Morgunblaðið - 12.05.1966, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.05.1966, Qupperneq 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1966 BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílnleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. i >• • m*—BíLALEIGAN Falur t* W'C i RAUÐARÁRSTfC 31 SÍMI 22022 Volkswagen 1965 og ’66. MAGIMUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 BIFREIÐALEIGAK VEGFERD Grettisgötn 10. Sími 14113. Fjölvirkar skurdgröfur I ÁVALT TIL REIÐU. Sími: 40450 Seljum i dag Saab ’63 ^olvo Amazon ’61. Volvo 544 ’63. Reno R 463. Höfum kaupendur að góðum 6 manna bíl sem mætti greiðast með ríkistryggðum skuldabréfum og peningum. r<3^ bílasoilci Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. B O S C H ÞOKULUKXIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Simi 38820. 'jÁ' Neytendasamtökin Fyrir nokkrum dögum birtum við bréf frá konu, sem varaði við einni ákveðinni tegund barnasnuða, sem hún segir á markaðnum hérlendis. Daginn eftir hringdi kona, sem fær reglulega tímarit sænsku neytendasamtakanna. í júlí- ágúst hefti þessa rits í fyrra var einmitt grein um barna- snuðin og samkvæmt rann- sóknum sænskra voru aðeins þrjár tegundir af sextán á markaði þar í landi taldar ör- uggar. Hinar þrettán tegund- irnar voru misjafnlega hættu- lega, sumar stórthættulegar. Það er greinilega ástæða til þess að hvetja neytendasam- tökin okkar til þess að athuga þetta mál hjá okkur. ^ Skvaldur í landsprófi Móðir eins af sonum Reykjavíkur, sem sitja í lands- prófi í vor, hringdi til okkar og sagði, að sonurinn kvartaði mjög yfir skvaldrinu i kennur- urunum, sem sitja yfir. Strák- urinn og félagar 'hans eru sam- mála um það, að kennararnir trufli nemendur mjög með þessu háttalagi — og bætti frú- in því við, að dóttir hennar, sem tók landspróf fyrir nokkr- um árum, hefði líka kvartað yfir þessu. Stærðfræðin er í dag hjá þeim í landsprófinu og því eru yfirsetumenn og konur beðin að hlífa nemendum og fara fram á gang, ef þau geta ekki setið á sér. Orðsendingu þessari er hér með komið á framfæri og von- andi byrja kennararnir daginn á því að lesa dagblöðin. Veitingasala Þótt margt sé dýrt á fs- landi er fátt dýrara en gos- drykkir á veitingahúsum. Álagningin er sums staðar átta til níu hundruð prósent og er furðulegt að slíkt skuli viðgangast. Upphaflega var þetta heimilað þeim veitinga- húsum, sem ekki seldu að- gangseyri — og ekki höfðu vínveitingar. En aðstæður eru nú breyttar — og það nær engri átt að selja eina flösku af gosdrykk á verði, sem er næstum þv} jafnlhátt verði á vínskammtinum, sem gos- drykknum er hellt út í. Slíkt þekkist vart á byggðu bóli. Aðrar veitingar eru líka mjög dýrar á íslandi miðað við það, sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar — og gallinn hjá okkur er sá, að hér er ekki völ á neinu, sem ódýrt getur talizt. Verðið á gos- drykkjum og kaffi -er t.d. ekki í samræmi við „standard“ veit- ingahúsanna. 1 verði munar það litlu eða engu hvort flaska af kóka kóla er keypt á Hótel Sögu eða aumasta veitinga- húsi. Ég fór að hugleiða verðlagið almennt á veitingahúsum eftir að ég drakk kaffi að Vailhöll á Þingvöllum ek'ki alls fyrir löngu. Þangað er alltaf skemmtilegt að koma, jafnvel þótt vegurinn sé slæmur — en þangað mundu langtum fleiri fara, ef vegurinn væri betri. Ef við gætum ekið til Þing- valla eftir vegi á borð við Keflavíkurveginn mundi vera þangað straumur allan ársins hring. Meðan svo er ekki er veitingasalan bundin við sum- arið og skiljanlegt er, að rekst- urinn sé tiltölulega kostnaðar- samur þarna eystra. Samt er ■ einum of langt gengið að selja einn kökudisk (tvær tertu- sneiðar og þrjár smákökur) fyrir þrjátíu og fimm krónur — og kaffið kostar þarna tutt- ugu og fimm krónur. Ég efast um að hægt sé að finna vait- ingastað í öllu Bretlandi, sem tekur hálft sterlingspund fyrir kaffibolla og nokkrar kökur. 'Ár Hótelin Af því að við erum farin að tala um veitingahús og hó- tel má geta þess, að ýmsir hug- leiða nú hvaða áhrif nýja Loft- leiðahótelið muni hafa á hótel- reksturinn { borginni. Hótel- mennirnir sjálfir virðast ekki vera mjögáhyggjufullir:„Næ-sti vetur verður einhverjum erf- iður“, segja þeir — „en eftir tvö ár verðum við búnir að fylla allt“. Yfir háannatímann í sumar verður Loftleiðahótelið það vel setið, að það verður að senda gesti yfir á Sögu. Minnisvarði verkfræðinga Vegfarandi skrifar: Velvakandi góður. Fyrir um það bil 2 árum var grafinn skurður þvert yfir Reykjanesbraut á móts við Kársnesbraut og Nýbýlaveg. Framkvæmdir þessar gengu vel og var unnið að þeim dag og nótt, unz .verkinu var lok- ið. Virtust aðgerðir þessar hlutaðeigendum til hins mesta sóma. Leið nú og beið. Það kom vetur og kólnaði í veðri, grund in fraus. Tóku menn þá eftir því, að það var eins og malbik- ið tæki að síga, þar sem skurð urinn hafði verið. Varð þetta brátt hinn mesti farartálmi állri umferð. Vegagerðin brá loks við, eftir töluverðan tíma, og fyllti tálmann, svo að bif- reiðar kæmust óhindrað áfram. — Enn leið nokkur tími. Það fór að vora, og klaki fór úr jörðu. Tóku menn þá eftir þvi, að það var eins og malbikið risi, þar sem skurðurinn hafði verið og tálminn hafði mynd- ast um veturinn. Lengi var þarna tálmi, gagnstæður hin- um fyrri, þ.e. heljarmikill gúll á veginum og loks brá Vega- gerðin við og svarf hann af götunni. Síðastliðinn vetur seig gat- an aftur, það myndaðist hola. Nú er komið vor og kominn er gúll á ný. Hve lengi eiga menn að hafa þarna vegartálma í formi gúls eða holu? Það þarf ekki mikla verkfræðikunnáttu til þess að sjá, hve stórt asna- spark verkfræðingar Vegagerð arinnar hafa gert þarna. Þegar skurðurinn var fylltur að fram kvæmdum loknum hafa þeir sett í hann gljúpa möl, sem hleypir í gegnum sig vatni, gagnstætt því, sem hinn mýr - lendi jarðvegur umlhverfisins gerir. Hinn blauti jarðvegur bólgnar í frosti og þá myndast hola, sem síðan er fyllt. Frost- ið þiðnar á vorin og hinn mýr- lendi jarðvegur dregst saman. Eftir liggur á veginum uppfyll- ingin frá vetrinum. Nú er á veginum gúll. Brátt mun Vegagerðin koma og sverfa mesta kúfinn af, næsta vetur myndast svo hola, hún verður fyllt og síðan koll af kolli. Það er glæsilegt minnis- merki, sem verkfræðingar Vegagerðar ríkisins hafa reist sér þarna á miðjum Hafnar- fjarðarveginum. Er ekki bann- að að reisa minnismerki á miðjum akbrautum? Með þökk fyrir birtinguna. Vegfarandi.“ Lagermaður óskast Óskum eftir að ráða strax eða sem fyrst mann til afgreiðslu og lagerstarfa í sumar eða lengur. Allar nánari uppl. á skrifstofu okkar í dag og á morgun kl. 4—6. ARNI GESTSSON Gluggatjaldaefni Nýkomið Fiberglass gluggatjaldaefni. Breidd 115 cm. Fiberglass efnin þarf ekki að strauja, hlaupa ekki og láta ekki lit. Litir: hvítt og ljósblátt. Verð kr. 65 pr. m. Einnig nýkomin TREVIRA stórisa efni í mörgum breiddum og munstrum, með og án blýkants. Miklatorgi. Bílar á kjördegi ÞEIR stuffningsmenn Sjálfstæffisflokksins, sem lána vilja flokknum bifreiðar sínar á kjördegi 22. maí eru beffnir aff hafa samband viff skrifstofu bílanefndar í Valhöll. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13—19 alla virka daga. Símar 15411 og 17103. Stjórn bílanefndar Sjálfstæðisflokksins. Sjálfboðaliðar SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN vantar fjölda sjálfboffaliffa vh skriftir í dag og næstu daga. Þeir sem vilja leggja til liff sitt hringi í síma 21409 — 17100 effa komi á kosningaskrifstofu S.iáIfstæðisflokksins Hafnarstræti 19 3. hæff. (IIús HEMCO).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.