Morgunblaðið - 19.05.1966, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. max 1966
r 2
Sex
1.
Lægsta tilboð miðað við út-
hoðsskilmála nam 93,4 millj.
kr. — Það var frá þýzka fyrir-
tækinu Hochtief og Véltækni
sf. — Framkvæmdir hefjast
síðar í sumar
tilboð bárust í gerð
áfanga Sundahafnar
STAKSTFIHAR
Kveðjur fil
Reykvíkinga
Á lista kommúnista er ung <>g
UöguJeg kona, en ekki aS sama
skapi lítillát. Hún hefur allgóða
menntun eins og sálfræðingur
sá, sem frætt hefur Reykvíkinga
á því, að öll vandamál mundu
Jeysast, ef hin mikla menntun
ihans yrði nýtt. Og þessi kven-
frambjóðandi kommúnista fer
heldur ekki dult með það, að
;hú n sé bæði gáfuð og menntuð,
gagnstætt því sem sé um meiri-
Jiluta Reykvíkinga. Um þá segir
Jiun í ríkisútvarpinu:
„Sjálfstæðisflokkurinn treyst-
Ir áframhaldandi svefngöngu
kjósenda. Ef til vill er svo al-
gjört vanmat á gáfnafari kjós-
enda réttmætt. íhaldsflokkar um
allan heim eiga alltaf öruggan
ákveðinn hóp kjósenda, hégóm-
legt, einfalt milliséttarfólk,
menningarsnauða smáborgara“.
Þetta er þá álit það, sem þessi
konukind hefur á þeim meiri-
hluta Reykvikinga, sem tryggt
hafa sér og sínum trausta og
góða borgarstjórn.
En Morgunblaðið getur bæði
sagt henni og sálfræðingnum
hennar alvitra, að Reykvíkingar
vilja gjarnan halda áfram að
vera heimskir í þeirra augum —
vera „hégómlegt, einfalt milli-
stéttarfólk og menningarsnauðir
smáborgarar“. Og nafngiftirnar
munu þeir þakka á verðugan
hátt nk. sunnudag.
Hinn fullkomni
ódrengskapur
Á forsíðu kommúnistamál-
gagnsins í gær birtist stór mynd
af trésmiðjunni Víði. hinu mikla
fyrirtæki, sem Guðmundur Guð-
mundsson hefur byggt upp af
mesta dugnaði og kjarki, sem
hér hefur þekkzt, þótt hann hafi,
eins og alkunnugt er átt við
örðugleika að etja, sem öðrum
hefði orðið um megn að yfir-
stíga. Undir myndinni stendur:
„Trésmiðjan Viðir hefur haft
mikið umleikist á undanförnum
árum. Eigandi hennar er fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins og
hefur merkt glugga verzlunar
sinnar Sjálfstæðisflokknum. —
Skattalögreglan hefur ekki séð
ástæðu til að heimsækja hann“.
Og í grein, sem á eftir fylgir,
er hinum freklegustu aðdróttun
um haldið áfram.
Árás þessi er einhver hin
svívirðilegasta, sem sézt hefur
hér á landi, og vissulega munu
þeir Reykvíkingar margir, sem
minnast þessa einstaka ódreng-
skapar í garð Guðmundar Guð-
mundssonar næsta sunnudag.
F ramsóknarkonan
og brennivínið
Kona sú, sem Framsóknar-
flokkurinn býður kjósendum
upp á á framboðslista sinum, rit-
ar grein í Tímann, þar sem hún
segir m.a.:
„Langflestir samkomustaðir
hafa vínveitingaleyfi, og þar er
öllum innan 21 árs aldurs bann-
aður aðgangur. Sá eiginlegi
skemmtanaiðnaður sér sér ekki
hag í að halda opnum skemmti-
stöðum fyrir æskufólkið. Hann
miðast fyrst og fremst við hagn-
aðarsjónarmið.
Það eru léleg uppeldisáhrif á
ungiinga að standa utan við dyr
samkomuhúsa og reyna að svíkj-
ast inn, reyna jafnvel að falsa
nafnskírteini sin til að sýnast
eldri en þeír eru“.
En hvernig var það? Voru ekki
ungir Framsóknarmenn búnir að
finna ráðið? Höfðu þeir ekki vín
veitingar á fundi, þar sem ekk-
ert 21 árs aldurstakmark var og
enginn þurfti að sýnast eldri en
hann var? Sumir hefðu raunar
gjarnan mátt vera svolítið yngri
til að teljast réttir fundarmenn
á æskulýðsfundi.
TILBOÐ í gerð 1. áfanga Sunda
hafnar voru opnuð í gær hjá
Innkaupastofnun Reykjavíkur-'
borgar að viðstöddum borgar-
stjóra, Geir Hallgrímssyni,
hafnarstjórn og bjóðendum og
umboðsmönnum þeirra. Sex til
boð bárust og hið lægsta miðað
við útboðsskilmála nam
93.451.599 krónum. Það var frá
þýzka fyrirtækinu Hochtief og
Véltækni sf.
Forstjóri Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar, Valgarð
Briem opnaði tilboðin og var
hið fyrsta frá þýzka fyrirtæk-
inu Hochtief í Essen og Vél-
tækni h.f. Var það miðað við út
boðsskilmála og nam 93.451.599
krónum.
Annað tilboð var frá Royal
Netherlands Harbour Works
Company Ltd. og Stefáni Ólafs
syni, verkfræðingi. Miðað við
útboðsskilmála nam það
124.029.500 krónum, en einnig
var sent fráviksboð að upphæð
115.842.800 krónur.
Þriðja tilboðið var frá danska
fyrirtækinu E. Phil & Sön og
nam 114.900.000 krónum miðað
við útvoðsskilmála. Fyrirtækið
sendi einnig tvö frávikstilboð að
upphæð 105.108.800 krónur og
92.781.800 krónur.
Fjórða tilboðið var frá sænska
fyrirtækinu Skánska Sements-
gjutriet og Malbikun h.f. og nam
það miðað við útboðsskilmála
102.250.000 krónum, en þessir
aðilar sendu einnig frávikstilboð
að upphæð 81.700.000 krónur.
Fimmta tilboð var frá fyrir-
tækinu Johnson Construction í
Stokkhólmi og barst það í
skeyti. Miðað við útboðsskil-
mála bauðst fyrirtækið til að
vinna verkið á kostnaðarverði
með 13% álagi, en það bauðst
einnig til að vinna verkið sam
kvæmt eigin teikningum fyrir
119.972.000 krónur.
Sjötta tilboð var frá Ingeniör
F. Selmer í Osló, sem bauðst til
að vinna verkið með fráviki mið
að við útboðsskilmála fyrir
102.989.600 krónur.
Er Valgarð Briem hafði lesið
upp tilboðin skýrði hann frá því,
að samkvæmt kostnaðaráætlun
hafnarstjórnar myndi bygging
1. áfanga Sundahafnar kosta 98
milljónir króna.
Samkvæmt útboðsskilmálum á
FR AMB J ÓÐENDUR Sjálfstæð-
isflokksins á Seltjarnarnesi
efndu til almennra funda um
hreppsmál í Mýrarhúsaskóla
mánudaginn 16. og þriðjudág-
inn 17. þ. m.
Á fundunum flutti oddviti,
Karl B. Guðmundsson, ávarp og
Sigurgeir Sigurðsson, sveitar-
stjóri ræddi hreppsmál og svar-
aði fyrirspurnum.
Mjög margar fyrirspurnir bár
ust á báðum fundunum, og var
að byggja 379 metra langan
hafnarbakka með 2 álmum í
Vatnagörðum, vinna að dýpkun
þar og sprengja djúpsker út af
Pálsflaki. Gert er ráð fyrir, að
Skagaströnd, 18. maí.
ÍBÚÐARHÚSIB að Víkum á
Skaga brann til kaldra kola í
morgun. Þetta var gamalt timb-
urhús, járnvarið að utan, tvær
hæðir og kjallari. í Víkum búa
hjónin Karl Árnason og Margrét
Jónsdóttir, og voru þrír upp-
komnir synir þeirra heima.
Samkvæmt frásögn Jóns Bene-
diktssonar, bónda í Höfnum,
sagði hann að um kl. 5.30 í
morgun hefðu hjónin vaknað
við mikla reykjarlykt, og skipti
það engum togum, að efri hæðir
hússins urðu alelda. Þau komust
þó í síma og gátu látið vita
hvernig komið var á næstu bæj-
um.
Ekkert var hægt að gera til
bjargar íbúðarhúsinu, en það
FIMMTUDAGINN 12. maí voru
liðin 100 ár frá því, að Svíar
fengu þjóðkjörið þing. Af því
tilefni efndu Sviar þá til mikilla
hátíðahalda þann dag, og buðu
m.a. fjórum fulltrúum frá þing-
um hinna Norðurlandanna. Af
hálfu Alþingis sóttu þessi hátíða
höld, þeir Birgir Finnsson, for-
seti Sameinaðs þings, Sigurður
Ó. Ólason, Hannibal Valdimars-
son og Björn Fr. Björnsson.
Hátíðahöldin hófust Jd. 11 um
morguninn með móttöku í þing-
þeim svarað af sveitarstjóra.
Fundarstjóri á báðum fund-
unum var Snæbjörn Ásgeirsson
og fundarritarar frú Guðrún
Einarsdóttir og Kristinn B. Guð
mundsson,, lögfræðingur. Ágæt-
ar undirtektir fundarmanna og
hin mikla fundarsókn er fundar
boðendum mikil hvatning tit
aukinna átaka í kosningunum
nk. sunnudag.
X—D
hafnarbakkinn verði gerður úr
steyptum kerum.
Hafnarstjóri, Gunnar Guð-
mundsson, tjáði Morgunblaðinu
að ráðgert væri að framkvæmd-
ir við Sundahöfn hefðust þegar
búið væri að vinna úr tilboðum
þeim sem bárust og semja við
verktakann. Yrði það síðar í
sumar.
Áður en tilboð voru opnuð
óskaði fulltrúi Verks h.f., Birg-
ir Frímannsson, að fá upplýsing
ar um hverjir hefðu sent til-
boðin. Þegar honum var tjáð, að
það væri ekki unnt sökum þess
að tilboðin væru lokuð, bað
hann um að fá tilboð Verks h.f.
afhent aftur.
tókst að bjarga fjósi og hlöðu,
sem stóðu fast norðan við bæ-
inn, enda var vindur norðaust-
an. Stóð því af fjósi og hlöðu,
en þær byggingar voru byggðar
úr steinsteypu. Einhverju lítils-
háttar tókst að bjarga úr kjall-
ara hússins, en engu af innbúi á.
efri hæðunum. Hús og innbú
var vátryggt. — Þórður.
ÞAÐ er nú mjög i athugun, að
m.s. Katla, sem er eign Eim-
skipafélags Reykjavíkur, verði
seld á næstunni til Grikklands.
húsinu. Þar fluttu fulltrúar hinna
Norðurlandanna stutt ávörp og
afhentu gjafir. Birgir Finnsson
afhenti gjöfina frá Alþingi og
var það ljósprentuð útgáfa
Sturlungu. Ingvaldsen, forseti
norska þingsins afhenti sænska
þinginu að gjöf stóra silfur-
slegna ölkrús, Paasio, forseti
finnska þingsins afhenti stóran
kristalklump, sem var allur hol-
aður út, og mátti nota sem
blómavasa, og loks afhenti Bom-
holt, forseti málverk frá danska
þinginu.
Eftir hádegið var svo mikil
samkoma í Konserthuset, og þar
fluttu ávörp Fridolf Thapper,
forseti annarar þingdeildarinn-
ar sænsku, og Svíakonungur. Þá
var flutt frumsamin kantata af
stórri hljómsveit og blönduðum
kór eftir sænska tónskáldið
Gerow. Um kvöldið var svo
haldin mikil veizla í Stadshuset,
þar sem saman voru komnir um
1200 gestir. Var þeim öllum af-
hent að gjöf bók, sem nefnist
Þjóðfélagið og þingið, sem var
sérstaklega tekin saman vegna
þessa afmælis, auk silfurpenings
og þriggja frímerkja, sem voru
sérstaklega gefin út í tilefni af-
mælisins.
Dauft yfir
síldveiðunum
HELDUR dauft var yfir síld-
veiðunum fyrir Austfjörðum í
gær. Þar voru um 15 bátar að
kasta 65 mílur austur af Seley,
en fengu lítið. Þó fékk Barði
þar 1000 tn. Færðu þeir sig þá
dýpra, eða á þann stað, þar sem
Jón Kjartansson var um hely-
ina, en urðu ekki varir; Sigurð-
ur Bjarnason og Gísli Árni leit-
uðu ennþá dýpra, og urðu þeir
varir við nokkra síld, og var
Sigurður Bjarnason byrjaður að
kasta í gærkveldi.
Færeysku síldveiðibátarnir,
sem voru að veiðum á þvi svæði
þar sem Hafþór fann fyrst síld,
voru nú komnir á slóðir íslenzku
bátanna. Hafþór fann í gær
ágætar torfur austur af Glett-
inganesi, en þær lágu mjög
djúpt, og því óvist hvað verður
úr þeim. Ægir var i gær kominn
á móts við Langanes, en hann
hafði þá farið vestur og norður
um land á leið austur, og hafði
þá enga síld fundið.
2 sækja um
Laufásprestakall
UMSÓKNARFRESTUR um
Laufásprestakall rann út þann
15. þ.m. Umsækjendur eru
tveir, séra Bolli Gústafsson sókn
arprestur í Hrísey og séra Sigur-
páll Óskarsson, sóknarprestur á
Bíldudal.
(Frá skrifstofu biskups)
Talið á föstudag
SAMKVÆMT upplýsingum er
Mbl. aflaði sér hjá skrifstofu
biskups íslands hefur verið
ákveðið að talning í kosning-
unnj um Garðaprestakall hefjist
k). 9 árdegis n.k. föstudags-
morgun.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. aflaði sér hjá Óskari A.
Gíslasyni, forstjóra Eimskipa-
félags Reykjavikur, þá komu
hinir grísku kaupendur til Ant-
werpen og Hamborgar, og litu
þar á skipið á floti. Gerðu þeir
ákveðið tillboð í skijflð við það
tækfæri, þó með þeim fyrir-
vara, að fá síðar að skoða það I
þurrkví. Katla mun fara til
flokkunarviðgerðar í Svíþjóð
núna um næstu mánaðamót, og
munu hinir grísku kaupendur
þá líta frekar á skipið. Að því
loknu verður endanleg ákvörð-
un um kaupin tekin. Ekki vildi
Óskar að svo stöddu gefa upp,
hverjir hinir grísku kaupendur
væru, né hve tilboðið væri hátt.
Eimskipafélag Reykjavíkur
hefur nú átt Kötlu í 16 ár, en
hún var byggð sérstaklega fyrir
saltfisksflutninga milli fslands
og Miðjarðarhafslandanna. Hef-
ur hún síðan lengzt af verið i
þeim flutningum, og er að öll—
um líkindum eina íslenzka skip-
ið, sem hefur siglt alla leið til
S. Amepíku. Auk þess hefur
Katla einnig verið i timbur-
fiutningum frá Finnlandi’ og
Rússlandi. Katla er 232ö d. w,
að stærð og sagði Óskar, að hún
hefði ætíð reynzt hið mesta
happaskip.
Gnrðahreppur
SJÁLFSTÆÐISFÓLK! — Hafið
samband við kosningaskrifstof-
una að Lyngási 8. Veitið upp-
lýsingar og leytið upplýsinga.
Þeir, sem verða fjarverandi á
kjördegi munið að kjósa áður.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
félagsins Lyngási 8. —
Símar: 52340 — 52341 — 51690.
Fiölmennir fundir
D-litans á Seltjarnarnesi
Húsbruni að Vík-
um á Skaga
Litlu sem engu tókst að bjarga
af innbúi
4 þingmenn á afmæli
sænska þingsins
Albingi gaf Sturlungu — Ijósprentaða
VorAiir Yz th“ ep|ri?
VCl UUI glld Ud oclu: