Morgunblaðið - 05.05.1966, Side 2

Morgunblaðið - 05.05.1966, Side 2
MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 5. maí 1966 9 Víðtækur klofningur í Framsókn er frumvarpið um kísilgúrverk- smiðju var afgreitt sem lög — Fjórir þingmenn ílokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu í GÆR var frumvarpið um kísligúrverksmiðju við Mývatn afgreitt sem lög frá Alþingi. Við atkvæðagreiðslu í málinu brutust enn fjórir þingmenn Framsóknarflokksins undan ílokksaga Eysteins Jónssonar og greiddu atkvæði með frum- varpinu. Voru það þeir Björn Pálsson, Ingvar Gíslason, Hjört- ur Eldjárn Þórarinnsson og Jón Skaftason. Eins og kunnugt er greiddi einn Efri deildar þing- manna flokksins, Karl Krist- jánsson, atkvæði með frumvarp- inu. Er frumvarpið kom til at- kvæðagreiðslu eftir 2. umræðu var fyrst borin undir atkvæði frávísunartillaga frá 2. minni hluta fjárhagsnefndar deildar- innar, sem þeir Skúli Guðmunds son og Kristján Thorlacius stóðu aö. Var tillagan felld með 25 at- kvæðum gegn 15 að viðhöfðu nafnakalli. Þeir er felldu tillög- una voru: Axel Jónsson, Bene- dikt Gröndal, Birgir Finnsson, Bjarni Benediktsson, Björn Páls- son, Davíð Ólafsson, Emil Jóns- son, Hjörtur Eldjárn Þórarinns- son, Sigfús J. Johnsen, Gunnar Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason, Ing- ólfur Jónsson, Ingvar Gíslason, Jóhann Hafstein, Jón Skaftason, Jónas Pétursson, Jónas G. Rafn- ar, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Óskar E. Eevý, Pétur Sigurðsson, Unnar Stef- ánsson, Sigurður Bjarnason, Sigurður Ágústsson og Sverrir Júlíusson. Þeir er samþykkja vildu tillöguna voru: Ágúst Þor- Framhald á bls. 8 BonnstjórnSn hvassyrt í garð de Gaulle Bonn, 4. maí — AP: BONNSTJÓRNIN hefur sent frönsku stjórninni orðsend- ingu, þar sem lagt er til, að þegar í stað verði teknar upp samningaviðræður milli Frakklands og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins. — Verði að fá úr því skorið, hverju hlutverki franskar her sveitir eigi að gegna í V-Þýzka landi, er þær heyri ekki leng ur undir sameiginlega her- stjórn Atlantshafsbandalagsins (frá og með 1. júlí). Er orðsending v-þýzku stjórnarinnar harðorð, og er þar vakið máls á ýmsum spurningum um, að hve miklu leyti 14 ríki Atlantshafsbanda lagsins geti treyst á samstöðu Frakklands við þau, í styrjöld og friði. Er því lýst yfir, að því að- eins komi til greina, að fransk ar hersveitir verði í V-Þýzka landi eftir 1. júlí, að fyrir þann tíma náist samkomulag um hlutverk þessara sveita, með hliðsjón af varnarhlut- verki herja bandalagsins. Síðar í dag lýsti upplýsinga málaráðherra frönsku stjórn- arinnar, Yvon Bourges, því yf ir, að dvöl franskra hersveita í V-Þýzkalandi yrði hagað í samræmi við þá ákvörðun Frakklandsforseta að slíta varnarsamstarfi við ríki At- lantshafsbandalagsins. Frakk- ar hafi ekkert á móti því, að hersveitir þeirra verði áfram í V-Þýzkalandi, en óski heldur ekki sérstaklega eftir því. Bílar á kjördegi I ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lána vilja I t flokknum bifreiðar sinar á kjördegi 22. maí eru beðnir að | 1 hafa samband við skrifstofu bílanefndar í Valhöll. j 7 Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13—19 alla virka j ; daga. Siniar 15411 og 17103. ' Stjórn bílanefndar Sjálfstæðisflokksins. ! i .i Leiga Laxár á Ásum lækkar um 175 þús. kr. NÝIJEGA var lýst eftir tilboðum í Laxá á Ásum, en hún var í fyrra dýrasta laxá landsins, leigð á 675.000 kr., og kostaði því stöng- in yfir daginn í ánni kr. 3.500. Aðeins eitt tilboð barst nú í ána, og var það frá Stangaveiði félagi Hafnarfjarðar að upphæð kr. 480.000. Þótti eigendum árinn ar það of lágt, og var í ráði að bjóða ána aftur út, er tilboð barst frá þeim aðilum, sem höfðu ána í fyrrasumar, og var það tilboð 20 þúsund krónum hærra en til- boð Stangaveiðifélags Hafnar- fjarðar. Var því tilboði tekið. Laxá á Ásum brást mjög í fyrrasumar, en þá fengust að- eins um 450 laxar upp úr ánni, Sumarið þar áður komu 1400 lax ar upp úr ánni, og var Laxá mjög Nafn misritast ÞAU MISTÖK urðu í sambandi við frétt um stjórnarkjör í Slysa varnafélagi íslands, að nafn Sæ mundar Auðunssonar, sem átti að ganga úr stjórn félagsins, misrit aðist. Var hann sagður heita Auð unn Sæmundsson. Biður blaðið velvirðingar á þessum mistök- um. vaxandi veiðiá allt fram til þess að veiðin brást í fyrra. Telja menn að hafísinn fyrir Norður- landi í fyrravetur, hefði valdið því, hve veiðin brást í ánni sl. sumar. Sýnir kvikmynd um sauðnautarækt í GÆR sagði prófessor John L». Teal frá Alaskaháskóla, frá sauð nautarækt og sýndi kvikmynd í hádegisverðarboði, sem íslenzk- ameríska félagið gekkst fyrir í Þjóðleikhússkjallaranum, og var þar fjölmenni. Meðal þeirra sem sátu hádegisverðinn, voru forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og Ingólfur Jónsson, landbúnað arráðherra. Var máli prófessors ins og kvikmyndinni mjög vel tekið. f kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21,30 sýnir prófessor Teal aðra kvikmynd um ræktun sauðnauta föngun þeirra í óbyggðum o. fl., í húsakynnum Ameríska bóka- safnsins við Hagatorg. Sýning myndanna tekur um eina klukku stund. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Þjóivegir flestir vegna aurbleytu 5 tonna hámarksþungi settur á allmarga vegi Deildarfundum lokið MBL. hafði í gær samband við Vegamáiaskrifstofuna og spurðist fyrir um færðina á vegum landsins. Fékk blaðið þær upplýsingar að flestir þjóð- vegir landsins væru mjög ill- færir vegna anrbleytu. Vegir í uppsveitum Árnes- sýslu munu vera mjög erfiðir yfirferðar, og þegar kemur í Rangárvallasýslu hefur verið settur hámarksþungi á bifreiðar SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR við Meðalfellsvatn hafa nú end- urleigt veiðileyfin í vatninu af Piltarnir með- ~ vitundarlausir ER MBL. hafði samband við sjúkrahúsið í Keflavík í gær- kvöldi, og spurðist fyrir líðan piltanna tveggja, sem slösuðust mikið í bifreiðaslysi í Keflavík sl. sunnudag fékk blaðið þau svör, að líðan þeirra væri mjög svipuð og verið hefur, og voru þeir báðir þá enn rænulausir. sem þar fara um, og mega bif- reiðarnar ekki vera þyngri en fimm tonn. Er þetta ástand svo áfram austur um sveitir. Vegurinn um Hvalfjörð er mjög blautur, en skárra ástand er í Borgarfirði, nema að í Norð urárdal eru víða að myndast hvörf í veginn. Á Snæfellsnesi er Fróðárheiðin illfær vegna aurbleytu, og það sama er að segja um veginn á norðanverðu Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, sem hefur haft með veiðileyfi í vatninu að gera mörg undanfar- in sumur. Er leigan 120 þúsund krónur. Stangaveiðifélagið hef- ur þó með veiðileyfi í Bugðu og Laxá í Kjós að gera, sem áður. Er fyrirkomulagið við úthlutun veiðileyfanna í vatninu þannig, að tölu eigenda og umráðamanna sumarbústaðanna við vatnið er deilt í hinn ákveðna stanga- fjölda, sem leyfður er í vatninu, og fær því hver sumarbústaða- eingandi ákveðinn fjölda stanga til umráða. Getur hann síðan ráðskazt með veiðileyfi sín eins og hann vill, svo framarlega sem það telst löglegt. illfærir nesinu. Áþekkt ástand er svo í Dölunum. Lítið er hægt að segja um vegi á Vestfjörðum að svo stöddu, því að víðast hvar eru heiðar þar ennþá óruddar. En þegar kemur á Holtavörðuheiði, þá er hún allgóð yfirferðar, og ef haldið er áfram austur um Norðurland, þá er vegurinn í Húnavatnssýslu mjög slæmur vegna aurbleytu. Sama er að segja um Skaga- fjörðinn, þar hefur 5 tonna há- marksþungi bifreiða t.d. verið settur á Sauðarkróksbraut og á Siglufjarðarveg. Öxnadalurinn er mjög slæmur fyrir litlar bif- reiðar, og svo má segja að veg- urinn frá Akureyri til Austur- lands sé algjörlega ófær sakir aurbleytu. Á Austurlandi er svo fært frá Reyðarfirði til Hornafjarðar, og til Egilsstaða. í GÆR voru haldnir síðustu fundir efri- og neðri deildar Al- þingis á þessu löggjafarþingi. Á morgun er boðaður fundur í Sam einuðu Alþingi og fara þar fram nefndarkosningar svo og þing- lausnir. . I lok fundar í neðri deild í gær þakkaði forseti, Sigurður Bjarna son, þingdeildarmönnum sam- Verkalýðsfélag Akranes segir upp samningum Ákranesi, 4. maí: — Á FUNDI sínum 26. apríl sl. sam þykkti verkalýðsfélagið hér að fela stjórn félagsins að segja upp og hefja samráð við Verka- lýðssamband fslands um frekari undirbúning að nýjum samning- um. — Oddur. vinnu og samstarf í vetur og um burðarlyndi í önn síðustu vikna. Bar forseti fram óskir til handa þingmönnum um heillaríkt sum- ar og að þeir mættu allir heilir aftur hittast á hausti komanda. Lúðvík Jósefsson þakkaði for- seta starf hans og samvinnu og bar fram óskir til handa honum og fjölskyldu hans sem þing- menn tóku undir með því að rísa úr sætum. í lok fundar í efri deild í gær þakkaði Sigurður Óli Ólafsson þingdeildarmönnum gott sam- starf og samvinnu í vetur, svo og skrifstofustjóra og starfsfólki A1 þingis. Árnaði forseti einnig þing mönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars, en Karl Krist- jánsson þakkaði forseta vel unn in störf og árnaði honum og fjöl skyldu hans heilla. Tóku þing- menn undir óskir til forseta með því að rísa úr sætum. Pétur Pálsson frá Hafnardal látinn í GÆR andaðist Pétur Páls- son frá Hafnardal við tsafjarðar dÍ“P í Landakotspitalanum hér í Reykjavík eftir stutta legu. Hann var rúmlega áttræð ur að aldri er hann lézt. Pétur var sonur séra' Páls Ólafssonar í Vatnsfirði og Arn- dísar Eggerz konu hans. Hann bjó í fjölda ára í Hafnardal í Nauteyrarhreppi, en var síðar bústjóri á Kirkjubóli í Skutuls- firði. Síðustu árin átti hann heimili á ísafirði, ásamt konu sinni eftirlifandi Sigríði Guð- mundsdóttur. Pétur Pálsson var hnn mæt- asti maður, og naut trausts og vinsælda allra er kynntust hon- um. Sumarbústaðaeigendur leigja út Meðalfellsvatn . LÆGÐIN fyrir vestan Skot- Norðurlands barst kaldara \ land fór vaxandi og hreyfðist loft frá Jan Mayen. Var vægt * [ norðaustur, í gær. — Henni frost og él á annesjum, og á | ! fylgdi hlýtt loft er náði til Hrauni á Skaga voru 7 vind- ■ ■ Færeyja og Suðurlands, en til stig. ; U

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.