Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 5
MORGU N BLAÐIÐ . tiSUgardagur 28. maí 1966 5 ■—w 1 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Nýju vistmannahúsin á Kópa vogsiuen, en þar eru björt og þægileg húisakynnL Húsið sem er f jær, er í byggingu og verður tekið í notkun í sumar. fyrir fullorðna, eð þvá er Björn tjáir cnkkur. En vegne tappagjaldsins, sem AJlþingi lagði á öl og gosdrykki, fyrir tilmæli frá Styrktarfélagi vangefinna, eru líkur til að uppbygging hælisins geti haldið áfram. Ýmislegt vant- ar enn, auk húsnæðis fyrir vistmenn, svo sem vinnustof- ur, stærxa eldhús og klinik, en unnið er að teikningum af þessu öllu. Og þá komum við að nám- inu fyrir þær stúlkur, sem ætla að helga krafta sína, því verkefni að annast van- Framhald á bls. 31.. Starf gæzlusystra tilbreyt inga- og innihaldsríkt SEX stúlkur luku á mánu- daginn prófum sínum í Kópa vogshæli, þar sem þær stunda gæzlusystranám. En með því hafa þær verið að búa sig undir að annast vistmenn á stofnunum fyrir vangefna. >ar sem mikil þörf er fyrir slíka starfskrafta, sem að líkum lætur, og lítil athygli hefur til þessa beinzt að þessu námi, leitaði Mbl. upp- lýsinga hjá forstöðumanni og lækni hælisins, hjónunum Bimi Gestssyni og Ragnhildi Ingibersdóttur. í upphafi máls sögðu þau til skýringar: — Fjöldi fól'ks á ekki því láni að fagna að vera heil- brigt. í>ar á meðal eru þeir, sem ekki hafa náð fullum and legum þroska vegna sjúk- dióma eða af öðrum orsökum þ.e. þeir sem ekki hafa náð þeim greindarþroska, sem nauðsynlegur er til að geta séð sér farboða í lífinu. Það er skylda þjóðifiélagsins að annast þá og hjálpa þeim þannig, að líí þeirra geti orð ið sem eðlilegast og ánægju- legast. Einnig að hjálpa þeim, sem einhverja starfsgetu hafa til að nýta hana sem bezt, finna sér starfssvið, gera sitt gagn og verða eins nýtir þjóð félagsborgarar og þeir hafa hæfileika til. Það er starf, sem nær langt út fyrir það að vera bara atvinna. Það er starf, sem gerir kröfur. Mað- ur verður að skilja samferða- fólk sitt, hafa ánægju af að hjálpa og vera fær um að um bera og sýna þolinmæði, hafa ánægju af að £á böm og full- orðna til að leika sér, hafa ofan af fyrir sér og að vinna. Þeir sem vinna á stofnunum fyrir vangefna með þessu hug arfari, geta ekki aðeins skap að sér framtíðaratvinnu, held ur vinnu sem er bæði til- breytingarríkari og innihalds ríkari en venjuleg vanavinna. Á Kópavogshæli em nú 140 vistmenn í 8 hælisdeildum, og ein deild bætist væntan- lega við á þessu ári. Svo tals- vert af þjálfuðum starfskröft um þarf sýnilega til að ann- ast þá vistmenn. Einnig eru líkur til að þörfin aukist eft- ir því sem hælið stækkar, því biðlistar eftir vist eru lang- ir. Og þarna þyrfti að koma upp aðalhæli fyrir 400 manns, auk heimavistar og dagvistar stofnunar, með vinnustofum Sex stúlkur luku prófi sem gæzlusystur, og ætla að starfa á hælum fyrir vangefna. í aftari röð: Katrín Guðmundsdóttir, Helga ívarsdóttir og Guðrún Karlsdóttir. 1 fremri röð: Helga Hermannsdóttir og Vera Snæhólm. Á myndina vantar Ingi- björgu Kolka. TRÉSMIÐIR Við útvegum yður frá þekktustu verksmiðj- um austan hafs og vestan, fjölbreyttasta úrval af litlum og stórum, sérbyggðum og sambyggðum trésmíðavélum. D E L T A H O M B A K B Á U E R L E P A N H A N S BÍÍTFERING M A K A 6. mnniiHi & ímm n GRJÖTAGÖTU7 SÍMI 24250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.