Morgunblaðið - 19.05.1966, Page 5
ílmmtudagur 19. maí 1966
MORGUNBLAÐID
5
Framboðslistirm á Patreksfirði
SAMEIGINLEGUR framboðs-
listi Alþýðuflokksins, Framsókn
arflokksins og Sjálfstæðisflokks
ins til hreppsnefndarkosninga
22. maí 1966 í Patrekshreppi á
Patreksfirði er skipaður þess-
um mönnum:
. 1. Svavar Jóhannsson,
' bankaútibússtjóri.
2. Ásmundur B. Olsen,
) oddviti
3. Baldvin Kristjánsson,
' rafvirkjameistari.
' 4. Bogi Þórðarson,
framkvæmdastjórL
5. Ólafur H. Guðbjartsson,
húsgagnasmíðameistari.
6. Bragi Thoroddsen,
verkstjóri.
7. Ingvar Guðmundsson,
skipstjóri.
8. Snorri Gunnlaugsson,
vélgæzlumaður.
9. Ólafur Bæringsson,
• gröfustjóri.
10. Ólafur G. Ólafsson,
verkstjóri.
11. Guðmundur Óskarsson,
ver zlunar st j ór L
12. Hafsteinn Davíðsson,
rafveitustjóri.
13. Gísli Snæbjörnsson,
útgerðarstjóri.
14. Valgeir Jónsson,
raf virkj ameistar L
Framboðslisti til
sýslunefndarkosninga:
1. Ingólfur Arason,
kaupmaður.
2. Bragi Thoroddsen,
verkstjóri.
Hitaveita fyrir Akranes
IJr erindi Sveins Einarssonar
AKRANESI, 16. mai. — Sveinn
S. Einarsson, verkfræðingur,
flutti yfirgripsmikið snilldar
erindi hér sl. mánudag, 9. þ.m.
Sjálfstæðismenn höfðu boðað til
fundar um jarðhita og var öll-
um heimill aðgangur. Sveinn
sagði m.a. Láta mun nærri að
árlega sé eytt 450—500 millj. kr.
til olíukaupa til húshitunar. Að-
eins 4% ibúðarhúsnæðis á íslandi
er hitað upp með rafmagni.
Talið er að 60—70% lands-
manna hafi möguleika á að
njóta jarðvarma til upphitunar.
Og er Akranes í hópi þeirra
byggðarlaga, sem möguleika
hafa á að nýta jarðvarma.
Gerði hann ráð fyrir að það
kostaði okkur 11-12 millj. króna
þessi 6500—7000 tonn, sem við
notum af olíu á ári hverju til
upphitunar.
Samkvæmt reynslu af rekstri
hitaveitna hér á landi, er rekstr-
arkostnaður um 12—15% af
kostnaðarverði og mætti því
hitaveita fyrir Akranes kosta
80—90 millj. króna til að standa
undir sér fjárhagslega. Mögu-
leikar Akurnesinga til hitaveitu
eru aðallega bundnir við tvö
svæði, Leirársvæðið og hins veg-
ar svæði þau, sem tekin voru til
rannsóknar sl. sumar og þá eink-
um við Innra-Hólm. Aðalókost-
urinn við Leirársvæðið er, að
vegalengdin til Akraness er rúm-
lega tvöföld á við vegalengdina
frá Innra-Hólmi.
Lausiega má áætla kostnað
Kaffisala Kven-
félags Laugar-
nessóknar
ÞAÐ mun almennt viðurkennt,
að kvenfélög safnaðanna hér í
borg hafi starfað með sérstakri
prýði og komið á hávaðalausan
hátt mörgu góðu til leiðar.
Auðvitað þurfa þau ýmsan
stuðning og góðvild borgaranna
og af þeirri ástæðu eru þessar
línur skrifaðar.
Núna í dag, Uppstigningardag,
efnir eitt þessara félaga, Kven-
félag Laugarnessóknar, til sinn-
ar árlegu Kaffisölu. Klukkan 2
verður guðsiþjónusta í Laugar-
neskirkju, þar sem séra Páll
Pálsson, sem áður þjónaði í Vík
í Mýrdal, mun predika, en kaffi-
salan hefst svo klukkan 3 í
Laugarnesskólanum og nýtur
þar velvildar og skilnings hins
ágæta skólastjóra, Gunnars
Guðmundssonar.
við aðveituæð frá Leirá
milli 30 til 50 millj. króna. Á báð
um þessum svæðum þarf að
framkvæma djúpboranir. Kostar
hver metrL sem boraður er
1500—2000 kr. 500 m. djúp hola
kostar því 750 þús. til milljón
kr.
Koma Sveins S. Einarssonar
hingað hefur skilað okkur áfram
í hitaveitumálunum. — Oddur.
Að þessu sinni verður kaffi-
salan að því leyti frábrugðin
venjunni að nú verður þarna
jafnframt sýning á merkilegri
handavinnu elztu félagskonunn-
ar, frú Guðrúnar Jónsdóttur frá
Þyrli. Allt munir, er hún hefur
gjört eftir sjötugt og sumt nú á
síðustu tveim árum, en hún varð
níræð snemma á þessu ári. Ber
þessi sýning vott íslenzkri heim-
ilismenningu, eins og 'hún var
bezt á undanförnum árum og
öldum, unnin í kyrrð og hljóð-
leik, þar sem hugur, hjarta og
hönd, allt í senn, fylgdist að.
Það hefir aldrei neinn að und-
anförnu farið óánægður frá
kaffisölu kvennanna í Laugar-
nessókn. Skólasalurinn var full-
ur í fyrra fram undir kvöld af
glöðum andlitum yngri og eldri
sem margir höfðu auðsjáanlega
ánægju af að hittast þarna.
Það er fullvíst að hverjum
einstökum verður þarna tekið
eins og einmitt 'hann sé alveg
sérstaklega velkominn — og
ágóðinn rennur allur í líknar-
sjóð félagsins.
Garðar Svavarsson.
Búvinnunámskeið fyrir
borgarbörn
— á vegum Æskulýðsráðs og Bún
aðarfélagsins
BÚ VINNUN ÁMSKEIÐ fyrir
böm, sem ætla í sveit í sumar,
verður 'haldið vikuna 23.—28.
maí n.k. á vegum Búnaðarfélags
fslands og Æskulýðsráðs Reykja
víkur. En slík námskeið hafa
áður verið haldin vorin 1962 og
1963 við vaxandi aðsókn. Nám-
skeiðið hefst mánudaginn 23.
maí kl. 2 e. h. að Fríkirkjuvegi
11. Og fer innritun fram þar
daglega kl. 14—18 og í síma
15937.
Námskeiðinu er þannig hagað
að ráðunautar frá Búnaðarfélagi
íslands og Reykjavíkurborg o. fl.
ræða við börnin um sveitastörf,
búfé, garðrækt og búvélar og
sýna kvikmyndir og litskugga-
myndir. Börnin læra björgun úr
dauðadái með blástursaðferð-
inni og hjálp í viðlögum og er
kvikmynd til skýringar. Þá
verður farið í heimsókn til
Sláturfélags Suðurlands, í
Mjólkurstöðina og skógræktar-
stöðina í Fossvogi. Þá verður
börnum kennd meðferð hesta á
vegum Fáks í reiðskólanum á
Skeiðvellinum. Farið verður að
Bessastöðum, en þar fer fram
verkleg kennsla í garðrækt,
búfjárhirðingu og meðferð bú-
ardaginn 28. maí með ferðalagi
í búfjárræktarstöð Búnaðar-
sambands Suðurlands að Lauga-
dælum með viðkomu í gróður-
húsi í Hveragerði.
Umsjónarmenn með námskeið-
inu eru Jón Pálsson og Agnar
Guðnason. Sagði Jón frétta-
mönnum, að enginn vafi væri á
að börn hefðu gott af svona
kynning á sveitinni. Borgar-
börn hefðu gott af að komast í
snertingu við sveitalíf. Aðeins
væri slæmt að geta ekki gert
það á raunhæfari hátt en þetta.
Agnar upplýsti að ekkert væri
gert til að örva sveitaveru barna
hér á landi. Erfitt væri að koma
börnum og unglingum í sveit.
Nú hafa um 250 unglingar 12-16
ára skráð sig til vinnu hjá ráðn-
ingarstofu Landbúnaðarins. Af
yngri börnunum, 12-14 ára yrði
sennilega hægt að útvega 50-60
sveitadvöl, en öll þau eldri kæm
ust í sveitavist, ef þau krefjast
þá ekki of mikils kaups.
Þátttaka í Búvinnunámskeið-
inu kostar kr. 50.00 og eru ferðir
í reiðskóla Fáks, Skógræktar-
stöðina og að Bessastöðum inni-
faldar, en Laugardælaferðin
Nemendur á Búvinnunámskeiði skoða grísi að Laugardælum.
ORL AN E-sny rti vö rur
Á morgun föstudag 20. maí og laugardag 21. maí er
sérfræðingur frá ORLANE snyrtivöruverksmiðjun-
um frönsku til viðtals í verzluninni REGNBOGINN
í Bankastræti fyrir þá, sem vilja fá ókeypis leið-
beiningar um notkun ORLANE-snyrtivaranna.
GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN
Regnboginn
BANKASTRÆTI .