Morgunblaðið - 12.05.1966, Side 2

Morgunblaðið - 12.05.1966, Side 2
2 MORGUNBLADID Fimmtu<3agur 12. maí 196t * Kosygin og Gromyko ræða við Nasser — Hljótt er um skyndiheimsókn Breshnevs til Rúmeniu m Cairo, Bukarest, 11. maí. NTB — AP. SOVÉZKI forsætisráðherrann, Alexei Kosygin og Andrei Gromy ko, komu í opinbera heimsókn til Egyptalands á þriðjudag og var þeirn höfðinglega fagnað. A miðvikudag hófu ráðherrarnir viðræður við Nasser forseta og er talið að þeir muni einkum ræða efnahagsaðstoð Sovétríkj- anna við Egyptaland. Þessi ferð Kosygins til Fgypaiands, er fýrsta opinebra heimsókn hans til erlends ríkis frá því hann tók við embætti forsætisráðherra af Krúsjeff fyrir 18 mánuðum. í hátíðarveizlu, sem haldin var Jón forseti seldur í Englnndi TOGARINN Jón forseti verð- Ur seldur til Hull og er verið að ganga frá samningum um söluna. Skipið er eign Alliance, það var einn af nýsköpunartog- urunum, með þeim sem seinast komu árið 1948. Verður togar- inn nú seldur brezkum útgerð- armanni í Hull, Hinriksen, sem aetlar að gera hann út þaðan. Mbl. fékk þetta staðfest hjá Ólafi Jónss. framkvæmdastjóra Alliance. Hann sagði, að eins og ailir vita hefði lengi gengið erfiðlega hjá togurunum, eink- um eftir að landhelgin var færð út í 12 mílur. Auk þess væri erf- itt að fá gott fólk á togarana. Menn vildu heldur vera á bát- unum einkum síldarbátunum, Jkar sem þeir Kefðu meira upp ttr sér. gestunum til heiðurs á þriðju- dagskvöld, deildu þeir Kosygin og Nasser á afskipti Bandarikj- anna í Vietnam stríðinu, og einn ig á það er þeir nefndu landvinn ingastefnu Bandaríkjamanna víða í heiminum. Kosygin kvaðst vi'lja fullvissa arabíska sambands lýðveldið um það að Sovétríkin myndu i framtíðinni veita því alla þá efnahagslega og félags- lega aðstoð sem þau gætu. Hinar opinberu viðræður ráðherranna og Nassers hófust á miðvikudag. Fremur hljótt hefur verið um ferð Leonids Breshnevs til Rúm eníu, en þangað mun hann hafa komið á miðvikudag. Á forsíðum dagblaðanna í Búkarest voru feit letraðar fyrirsagnir vegna heim- sóknar Kosygins og Gromykos til Egyptalands. en ekki vikið einu orði að. komu Breshnevs til Rúmeníu. Að því er NTB frétta- stofan segir, hafa opinberir að- ilar í Búkarest hvorki viljað láta neitt uppi um tilgang heimsóknar Breshnevs, né hvar hann haldi til. Frá Moskvu berast hins vegar þær fréttir, að Rreshnev hafi rætt við valdamenn Rúmeniu á miðvikudag en ekkert hefur ver ið látið uppi um hvað var rætt. Stjórnmálasérfræðingar álíta þessa skyndiheimsókn Breshnevs athyglisverða, einkum vegna þess, að innan skamms mun kin- verski forsætisráðherrann Chou En-lai, koma í opinbera heim- sókn til Rúmeníu. Chou En-lai er væntanlegur til Bukarest næst komandi miðvikudag ,en litlar líkur eru taldar á því ,að Bresh nev sé þangað komin til að hitta hann. Rúmensk sendinefnd, sem ver- ið hafði í N-Vi^nam, er nú stödd í Peking og á miðvikudagskvöld Jón forseti er farinn til Eng- lands. hélt Chen Yi ,utanríkisráðherra, veglega veizlu henni til heiðurs. í gær var norðaustan strekk ingur hér á landi. Suðvestan lands var bjartviðri og hiti 6-8 stig um nónbilið, en víða kalsarigning. Krapahríð er á Austfjörðum og á Norður- landi með eins til fimm stiga hita á láglendi. Á Hvera- völlum var hríðarfjúk og tveggja stiga frost. í dag verður að likindum svipað veðurlag vestan lands, en á Austurlandi mun hlýrra. Veðurhorfur í gærkvöldi: Suðvesturland og miðin: NA- og síðar A- kaldi, rigning öðru hverju. Faxaflói, Breiða fjörður og miðin: NV-stinn- ingskaldi og sums staðar rigning eða slydda í nótt, hægari A og smáskúrir og hlýrra á morgun. Vestfirðir og miðin: Allhvass NA, dá- lítil slydda norðantil. Norð- urland og miðin: NA-stinn- ingskaldi og víða snjókoma eða slydda í nótt, gengur í SA-kalda og hlýnar á morg- un. Norðausturland, miðin og Austfirðir: NA og síðar SA gola, þokuloft og súld. Suð- austurland og miðin: SA- og 1 A-kaldi, smáskúrir. k Upphaf og niðurlag bréfs formanns Trésmiðafél. Reykjavíkur. Misnotkun aðstöðu EINS og kunnugt er, hafa störf í stéttarfélögunum á und anförnum árum orðið heil- brigðari og ekki gætt eins mikið pólitískrar misnotkun- ar og oft áður. Ekki virðist þó aliir vilja virða þær leikregl- ur, sem hafa verið að skapast í þessu efni, a.m.k. ekki for- maður Trésmíðafélags Reykja víkur. Hann hefur nú gripið til bardagaaðferðar, sem al- gjörlega er óþekkt í stéttar- félögunum, þ.e^i.s. að nota trúnaðarstöðu sína opinber- lega til þess að reyna að vinna pólitískum flokki fylgi í al- mennum kosningum. Hann hefur tekið sæti á lista komm únista og skýrir frá þvi í bréfi, sem hann sendir með- limum Trésmiðafélags Reykja víkur, og skorar síðan á þá í nafni stéttarfélagsins að styðja lista kommúnista. En áreiðanlegt er, að laun- þegar fordæma slíka misnotk un trúnaðar í stéttarfélagi, og bæði meðlimir Trésmiðafélags ins og annarra stéttarfélaga munu svara þessu framferði á viðeigandi hátt. Spellvirki unnin í Lyngási Dagheimili styrktarfélags vangefinna UM SÍÐUSTU helgi voru unnin óhugnanleg spellvirki á dagheim- ilinu Lyngás, Safamýri 5 hér í borg, sem Styrktarfélag vangef- inna starfrækir fyrir vangefin börn. Rólur á leikvelli barnanna voru skornar niður bekkir og borð í garðinum og í leikskála á lóðinni voru brotin. Brotizt var inn í þvottahúsið og straumur settur á rafmagns- pott, en í honum var mikill þvott ur, sem orðinn var að ösku, er starfsfólk heimilisins kom til vinnu á mánudagsmorgun. Hitaveitukerfið var einnig úr lagi fært. Dagheimilið starfar ekki frá hádegi á laugardögum til mánu- dagsmorguns og húsvörður er enginn. Börn og unglingar úr nágrenni heimilisins þyrpast oft saman á Afmæli Kven- félags Akraness Akranesi, 10. maí. Á FERTUGASTA afmæli sínu 16. f. m. gerði Kvenfélagið hér frú Þóru Hjartar að heiðursfé- laga sínum. Hún er ekkja Frið- riks Hjartar, fyrrverandi skóla- stjóra barnaskólans. — Þá gáfu hjónin Þórhallur Sæmundsson bæjarfógeti og kona hans frú Elísabet Guðmundsdóttir félag- inu 10.000 kr. í afmælisgjöf. lóðinni á kvöldin og klifra yfir girðinguna. Hópur unglinga sást þar á laugardagskvöldið. Ekki verður þó neitt um það sagt að svo stöddu, hvorrt þeir hafa unnið þetta óþurftarverk. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni. Bekkirnir og borðin á leik- veílinum eru gjöf frá Lionsklúbb einum hér í borginni. Konur .í Styrktarfélaginu hafa gefið dagheimilinu öll húsgögn og leikáhöld inni og varið til þess miklu fé. Er bágt til þess að vita, er slíkt líknarstarf, sem þessi þjónusta við mestu smæl- ingja þjóðfélagsins nýtur ekki friðhelgi. Furðulegt er. að til skuli vera fólk, sem stundar skemmdarstarf semi slíka sem þessa. (Frá Lyngásheimilinu). Frager á ísafirði BANDARÍSKI píanósnillingur- inn Malcolm Frager hélt hljóm- leika í Alþýðuhúsinu í kvöld á vegum tónlistarfélags ísafjarðar. Var húsfyllir á tónleikunum og listamanninum frábærilega vel tekið. Lék hann sömu efnisskrá og á tónleikunum í Þjóðleikhús- inu í gærkvöldi og var hann ákaft hylltur af hrifnum áheyr- endum og lék aukalega ung- verska rhapsódíu nr. 8 eftir Liszt og skozkt þjóðlag. Ósinn við HöfSa- vutn ruddur frum BÆ, HÖFÐASTRÖND, 11. maú — Fyrir nokkrum dögum réðust bændur við Höfðavatn í að ryðja vatnið fram. í stórbrimum á vetr um lokast ósinn og vatnið lokast frá. Þarf öðru hverju að ryðja þar, til að fá nýjan silung og æti í vatnið. í þetta sinn fengu bændur jarð ýtu af stærstu gerð til að ryðja fram. Er þetta mikið verk, 50 m. eru milli kantanna í ósnum og hann er svo djúpur að langt er frá að hann sé væður. Er þetta því mikið verk. Hugsum við befcur til silungs- veiði í sumar. í fyrrasumar var þó góð veiði seinni hluta sumars. Veitt er á stengur og einnig í lag net. Hefur verið leigð veiði i Höfðavatni. — Björo, Ekið d fylíulla hryssu AKUREYRI, 11. maí — Um miðnætti í nótt ók fólksbíll á fylfulla hryssu á þjóðveginum í Kræklingahlíð á móts við bæ- inn Mið-Samtún. Lemstraðist hryssan svo mikið að lóga varð henni samstundis. Eigandi henn ar var Sigþór bóndi Björnsson á Hellulandi. Bíllinn var óökufær á eftir og hemlaför eftir hann reynd- ust 45 metrar. Fleiri hross voru þarna í kring, en urðu ekki fyrir skemmdum. __ Sv. P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.