Morgunblaðið - 19.05.1966, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.05.1966, Qupperneq 23
Fimmtudagur 19. maí 1966 MOHGUNBLAÐIÐ 23 — Páll Llndal Framhald af bls. 32. arinnar, en hinir eru borgar- ritari og borgarverkfræðing- ur. — Borgarlögmaður segir, að lög- fræðileg störf fyrir borgina séu tiltölulega lítill hluti af störfum sinum. „Fyrir dómstólum eru t.d. nú mjög fá mál, sem borgin stendur í“, segir Páll Líndal. „Þau mál, Sem við eigum í eru annars vegar um baetur vegna slysa, eða annars konar bótakröf ur, en hins vegar innheimtur fyrir borgarstofnanir. Annað er varla teljandi. „Mikill hluti af daglegu starfi fer í undirbúning borgarráðs- funda og borgarstjórnarfunda og í athugun ýmissa mála, sem snerta borgin í heild eða ein- stakra mála, sem til mín er vísað. Hingað berst ákaf- lega mikið af alls kon- ar erindum um hvaðeina, bæði frá innlendum aðilum og erlend um. Við reynum að gera öllum bréfriturum einhverja úrlausn, a.m.k. beina viðkomandi erindi í réttan farveg, koma bréfrit- ara í samband við þá stofnun, sem hefur með höndum umrætt. máiefni. í>á er ákaflega erilsamt hér, bæði koma margir til að reka erindi sín og þá eru hinir ekki fáir, sem nota símann. Seinni hluti dagsins fer mikið í fundarhöld, og þvi reyni ég að afgreiða samborgarana sem mest fyrir hádegi. í>að er mjög út- breidd skoðun, að opinberir starfsmenn, og þá ekki sízt svo- kallaðir yfirmenn séu morgun- svæfir í betra lagi. Ég vil nota þetta tækifæri til að leiðrétta það, því að okkar skrifstofa er algerlega tekin til starfa á slag- inu kl. 9.00, enda erum við öll á stimpilklukku — frá borgar- stjóra og niður úr!“ Borgarlögmaður heldur áfram: „Skrifstofa borgarstjóra er þjón ustustofnun fyrir aðrar borgar- stofnanir. Hér eru t.d. fjölrituð og ljósprentuð öll gögn borgar- fultrúa. Tækjakostnaður skrif- stofunnar var mjög aukinn og bættur á síðastliðnu ári.“ Húsatryggingar Reykjavíkur Við víkjum talinu nú að starfi borgarlögmanns við Húsatrygg- ingar Reykjavíkur, sem stofnað- ar voru 1954 og tryggja allar húseignir í Reykjavík fyrir bruna. „Húsatryggingar Reykja- víkur eru allstórt vátryggingar- félag“, segir borgarlögmaður, „og ekki verður annað sagt en starfsemi þeirra hafi gengið mjög vel. Brunabótaverð allra þeirra húsa sem þær tryggja er um 22 milljarðar króna. Við höf um að undangengnu útboði end- urtryggingu hjá Brunabótafélagi íslands á mjög hagstæðum kjör- um. Eigin áhætta trygginganna er 28 milljónir króna. begar haft er í huga, að ársiðgjöld eru rúm •r 20 milljónir, var talið rétt að kaupa sérstaka tryggingu ein- •takra tjóna, er kynnu að raska fjárhag trygginganna verulega. Fyrir ötulleik forstjóra Bruna- bótafélagsins, Ásgeirs Ólafsson- *r, komumst við nýlega að mjög góðum kjörum um endurtrygg- ingu einstakra tjóna, sem nema ineira en 5 milljónum. Iðgjöld Húsatrygginga Reykja víkur hafa farið hlutfallslega lækkandi undanfarin ár, og er ég ekki í vafa um, að húseig- ertdur í Reykjavík telja þau kjör sem við bjóðum mjög viðunan- leg.“ ,,Mið langar til að spyrja um eitt, borgarlögmaður. Hvar er skrifstofa þessa vátrygginga- félags?“ „Húsatryggingarnar hafa furðu einfalt skrifstofuhald. Fyrir ut- an mig, ef telja á mig með, hafa þær éinn starfsmann, sem fær skrifstofuaðstöðu hjá byggingar- fulltrúa i Skúlatúni 2. Gjald- heimtan sér um innheimtu ið- gjalda. Fyrir þetta greiða Húisa- tryggingarnar að sjálfsögðu, en orðið „skrifstofubákn“ á varla við um þetta fyrirtæki, a.m.k. ekki í dag.“ „Þegar hugað er að því, að rekstur trygginganna hefur geng ið svo vel sem lýst er, mætti spyrja, hvað er gert við ágóð- ann?“ Borgarlögmaður svarar á þessa leið: „Hverju vátryggingar félagi er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að hafa varasjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar, ef illa tekst til. En að öðru leýti verð ég að vísa í lögin um bruna tryggingar í Reykjavík, þar sem segir, að tekjum skuli varið til lækkunar á iðgjöldum, sem ég tel að við höfum gert, og til efl ingar brunavörnum. Það höfum við framkvæmt á þann veg, að Húsatryggingar lánuðu fyrir nokkrúm árum hitaveitunni 15 milljónir króna til að koma hitaveitu í borgina, en það stórminnkar brunahættu eins og allir vita. Þær hafa tekið á sig kostnað við eflingu slökkvi liðsins. Þær hafa síðast en ekki sízt kostað byggingu hinnar glæsilegu slökkvistöðvar, sem tekin var í notkun á laugardag- inn var. Hagfraeðideild „Hvað er að segja af hagfræði- deild borgarinnar?“ „Það er helzt að segja, að starfsemi hennar var endurskipu lögð á sl. ári, og er ætlunin að auka mjög starfsemi hennar. Undanfarið hafa störfin aðallega verið gerð framkvæmdaáætlun- ar borgarinnar í samráði við hlutaðeigandi borgarstofnanir, en áætlunin var eins og kunnugt er lögð fram á síðasta fundi borgarstjórnar. Ætlunin er að auka verulega upplýsingastarfsemi deildarinn- ar fyrir borgarfulltrúa og borg- arstofnanir og má gera ráð fyrir að sú starfsemi komist í fast form í sumar.“ Slökkviliðið „í erindisbréfinu er slökkvi- liðið talið meðal málefna, sem borgarlögmaður fer með.“ „Ég get varla sagt, að þar sé um mikil vandamál að ræða í daglegu starfi, a.m.k. sem til mín koma þó að við höfum mikil samskipti slökkviliðsstjóri og ég vegna ýmissa málefna. Nú er bú ið að semja um fasta hlutdeild Kópavogs, Mosfellshrepps og Sel tjarnarneshrepps í rekstrarkostn aði slökkviliðins í Reykjavík. Eg tel, að þessl samningur sé til mikillar fyrirmyndar um sam- starf sveitarfélaga, þar sem hér er um augljósa vinnuhagræð- ingu að ræða, sem hlýtur að spara samfélag.inu stórfé.“ Skipulags- og byggingarnefndarmál Svo sem sagt var í upphafi er borgarlögmaður formaður skipu lagsnefndar Reykjavíkurborgar, og spurðumst við fyrir um þann þátt í starfi hans. Undirbúningsvinnan að aðal- skipulagi Reykjavíkur, sem menn þekkja nú orðið, hefur tek ið geysilegan tima fyrir mig, bar sem ég var frá byrjun starfandi við það. Vinnan við það að undirbúa skipulagið er kapítuli út af fyrir sig, en þá kem ég að því per- sónulegra, en það er gerð ís- lenzka textans og ritstjórn bók- arinnar. Ef eg á að lýsa staffinu mjög losaralega var það á þessa leið: Við heimamenn öfluðurn upplýsinga um hvaðeina, sem nauðsynlegt var talið, sömdum drög að texta, sem síðan var þýddur á dönsku eða ensku. Síð- an sömdu samstarfsmenn okkar í Kaupmannahöfn upp úr þessu sinn texta í náinni samvinnu við okkur. Þegar að því kom að gera íslenzka textann, dæmdist það á okkur Einar B. Pálsson verkfræðing að sjá um hann. Samvinnan við Einar var með þeim ágætum, að ég á ekki orð til að lýsa, og bar hann hita og þunga dagsins í þessu samstarfi. „Hvað er að segja um bygg- ingarnefndina?“ „Mér finnst“, segir Páll Lín- dal, „að störf byggingarnefndar séu í eðli sínu framhald af störf um skipulagsnefndar. Hún sjái um framkvæmd á þeim ákvörð- unum sem skipulagsyfirvöld hafa tekið. Fyrir fundi bygg- ingamefndar eru uppdrættir at- hugaðir af fulltrúum ýmissa borgarstofnana, þannig að tryggt sé, að ’þeir séu í sam- ræmi við reglur um ýmis tækni- efni. Eins og menn vita er leyfi nefndarinnar áskilið til hvers konar nýbygginga og breytinga á eldri húsum. Til skamms tíma hafa verið of mörg. dæmi þess, að húsum væri breytt í „óleyfi“ og jafnvel risu upp heil hús án byggingarleyfa. Ég ætla, að þessi ósvinna sé að mestu úr sögunni núna.“ Manntalsskrifstofan Borgarlögmaður hefur með höndum stjórn Manntalsskrifstof unnar og við spyrjumst fyrir um þá stofnun. Hann svarar á þessa leið: „Borgin hefur sem slík vissar skyldur gagnvart þjóðskránni, t.d. að fylgjast með flutningurn manna til og frá, fjalla um stofn þann að íbúaskrá, sem hagstof- an gerir. Borgin þarf líka gagn- vart almenningi að hafa upplýs- ingamiðstöð um ‘hvaðeina, sem snertir þesi mál. Þegar kosning- ar fara fram, eru borginni lagð- ar vissar skyldur á herðar. Þessi verk eru unnin af manntalsskrif stofunni. Margir munu þeirrar skoðunar, að nóg sé að setja fram lista og þá sé allt iclappað og klárt. Það er mikill misskil.n ingur. Undirbúningur kosning- ana er geysimikið starf. Það gera sér fæstir ljóst, hve mik'.a vinnu það kostar að láta fara fram — ég vona snurðulaust — kosningu á tíu stöðum í borg- inni. Á kjördegi starfa t.d. í icjör stjórnum yfir 200 manns. Það hefur verið árátta hjá sumum við undanfarnar kosning ar að gera Manntalsskrifstofuna tortryggilega, en ég er því mjög feginn, að slíkum leiðindaáróðri virðist hætt, enda ástæðulaust með öllu. Þá þykir mér ekki hátt seilzt, þegar það er talið eitt- hvert sérstakt nauðsynja- eða framfaramál að fá skipulagi skrifstofunnar breytt. Hún þarf að leysa tiltekin verkefni, sem borginni er skylt að sjá um, og er það aðeins fyrirkomulagsatr- iði, hvenýg þau verkefni verða leyst. Starfslið getur varla ver- ið minna — þrír menn, sem eru í einu herbergi. Almannavarnir „Undanfarndr kosningar hafa almannavarnir oft komizt á dag- skrá. Hvað er um þær að segja?“ „Það er því miður of lítið“, segir borgárlögmaður. Stjórnar- völdin, bæði borgaryfirvöld og Alþingi haf skammtað naumt fé til almannavarna, svo að starfs- möguleikar eru mjög takmark- aðir en framkvæmdir kostnaðar samar, eins og allir vita. Ef eitt- hvað skyldi koma fyrir, þannig að til kasta almannavarna komi sem við öll vonum, að verði ekki, þá er ég hræddur um, að kallað verði — og það hárri röddu — „Hvað hefir verið gert?“ Okkur í al- manna-varnanefnd, sem erum fyrst og fremst embættismenn, sem verðum þar að vera, hvort sem okkur er ljúft eða leitt, er þetta ákaflega vel ljóst. Almannavarnanefnd hefur eins og ég sagði mjög takmörkuð fjárráð. Nú er að hefjast bygg- ing birgðageymslu í Reykjah'.íð í Mosfellssveit, í undirbúningi er stofnun hjálparsveita, yfir stendur endurnýjun tækja og þjálfun starfsmanna, svo að nokkuð sé nefnt. Almannavarna- nefnd hefur nú bækistöð í slökkvistöðinni nýju, enda slökkviliðsstjóri framkvæmda- stjóri nefndarinnar. Auk hans nýtur nefndin starfskrafta ágæts brunavarðar, Bjarna Bjarnason- ar, sem kynnt hefur sér almanna varnir sérstaklega og vinnur fyr- ir nefndina hluta úr degi. Fræðslumál, barnaverndarmál og fleiri slík mál eru nefnd í erindisbréfinu. Hvað er að segja um þessi mál, borgarlögmaður? „Þau hafa verið rædd svo mik ið í blöðum undanfarið, að ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða um þau, enda hef ég ekki verið svo lengi í starfi, að ég hafi get- að sinnt þeim að marki, enda önnur mál og þá einkum skipu- lagsmálin tekið mest af tíman- um undanfárið eins og áður er nefnt. Um barnaverndarmál vil ég segja það, að þar má vænta tölu verðra breytinga á næst- unni. Þessi mál hafa verið könn- uð all ýtarlega og fyrir borgar- ráði liggja álitsgerðir um þessi efni. Listir og menninigarstofnanir „Mér finnst, að undanfarið hafi’verið settar upp óvenjulega margar höggmyndir í Reykjavík. Er það eki rétt borgarlögmað- ur?“ „í þessu sambandi vildi ég visa í viðtal, sem ég átti við Morgun blaðið fyrir skömmu um mynda styttur í Reykjavík. Þar held ég, að fram hafi komið allt það, sem ég vildi sagt hafa um þau efni. Ég held þó, að það séu ekki ýkj- ur, að undanfarin ár hafi verið meira sett upp af standmyndum á almannafæri en nokkru sinni áður og Reykjavík sé hvað snert ir fjölda slíkra verka á almenna- færi alveg samkeppnisfær við aðrar höfuðborgir Norðurlanda. Mín skoðun er sú, að við ætt- um á næstunni að fá afsteypur af verkum erlendra meistara til að auka fjölbreytnina, jafnframt því sem við „notum innlenda menn“ eins og þar stendur. Nú er verið að gera afsteypur af þrem verkum eftir Ásmund Sveinsson í Osló.“ Það er af þessu Ijóst, að borg arsjóður stendur undir kostnaði við gerð höggmynda. Við spyrj- um því Pál Líndal, hvernig sé um málverkakaup. „Ég hef að vísu ekki „löggilt- an smekk“, en þó ætla ég, að ekki sé ofmælt, að það mundi teljast mjög góð listsýning, ef öll málverk borgarinnar yrðu sett á eina sýningu, sem ég vona að verði innan skamms. Borgin á mjög góðar myndir eftir alla okkar fremstu málara og alltaf bætist við. Ég mundi segja, að frekar skorti á úrval verka hinna yngri manna, en fullur áhugi er að bæta úr því.“ „Það virðist eðlilegt að spyrja, hvað líði myndlistarhúsunum á Miklatúni. Hvað er af þeim að segja?“ y Páll Líndal svarar á þessa leið: „Ég geri ráð fyrir, að endan legir uppdrættir aHnnesar Dav- íðssonar arkitekts liggi fyrir um miðjan júlí, þannig að þá verði hægt að bjóða út byggingu þessa. Hannes hefur gert nokkra breytingu á útliti hennar, en að öðru leyti er um óbreytta upp- drætti að ræða frá því, sem sam þykkt var á áttræðisafmæli Kjar vals. Mér þykir sennilegt, að framkvæmdir geti hafizt áður en langt um líður, enda verulegri fjárhæð ætlað til slíks auk fram- laga frá myndlistarmönnum, sem eru samstarfsaðilar.“ „Hvað er að segja um aðrar byggingar undir menningarstofn anir?“ „Þá er fyrst að víkja að hinu margumrædda borgarleikhúsi. Það mál er í höndum Leik- félags Reykjavíkur, en borgar- sjóður mun vafalaust styrkja þá byggingu myndarlega og hefur þegar verið veitt fé til slíks. Byggingin er ráðgerð í hinum nýja miðbæ, sunnan Miklu- brautar, og muri félagsstjórnin ákveðin í að hafa norræna sam- keppni arkitekta um uppdrætti. Aðstaða safnsins er, þrátt fyr- ir vegleg húsakynni að Þing- holtsstræti 29, orðin allerfið. Borgaryfirvöldum var þetta ljóst, og því var á sl. ári feng- inn til ráðuneytis borgarbóka- vörðurinn í Gautaborg, sem er einn mestur sérfræðingur Svía um almenningsbókasöfn. Hann hefur skilað ýtarlegri greinar- gerð um bókasafnsmál Reykja- víkur auk þess sem hann flutti á sínum tíma erindi fyrir borgar- fulltrúa og fleiri um þessi mál. Nú hefur verið skipaður nýr borgarbókavörður, Eiríkur Hreinn Finnbogason. Þykir ekki rétt að ganga endanlega frá tillögum, fyrr en hann er kom- inn til starfa. Mín skoðun er sú. að bygging aðalbókasafns í hin- um nýja miðbæ sé næsta verk- efnið. Þar við hliðina á ætti að rísa bygging hins gamla og virðulega Landsbókasafns, þann ig að þau tvö gætu bætt hvort annað upp og komið upp skyn- samlegri verkaskiptingu. Þessi hugmynd á sennilega ekki upp á pallborðið hjá, sumum, sem munu helzt vilja komb. Lands- bókasafninu út á háskólalóðina. Önnur mannvirki? „Til skamms tíma hafði ég með höndum framkvæmdastjórn fyrir byggingarnefnd sýnipgar- og íþróttahússins í Laugardal. Það er nú komið í gagnið eins og kunnugt er, en ég lét af þessu starfi um sl. áramót. Ákveðin er bygging nýs æsku- lýðsheimilis við norðanverða Tjörnina, þar sem Tjarnarbær er og slökkvistöðin gamla. Er ætlunin, að sú bygging taki við þeirri starfsemi, sem nú er að Fríkirkjuvegi 11“. Skrifstofan Ef við snúum nú aftur að upp- hafinu, skrifstofu borgarstjóra, þá er spurningin sú, hvort þessi skrifstofa sé ekki óþarflega fjöl- menn og þarafleiðandi of dýr í rekstri. Borgarlögmaður svarar þessu svo sem hér segir: „Það fer að sjálfsögðu eftir því, hvaða verk- efni ætlazt er til, að skrifstof- an leysi af hendi. Það mætti sjálfsagt dreifa starfsliðinu á ýmsar stofnanir og spara þannig til málamynda. Stefnan hefur hins vegar verið sú að sameina sem mest, þannig að nýtt sé sem bezt tækjakostur og kunnátta starfsliðs. Oftlega láta alvarlegir menn í ljós miklar áhyggjur út af þessu „skrifstofubákni“, sem sé alveg að sliga borgarbúa. f þessari skrifstofu vinna sam- tals rúmlega 40 manns. Þar sem ég veit, að bankarnir hafa yfir- leitt mjög hægkvæman rekstur, tiltölulega einfalt skrifstofuhald, móðgar það væntanlega engan, þótt ég gizki á, að starfslið í hinni margræddu skrifstofu borgarstjóra sá álíka margt og minnsta bankanum í Reykja- vík“. Við spyrjum Pál Líndal að lokum um það, hvernig honum falli þetta umfangsmikla starfs og spyrjum: Hvernig er að vera borgarlögmaður? Hann svarar: „Það starf, sem ég hef með höndum er hvort tveggja í senn mjög lærdómsríkt og mjög skemmtilegt. Hingað í skrifstof- una er stöðugur straumur fólks og enn fleiri hringja, þannig að ekki á vantar fjölbreytnina. Mín skoðun er sú, að hlutverk okkar embættismanna sé það fykrst og fremst að leitast við að leysa mál borgarana og að minnsta kosti að þeir fari sæmi- lega ánægðir af okkar fundi, þótt þeir hafi ekki fengið framgang sinna mála. Það er skylda okkar að hlusta á röksemdir þeirra, setja okkur í þeirra spor, en halda þó á málstað borgarinnar með fullri einurð, þegar hags- munir beggja geta ekki farið saman. Oft koma til mín menn, sem vilja fá samþykkt eitthvað í byggingarnefnd, sem vafasamt er. Þeir vitna í fordæmi. Við þessu er aðeins eitt svar, sem flestir sætta sig við, þ.e. að segja, að þótt mistök hafi e.t.v. verið gerð, hljóti menn að hafa rétt til að læra af reynslunni og því verði að breyta frá því, sem áð- ur var gert. Flestir géta auð- veldlega skilið þetta og sætta sig við það, þó þeir hefðu að sjálf- sögðu kosið önnur málalok. Með því að hlusta á röksemdir komu- manna og benda þeim á rök borgaryfirvalda tel ég, að svo til öll mál fáist leyst þannig að báð- ir aðilar geti eftir atvikum við unað. Þetta tekur að vísu tínva, en hér er um að ræða tvímæla- lausan rétt þeirra, sem til okkar koma. í starfi mínu hef ég kynnzt miklum fjölda fólks úr öllum stéttum og tel margt af því fólki í hópi góðra vina eftir okkar viðskipti. Það er mjög lærdóms- ríkt fyrir okkúr innisetumenn- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.