Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 30
ou muituunoiiMUiv Flmmtudagur 19. maí 1960 Lið Reykjavíkur gegn Keflavík í kvöld í KVÖL.D fer fram bæjakeppni í knattspyrnu milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Leikurinn fer fram á Melavelli og hefst kl. 20.30. Þetta er annað sinn sem fram fer bæjakeppni milli þessara héraða, en 1962 sigraði Reykjavík með 4-1. Lið Reykjavíkur í kvöld verður þannig skipað: Guðmundur Pétursson (KR) Jóhannes Atlason (F) Þorsteinn Friðþjófsson (V) Anton Bjarnason (F) Ómar Magnússon (Þ) Ólafur Ólafsson (F) Ari og Hannes i hinni glæsilegu sundlaug. Eyleifur Hafsteinsson (KR) Guðmundur Haraldsson (KR) Reynir Jónsson (V) Ingvar Elísson (V) Axel Axelsson (Þ) 5íveinn Pétursson Jón Jóhannsson Einar Gunnarsson Jón Ól. Jónsson Karl Hermannsson Einar Magnússon Magnús Torfason Sigurður Albertsson Grétar Magnússon Magnús Haraldsson Kjartan Sigtryggsson Lið Keflavíkur. Dómari verður Baldur Þórðarson. Fram og Valur skildu jöin 0-0 FRAM og Valur léku í Reykjavíkurmótinu í fyrrákvöld og skildu jöfn — hvorugu lið- inu tókst að skora. Er þetta þriðji leikur mótsins í röð sem ekkert mark er skorað í. Hafa öll liðin tekið upp þá leikaðferð sem nefnist 4—24, þ.e. 4 fram, 2 tengimenn og 4 í vöm. Ekkert liðanna hefur megnað að fram- kvæma þessa leikaðferð sem skildi og verður sóknarleikurinn einkum útundan — og mörkin koma ekki. Leikurinn var heldur daufur af þéssum sökum þó sjá mætti sæmilega spretti hjá báðum lið um. Sýning í Laugolækjarskóla Sýning á vinnu nemenda Lau galækjarskólans er opin í dag kl. 2—6. Sýndar eru teikningar handavinna, vinnubækur og ýmis konar sameiginleg verkefni ne menda á aldrinum 7—15 ára. Myndin er tekin í gær er ver ið var að ljúka uppstillingu muna. Ingibjörg B'jörnsdóttir kennari og einn nemenda, Lára Helgadóttir standa við borgarlí kan sem 9 ára nemendur Ingi- bjargar hafa unnið að. — Ljósm. Sv. Þorm. Gufubaðstofa með sundlaug opn- uð almenningi hjá Loftleiðum Glæsileg húsakynni og oðs/oðo öll EINS og skýrt hefur verið frá er glæsileg sundlaug í Loftleiða- hótelinu nýja. Þar er og mjög fullkomin aðstaða til annarra baða og sjá þeir um rekstur bað- stofanna þeir Ari Guðmundsson hinn gamalkunni sundkappi og Hannes Ingibergsson íþróttakenn ari. Gáfu þeir blaðamönum kost á að skoða og reyna hina full- komnu baðaðstöðu í hótelkjall- aranum og í skemmstu máli er það að segja að aðstaðan er í sérflokki hér á landi; fullkomin böð, gufubaðstofa, nuddstofa, ljós, auk sundlaugarinnar, sem allir gestir baðstofunnar hafa aðgang að ásamt hótelgestum, en aðrir ekki. Þeir Ari og Hannes setjast í hinar stórglæsilegu vistarverur í baðstofuhluta kjallarans, en fátt virðist hafa verið til sparað að gera þar allt sem bezt úr garði. Út af fyrir sig er einstök hvíld og afslöppun að koma í sund- laugarsalinn. Ómfögur tónlist hljómar þar daglangt, þægileg lýsing, þægilegir litir, upphitun og loftræsting — og er allt þetta sjálfvirkt. Blómaskreyting og önnur skreyting er og sérlega skemmtileg. Laugin er 30 stiga heit en til hliðax setlaug 40 stiga heit. Hótelgestir hafa aðgang að gufubaði og lauginni frá 8—5 dag hvern. En samtímis því og einnig fram eftir til kl. 8 virka daga nema laugardaga 8—5 og 9—12 á sunnudögum reka þeir Ari og Hannes baðstofurnar fyrir allan almenning. Þarna eru aðskildar baðstofur fyrir konur og karla og sér Hjördís Baldursdóttir um kvenna deildina. Er hún lærð nuddkona frá Danmörku. Munu enn lausir tímar hjá henni eftir hádegi virka daga. í Gufubaðstofunni í Loftleiða- hótelinu köstar gufubað 45 kr. og er sundlaugarférð innifalin. — Nudd kostar 80 kr. og þarf að panta það fyrirfram. Síminn er sími hótelsins 22322. Sólböð kosta 15 kr. og hvíldarlega 10 kr. Til leigu eru handklæði og sund- skýlur karla og sundbolir kvenna í öllum stærðum. Þeir Ari og Hannes eru vanir nuddmenn og þó nuddstofa þeirra veiti samskonar þjónustu og aðrar stofur sömu tegundar þá hefur sundlaugin, sem þeir hafa fram yfir aðra, sína sérstöku töfra. Þeir Ari og Hannes lögðu áherzlu á ágæti vatns-, gufu og sólbaða auk nuddsins. Lögðu þeir þó áherzlu á að gufubaÖ væri allerfitt fyrir líkamann og því ættu^menn ekki að flýta sér, heldur taka sér góða hvild á eftir 10—15 mín. stytzt, en þá væru menn líka sem nýir menn. Innagngur baðstofunnar er um hótelanddyrið. Dagfríður og Gyða við snyrtingu. Isl. karlmenn feimn- MELAVOLLUR í kvöld (fimmtudag) kl. 20 30 fer fram BÆJAKEPPIMIIM REYKJAVÍK - KEFLAVÍK Á MELAVELLINUM. Mótanefnd K.R.R. ir við snyrtistofur í NÆSTU stofu við Gufubaðstof- una í Loftleiðahótelinu er snyrti- stofa sem Gyða Ólafsdóttir og Dagfríður Halldórsdóttir reka. Hún er og opin öllum almenningi og jafnt körlum sem konum. Er opið milli 9 og 6 virka daga en 9—12 laugardaga. Þarna er fáanleg öll snyrti- þjónusta, húðhreinsun, fót- og handsnyrting og það sem þær forstöðukonurnar kalla „parta- nudd“. Báðar eru þær Gyða og Dag- fríður lærðar erlendis, önnur í Kaupmannahöfn, hin í London. Þarna hafa ýmis tæki m..a. víbrabelti sem eftirsótt er sem sérstök nuddaðferð. Þá er og væntanlegt tæki sem eyðir sprungnum háræðum, líkamshár- um o. fl. Þær sögðu að miMu meira væri um það hérlendis að kven- fólk notfærði sér þjónustu snyrti stofa en erlendis væri þetta mjög skipt. Þeir karlmenn sem not- færa sér slíkt hér sækja yfirleitt um fasta tíma. Og nú er svo komið hjá þeim Gyðu og Dag- fríði að ein-n daghluta hafa þær fyiir karlmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.