Morgunblaðið - 12.05.1966, Qupperneq 27
Mmmtudagur 12. maí 1966
MORCUNBLADID
Elín Sigurðardóttir
IMinning
' F. 11. maí 1899. D. 7. maí 1966.
Hinzta kveðja frá
Lilju Guðmundsdóttur.
Söknuður grípur sár um hjarta
mér
er sagt var að búið væri líf hjá
þér.
Bros þín og trú, mér báru jafnan
■ • sól.
Blíða og hógværð, vermdu það
er kóL
Saman við tvisvar sjúkrahúsi á
sjúkaí við lágum, glöð varstu
jafnan þá.
Ei var svo dimmt, né döpur
nokkur stund,
að dimman ei hyrfi fyrir bjartri
lund.
k
' Beynslan var sár, en söm var
róin þín.
Sönn var og staðföst barnsleg
trúin þín.
Birgðir þú jafnan böl og hverja
raun,
brosið var þinna vina sigurlaun.
Ég kveð þig mín vina klökk með
þessum söng,
hverfult er lífið, gatan köld og
þröng.
Minningaheimar mínir geyma þó
mátt þinn og kærleik — trúar
þinnar ró.
X-DX-D
Utankjörstaðakosning
Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýsfumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta.
Erleudis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis-
mönnum sem tala íslenzku.
V' Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík cr í Búnaðar-
, félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér
segir: Alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan
kjörstaðaatkvæðagreiðsluna.
Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708.
Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 22756.
Kosningaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur kosningaskrifstofur
utan Reykjavikur á eftirtöldum stöðum:
AKRANESI
Vesturgötu 47, sími: 2240
opin kl. 10—12 og 14—22.
* ÍSAFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu H. hæð, sími 537 og 232
opin kl. 10—19.
SAUÐÁRKRÓKI
Aðalgötu 5, sími 23 — opin kl. 10—18.
SIGLUFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu, sími 71154
opin kl. 13—19.
AKUREYRI
Hafnarstræti 101, sími 11578
opin kl. 10—12, 14—18 og 20—22.
VESTMANNAEYJUM
Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, sími 2233
opin kl. 10—12, 14—19 og 20—22.
SELFOSSI
Hafnartúni, sími 291
opin kl. 9—17 og 19,30—21.
KEFLAVIK
S jálfstæðishúsinu, sími 2021
opin kl. 10—19.
HAFNARFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu, sími 50228
opin kl. 9—22.
GARÐAHREPPI
Lyngási 8, sími: 51690 — 52340 — 52341
opin kl. 15—18 og 20—22,
laugardaga og sunnudaga kl. 14—18.
KÖPAVOGI
Sjálfstæðishúsinu, sími: 40708
opin kl. 9—22.
SELTJARNARNKSI
:Melabraut 56, sími 24378
opin kl. 18—22.
Ég kveð þig mín vina, Klökk er
lundin min.
Krogsinn er eina sólin er nú
skín.
Frelsarans ljúfa líknarríka hönd,
leiði þig vina inn á himins
strönd.
Ég bið að við mætumst morgun-
stundu á.
Munu þá tárin þorna af hverri
brá.
Ástvini leið þú ljúfi faðir kær,
í lifsins dimmu stattu þeim nú
nær.
Ljósið þitt Guð nú lýsi þeirra
braut.
— Liðin er vina okkar sára
þraut. —
Lof sé þér fyrir líf hvers göfugs
manns.
Lúta við verðum kjörum skapar'
ans.
Borgfjörð.
Framhald af bls. 32
ÓLAFSVÍK — Afli hefur ver-
ið rýr það sem af er maí. Bát-
arnir eru sem óðast að taka upp
net sín og hætta, aðeins 2—3
bátar eftir. Vertíðin hefur verið
í meðallagi, heldur betri en í
fyrra. Munaði um 500—600 tonn-
um um síðustu mánaðamót. Tíð-
arfar hefur verið erfitt í allan
vetur og sjómenn orðnir þreyttir
á því. — Hinrik.
★
GRUNDARFIRÐI — Grundar
fjarðarbátar eru í þann veginn
að hætta veiðum. Sumir eru
þegar hættir, aðrir hætta næstu
daga. Vertíðin var sæmileg hjá
þeim, meðalafli á bát mun vera
eitthvað nálægt 700 tonnum á
bát, og aflahæstu bátarnir með
um 800 tonn. Gerðir voru út 6
bátar, sem veiddu í þorskanet-
Framan af voru slæmar gæftir
hjá bátunum, en þegar leið á
aprílmánuð fór veðráttan batn-
andi og afli glæddist. — Bmil.
★
Akranesbáltar veiða síld.
AKRANESI — í gær tóku upp
netin vélbáturinn Sigurfari, Haf
örninn og Rán. >ar var veizla
um borð eftir lönaun. Hinir bát-
arnir eru líka að taka upp netin.
í gær bárust um 700 tunnur af
síld hingað. Síldina veiddu þeir
vestur í Jökuldjúpi. Höfrungur
II fé’kk um 600 tunnur og Höfr-
ungur III 100 tunnur. Þetta er
stór og falleg hafsíld. Hún er
hraðfryst. -— Oddur.
★
Betri vertíð en í fyrra.
SANDGERÐI — Flestir bát-
arnir eru að taka upp netin og
fáir eftir við veiðar. Vertíðin
hefur verið töluvert betri en í
fyrravetur og fengizt þó nokk-
uð meira magn af fiski. Að vísu
er nokkuð af því sem fram yfir
er loðna, en þó er þorskaflinn
líka betri- Stóru bátarnir fara
vafalaust fljótlega á síld, og
strax upp úr 15. fara hinir á
humarveiðar. — Páll.
KEFLAVÍK — Allflestir bát-
anna eru að hætta, en þar sem
sjómenn eru á samningi til 15.
maí, verða ekki endanleg lok hér
fyrr en þá. Afli hefur verið
afar lélegur að undanförnu, og
vertíðin í heild verið neðan við
meðallag — hsj.
Hættir á Eyrarbakka og Stokks
eyri.
3. maí. Heildaraflinn á vertíð-
inni er þessi: >orlákur Helgi 512
tonn, Kristján Guðmundsscn
483 tonn, Hafnfirðingur 367, Jó-
hann Þorkelsson 276 og Fjalar
102 tonn. Alls eru þetta 1738
tonn. Hafnfirðingur og Jóhann
byrjuðu ekki fyrr en í marz og
Fjalar í apríl. — Óskar
Fjölmennur
Vorboðniundur
Sjálfstæðiskvennafélagið Vor-
boðinn í Hafnarfirði hélt fund í
Sjálfstæðishúsinu i síðastliðinni
viku og var hann mjög fjölsótt-
ur, eða troðfullt hús. Fundar-
stjóri var formaður félagsins,
frá Jakobína Mathiesen, en stutt
ar ræður fluttu frú Helga Guð-
mundsdóttir, frú Elin Jósefs-
dótir, frú Sólveig Eyjólfsdóttir,
frú Sigurveig Guðmundsdóttir
og Þorgeir Ibsen skólastjóri.
Sýndi þessi fjölmenni fundur
Vorboðans að Sjálfstæðiskonur
í Hafnarfirði eru staðráðnar í að
vinna ötullega að glæsilegum
sigri Sjálfstæðisflokksins og
tryggja frú Helgu Guðmunds-
dóttur setu í bæjarstjórn.
— Sumarbúðir
Framhald af bls. 3.
Menntaskólaselið
(stúlkur)
1 fl. 28. júní - 9. júlí
2. fl. 11. júlí - 29. júlí
3. fl. 3. ágúst - 16. ágúst
4. fl. 18. ágúst - 31. ágúst
Skáliholt
(drengir)
1. fl. 28. júní - 9. júlí
2. fl. 11. júlí - 29. júlí
3. fl. 3. ágúst - 16. ágúst
4. fl. 18. ágúst - 31. ágúst
Eins og sést af þessu eru ein
göngu drengir í hinum nýju
Skálholtsbúðum, telpur í Mennta
skólaselinu, en bæði drengir og
stúlkur að Kleppsjárnsreykjum.
- EBE
Framhald af bls 1
ig í sér algert tallasamband að
því er varðar iðnaðar- og land-
búnaðarvöi-ur — án nokkurra
tollmúra milli bandalagsland-
anna en með sameiginlegan toll-
múr gagnvart löndum utan banda
lagsins og mun samkomulagið
ganga í gildi 1. júlí 1968. Þetta
er síðar en V-Þjóðverjar vildu,
en fyrr en Frakkar kusu, að því
er hermt er í Brússel. Innbyrðis
tolla á iðnaðarvörum á að lœkka
um 5% 1. júlí næsta ár og fella
niður algerlega ári síðar.
Síðasti þáttur samningavið-
ræðna ráðherranna hófst á mið-
vikudag í fyrri viku og komu
ráðherrarnir aftur saman á mánu
dag eftir helgarhlé. Fulltrúar
Efnahagsbandalagsins hafa allan
tímann gefið í skyn að samkomu-
lag myndi nást þessu sinni en
engin dul er dregin á það nú að
mikilj ágreiningur hafi verið
með aðilum um margt og að
erfitt hafi verið að finna iausn
sem öll sex aðildarríkin gátu
sætzt á.
'AHMM
HAFNAR-
SVEITARFÉLÖGIN þurfa að
afla sér tekna til hinnar marg-
háttuðu starfsemi, er þau hafa t
með höndum. Einn aðaltekju-
stofn þeirra eru útsvör og að-
stöðugjöld. Til að skattstofn
þessi verði ekki til að draga úr
framfara og framkvæmdaþrá
einstaklinga og fyrirtækja er
nauðsynlegt að stilla álagningar
reglum í hóf og hafa ekki ó-
eðlilegt misræmi á milli ná-
grannabyggðarlaga.
Eitt höfuðverkefni bæjar
stjórnar Hafnarfjarðar á því
kjörtímabili, sem nú er að líða
hefur verið að lagfæra misrétti
milli Hafnfirðinga og nágranna-
byggða í þessum efnum. Útsvör
einstaklinga og fyrirtækja hafa
jafnan verið miklu hærri í Hafn-
arfirði en t.d. í Reykjavík- Hef-
ur það leitt til lakari lifskjara
en þurft hefði að vera. Á s.l.
ári tókst að lagfæra þetta mis-
rétti að fullu og var notaður
sami útsvarsstigi og aðstöðu-
gjaldsstigi í Hafnarfirði og
Reykjavik og öðrum nágranna-
byggðum.
Svo rammt kvað að þessarl
skattpíningu í Hafnarfirði, að
t.d. stundum urðu einstaklingar
að greiða um 20% hærra útsvar
í Hafnarfirði en í Reykjavik og
t.d. árið 1961 urðu nýlenduvöru-
verzlanir að greiða 145% hærva
veltuútsvar í Hafnarfirði en í
Reykjavík, kjöt og fiskverzlanir
og fiskiðnaðarfyrirtæki 104%
hærra, bóka- og ritfangaverzl
anir 116% hærra, önnur verzlun
143% hærra, iðnaðarmenn við
sjálfstæð stprf 67% hæra og iðn-
fyrirtæki 94% hærra. Hér eru
aðeins örfá dæmi nefnd-
Yið það að færa þessar álögur
í sama horf og í Reykjavík hafa
áhrifin orðið þau, að þátttaka
atvinnurekstursins í heildartekj-
um Hafnarfjarðar af þessum
gjaldstofni hefur aukizt úr 15,05
% 1958—1961 í 17,13% árin 1962
—1965. Sýnir þetta bezt hve
skattpíning þessi hefur verið
neikvæð og staðið i vegi fyrir
bættum kjörum fólksins og vexti
og viðgangi alls atvinnu- og at-
hafnalífs í Hafnarfirði.
Að þessari skattpíningu stóðu
fastast kommúnistaöflin, þ.e.
kommúnistar og vinstri öflin í
Alþýðuflokknum undir forystu
Árna Gunnlaugssonar, sem nú
hefur yfirgefið flokk sinn m.a.
fyrir að hafa staðið að þessari
skattalækkun.
Sjálfstæðismenn hafa marg-
sinnis bent á það, að of miklar
skattaviðjar eru hættulegar at-
hafnalífi einstaklinga og fyrir-
tækja og þá ekki sízt ungu fólki,
sem af bjartsýni og stórhug
ræðst í að koma sér upp ibúðum
eða stofna til atvinnurekstrar.
Hin örfandi hönd aukinna
framfara og þróttmikillar upp-
byggingar í bæjarfélaginu felst í
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Stefna hans er að hafa stakkinn
það rúman að ekki þrengi að
spenntum vöðvum tilbúnum til
stórra átaka. X D.
Allir bátar á Eyrarbakka og
Stokkseyri eru hættir og ætla
á humarveiðar. Fréttaritarar á
þessum stpðum sendu eftirfar-
andi fréttir: STOKKSEYRl —
Bátarnir hér hafa þegar tekið
upp. Voru heldur vonbrigði með
vertíðina, kom hvorki sumar-
málahrotan né páskahrotan. Bát
arnir höfðu þennan afla: Bjarni
Ólafsson 510 tonn, Hólmsteinn
og Hásteinn II. um 500 hvor,
Fróði 408 og Hásteinn 160 tonn.
— Steingrímur.
EYRARBAKKA — Bátarnir eru
hættir og eru að undirbúa sig
með troll. Þeir fara á humar-
veiðar. Vertíðin hefur verið
mjög léleg. Bátarnir toku upp
Bifreiðaeigcndur Olaístii,
Hellissandi og nágrenni
Maður frá F.f.B. verður með ljósastillingatæki á
Hellissandi, laugardaginn 14. maí og sunnudaginn
15. mai. Félagsmenn eu beðnir um að snúa sér til
umboðsmanna F.Í.B. á viðkomandi stöðum. Jafn-
framt verður tekið á móti nýjum félagsmönnum á
staðnum.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda.