Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 30
MUKUU N B LAOIO Laugardagur 28. maí 196ð 3U Enskur atvinnumaður í golfi ráðinn hingað til lands Kennir h]á Golfklúbbi IMess og á Suðurnesjum GOLFKLÚBBUR NESS hefur ráðið til sín í sumar enskan at- vinnugolfmeistara, Mr. F. Riley, sem mun taka að sér golfkennslu við klúbbinn í sumar. Hann starf ar mestan hluta dagsins og tekur á móti nemendum í golfskálan- um. Hann hóf kennslu í gær. Félagar í golfklúbb Ness buðu blaðamönnum á fuind Mr. Rileys í gær. Kynnti forim. klúbbsins, Pétur Björnsson, hann með þess- um Orðum: Mr. Riley er 26 ára gamall og hefur starfað við golfkennslu við Golfklúbb Hamborgar síðastliðið ár. >ar áður kenndi hann við G-roningen-klúbbinn og Hilvers- um klúbbinn í Hollandi, meðal anmars með Gerry de Witt, sem er einn frægasti atvinnugolf- leikari Evrópu. Mr. Riley hefur einnig kennt við Bristol Golf Club í Leichester, Bnglandi, en það er heimaborg hans. Áður en Riley kom hingað til lands, tók hann þátt í keppnum atvinnugolfleikara í Englamdi, en iþær keppnir eru einar þær erfið ustu sem um er að ræða í Eng- landi, enda eru háar peningaupp- ræðir í verðlaun. >að er afar skemmtilegt að horfa á Mr. Riley leika golf og langt síðan menn hafa séð slí'kan golfleik hér á íslandi. Hann hefur afar fallega golfsveiflu og högg hans nákvæm og teigskotim löng. Hann er sér- staklega reyndur í golfkennslu og fljótur að sjá hvað nemand- inm þarf í tilsögn. Vonir standa nú til, að Lslenzk ir golfleikarar geti nú öðlast þá leiðsögm í golfi, sem lengi hefur verið beðið eftir. Mr. Riley mun taka meðlimi Golfklúbbs Suður- nesja í kennslu í sumar, jafn- framt meðlimum Nessklúbbsims. Næstu daga mun kennaranum sýndir golfvellir Golfklúbbs Suð umesja og Golfklúbbs Reykja- víkur. Riley sagðist hafa gerzt at- vinnumaður fyrir 6 árum, hins — Ermarsund Framhald af bls. 1 Vegna verkfallsins hefur orðið að fækka ferðum úr 42 í 22, því að brezk skip, sem sigla þessa leið, eru nú öll bundin. Gert er ráð fyrir, að aðeins verði hægt að flytja 1400—1500 bifreiðir yfir sundið um helgina, en venjulega eru um 5000 bif- refðar fluttar sjóleiðina um þessa helgi. Frönsk og belgísk skipafélög hafa reynt að fjölga ferðum, svo að hægt verði að koma til móts við óskir ferðamanna, en Ijóst er þó, að hvergi nærri verður hægt að flytja alla, sem flutnings óska. Brezka stjórnin skipaði í morg un fjögurra manna nefnd, sem kanna á nánar orsakir verkfalls- ins. Skal nefnd þessi gefa at- vinnumálaráðherranum, Ray Gunter, skýrslu eftir hálfan mán uð, og því vir'ðist ekkert benda til þess, að lausn deilunnar sé á næstu grösum. Brezki flotinn er nú reiðúbú- inn að grípa inn í deiluna, og draga úr höfnum brezk skip, sem taka upp hafnarpláss fyrir erlend um skipum, sem halda uppi ferð- um til og frá Bretlandi vegar hefði hann hafið golfiðk- um 14 ára gaimall. Kvað hann ingspund og færi eftir þeim verð launum er ynnust. Mikil grózka er nú hjá Golf- klúbbi Ness. Um 70—80 félagar eru í klúbbnum. Keppni sumars- ins hefur verið ákveðin og sú fyrsta stóra verður 18 júní við Golfklúbb Suðurnesja, en milli þeirra golfklúbba er mikið og gott samstarf og klúbbarnir standa saman að Islandsdvöl Rileys. Pétur Björnssom sagði að flest- ir félagar klúbbsins hefðu óskað eftir tilsögn og yrði mikið að gera hjá Riley fynstu vikurnar, en hann mun hins vegar ekki óvanur því að eiga langan vinnu- dag. Riley golfkennari iþað ekki snemma byrjað, margir í Englandi lærðu 5—6 ára gaml- ir; ég var 19 ára atvinmunaður. Aðspurður um laun atvinnu- manna í golfi í Ecnglandi sagði hann að miðlungsmenn hefðu um 2000 sterlingspund á ári en hæstu laun væru á að gizka 6000 sterl- — Mutesa Framhald af bls. 1 Bardaginn um höllina stóð daglangt, en er stjórnarhernum tókst loks að ná henni á sitt vald, kom í ljós, að Mutesa var allur á burtu. Obote sagði í tilkynningu sinni í dag, að ekki væri vitað um nú- verandi dvalarstað Mutesa. Óstað festar fregnir herma þó, að kon- ungur hafi komizt úr landi. Átökin sl. þriðjudag, kunna því að vera sfðustu átökin milli Mut- esa og Obote, en þeir hafa eldað grátt silfur saman um nokkurt skeið. Degi fyrr hafði Obote lýst yfir neyðarástandi, en áður hafði Mut esa krafizt þess, að stjórnarher Uganda færi frá Kampala, sem er í Buganda. Obote forseti sagði einnig í til- kynningu sinni í dag, að hann hefði ekkí ætlað stjórnarhernum að handtaka Mutesa sl. þri’ðju- dag, heldur hefði verið ætlunin að leita falinna vopna í höll hans. Um 20 manns munu hafa látið lífið í átökunum um höllina. ATHUGIÐ >egar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. '■ V/V ■ ■ .y.-tsrs's.'. ' Hér eru tveir af snjöllustu knattsþyrnumönnum okkar í dag, Eyleifur og Hermann í „vígahug". Ármann J. Lárusson vann Grettisbeltið í 14. sinn Hann lagbi alla sína keppinauta fallega (Greinin hér á eftir varð út- undan í kosningabaráttunni. En betra er seint en aldrei). íslandsglíman 1966 fór fram í Austurbæjarbíó laugardaginn 14 maí. Mótið átti að hefjast kl. 2.30, en byrjaði ekki fyrr en 2.50. Orsökin var sú að glímu- völlurinn var ekki fullkom- Iega löglegur, einn glímumaður- inn Kristján Lárusson glímdi ekki af þeim sökum. Gylfi >. Gíslason mennta- málaráðherra flutti ávarp, en síðan setti Gísli Halldórsson for- seti Í.S.Í. mótið. Glímustjóri var Eysteinn >or- valdsson, en yfirdómari Gunn- laugur J. Briem, mótsnefnd stjórn glímudeildar Ármanns, umsjón Hörður Gunnarsson. Átta glímumenn voru mættir til leiks. Úrslit urðu þau að glímukóngur íslands varð Ár- rnann Lárusson UBK með 7 v, annar Sigtryggur Sigurðsson K.R. 6 v, þriðji Ingvi Guðmunds son UV 5 v, fjórði Gunnar Pét- ursson K.R. 4 v, fimmta til sjötta sæti Hannes >orkelsson, ívar Jónsson UBK og Valgeir Halldórsson Á með 2 v hver, áttundi Gísli Jónsson Á engan. Armann Lárusson vann nú Grettisbeltið í fjórtánda sinn. Hann lagði alla, glímdi vel og lagði menn á hreinum brögðum. Vafasamt var fall það er Sig- tryggur Sigurðsson hlaut fyrir honum, en sú glíma var til úr- slita um fyrsta og annað sæti mótsins. All flestum áhorfend- um sýndist Sigtryggur koma réttum vörnum við úr bragði hjá Ármanni, en fall er, snerti glímumaður glímuvöll fyrir of- an hné eða olnboga. >etta vafa- atriði má ekki skyggja á sigur Ármanns, heldur verður að skrifa það á reikning dómar- anna. Óneitanlega hefði það verið skemmtilegra fyrir hann að fá að glíma aftur við Sig- trygg og leggja hann tvímæla- laust. Sigtryggur Sigurðsson féll aðeins fyrir sigurvegaranum. Hann er ekki í góðri æfingu núna. Glíman hans við Ingva var skemmtileg og drengileg. Sigtryggur átti í nokkrum erf- iðleikum með Hannes, sú glíma fór í bið. í fyrri glímunni kom það fyrir að Sigtryggur tekur Hannes upp í vinstri fótar klof- bragð, en þegar hann er búinn að ná honum upp sleppir Hann- es glímutökunum, Sigtryggur heldur áfram með bragðið og leggur hann réttilega, en viti menn þeir eru látnir glíma aft- ur, er varð til þess að glíman fór í bið. >að er mjög alvarlegt að gefa mönnum kost á að ó- nýta bragð fyrir mótstöðumönn- um sínum með því að sleppa tökum svo augljóslega. Ingvi Guðmundsson glímdi vel, en hefði mátt vera fjöl- brögðóttari því hann beitti nær eingöngu sniðglímu hægri niðri, en það bragð var vel tekið hjá honum. Gunnar Pétursson er léttur og skemmtilegur glímumaður. Hann stóð lengst í Armanni. Gunnar hélt ekki tökum rétl eft ir að Ármann tók bragð á hon- um, en það var að mínu áliti ekki viljandi gert að minnsta kosti var það ekki eins áber- andi og hjá Hannesi gegn Sig- tryggi. Hannes >orkelsson glímdi ekki eins vel og í Skjaldaglím- unni eða Landsflokkaglímunni, er voru fyrr i vetur, hann var full stífur . ívar Jónsson hefur tekið mikl um framförum í vetur ,en þetta er annað árið em hann tekur þátt í opinberum mótum. Valgeir Halldórsson glímdi létt og skemmtilega, hann virt- ist alltaf 1 framför í glimunni, Gísli Jónsson er kornungur og sýndi mjög góð tilþrif, hann á án efa eftir að ná mjög langt i glímunnL Glímumar voru margar góð- ar og skemmtilegar, en mótið einkenndist af fumi og hiki dómaranna. Mótstjórnin var heldur ekki góð. Verðlaunapen- ingarnir voru ekki tilbúnir þeg- ar mótinu var slitið, engin kveðja fánabera í mótslok og fl. Glímustjórinn kunni vel til verka, ég tók eftir þvi að hann sagði keppendum við hvern 'þeir ættu að glíma næst með nokkrum fyrirvara, en það fyr- irkomulag dregur mjög úr taugaspennu keppenda um þá ó- vissu við hvern þeir eigi að glíma næst. E.Á. Sýningu ó listaveikagjöl Mark- ústu lýknr í Listasnfninu í kvöld SÝNINGIN á listaverkagjöf Markúsar Ivarssonar í Listasafni ríkisins hefur nú staðið í hálfan mánuð og lýkur í kvöld kl. 22. Á sýningunni eru sem kunnugt er 57 málverk úr eigu Markús- ar, sem ekkja hans og dætur gáfu Listasafninu. Og hafa þess- ar myndir ekki sést fyrr á sýn- ingu. Málverkin eru máluð á tíma- bilinu 1915 til 1942 og eru því gott yfirlit yfir þátt í íslenzkri myndlistarsögu. >ar eru myndir eftir flesta okkar kunnustu mál- ara, svo sem Kjarval, Ásgrim, Jón Stefánsson, >órarin B. >or- láksson, Jón >orleifsson, Mugg, Snorra Arinbjarnar, >orvald Skúlason, Svavar Guðnason, Gunnlaug Scheving, Finn Jóns- son, Gunnlaug Blöndal, Finn Jónsson, Jóhann Briem, Guð- mund Einarsson, Eyjólf Eyfells, Svein >órarinsson, Agnete Þór- arinsson, Höskuld Björnsson, Grétu Björnsson, Gunnar Gunn- arsson og Eggert LaxdaJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.