Morgunblaðið - 12.05.1966, Side 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Mmmtudagur 12. maf 1966
-K
Ú L F A R Þórðarson lseknir
segir okkur hér í stuttu rabbi
frá því helzta, sem störf hans
hafa sérstaklega beinzt að
þau 6 ár, sem hann hefir starf
að sem borgarfulltrúi í
Reykjavík.
■i Úlfar Þórðarson þarf ekki að
kynna borgarbúum, svo víðtæk
og fjölþætt störf, sem hann hef-
ir unnið hér í höfuðstaðnum og
fyrir borgarbúa. Áhugi hans fyr
ir heilbrigðismálum og heilsu-
gæzlu, svo og íþróttamálum og
flugmálum hefir markað hon-
um mjög víðfemt starfssvið í
borgarmálum undanfarinna ára.
Tal okkar snýst fyrst um heil-
brigðismál borgarinnar og
breyttar aðstæður og fjöliþættari
þjónustu, sem veitt verður þegar
nýja borgarsjúkrahúsið er tek-
ið í notkun og aðstæður skapast
fyrir fjölþættari heilbrigðisþjón
ustu í húsnæði því sem borgar-
sjúkrahúsið hefir haft í heilsu-
verndarstöðinni.
— Borgin hefir fram til þessa
Úlfar Þórðarson við störf í stofu sinnL
Mannslíf okkar eru svo dýrmæt, að
ekkert má spara til a& bjarga þeim
Rætt við tilfar Þórðarson, lækni
um heilsugæzlu og íþróttamál
í borginni
ekki haft veruleg afskipti af
sjúkrahúsmálum fyrir geðveika,
segir Úlfar. — Þó hefur Far-
sóttarhúsið verið rekið fyrir geð
vei'kisjúklinga, sem ekki hafa
fengið inni á Kleppi og enn-
fremur hælið að Arnarholti þar
-■sem verið hafa vistmenn, sem
ekki hafa átt samleið með öðru
fólki, vegna ýmisskonar veiiu
eða vöntunar á líkamlegri og
andlegri heilbrigði, segir Úlfar
ennfremur. Og hann heldur
áfram:
—Nú hefir borgin hazlað sér
völl á nýju sviði í þessum efn-
um með stofnun sérstakrar geð-
sjúkdómadeildar við nýja borg-
arsjúkrahúsið, sem Karl Strand,
hinn góðkunni læknir, mun
veita forstöðu, en hann hefir um
langt árabil verið geðlæknir
við sjúkrahús í London. Eru
miklar vonir bundnar við hinar
nýju framkvæmdir. Fram til
þessa hefir verið svolítið hlé á
framkvæmdum hvað snertir
sjúkrahúsmál geðveikra þrátt
fyrir mjög vaxandi þörf, en
þessi mál 'hafa verið talin verk-
efni ríkisins, en í þessari sér-
grein læknisfræðinnar hafa bata
horfur sjúklinga stóraukizt með
nýjum lyfjum og nýjum aðferð-
um. Um það má segja að með-
ferð geðveikra hafi tekið helj-
arstökk fram á við á síðustu
árum.
Við ræðum næst við Úlfar um
byggingu borgarsjúkrahússins
og byggingartíma þess. Um það
segir hann:
— Menn gera sér enga grein
fyrir því hve gífurlegt átak það
er að koma upp fullkomnu
sjúkrahúsi í dag. Ég hef nýlega
fengið upplýsingar um byggingu
nýrra sjúkrahúsa í Danmörku.
í»ar er fyrst til að taka að bygg
ing þeirra hefir tekið miklu
lengri tíma en í upphafi var
ráðgert og kostnaður við bygg-
inguna, fullfrágengna með öll-
um nýjustu tækjum, hefir alltaf
farið langt fram úr áætlun. Skal
þess getið að kostnaðurinn á
hvert sjúkrarúm hefir numið
frá IV2 millj. (ísl. kr.) og upp
í 2 milljónir. Sjá menn glöggt
af þessu hversu geysilegt átak
bygging sjúkrahúss er. Það er
ekki ófróðlegt að minnast þess
að byggingarframkvæmdir hóf-
ust við Borgarsjúkrahúsið 1954
á tímum leyfa og haftastefnu
framsóknar. Þá leyfðu yfirvöld-
in fjárfestingu á fyrstu 5 árun-
um fyrir samtals 16.6 milljónir,
en á sl. ári einu lagði borgar-
sjóður 3—4 sinnum það fjár-
magn fram. Þessar upphæðir
kunna mönnum að þykja svim-
andi háar. En mannslíf okkar
eru svo dýrmæt að það má ekk-
ert til spara til að bjarga þeim.
— Á sama tíma og fyllsta þörf
er fyrir nýtt og fullkomið sjúkra
hús, þá er verið að byggja upp
ört vaxandi borg. Og kröfur tím
ans eru mun meiri nú en áður
var. I stofu, þar sem settir voru
10 og 12 sjúklingar hér áður
fyrr, eru nú aðeins settir 6, seg-
ir læknirinn ennfremur.
næði þar sem hægt er að endur-
hæfa fólk, sem á við langvar-
andi afleiðingar sjúkdóma að
ræða, svo sem þjálfun þeirra,
er hafa lamast af völdum heila-
blæðingar, svo eitt dæmi sé
nefnt. Á þeirri stofnun þarf að
hafa sérhæft starfslið, og verð-
ur tekið til við þjálfun þess og
sérhæfingu, þegar stofnunin er
tekin til starfa, en fram til þessa
hefir aðeins fengizt sérhæft
fólk til þessara starfa frá út-
löndum.
Úlfar sagði að fyrirhugað
væri að leggja niður tvo spít-
ala, sem eru í eigu borgarinnar
þ.e. Hvítabandið og Farsóttar-
húsið, en þessi hús verða þó
áfram rekin í þágu sjúkra, en
á allt annan hátt en áður.
Úlfar Þórðarson er ennfremur
í heilbrigðisnefnd, en henni er
ætlað að vaka yfir velferð og
heilbrigði borgaranna, sem enn
er þó merkilega lítið vinsælt
starf.
Hann segir okkur að nú sé
verið að stofnsetja nýja deild
við borgarlæknisembættið undir
stjórn Björns Önundarsonar
læknis. Þessi deild á að kanna
hollustuhætti á vinnustöðum og
atvinnusjúkdóma. Þeirra gætir i
æ ríkari mæli með tilkomu ým-
issa hættulegra efna, sem not-
uð eru í ýmiskonar iðnaði og
raunar við fleiri störf. Og það
er ekki nóg að atvinnurekandinn
viti um óhollustu efnanna og
vilji ráða bót á meðferð þeirra.
Fólkið sjálft, sem með það vinn-
ur, verður að skilja hættuna og
því þarf að þjálfa það í meðferð
þeirra. Oft veit það um hættuna
en hirðir lítið sem ekki um hana
og ýms efni eru oft mikiu hættu
legri en menn gera sér grein
fyrir. Starfsemi þessarar stofn-
unar er fólgið í því m.a. að
venda einstaklinginn fyrir at-
vinnusjúkdómum og það verða
einstaklingarnir að skilja. Við
bindum miklar vonir við þessa
stofnun. Fleiri stofnanir verða
og settar á fót í Heilsuverndar-
stöðinni. Þar verða gerðar alls-
konar fjöldarannsóknir á fólki
FRAMBJÓÐENDUR
Úlfar Þórðarson, ásamt eiginkonu sinni, Unni Jónsdóttnr á heimili þeirra hjóna.
— Afskipti af þessum málum
hafa tekið mestan hluta tíma
míns í þágu borgarinnar. Ég
hefi verið í sjúkrahússnefnd frá
byrjun. Nefndin á að hafa yfir-
umsjón með öllum sjúkraihúsum.
og heilbrigðisstofnunum á veg-
um borgarinnar .
í Arnarholti hefir nýlega ver-
ið byggt og tekið í notkun mjög
fullkomið starfsmannahús og
verið aukið við rými fyrir vist-
menn. Á næstunni eru einnig
fyrirhugaðar þar enn fleiri ný-
byggingar og verður þá allt full
komnara og þægilegra fyrir vist
mennina.
Þegar húsrými losnar á Heilsu
verndarstöðinni á að koma þar
upp ýmsum merkum stofnunum.
Ein af hinum athyglisverðustu
nýjungum þar, sem kemur í
notkun innan skamms, er ný
rannsóknarstofa, þar sem hægt
er að fylgjast með matvælum,
gæðum þeirra og hollustuhátt-
um. Þegar um er að ræða gall-
aðar matvörur verður að fá
mjög fljótt syar við því af hvaða
orsökum gallarnir eru. Einnig
er nauðsyn að stöð þessi sé í
nánu sambandi við embætti
borgarlæknis. Rannsóknarstöð
þessi getur orðið fleirum en horg
urum Reykjavíkur til góða, þar
sem samgöngur eru greiðar við
landið mest allt og hægt að
senda matvæli hvaðanæva að
þangað til rannsóknar. Stofn-
setning slíkra stöðva er of viða-
mikil og kostnaðarsöm til að
hægt sé að ætlast til að þær
rísi víða upp. Leitað hefir verið
samstarfs við ríkisvaldið um
stofnun þessa og jákvæðar undir
tektir — en ríkinu ber lögum
samkvæmt að greiða kostnað af
matvælaeftirliti.
— Þá er gert ráð fyrir að í
Heilsuverndarstöðinni fáist hús-
með tilliti til sjúkdóma, sem
hægt er að halda næsta óskað-
legum ef þeir eru uppgötvaðir
nægilega snemma. Má þar nefna
sykursýki, heyrnartruflanir, hjá
jafnt yngri sem eldri og gláku-
blindu. Allt á þetta að fara fram
í húsnæði þvj sem Borgarsjúkra-
húsið og Slysavarðstofan hefir
haft í Heilsuverndarstöðinni.
Það tekur þó að sjálfsögðu allt
sinn tíma að koma þessum stofn-
unum af stað.
Úlfar benti í þessu sambandi á
ýms félög á'hugamanna, sem haft
hafa fc \ ngu um læknarann-
sóknir á ^ ~>»viðum. Nefndi hanti
þar Hjartavernd og Krabba-
meinsfélagið. — Borgarstjóm
mun styrkja þessi félög í starfi
þeirra en ekki taka upp neina
samkeppni við þau. Það fer vel á
því og er alla jafna árangurs-
ríkara að störf sem þessi séu
að öðrum þræði unnin af áhuga
mönnum, sagði hann.
— Að sjálfsögðu krefst öll
þessi starfsemi aukins starfsliðs
á vegum borgarinnar, segir Úlf-
ar ennfremur, — en við eigum
líka að fjölga starfsliðinu við
þessa starfsemi. Það ber vott um
svo algert akilningsleysi' and-
stæðinga meirihlutans j borgar-
stjórn þegar fjargviðrast er yf-
ir auknu mannaveldi borgarinn-
ar og fjölgun starfsliðs hennar,
að slíkt tekur ekki tali. Menn
verða að gera sér grein fyrir
því að það verður að auka staNs
lið bogarlæknisembættisins og
þar með auka kostnaðinn við
það. Að skera niður gjöld til
þess embættis er sama og sýna
heilsu borgaranna vítavert hirðu
leysi. Heilsuvernd er frumskil-
yrði til þess að í borginni lifi
hamingjusamt fólk, því til hvers
væri allt það sem gert er í bygg
Framhald á bls. 30