Morgunblaðið - 19.05.1966, Side 12

Morgunblaðið - 19.05.1966, Side 12
MORGU H B LADIÐ Fimmtudagur 19. maí 1966 ^ 12 — Andvaraleysi k Framhald a( bls. 1 „Teljið þér þennan áróður hættulegan?" „Andstæðingarnir virðast telja hann einna líklegastan til ár- •ngurs, en ekki ætti hann að vera hættulegur, því að annað hvort vilja menn, að Sjálístæðis- flokkurinn stjórni eða ekki.“ „Baráttasi snýst allmjög um borgarstjórann? “ „Já, þannig á það að vera og hefur lengzt af verið. Af eigin raun þekki ég fyrst t i 1 borgarstj órnarkosninganna 1934. Þær voru hinar fyrstu, sem ég var í kjöri til borgarstjórnar. Ótvirætt var, að þá var ekki einungis kosið um það, hvaða flokkur skyldi skipa meirihlut- ann, heldur og hvaða maður skyldi verða borgarstjóri. Jón Þorláksson var tvímælalaust sá maður, sem allir Sjálfstæðismenn öðrum fremur báru traust til að vera borgarstjóri. Síðan hefur það ætíð verið svo að bæjar- •tjórnarkoeningar hafa ótvírætt verið háðar undir forustu borg- •rstjóra, og hann hafður á odd- inurn". „Hefur borgaretjóraefnið ætíð •kipað fyrsta sæti lista Sjálf- •tæðisflokksins ? “ „Nei. Bn ég sannfærðist um það, þegar ég var borgarstjóri, að það veldur beinum ruglingi, ef borgarstjórinn er ekki efstur og hefí. þess vegsna ætíð stað- fastlega ráðlagt að svo skyldi vera, vegna iþess að borgaramir eru fyrst og fremst að velja sér borgarstjóra." „Viljið þér einhverju spó um órslitin? “ „Kosningaúrslit eru ætíð mjög óviss. Má t. d. á það benda, að þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi við þingkosningar í Reykjavík, þæði 1931 og 1933 hlotið mjög góð úrslit, mátti litlu muna að illa færi við bæjarstjórnarkosn- ingar í ársbyrjun 1934. Þá hlaut flokkurinn innan við 50% af at- kvæðamagni. Þegar svo er. þá er það komið undir skiptingu at- kvæða and'stæðinganna hvort meirihluti helzt eða ekki. Athyglisvert er að svona fór, þó að Jón Þorláksson, sem þá var borgarstjóri og borgaretjóraefni, hafi áreiðanlega notið meiri virð- ingar af öllum, og verið talinn hæfari, bæði sökum meðfæddra yfrburða og margfaldrar reynslu, ti'l að gegna þessu starfi en nokk- ur annar. Enda var það almanna- rómur, að hann hafi aldrei notið sín betur en í borgarstjórastöð- unni, sem lá fyrir honum eins og opin bók.“ „Hafa bæjarstjórnarkosningar i Reykjavík ekki oftast verið Sjálfstæðisflokknum hagstæðari «n þingkosningar?" „Svo hefur yfirleitt verið talið, «n úrslit þau sem ég nefndi, sýna, að til beggja vona getur brugðið og menn skyldu því •ldrei vera of öruggir. Alltaf geta verið eirthverjar sveiflur, eem roenn gera sér ekki grein fyrir. Einnig af þeirri ástæðu skyldu menn var- lega treysta kenningunni um, að Sjálfstæðismenn hafi gott af meira aðhaldi því að ef ein- hverjir tækju hana alvariega, gæti af þvi leitt, að þeir fengju yfir sig það, sem þeir sízt kysu.“ „Eru sveitarstjórnarkosningar eins afdrifarikar og þingkosning- ar?“ „í Reykjavík hygg ég að þær »éu jafnvel afdrifarikari. Auð- vitað er í hverju sveitarfélagi um sig, Reykjavík jafnt sem öðrum, verið að kjósa uim sveit- arstjórnimar Þar. En að sjálf- * eögðu blandast hin almennu stjórnmál inn í þessa baráttu. Ánægj ulegt er fyrir okkur í Reykjavík, að þótt misjafnlega hafi blásið í stjómmálunum, þá hefur okkur ætíð tekizt að halda hér velli. Okkur hefur hvergi gefizt færi á að sýna betuir í verki áhrif stefnu okkar, og er því þessi árangur okkur til mik- íllar uppörvunar. Hitt er ljóst, að fiokksmenn eiga við mjög mismunandi aðstæður að etja víðsvegar um landið, en á miklu ríður, að þeir reyni hvarvetna að efla áhrif Sjálfstæðisflokksins sem mest, því að það er líklegast til þess að verða heimabyggðum þeirra til mestra heilla". „Var ekki kosningabaráttan iJl- skeyttari áður fyrr?“ „Þrátt fyrir það, sem ég sagði áðan um, að mest hafi ætíð mætt á borgarstjórum og þeir að sjálf- sögðu orðið fyrir aðkasti, þá er það ekki meira en við verður að búast um þá, sem þátt taka í stjómmáiladeilum, og ekki minn ist ég nú neinna köpuryrða, sem á milli fóru áður fyrri. Þvert á móti em þeir, sem þá voru harð- astir andstæðingar og enn eru á lífi, ýmsir meðal minna bezbu kunningja — og raunar vina. I þeim kosningum, sem ég sér- staklega man eftir, var ætíð deilt uim málefni. 1934 var okkur 'þyngst í skauti, að á þeim árurn aðhylltust ýmsir bæjarútgerðar- tillögur Aliþýðuflokksins. í kosn- ingunum 1936 vitnuðum við aft- ur á móti einkum til Sogvirkj- unarinnar, sem Jón Þorláksson hafði hrint af stað og hitaveit- unar, sem Pétur Halldórsson vann þá ötuMega að. E.t.v. er það vegna þess að ég er að komast á raupsaldurinn, að ég hefi gaman af að minnast þess, að þá datt mér í hug að láta búa til áróðure- spjald með hendi, sem væri að sópa reyknum burt frá Reykja- vík. Þrátt fyrir óteljandi örðug- leika tókst að efna þetta fyrir- heit á næsta kjörtímabili, og brauzt þó heimsstyrjöldin út, þegar veret gegndi fyrir hita- veituframkvæmdirnar. Kosningarnar 1936 voru okkur hagkvæmar að því leyti, að flokkurinn hafði þá meðbyr í landsmálum, vegna óvinsælda þá verandi ríkisstjómar Hermanns Jónassonar, sem við vorum í and- stöðu við. 1942, þegar ég var orðinn borgarstjóri, var hins- vegar kosið rétt eftir að gerðar- dómslögin voru sett með stuðn- ingi Sjálfetæðisflokksins, og varð meira að segja að fresta kosning- um, af því að blöð, önnur en Aiþýðu'biaðið, fengust ekki prent uð í nokkrar vikur. Engu að síð- ur héldum við okkar átta fulltrúum, þó að fullur helming- ur atkvæða fengist ekki.“ „Var baráttan erfiðust á þess- um áruim?“ „Tvennar þingkosningar síðar á sama ári gengu þá okkur enn þunglegar en bæjarstjórnarkosn- ingarnar, og var okkur almennt spáð ósigri við bæjarstjórnar- kosningarnar 1946. Raunin varð iþó sú, að við fengum svipuð úr- slit og 1942, og kom það and- stæðingum okkar mjög að óvör- um.“ „Sú barátta var geysihörð?" „Já, þá var hart deilt um ýms- ar bæjarframkvæmdir, ekki sízt í húsnæðismálum. Við þær kosn- ingar gáfum við í fyrsta skipti út Biáu bókina, og man ég að á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir kosningarnar sagði við mig Pálmi heitinn Hannesson, rektor, sem kosinn hafði verið að hálfu Framsóknarflokksins, að hann væri hissa, að við skyldum gefa út slíka loforðalista,. sem ómögu- legt væri að standa við. Ég svar- aði því til, að loforðin væru öll byggð á þeim verkefnuim, sem unnið væri að og fenginni reynslu, og mundu þau verða efnd. ----- Sú varð og raunin á þá og síð- ar, mitolu fremur en áður hafði tíðkazt um kosningaloforð. Er þó sjálfeagt að geta þess, að 'það kona minnst í minn hlut að tryggja þær efndir, því að ég lét af börgarstjórastarfi í febrú- ar 1947, en Gunnar Thoroddsen tók við“. „Töldu andstæðingarnir sig ekki örugga um sigur 1946“? „Jú ég held að þeir hafi talið sig vera búna að sigra fyrirfram. Og vist voru þeir hættulegir. Mér er nær að halda, að það hafi verið Einair Olgeirsson, sem fór í bíl um bæ- inn fyrri hluta kosningadagsins og hrópaði: „Nú eru einungis íhaldsmenn við borgaretjóm í þremur höfuðborgum í Evrópu, Madrid, Lissabon og Reykjavík. Á morgun verða þeir einungis í tveimur." Hvað sem líður samariburði á þeim Franco og Salasar við okk- ur reykvfeka SjáLfetæðfemenn, þá héldum við velli þá seim endranær. Einn talnaspekingur kommúnista var eftir á spurður um það, hvemig stæði á því, að 'þeir hefðu svo mjög misxeiknað sig og svar hans var, að hann þyrfti betur að „átta sig á ‘þjóð- féiagslegri samsetningu íbúa Reykjavíkur!“ „Hver var hættulegasti and- stæðingurinn? “ „Þótt menn geri gsunan að þeesu eftiir á, var þarna við harða andstæðinga að fást. Það sem e.t. v. réði öllu öðru fremur úrslifcunum var, að í andstæðinga hópnum var þó ekki hættulegasti andstæðingurinn, sem sé okkar eigið andvaraleysi. Vegna þess að kjósendur ugðu að sér og voru á verði, vann flokkurinn sigur. Kem ég þá enn að þvi, að and- varaleysið er áreiðan'lega okkar höfuðhætta nú. Yfirgnæfandi meirihluti manna viðurkennir, að í heild hafi vel tekizt um stjóm borgarmála síðustu árin. Ýmsar framkvæmdir hafa verið svo miklar, að ævintýri er líkast, eins og t. d. malbikunin, og er það vfesulega rétt, sem stöðvar- bílstjóri, er ók mér á sl. hausti sagði við mig, að það væri efcki lítil skattalækkun fyrir hann og hans stéttarbræður, hve mun ódýrari farartækin væru í rekstri. Dugnaður Geirs Haligrímsson- ar og útsjónarsemi hans er hvorttveggja alviðurkennt, og er það vissulega athyglfevert, að andstæðingarnir telja sjálfum sér ráðlegast að ympra ekki á því, að hann eigi að hætta að vera borgarstjóri, enda er sann- leikurinn sá, að hann nýtur óvenjulegs trausts, og þó mests hjá okkur, sem þekkjum hann bezt“. „En hvað um áhrif landsmál- anna á kosninga úrslitin ? “ „Það fer ekki framhjá neinum, að reynt er að spi'lla fyrir borg- arstjórnarmeirihlutanum m e ð því að hann sé þó í flokki með meirihluta ríkfestjórnarinnar. All ir séu þeir Sjálfstæðiswienn, og beri þess vegna ábyrgð á þeirri landsmálastefnu, sem nú er fylgt, enda er þá látið svo sem Sjálf- stæðfemenn vilji sem minnst um landsmálin tala, og jafnvel reynt að læða því út, að einhver ágrein ingur sé okkar í milli. Slíkt er engin nýjung, og nenni ég ekki að elta ólar við þær firrur, en vil aðeins segja, að ef aðrar von- ir andstæðinganna eru reistar á jafn traustum grunni og vonin um ósamlydi milH forustu- manna Sjálfetæðisflokksins, þá er vfet að þeir eiga eftir að verða fyrir margföldun von- brigðum.“ „En kommúnistar og Fram- sóknarmenn segja ríkisstjórnina óvinsæla". „Jú, eitthvað hefur maður heyrt um það, og auðvitað er ekki al'lt jafn vinsælt, þegar mik- ið er aðhsifet, og aldrei verður við öllu séð. En ekki hef ég nú mikla trú á því, að andstæðing- unum takfet að skapa þá gern- ingaiþoku, að almenningur sjái ekki þær stórkostlegu breyting- ar, sem orðið hafa í þessu þjóð- félagi, síðustu sjö ári-n. Góðæri og heilbrigð stjórnarstefna hafa í sameiningu skapað örari um- bætur á kjörum a'lþjóðar, og svo að segja hvers einasta manns í landinu, heldur en nokkru sinni áður hafa orðið hér á jafnlöng- um tíma, svo örar og miklar, að leitun mun vera að nokkru því landi, þar sem jafn mikið hefur áunnfet á svo skömmum tíma“. „En hvað þá um verðbólguna?" „Um það má deila, hvort sann- gjarnt sé að krefjast þess, að á 'þessum miklu breytingatímum takizt jafnframt að skapa meiri stöðugleika í verðlagi en hér hef- ur þekkzt í heilan mannsaldur. Óumdeilanlegt er þó, að þrátt fyrir allar hættur verðbólgunnar, hefur tekizt að bæta hag al- mennings í raunhæfum verð- mætum verulega. Þannig hafa rauntekjur helztu atvinnustétt- anna aukizt á fjórum árum, 1962—1965, um 37%, eða 8,2% á ári. Raunverulegar þjóðartekj- ur hafa aukizt uim sama hundr- aðshluta í heild, en á mann hafa þær aukizt um 28% eða 6,3% á ári. Þjóðarauðurinn hefur á Iþessu tímabili vaxið svipað og þjóðartekj urnar. “ „Mun þessi hagstæða þróun halda áfram?“ „Þessi miklu verðmæti eru fyrir hendi og verða ekki af okfcur tekin, heldur verður á þeim byggð ennþá meiri verð- mætasköþun, ef við höldum áfram þeirri happadrjúgu stefnu, sem fylgt hefur verið. Ef góð aflabrögð haldast og skynsam- legri stjórnarstefnu verður fylgt, þá er víst, að hér er einungfe um upphaf mestu framfarasóknar að ræða, enda síður en svo að nokkru lokatakmarki sé náð. Með þessu er ég etoki að gera lítið úr verðbólguhættunni, en þar duga ekki orðin ein, og vfet hljóta menn að taka með varúð tali þeirra, sem t. d. í vetur ætl- uðu af göflunum að ganga vegna þess, að olíufarmgjöld fengust ekki 'hækkuð, svo sem þeir töldu sínum hag henta, þótt það hefði orðið til þess að hækka allt verð- lag í landinu. Er þá einungis nefnt eitt dæmi um samræmið í aðgerðum þeirra, sem haest storafa um verðbólguna en ákaf- astir eru í verki um að auka hana“. „En haldið þér að unnt verði að ráða við verðbólguna á næst- unni“? „í þessum efnum ei-ns og öðr- u*n veltur allt á því, að menn — Sverrir Framhald af bls. 14 málum sínum á framfæri, og veldur þar oft um, hversu stutt viðdvöl þeirra er í landi Með því að hafa opna sameiginlega skrifstofu, sem veitti þjónustu allan daginn, leystum við þennan vanda, sem ég veit að er mikill og hefur oft haft í för með sér mikil óþægindi fyrir félags- menn, þegar svo hefur borið við, að þeir hafa ekki getað náð sambandi við starfsmenn félaganna. Auk þessa vinna svo starfsmenn félaganna nú að öllu jöfnu mjög lík störf, sem auðvelt væri að sam- ræma. — Er mikið um það að sjó menn leiti með mál sín til skrifstofunnar? — Það er töluvert mikið um það og fer vaxandi. Menn koma hér til að fá útskýringu á samningum o. fl. Áhugi sjó- manna á félögum þeirra fer vaxandi og er nú t.d. verið að tala um að koma á bygg- ingafélagi stýrimanna, en það hefur til þessa ekki verið nema nafnið eitt. — Það er eðlilega erfið- ara fyrir okkur að ná til okk- ar félagsmanna heldur en hjá flestum öðrum félagsmönn- um, og til þess að geta haft meira samband við meðlim- ina er nú fyrirhugað að gefa út smá fréttapistla er fjalla um málefni félaganna. — Hvað er að segja um málefni Reykjavíkurhafnar? — Það má segja það að allt fram til þessa tíma hafi gamla höfnin getað annað þeirri umferð og athöfnum er þar þurftu að fara fram. Á undanförnum árum hefur aðstaða fiskiflotans í vestur- höfninni stórum batnað. — Stærsta bryggjan þar hefur að vísu verið notuð að nokkru leyti fyrir kaupskipin og þrengir það nokkuð at- hafnasvæði bátanna, en þar sem hér er um að ræða að- eins tímabundna notkun, mun brátt úr því ræt- ast. Það hefur sem sagt, í rauninni ekki verið um vönt un á viðleguplássi að ræða innan hafnarinnar fram að þessu, heldur hitt, að at- hafnasvæðið í kringum sjálfa höfnina hefur verið mjög af skornum skammti, o&d>ví af greiðsla skipa gengio nægar fáist til að skoða staðreyndir eins og þær eru, og lækna mein- semdirnar, þar sem þær raun- verulega eru fyrir hendi; einskfe- vert orðafjas er verra en ekki. Veltur nú á miklu, að verka- lýðsfélögin fáfet til svipaðs sam- starfe og nveð júní-sam.komuiag- inu 1964 eða a.m.k. ekki lakara en 1965, sem varð þó verkalýðs- hreyfingunni, þegar öll kurl komu til grafar, m.un lakara en samkomulagið árið áður“. „Hvað vilduð þér segja að lokum um kosnmgarnar?" „Við Sjálfstæðismenn í Reykja vík höfum oft beðið kjósendur að skoða verk okkar og fara i dómum sínum eftir mati á þeim. Við vonum enn, að svo fari að 'þessu sinni. Á sama hátt verða störf ríkfestjómarinnar og stjórn arflokkanna lögð undir kjósend- ur í þingkosningum á næsta ári. En með eðlilegum hætti hljóta úrslit sveitarstjórnarkosninganna nú að mótast af stjómmálaástand inu í landinu. Við treystum því, að al'lir dóm- bærir menn sjái. hvað áunnizt hefur; enginn láti smámuni viUa sér sýn, heldur sæki fram til sigurs eftir þeirri stefnu, sem að undanförnu, eins og áður, hefur reynzt þjóðinni affarasælt. Að 'þessu sinni hafa málin verið lögð óvenju'lega skýrt fyrir kjósendur með fundum borgaretjóra og 'þeirri málefnalegu baráttu, sem á eftir hefur fylgt. Þess vegna ætti ekki að þurfa að kvíða dómi kjósenda". en skyldi. Með tilkomu fyrsta áfanga Sundahafnar minnkar umferð skipa um Reykjavík urhöfn nokkuð og með þeim vel skipulögðu framkvæmd- um sem fyrirhugaðar eru I austurhöfninni, mun skapast grundvöllur fyrir notkun nýj ustu tækniaðferða við af- greiðslu skipa á þessum svæðum, sem hefði það í för með sér, að rekstrarkostnað- ur við fermingu og afferm- ingu mundi minnka allveru- lega. Verður því ekki annað séð, en að með þeim breytingum, sem nú eru fyrirhugaðar 1 Reykjavíkurhöfn, og meS komu fyrsta áfanga Sunda- hafnar, verði hafnarmálum okkar Reykvíkinga vel borg ið á næstunni. — Það hefur töluvert verið talað um að farmenn væru ekki ánægðir með þá tolla- reglugerð er sett var í vor? — Sú óánægja er nú sennl lega minni en af er látið, og öllum er ljós sú nauðsyn að hafa einhverja reglugerð um þessi mál. Það þyrfti ekki að gera á þessari reglugerð mikl ar breytingar til þess að menn yrðu almennt ánægð- ir. f sjálfu sér er ekki ó- ánægja með þá takmörkun er sett var á innflutningi tóbaks og áfengis, en skórinn krepp- ir frekar að hvað varðar þá upphæð sem farmenn fá að koma með vörur fyrir. Hafi sjómenn verið í förum lengur en 20 daga mega þeir koma með vörur fyrir 2500 krónur, sem er of lág upphæð, og þeir sem verið hafa 2 til 6 mánuði mega ekki koma með Imeira. Það er þessu sem þyrfti að breyta. — Hvernig er trygginga- málum stýrimanna háttað? — í marz 1964 fengum við inn í samninga að stofnaður yrði styrktar- og sjúkrasjóð- ur Stýrimannafélagsins. — Greiða nú útgerðarmenn 2 krónur á dag fyrir hvern mann sem skráður er á skip þeirra. Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn Stýri mannafélagsins, er missa vinnutekjur vegna sjúkdóms eða slysa með því að greiða þeim dagpeninga í slysa- og sjúkdómstilfellum, svo og að styrkja ekkjur félagsmanna, er misst hafa menn sína vegna slysa eða veikinda. Auk þess hefur hluta af tekj Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.