Morgunblaðið - 19.05.1966, Page 31

Morgunblaðið - 19.05.1966, Page 31
flmmtudagur 19. maí 1966 MORGUNBLAÐID 31 ÞEIR sjálfboðaliðar, sem ætla að vinna fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á kjördag, tilkynni þátttöku sína sem fyrst í símum 21409 og 17100 eða í Hafnarstræti 19, HI. hæð (hús HEMCO). Þyrlan við folksflutninga a snjoþyngstu svæðum eystra MBL hefur fregnað, að sakir tnikilla snjóþyngsla á leiðinni milli Egilsstaða og Seyðisfjarð- ar, þannig að það hefur tekið snjóbíl fleiri tíma að komast leiðar sinnar, hafi, fyrir tilstilli Jónasar Féturssonar alþingis- manns á Egilsstöðum, og Féturs Blöndals á Seyðisfirði, þyrla Landhelgisgæzlunnar verið fengin þangað til þess að annast fólksflutninga. Til þess að fá frekari fregnir af þessu, sneri Mbl. sér til Pét- urs Sigurðssonar, forstjóra Land helgisgæzlunnar. Hann kvað þyrluna hafa farið frá Reykja- vík í fyrradag til Akureyrar, þar sem hún var yfir nóttina. Þaðan flaug hún svo í gaermorg- un til Egilsstaða og hóf þegar — Allir fengu lán Framhald af bls. 31 sem i gildi eru hjá stofnuninni, þ.e. 100 þús. kr., 150 þús. kr., 200 þús. kr., svo og fyrri eða síðari hiuti hámarkslánsins fyrir árið 1965, sem er 200 þús. kr. Rann meginhluti fjárveitingarinnar til þeirra, sem áttu rétt til 260 þús. kr. láns, en það er sem kunnugt er, veitt í tveim jafnstórum hlut- urn. Þá var nú einnig í fyrsta sinn veitt viðbótarlán það, er fé- lagsmenn verkalýðsfélaga eiga forgangsrétt til. Er það lán að upphæð 75 þús. kr. og var ýmist borgað út í einu eða tvennu lagi. Fá þeir umsækjendur það við- bótarlán greitt í einu lagi, er áttu nú rétt á síðari hluta nú- .gildandi hámarksláns. Hinir fengu fyrri hluta þess greiddan tneð fyrri hluta hámarkslánsins. Loks má geta þess, að áður en lánveiting hófst tók Húsnæðis- málastjórn ákvörðun um það, að veita þeim lífeyrissjóðsþegum, er fullgildar umsóknir áttu hjá Stofnuninni, lán til viðbótar láni frá lífeyrissjóði viðkomandi um- sækjanda, þó þannig, að heildar- lánsfjárhæðin færi eigi upp fyr- ir 480 þús. kr. Umsækjendur, er hyggjast nú sækja um lán til viðbótar því, er þeim hefur nú verið veitt, ber að senda stofnuninni umsókn um það fyrir 15. sept. nk. Umsækj- endur, er eiga völ á föstu láni til fbúðarbyggingar úr lífeyrissjóði eðá annarri sambærilegri lána- stofnun, ber þá að skýra frá því á umsóknareyðiblaðinu. Reykjavík, 18. maí 1966. fólksflutninga, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Þyrlan getur tekið þrjá farþega, og er hún ekki nema 10—12 míntúur að fara þessa leið. Pétur sagði ennfremur, að Landhelgisgæzlan hefði sent í dag áklæði til þess að verja þyrluna, en fyrir austan er ekk- ert flugskýli fyrir hana. >á voru og sendar um ieið sjúkrabörur, og benzín á þyrluna er á leið austur með varðskipi. Hann kvað það vera ætlunina að þyrlan yrði þarna fyrir austan í nokkra daga, til þess að sjá hvernig hún reyndist í þessum flutningum. — Páll Lindal Framhald af bls. 23 ina að fá tækifæri daglega til að umgangast fólk úr öllum átt- um. Sérstaklega tel ég það þó lærdómsríkt, að ‘hafa kynnzt þeim ágætu mönnum, sem setið hafa í borgarstjórn frá því að ég hóf störf hjá borginni, bæði sem ritari borgarráðs og borgarstjórnar um langt skeið. Samskiptin við alla borgarfull- trúana hafa undantekningarlaust verið mjög ánægjuleg. Ég sé því ekki eftir því, að ég tók þá ákvörðun 1949 skömimu eftir embættispróf að taka við starfi sem fulltrúi þáverandi borgar- stjóra, Gunnars Thoroddsen, þótt 4g hafi hins vegar kunnað ágætlega við það starf, sem ég gegndi í stjórnarráðinu áður“. Safn IVfarkúsar * Ivarssonar SÝNINGIN á safni Markúsar Ivarssonar í Listasafni ríkisins verður opin á uppstigningardag milíi kl. 2—10. Þarna eru 57 málverk eftir 22 okkar þekkt- ustu málara, og eru myndirnar frá árunum 1915—1943. Góð að- sókn hefur verið að sýningunni fram að þessu. Verkfallið í Bretlandi — Útflutningsbann sett á kjöt — Mat- vælaverð hækkar Sjálístæðismenn skiiÍQ FRÁ London, 18. maí — AP-NTB BREZKA stjórnin hefur sett útflutningsbann á kjöt og bú- pening til að koma í veg fyrir hugsanlegan matvælaskort í landinu, ef verkfall farmanna verður langvinnt. Bann þetta mun ganga í gildi laugardag- inn' 21. maí. Mestur hluti kjöt- útflutnings Breta, en hann er um 4.500 tonn á mánuði fer til meginlandsins. Verð á kjöti, grænmeti og ávöxtum hækkar með hverjum degi og verkfallsskipum fjölgar stöð- ugt í brezkum höfnum. — A miðvikudag var áætlað að um 360 skip væru lögzt að hafnarbökkum víðsvegar um landið, allt frá smáum strand ferðaskipum til hafskipsins „Queen Elizabeth“, sem er 83 þúsund tonn að stærð. Farmannasamtökin, sem telja 65 þúsund manns, krefjast 17% launahækkunar, en í dag hafa sjómennirnir um 1800 kr. á viku. Harold Wilson hefur farið fram á við farmennina, að þeir taki við 3% hækkun þegar í stað Þyrlunum gekk vel til Grænlands DÖNSKU þyrlurnar, sem komu til Keflavíkur sl. mánudag, lögðu aftur á stað til Grænlands, en þangað er förinni heitið, laust fyrir kl. 9.30 í gær. Með þyrlun- um I förinni var danskur kata- línaflugbátur, sem hafði orðið samferða hingað frá Danmörku. Þyrlurnar flugu sjónflug til til Kulusukk, og voru þær komn- ar þangað nokkru fyrir hádegi. Þar stöldruðu þær síðan stutt við, héldu förinni áfram því næst til Nassarsuaq, og flugu meðfram ströndinni. Voru þær komnar þangað um miðjan dag í gær. 1 Narssarsuaq mun flugbátur- inn snúa aftur við til Danmerk- ur, en þyrlurnar munu verða í æfingaflugi á Grænlandi í u.þ.b. hálfan mánuð, en fara þá sömu leið til baka. Er erindi þyrlanna til Grænlands, að kanna hvern- ig þær reynist í aðstæðum, eins og þar eru. AFRÆM og að tafarlaust muni fara fram ítarleg rannsókn á kjaramálum þeirra. Sjómennirnir höfnuðu þessari tillögu og fóru í verkfall. Mikil hætta er sögð vera á því að hafnarverkamenn geri samúð- arverkfall. Eftir því sem verk- fallsskiþum fjölgar í brezkum höfnum, verður erfiðara að veita erlendum skipum þjónustu. — Hafnaryfirvöldin eru því sögð vonast til að stjórnin biðji sjó- herinn að aðstoða við að flytja til þáu skip, sem tefja fyrir af- greiðslu á erlendum skipum. Jack Dash, óopinber leiðtogi hafn arverkamanna í London, hefur lýst því yfir, að verði sjóherinn kallaður út verði hart látið mæta hörðu og hin erlendu skip verði ekki afgreidd. William Hogarth, framkvæmda stjóri farmannasamtakanna, hef- ur tilkynnt atvinnumálaráðuneyt inu, að ef stjórnin kalli sjóher- inn út, muni það einungis leiða til víðtækra samúðarverkfalla, sem muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Hogart kvað hafnar- verkamenn og starfsmenn járn- brautanna hafa heitið farmönn- um fullum stuðningi ef á þurfi að halda. — Skip ferst Framhald af bls. 1 30 mínútum. Með skipinu voru 262 farþegar og sam- kvæmt seinustu fréttum er um 140 manns enn saknað. Hvirfilvindurinn „Irma“ skall á Filippseyjum með 144 km vindhraða á mánudag og fórust 13 manns í landi. Samkvæmt upplýsingum frá skipafélaginu komust 136 þeirra sem voru á strandferðaskipinu upp á smáeyjuna Bantayan. Leitarflugvélar, sem flugu yfir staðinn þar sem „Pioneer Cebu“ sökk, sáu björgunarbáta á floti og fjölda manns hangandi á þeim, en vegna veðurofsans gátu þyrlur ekki athafnað sig. Samkvæmt frásögnum skip- brotsmanna, hafði skipið tekið niðri á skeri og sokkið 30 mín- útum eftir að neyðarskeyti hafði verið sent út. Lýsingar þeirra sem af komust voru ó- hugnanlegar. Mikil ringulreið rikti um borð, háar öldur gengu yfir skipið og brutu flesta björgunarbátana þegar í stað. Farþegar og skipverjar sópuð- ust útbyrðis, en þar tóku hákarl ar á móti þeim. 136 manns kom- ust við illan leik í land á smá- eyju, en ennþá er ekkert vitað um afdrif 140 farþega og skip- verja. 3 BÚR-togarar á síld — með sildarvörpu, sem nær dýpra en nætur EINS og áður hefur verið skýrt frá, hefur verið gerð ráðstöfun til þess að afla tækja fyrir þrjá togara BÚR, sem síðan verði gerðir út til síldveiða með síld- arvörpu nú á komandi síldar- vertíð. Mbl. hefur nú aflað sér upp- lýsinga um það, að aflanum muni verða landað hér í Reykja- vík til vinnslu, þ.e. til frysting- ar og söltunar. Gert er ráð fyrir að togararnir hefji ekki veiðar fyrr en nokkru á eftir síldveiði- bátunum. bátanna Ástæðan fyrir því er sú, að í fyrstu er síldin oft mjög stygg, en reynslan hefur síðan sýnt á undanförnum árum, að hún verð ur spakari þegar líða tekur á sumarið. Safnast síldin þá í þéttar torfur á nokkru dýpi, og eru þá góðar aðstæður fyrir togara að ná síldinni í síldarvörpuna, sem er sérstaklega gerð fyrir þessar veiðar, enda þótt bátarnir geti það á hinn bóginn ekki, þar sem nætur þeirra eru ekki nógu djúpar. AÐ SMÆKKA SJÁLFAN SIG. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið' í samstarfi við Al- þýðuflokkinn um stjórn bæjar- mála Hafnarfjarðar um þriggja ára skeið. Þrátt fyrir áratuga harða baráttu milli þessara flokka tókst málefnalegt sam- starf. Það samstarf var af heil- hug gert af hálfu Sjálfstæðis- manna, enda hafa þeir ekki vak ið ádeilur á samstarfsflokkinn eða einstaka flokksmenn hans. Hinsvegar hefur ekkert verið hikað við af hálfu Sjálfstæðis- manna, að láta það koma fram að samstarfsflokkarnir hafi staðið fast saman í hinum miklu framfaramálum, sem unnið hef- ur verið að. Við útkomu Alþýðublaðs Hafnarfjarðar sést bezt að við annan tón kveður af hálfu AI- þýðuflokksmanna. Þeim finnst sér sæmandi að veitast að ein- stökum Sjálfstæðismönnum, og þá einkum borið á bæjarstjóra, sem unnið hefur ómetanlegt starf fyrir Hafnarfjörð í lausn hinna stóru mála, að hann sýni vanrækslu í starfi. Það er jafnvel svo lágt lagzt að láta Gísla rafveitustjóra gefa Kristni Gunnarssyni vottorð um að hann standi vel í skilum fyrir Bæjarútgerðina við Raf- veituna nú í vertíðarlok. Jafn- framt er kastað hnútum að bæj- arstjóra fyrir að hann standi ekki eins vel í skilum fyrir bæjarsjóð. Á það er ekki minnzt, að skuldasúpuqa, sem Bæjarútgerð in var á sínum tíma komin í greiddi bæjarsjóður, hvað þá að á það sé minnst, sem bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins vita að nú nýiega varð bæjarsjóður að greiða um tvær milljónir króna í afborganir og vexti af lánum vegna Bæjarútgerðarinn- ar og siðast en ekki sízt er það ekki látið koma fram, að Bæj- arútgerðin hefur innheimt út- svör af starfsfólki, en ekki skil- að þeim til bæjarsjóðs og skuldar þannig um 1,1 milljón króna, eða margfalda þá upphæð, sem bæjarsjóður skuldar Rafveitunni. Þá hefði e.t.v. ekki gert tH að sá sannleikur hefði komið fram, að ekki eru margar vikur sið- an varð að beita rafveitustjóra hörðu til að loka ekki fyrir raf- magnið hjá Bæjarútgerðinni. Leikurinn er því auðskilinn. AI- þýðuflokkurinn lætur Kristin Gunnarsson draga það að skila útsvörum, fá svo rafveitustjóra til að gefa honum siðferðisvott- orð en kasta hnútum að bæjar- stjóra. Vel má vera að Alþýðu- flokksntönnum þyki þetta snið- ugt en þeir hafa aðeins smækk- að sjálfa sig því slíkt ódreng- lyndi hentar ekki Hafnfirðing- um. Sjálfstæðismenn slíðruðu sverðin í núverandi samstarfi ®n Alþýðuflokksmenn stungu aðeins rýtingnum upp í ermina. Sýnir þetta dæmi nú ekki bet- ur en flest annað, hve nauð- synlegt er, að Sjálfstæðisflokk- urinn fái hreinan meirihluta? Allir eitt fyrir Hafnarfjörð. X D. Haf nf irðingar ! Vörum okkur á sundrungaröflum. Stöndum fast um D-listann. X-D 1 Kjósum Geir 1 tal Igi ímsson 1 borgs irstj óra 'AFRMM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.