Morgunblaðið - 12.05.1966, Síða 14
Fimmtudagur 12. maí 1966
14
Útgetandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 95.00
llausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SKIPULAG
REYKJA VÍKUR
F’itt af stórmálum þeim,
sem leyst hafa verið á
yfirstandandi kjörtímabili, er
heildarskipulag Reykjavíkur-
borgar og skipulagning
Reykjavíkursvæðisins svo-
nefnda í samvinnu við ná-
grannabyggðarlög borgarinn-
ar. Hér er um stórverkefni að
ræða, sem útheimt hefur
geysimikla undirbúnings-
vinnu, og er það ljóst öllum
þeim, sem skoða hina stóru
og merku bók, sem gefin hef-
ur verið út um skipulag
Reykjavíkur.
Heildarskipulagi Reykja-
víkur og skipulagningu
gamla Miðbæjarins hefur
verið vel tekið af borgarbú-
um, en fyrirfram hefði þó
mátt ætla að skoðanir væru
skiptar í máli sem þessu, enda
þarf að taka ákvörðun um
hagnýtingu einstakra lóða og
breytingu gatna, sem við-
kvæmt hlýtur að vera fyrir
lóðareigendur. En skipulags-
vinnan hefur verið svo vel af
hendi leyst, að segja má, að
skipulagningu sé nær ein-
róma fagnað af Reykvíking-
um.
Hinsvegar var við því að
búast, að þeir, sem lítt bera
hag Reykjavíkur fyrir
brjósti, mundu reyna að gera
þetta merka starf tortryggi-
legt. Er líka komið á daginn,
að borgarfulltrúar Framsókn
arflokksins láta blað sitt
stunda þá iðju, enda þótt þeir
sjálfir greiddu atkvæði með
skipulaginu. En í þessu sam-
bandi er ekki úr vegi að rifja
það upp, að hinir erlendu
skipulagsfræðingar hafa lýst
því yfir, og kom það m.a.
fram á blaðamannafundi, að
óvenjulega lítill kostnaður
ýrði hér í Reykjavík við að
ná góðu framtíðarumferðar-
kerfi og skipulagi miðað við
aðra bæi, þar sem aðalskipu-
lag hefði verið gert. Þá er og
um það getið í bókinni um
aðalskipulagið, að fyrir-
hyggja borgaryfirvalda hefði
mjög auðveldað skipulags-
starf.
Auðvitað má halda því
fram, að aðalskipulag Reykja
víkurborgar sé of seint gert,
en þess er þó að gæta, að
byggðin fram að þessu hefur
ekki torveldað heildarskipu-
lagið, eins og sérfræðingarn-
ir benda á, en þar að auki er
ljóst, að framfarir og breyt-
ingar í umferðarmálum verða
mjög miklar, nærri því frá
ári til árs, þannig að líklegt
er að heildarskipulag, sem
gert hefði verið fyrir einum
eða tveimur áratugum, hefði
nú þarfnast breytinga og end
urbóta, og ekki víst að auð-
veldara ,hefði verið um vik,
heldur en raunin varð á.
Annars er það táknrænt
um málflutning þeirra, sem
berjast gegn öllu því, sem af
stórhug er gert, að til skamms
tíma töluðu þeir um Miklu-
brautarævintýrið og fjarg-
viðruðust yfir þeim kostnaði,
sem samfara væri gerð þeirr-
ar miklu og góðu brautar, en
telja nú að alltof lítið hafi
verið að gert, og mikill kostn-
aður muni verða við oreikk-
un Miklubrautar í framtíð-
inni.
Meginatriði' málsins er það,
að unnið hefur verið að skipu
lagi Reykjavíkur af stórhug
og framsýni, og á grundvelli
heildarskipulagsins mun rísa
enn fegurri og betri borg. Sú
staðreynd er raunar eitur í
beinum Framsóknarmanna,
sem auglýsa andstöðu sína
við framfarir í höfuðborg-
inni með því sýknt og heilagt
að reyna að sannfæra sjálfa
sig og aðra um það, að hér sé
allt í ólestri. Leynir sér ekki,
að þeir óska þess innilega að
svo væri í raun og veru.
SKULDABRÉFA-
LÁNIN
Díkissjóður hefur nú enn
einu sinni boðið út ríkis-
skuldabréf með hagkvæmum
kjörum, og hefur eftirspurn
almennings eftir þessum bréf
um enn sem fyrr verið mjög
mikil. Auðvitað orkar tvi-
mælis hve hagstæð kjör eiga
að vera á slíkum bréfum,
einkum þó ákvæðið um skatt
frelsi, sem Mbl. telur að ekki
geti orðið til frambúðar, ef
áfram verður haldið á braut
skuldabréfaútgáfu.
En meginatriðið er það', að
sú stefna er rétt, að ríkisvald,
og raunar líka sveitarfélög,
afli nokkurs hluta þess fjár,
sem þarf til sameiginlegra út-
gjalda og framkvæmda borg-
aranna með lántöku hjá þeim
í stað þess að heimta féð í
sköttum. Þannig verða eign-
arráð fjármagnsins áfram í
höndum borgaranna, þótt hið
opinbera fái peningana til af-
nota til nauðsynlegra fram-
kvæmda.
Fjármálalegt sjálfstæði
borgaranna er ekki skert við
skuldabréfaútgáfu, gagnstætt
því sem er við skattheimtu.
Þegar miklar opinberar fram
kvæmdir eiga sér stað eins og
hér er nú, á þess vegna að
taka peninga tiíl þeirra að
láni á þann hátt, sem nú er
gert, en ekki að þyngja skatta
byrð»
MORGUNBLAÐIÐ
,Eg ræsti fram tjörnina, en
fann ekkert Katanesdýr'
Afmælisrabb við Jón Ólafsson sjötugron
„MÉR hefur orðið allt tíl bless-
unar, en það er ekki mér að
þakka. Það er forsjónin. Ég hef
alltaf vitað, að það var einhver
hönd, sem hefur leitt mig og
stendur á bak við mig og allar
mínar gerðir“.
Það er Jón Ólafsson frá Kata-
nesi, sem þannig mælti við blaða
mann Morgunblaðsins í fyrradag,
þegar hann hitti Jón að máli í
tilefni sjötugsafmælis hans, sem
er í dag.
Litlu stofurnar á Nýlendu-
götu 24 B, en þar er heimili Jóns
og Katrínar Guðbjartsdóttur,
eru hlýlegar og manni líður vel
þar inni. Ég er kominn þangað
til að spjalla örlítið við Jón Ól-
afsson og fræðast um þá tíma
tvenna, sem hann hefur lifað.
„Hvar ertu fæddur og uppal-
inn, Jón“, spyr ég fyrst.
„Ég er fæddur að Geitabergi í
Svínadal árið 1896. Faðir minn,
Ólafur Jónsson, bjó þar í 18 ár,
.en ættaður var hann frá Lamb-
haga í Mosfellssveit, en móðir
mín hét Guðrún Rögnvaldsdótt-
ir frá Skálatanga á Akranesi. Ég
hef svolítið fengizt við að rekja
ætt hennar, og hef rakið hana í
gegnum Skarðsverja til Auðar
djúpúðgu.
Árið 1899 flytja foreldrar mín-
ir að Katanesi á Hvalfjarðar-
strönd, en faðir^ minn keypti þá
hálfa jörðina. Ég naut foreldra
minna ekki lengi við, því að ég
missti þau hvort á eftir öðru,
þegar ég var 14 og 15 ára“.
„Þú hefur þá sjálfsagt ekki
verið látinn ganga langskólaveg-
inn?“
„Nei, og ég get svarað þér
með vísu, sem ég gerði um það,
og hún er svona:
Ég fór skóla aldrei í,
angrar mig það stundum.
Og lífið ekki leynir því,
að listir ei við numdum.
Annars sagði mér það spákona
nýverið, að ég hefði átt að
leggja fyrir mig lögfræði, og
taldi, að með því móti hefði ég
náð langt á fjármálasviðinu. Það
er raunar allmerkilegt með þessa
spákonu, að hún gat sagt mér um
andlát föður míns og móður
minnar, á hvaða aldri ég var þá
— og þá fór ég eiginlega að taka
mark á spádómum hennar.
Eftir ég missti foreldra mína,
flæktist ég víða og starfaði við
ýmiss legt, en árið 1922 hóf ég
búskap á Katanesi, en áður hafði
ég átt heima í Reykjavík, kvænt-
ur og átti 3 börn með fyrstu konu
minni, Jónínu Jónsdóttur, en
hana missti ég.
Kvæntist ég þá Ólöfu Jóns-
dóttur, og átti með henni 2 börn,
en við skildum samvistir, en nú
bý ég með Katrínu Guðbjarts-
dóttur, ættaðri frá Bolungavík,
og við unum hag okkar hér vel.
Ég undi svo sem hag mínum
vel á Katanesi, skuldaði engum
neitt og átti allgott bú, og ég
byggði öll þessi hús, sem þú sérð
á þessu málverki þarna og gott
betur, því að hlaðan og fjósið
sjást ekki á myndinni.
Þú spyrð um bústofninn hjá
mér, og því er til að svara, að
ég átti nokkrar úrvalskýr, ekki
mjög margar, um 200 fjár, en
hesta átti ég flesta um 100 tals-
ins, en þó held ég, að ég hafi
flest alið yfir vetur 84 hross.
Sjálfsagt væri ég enn á Kata-
nesi, ef ég hefði ekki veikzt árið
Þar að auki hlýtur innlend
skuldabréfaútgáfa að vera
heppilegt hagstjórnartæki, og
á þenslutímum er heppilegt
að afla fjár til framkvæmda
á þennan hátt
1958, og varð þá að bregða búi.
Ég vil hafa víðsýnt í kringum
mig og á Katanesi sá ég víðan
og fagran sjóndeildarhring.
Ég uni mér svo sem vel hérna
í Reykjavík, en einhverntíma
var einhver að segja við mig, að
erfitt væri hér að lifa, og svar-
aði ég honum þá með þessari
vísu:
Þó lifað hafi langa vakt
og lúin ferðaflík.
Mér er það í lófa lagt
að lifa i Reykjavík.
Sumir kalla mig efnaðan. Má
og vel vera að ég eigi eitthvað,
og eitthvað hef ég fengist við
verðbréfaviðskipti, eftir að
hingað kom — en það er þá af
Jón Ólafsson frá Katanesi
því, að ég er nefnilega skilamað-
ur. Það hefur aldrei falilð á mig
víxili.
Ég var að verða 65 ára, þegar
ég lagði fyrst lönd undir fót,
ferðaðist um öll Norðurlönd og
Skotland. Þú hefur máski gaman
að heyra það, að við eigum sama
sem hús á syðstu eyju við Dan-
mörku, Ærö. Yndislegt lítið hús,
og þar eigum við innbú og bú-
slóð aðra, og höfum oftast dval-
izt þar á sumrin".
„Farið þið þangað í sumar?“
„Nei, spákonan ráðlagði mér
að ferðast ekkert í sumar, og við
það skal ég standa. Ærö er yndis
leg eyja, 30 km á lengd og 7 á
breidd, og þeir ytra kalla hana
Paradísareyju. Segja hana hafa
allt, sem Mallorca hefur ekki,
enda er ferðamannastraumur
þangað gífurlegur. Hérna sérðu
mynd af húsinu, og hér er kort
af Ærö, og húsið okkar er þar
sem krossinn er. Eiginlega er
þetta þýzk eyja, en hún gleymd-
ist hreinlega í einhverjum milli-
ríkjasamningum eftir stríð, og
tilheyrir nú Danmörku".
„Heyrðu mér, Jón, þú sem ert
frá Katanesi. Sástu aldrei það
nafntogaða skrýmsli, Katanesdýr
ið?“
„Ó, nei, það er tómt bull og
lygi. Það voru smalar frá Kata-
nesi og Galtarholti, sem komu
sér saman um að ljúga þessu
upp til að verða sér úti um hesta.
Annars kom einu sinni útlend-
ingur að Katanesi, og fór síðan
með lögferjunni yfir að Eyri, en
skildi eftir gríðarstóran hund,
sem ekki sinnti neitt mönnum,
og sagnirnar um Katanesdýrið
er ef til vill hægt að rekja til
þessa hunds. Lögferja var frá
Katanesi yfir að Eyri um lang-
an aldur, og kostaði aukaferð 2
krónur, en annars 50 aura fyr-
ir manninn.“
„Hvað svo með þessa frægu
tjörn, sem Katanesdýrið átti aS
hafast við í?“
„Tjörnina? — Ég ræsti hana
fram, alla leið niður í Hvalfjörð,
og þar sem hún áður var, eru nú
rennisléttar engjar, 50 dagsláttur
að stærð. Og ég fann ekkert dýr,
ekki einu sinni beinagrind, enda
hafði ég engan áhuga á þessari
furðuskepnu. Ég var oft búinn
að krossganga tjörnina. Hún
þornaði á sumrum. — Annars eru
þarna tvö stór vötn, Hólmavatn
og Eiðisvatn.
Mér er sagt, að komið hafi
fram tillaga í enska þinginu, að
dæla upp vatninu úr Loch Ness
til að sannreyna, hvort þjóðsag-
an um skrýmslið væri á rökum
reist. —
Ég lét mér nægja að ræsa
þessa tjörn fram, og lauk við
það árið 1943, — en dýrið fyrir-
fannst ekki.
Heilsufar mitt var gott fram
eftir allri ævi, en fyrir rúmu
ári veiktist ég alvarlega, en eftir
langar legur og með því að fara
að læknisráðum, hef ég frískast
mikið og finn, að ég er að fá
heilsuna á ný. Og þetta orti ég
fyrir 10 árum:
Mælt hef hey og mokað skít
mína flesta daga.
Sextugur blað ég brýt,
þá byrjar önnur saga.
Mér er sem sagt óðum að fara
fram.“
Með þessu ljúkum við stuttu
afmælissamtali við Jón Ólafsson
frá Katanesi, manninn, sem ræsti
fram tjörnina, en fann ekkert
skrýmslið, manninn, sem_ á hús í
sólinni á Paradísareyju. I dag er
hann 70 ára, og vinir hans minn-
ast hans með þakklæti, þar sem
hann situr í fallegu stofunum á
Nýlendugötu 24B, og bíður eftir
því að sumarið líði, svo að hann
og Katrín megi eitt sumar ennþá
gista Ærö, gista aftur sumar-
langt í Paradís.
Fr. S
— Minning
Framhald af bls. 12
dottið ýmislegt í hug. Það þekkir
enginn þá leið, sem aldrei var
farin. Þá kemur mér og stund-
um í hug, hvort ekki hefðu e.t.v,
orðið önnur og minni afrek sveit
unga hans, Davíðs skálds frá
Fagraskógi, ef hann hefði ekki
orðið fyrir því böli að veikjast
á yngri árum. Bölið sjálft getur
aldrei verið blessun, en það er
blessun að geta brugðizt svo við
því, að menn verði þrátt fyrir
það en ekki vegna þess, góðir
menn og nýtir, veglyndir og vin-
sælir.
Mér er það vel ljóst að Viggó
vinur vor var lítt hrifinn af opin-
beru lofi og vildi ekki einu sinni
að vinstri höndin vissi hvað sú
hægri gjörði. Gat ég þó ekki,
sjálfs mín vegna, byrgt það inni,
sem mér bjó í brjósti og ég hef
hér lýst að nokkru. Þykist ég og
vita, að fjölmargir muni vilja
taka undir með mér og lýsa yfir
þakklæti sínu, aðdáun og vinar-
hug í hans garð nú að leiðarlok-
um. En e.t.v. eru þau eftirmæli
bezt, sem ósögð eru en fylla hug-
skotin þeim kenndum, sem tald-
ar voru. Þeir, sem byggja sér i
lifandi lífi slíkan minnisvarða á
gröf sína, eru gæfumenn.
Sigurður J. Gíslason.