Morgunblaðið - 19.05.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.05.1966, Qupperneq 19
n>r • 'tf . - - i j ■ Fthimtuiagur 19. maí 1966 \’ iii iii $1 iil *ii fi. Vi 'NÁl MORGU NBLAÐSÐ 19 Fró Sjálfstœðiskonum Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna. Ritstj.: Anna Bjarnason og Anna Borg. Hún er forstöðukona Elliheimilisins og form. Æskulýðsráðs Keflavíkur Rætt við frú Sesselju Magnús- dóttur bæjarfulltrúa í Keflavík FRÚ Sesselja Magnúsdóttir í Keflavík, sem er í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins hefur á undangegnu kjörtímabili verið m.a. formaður Æskulýðsráðs Keflavíkur. Er við hittum frúna heima hjá formanni Sóknar á sunnudaginn notuðum við tæki- færið til að rabba ofurlítið við Sesselju um starf hennar og um framkvæmdir bæjarstjórnarinn- ar á sviði æskulýðs-, menning- ar- og mannúðarmála. — Frú Sesselja er afar þekkt og vin- sæl kona í Keflavík eins og geta má nærri. Hún er gift Axel Páls- syni, sem nú rekur fiskverkunar- stöð þar og eiga þau hjón þrjá uppkomna syni. Tveir eru kvænt- ir og eru barnabörnin orðin 10 talsins. — Frúin hefur verið for- Stöðukona elliheimilisins Hlé- vangs frá stofnun þess eða í 8 ár, þannig að hún kann glögg skil á elztu og yngstu bor.gurum Keflavíkur. Æskulýðsheimili og tónlistarskóli — Hvað hefur merkast gerzt hjá ykkur í æskulýðsmálum? — Á vegum Sjálfstæðisflokks- ins var keypt gamalt hús að Austurgötu, því breytt og gert að eeskulýðsheimili. Starfsemi þess hefur farið ört vaxandi, á sl. vetri komu þar á þriðja hundr- að barna á aldrinum 10—14 ára til ýmis konar tómstundaiðju, m.a. bast- og tágavinnu. — Fyrir þrem árum var stofnaður tónlistarskóli sem er til húsa í æskulýðsheimilinu og hefur formaður okkar í Sókn, frú Vig- dís Jakobsdóttir, verið formaður skólanefndarinnar frá upphafi. Skólastjóri var ráðinn Ragnar Björnsson, en hann hefur verið í árs leyfi í Þýzkalandi og hef- ur frá Vigdís því verið skóla- stjóri í vetur. — Það er ærið starf því aðsókn hefur verið gífurlega mikil, eða um 218 nemendur. Er þetta mjög góður liður í æsku- lýðsstarfinu. Eru kennarar skól- ans 11 talsins og kennt á fjöl- mörg hljóðfæri, og þar að auki er rekin sérstök barnamúsíkdeild, og einnig er söngkennsla. Þá hafa báðar bindindisstúkur bæjarins aðsetur sitt þarna. Hús- næðið fer þegar að verða of lít- ið fyrir alla þessa starfsemi og Sjálfstæðismenn vilja beita sér fyrir því að húsnæðið verði auk- ið. Við höfum þarna stóra og góða lóð. Ber að þakka ágætu fólki sem starfað hefur þarna að þessu máli þann góða árangur sem náðst hefur. Dagheimili og ieikvellir — Hvernig standa mál yngstu borgaranna, dagheimili og leik- vellir? — Hér hafa verið starfræktir tveir gæzluveilir og áformað er að koma upp þremur til við- bótar. Hafá verið pöntuð leik- tæki á vellina sem verða við Nónvörðu, Mávabraut og svæði milli Lyngholts og Miðholts. Verða vellirnir fyrst í stað rekn- ir sem opnir vellir, en síðar kom ið á fót gæzlu. — Kvenfélag Keflavíkur hefur í mörg ár rek- ið dagheimili að sumrinu og fram að jólum. Heimilið var stofnað á sínum tíma með sam- ekotum frá bæjarbúum og þótti mikið framtak, en bærinn hefur styrkt starfsemi þess. En í ört vaxandi bæjarfélagi er þetta dagheimili orðið of lítið, er því bærinn að byggja stórt og veg- legt barnaheimili sem vonir standa til að geti tekið til starfa í haust. Verður það afhent Kven félaginu til rekstrar. Ber að þakka Kvenfélagi Keflavíkur þess góða starf hér í bænum og þá ekki sízt fyrrverandi for- manni þess, frú Guðnýju Ásberg, er var formaður félagsins í yfir 20 ár og hefur nýlátið af störf- um. Verður þetta til mikils hag- ræðis fyrir þær mæður, sem stunda vinnu utan heimilisins, því það heimili verður starfrækt allt árið. Sumardvalir barna — Hafið þið nokkrar sumar- búðir fyrir börn eða þess háttar starfsemi? — Það hafði mjög borið á góma hjá okkur í bæjarstjórn- inni hvernig ætti að koma á fót slíkri starfsemi. En nú er kom- inn skriður á það mál. Er verið að reisa sumardvalarheimili í Krísuvík á vegum þjóðkirkjunn- ar fyrir Kjalarnesprófastsdæmi og hefur verið áformað að hafa það með nokkuð nýstárlegu sniði. Ætlunin er að byggt verði sameiginlegt mötuneyti og síð- an sjái hvert bæjar- og sveitar- félag um að reisa svefnskála í kring. Hugsanlegt er- að reka þetta heimili sem heimavistar- skóla á vetrum fyrir börn, sem af einhverjum orsökum ekki geta stundað nám í barnaskól- unum. Heilsuverndarstöð — Hvað er að segja um heil- brigðismálin? — Samþykkt hefur verið að koma hér á fót heilsuverndar- stöð og var kosin nefnd til þess að hrinda málinu í framkvæmd. í henni eiga sæti Helgi S. Jóns- son heilbrigðisfulltrúi bæjarins, Kjartan Ólafsson héraðslæknir og Arnbjörn Ólafsson læknir. Frú Sesaelja Magnúsdóttir ritan, fru Vigdis Jakobsdottir formaður og fru Einka Arnadottir gjald keri. Ljósm.: Heimir Stigsson. 100 konur starfa í kven- félaginu Sólin í Keflavík S.L. sunnudag heimsóttum við Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík. Mikill einhugur hefur ríkt í þeim félagsskap, konurnar verið duglegar við að safna fé til ýmissa menningar- mála og langaði okkur til þess að frétta nánar af starfinu. Á heimili formannsins, frú Vigdísar Jakobsdóttur, eigin- konu Alfreðs Gíslasonar bæjar- fógeta voru staddar gjaldkeri félagsins frú Eiríka Árnadóttir og ritari þess frú Sesselja Magn- úsdóttir. Aðrar konur í stjórn Sóknar eru Guðný Árnadóttir, varaformaður, Þórunn Ólafs- dóttir, Elísabet Ásberg og Jóna Einarsdóttir. Leystu þær frúrn- ar greiðlega úr spurningum okkar yfir ilmandi kaffi og góm sætum kökum. — Hve margár konur eru í Sókn og hvernig er fundarsókn hjá ykkur? — Það eru um 100 konur í félaginu og fundarsókn hefur verið alveg prýðileg, sérstaklega þegar miðað er við að það eru alltaf sömu konurnar sem sækja fundina, og margar hverjar eru í öðrum félögum og hafa í mörgu öðru að snúast. Heimsóknir úr öðrum félögum — Hve margir fundir eru haldnir hjá ykkur? —* Við h.öfum haldið um 4 fundi á vetri og höfum við feng ið konur úr Vorboðanum í Hafn arfirði og Hvöt í Reykjavík í heimsókn og til fyrirlestrahalds. Hefur það verið ákaflega vin- sælt. Einnig höfum við haldið uppi nokkurri húsmaeðra- fræðslu. Og svo höfum við hald- ið bazar í fjáröflunarskyni. — Hvaða málefni hafið þið aðallega styrkt með fjárfram- lögum? — f vetur átti kirkjan hér 50 ára afmæli og gáfum við þá silfurvasa. Nú svo höfum við styrkt ýmsa aðila sem hafa átt um sárt að binda, en við skul- um ekki tala um það. Ánægðar með fulltrúa sinn í bæjarstjórn — Við erum alveg sérstaklega ánægðar með Sesselju í bæjar- stjórninni, sagði frú Vlgdís. — Hún er dugmikil og vinsæl af öllum hér í Keflavík. Við erum stoltar af henni og sömuleiðis af flokknum að hann er sá eini sem hefur konu í öruggu sæti á lista sínum. — Og framtíðin? — Við lítum bjrtum augum á framtíðina og kosningarnar framundan. Bæjarstjórnin hefur gert afar mikið fyrir okkur a þessu kjörtímabili sem nú er á enda og við þurfum ekkert að óttast á sunnudaginn. Við þökkuðum frúnum fyrir spjallið og höldum af stað heim leiðis. Frú Sesselja Magnúsdóttir. Fyrst var áformað að reka heilsu verndarstöðina í sambandi við sjúkrahúsið, en það reyridist ókleift þar eð sjúkrahúsið verð- ur senn orðið lítið fyrir svo stór- an kaupstað. Bærinn á húseign að Túngötu 11, jpar sem tann- læknir staðarins hefur verið til húsa, en er hann flutti í eigið hsúnæði var ákveðið að reka stöðina þar. f sumar verða gerð- ar smávægilegar breytingar á húsinu, og vonir standa til að stöðin geti tekið til starfa næsta haust. Verður starfandi þar barnalæknir, hjúkrunarkona og bæjarljósmóðirin. Verður það til hins mesta hagræðis fyrir bæjar- búa að hafa barnasérfræðing á staðnum. Þar mun einnig fara fram bólusetning og eftirlit með vanfærum konum. Elliheimilið Hlévangur — Viljið þér segja okkur eitt- hvað frá starfsemi elliheimilisins. Eruð þér ekki forstöðukona þess? — Jú, ég hef veitt elliheim- ilinu forstöðu frá upphafi, eða i 8 ár. Upphafsmaður þessarar stofriunar er Jón Guðbrandsson, verkamaður, sem lézt á sl. árL Hann gaf fyrir 8 árum veglegt hús að Faxabraut 13 til þess að stofnað yrði elliheimili og skömmu fyrir andlát sitt gaf hann einnig hæð í öðru húsi sínu, Faxabraut 15A, til sömu starfsemi. — Alls er nú rúm fyrir 20 manns á heimilinu. Hef- ur vistgjöldum verið mjög í hóf stillt, þannig að ekki hefur allur ellistyrkur gamla fólksins farið í vistgjöld, það hefur jafnan haft nokkurn afgang, svona rétt í vasapeninga o. þ. 1. — Hefur ekki heimilið hlolið opinberan styrk? — Jú, það hefur hlotið árlega 60 þús. kr. frá ríki og 60 þús. kr. frá bænum. Hefur rekstur heimilisins gengið mjög vel og verið mér sönn ánægja að veita því forstöðu. Áherzla lögð á íþróttastarfsemi — Þetta er sem sagt í örum vexti hjá ykkur? — Já, það má nú segja að hér sé allt í örum vexti. Á fjárhags- áætlun bæjarins hefur verið veitt fé til stækkunar barnaskólans, gagnfræðaskólans og íþrótta- húss. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sérstaka áherzlu á að koma upp stóru og vönduðu íþróttahúsi, og hefur verið stefnt að því að gera sem mest og bezt fyrir íþróttirn- ar, enda hefur íþróttafólkið okk- ar getið sér góðan orðstír og orðið okkur til sóma bæði á inn- lendum og erlendum vettvangi, sagði frú Sesselja Magnúsdóttir að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.