerfisins hefur stuðlað að, en skapaði líf- rænt sjónarmið, sem endurnærð- ust í þörfum lands og þjóðar, sem skapaði meiri þjóðernislega festu. Þetta hefur stjórnarandstaðan ekki viljað skilja, en hakkar nöldurfarinu, sem skapar enga möguleika til áhrifa á stjórnar- farið á jákvæðan hátt. Það eru því orð í tima töluð að aðvara hana alvarlega, svo að hún þurfi ekki síður að taka dálítið til almenningsálitsins en ráðandi stjórn. Stjórnarandstaðan ætti að nota „hringborðsfundi" og „sellusetu- fundi“ sína og íhuga málin frá þeim sjónarhól, en ekki að stunda ábyrgðarlaust tal um á- virðingar annarra, en telja sig hvítþvegna af öllu, sem miður hefur farið og reyna með þeim hætti að innrétta heilabú manna eftir sínum geðþótta. Það er ekki nema eðlilegt, að þeir sem berjast á móti tækni og framförum í atvinnulífi þjóðar- innar, eins og minnzt er á hér að framan, geri það einnig á þjóð- málasviðinu. Þess vegna hæfir þeim, sem þá iðju stunda, að koma hinu úr- elta skipi sínu í naust, svo að það sé ekki til ama þeim, sem vilja fara inn á nýjar leiðir og meta framtak, mannvit og meiri á- byrgðartilfinningu, meir en um- hyggju fyrir úreltum flokks- kerfum, sem nú stynja undan ofurþunga þess að gefa út blöð sín, sem er raunar sönnun fyrir þeim mistökum, sem átt hafa sér stað í röðum þeirra flokka, sem telja sig til „vinstri“ í stjórn- málum. Þeir skríða nú saman á rústum vinstrimennskunnar til að skapa sér pólitískt líf með það að láta sér detta í hug, að ríkis- styrkja blöð þeirra og þjóðnýta þar með þá pólitík, sem þeir hafa ekki getað borið fram til sigurs, vegna þess, að merki hennar hefur jafnóðum fallið á sundrungu þeirra og kunnáttu- leysis að hafa ekki skilið, að sá, sem tekur að sér fjöldahreyf- ingar, eins og verkalýðs-, sam- vinnuhreéfingu og bændasamtök in og önnur hliðstæð, sem spennt hafa verið fyrir vagn þeirrar uppfærslu, hlýtur að lokum að stranda á þvi skeri, að sagan endurtekur sig á áþreifanlegan hátt, að félagssamtök, sem voru að berjast gegn valdi og ná rétt- indum, sem varla voru til hjá neinum, en falin í gæðum lands- ins og möguleikum, sem hafa fært öllum betri lífskjör með fullu sjálfstæði þjóðarinnar og tæknibúnaði, sem margfaldað hefur afköstin. Nú verða nefnd félagssamtök harðast úti af eigin valdi, sem skapazt hefur innan þeirra, sem reynir að stilla sig inn á sömu skífuna og fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Það er því höfuðnauðsyn, að nefnd félagssamtök verði sem frjálsust og óháð þeim öflum, sem vilja einoka þau, svo að þáttur þeirra í þjóðfélagsfram- vindunni verði virkari og já- kvæðari og skapi meira félags- legt réttlæti og betri menningar- leg samskipti, og brjóti af sér það þyrnigerði, sem hefur um- lukið þau og kveða niður þá ör- laganorn, sem ætlar þeim þjón- ustuhlutverkið að halda við úr- eltu formi. íhald er engin fastastjarna, sem hægt er að ganga að á ein- um stað. Það hreiðrar um sig og sýgur næringu sína, þar sem við- urværi er fyrir hendi. Það er því ekki viðvarandi í neinum einum hóp manna eða einum flokki, heldur þar sem skjól er fyrir það hverju sinni. Þetta ætti stjórnarandstaðan að festa sér vel í minni og líta í kringum sig í eigin liði. Annars fer fyrir henpi, eins og strák einum, sem reyndi að hrella fólk með þvi, að hann væri í sífelldri hættu, sem reyndist ævinlega gabb eitt, þar til hættu bar að höndum.' Þá heyrði enginn neyðarópið og týndi hann lífi sínu fyrir sinn eigin tilverknað. Ekki hefur þingmönnum Aust- firðinga orðið tíðrætt um erfið- leika austfirzkra bænda, vegna hinna grimmilegu náttúruham- fara árin 1962 og 1963 og enn eru viðvarandi eins og kunnugt er. Að vísu hefur verið sent hey hér til Austurlandsins og víðar til að bjarga stofninum, sem ber að þakka öllum, sem þar hafa að unnið, en þó sérstaklega land- búnaðarráðherra og sunnlenzk- um bændum, sem nú hafa í ann- að sinn sýnt hugarþel til Aust- firðinga með fégjöfum og ann- arri fyrirhöfn. En þar á ég við árin 1951 og 1965. Afleiðingar hinnar óblíðu veðráttu og grasleysis segir til sín og hefur lamað fjárhagsaf- komu bænda og búaliðs hér um slóðir og þarmeð viðnámsþrótt og stöðvað framþróun í búnaði, sem getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir framvindu alla, ef réttum viðbrögðum er ekki beitt. Það væri nær fyrir fimmmenn- ingana, sem sitja á þingi fyrir Austfirðinga að snúa sér að nefndum málum og öðrum, sem snerta mannlíf hér í framtíðinni, heldur en reyna að æra fólk út af virkjunarmálum og samning- unum við Svisslendinga í þeim tilgangi að það gleymi því sem nær því er, og ætla sér að vinna stórsigur út á slíka frammistöðu hér í kjördæminu. Venja er, þegar skriður falla, að þeir, sem fyrir þeim verða, séu ekki látnir einir um björg- unarstarfið. Eins og hér hefur verið tíðkað, samanber það, sem áður segir. í næstu Alþingiskosn ingum biðja þeir, sem nú sitja á þingi fyrir Austfirðinga, okkur, sem heima erum, að bjarga þeim yfir erfiðasta hjallann og inn 1 þingsalinn í nafni flokka sinna. Er rétt að auðvelda þeim þá för Framhald á bls. 2* með ,kontóristaaðstöðu“. sóknarstil, sem togaðist á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.