Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 17
T,W*g8rt?dagur 26. maí 1966
MORGUNBLAÐID
17
ALLT frá því áð háskólinn 1
Yale birti Vínlandskortið sitt
síðastliðið haust, hefur sú vika
ekki liðið, að Vínlands væri
ekki einhvers staðar getið í
brezkum blöðum. Og stundum
hafa blöðin birt um þetta dag-
legar fréttir. Mun vafalaust
vera hægt að staðhæfa þáð, að
ekkert afrek íslendinga að
fornu eða nýju hefur hlotið
jafnmikla frægð í Bretlandi og
Vínlandsfundurinn forðum. Þó
getum við ekki stillt okkur að
minnast þess, að Vínland mun
éður fyrr hafa vakið athygli á
Bretlandi, þegar farmenn frá
Bristol stunduðu ólöglega verzl
Leiðangursmenn á Griffin, fr á vinstri: John Andersen, Peter Haward, Allister Mslntosh,
Tim Lee, Peter Comber og Reg Garrod.
um degi sendir áhöfnin fréttir
af siglingunni, og þær birtast
svo reglulega í Guardian, sem
lætur þær sitja fyrir öðrum
stórviðburðum.
Blaðið hefur einnig ráðizt í að
efna til samkeppni í skólum
um gervallt Bretland. Nemend-
um hefur verið boðið að senda
ritgeröir, teikningar, kvæði,
málverk og allt hvað heita hef-
ur, — um leiðangurinn sjálfan
og það sem hann varðar. Og
háskólastúdentum hefur einnig
verið boðið að taka þátt í
keppni, og verða fyrstu verð-
launin hálfsmánaðar dvöl fyrir
tvo í Noregi. Stúdenar eitga að
skrifa 1000-orða frásögn í ís-
lendingasagnastíl um ieiðang-
urinn. (Innan sviga verð ég að
geta þess, að stúdentum er ráð-
lagt að kynna sér stílinn á Vín-
lendinga sögum í þýðingu okk-
ar Hermanns Pálssonar, en hún
kom út á vegum Pengin Class-
ics í fyrra, og hefur nú verið
gefin út af New York Uni-
versity Press).
Vínlandsför in nýja
un á íslandi á sfðara hluta 15.
aldar og lögðu svo út þaðan í
leit að Vínlandi, nokkrum vetr-
um á undan Kolumbusi.
Deilur um Vínlandskortið
hafa verið háðar sleitulaust síð-
an það kom út. Og nýlega hafa
kunnir sérfræðingar í korta-
sögu og kortagerð á miðöldum
komið fram með þung rök, sem
ef til vill eiga eftir a’ð ríða
kortinu að fullu. En áhugi
manna um þetta leyti á Vín-
landi hefur vaknað að nýju við
það, að brezka blaðið Guardian
hefur nú sent lítið skip í leit
að Vínlandi vestur um Atlants-
haf. Blaðið sjálft kostar alla út-
gerðina.
Núna þegar ég er áð hripa
þessar línur, er Gammurinn
(The Griffin). en svo heitir
þetta litla sjóskip, á leið sinni
frá Færeyjum til fslands. —
Gammurinn er gamall af skipi
að vera, eða tæplega þrítugur
að aldrL Þetta er kútter, 45
feta langur. Bátinn á Norðmað-
ur einn, sem lánar Guardian far
kostinn. Skipverjar eru sex:
íoringi leiðangursins, John And
erson, sem skrifar um kappsigl-
ingar fyrir Guardian og er einn
ig aðstoðarritstjóri blaðsins; en
með honum eru fimm menn.
Bandarísk stúlka hafði boðizt
til áð sigla með þeim og ann-
ast matselda fyrir þá, en þetta
var ekki þegið, þar sem bátur-
inn er í rauninni of lítill fyrir
sex menn. Þó eru þeir farnir að
sjá eftir því að hafa ekki tekið
boði stúlkunnar.
En hvers vegna er nú verið
að ráðast í slíka hættuför vest-
ur um haf? Og hvernig ætla
þeir að finna Vínlandið góða?
Áhugi manna á Vínlandi hefur
að sjálfsögðu hrundi'ð þessu fyr
irtæki af stað. í Bretlandi hef-
ur alltaf verið til eitthvað af
mönnum, sem láta sér ekki
að lesa um sögulega atburði,
heldur vilja þeir einnig reyna
þá sjálfir. Hugmyndin á bak
við leiðangurinn er sú, að þeg-
ar bátúfinn er kominn á tiltek-
inn stað fyrir vesturströnd
Grænlands, þá á að láta vinda
og strauma bera hann í kjölfar
Leifs heppna og annarra far-
manna, sem sigldu frá Græn-
landi til Vínlands að fornu. —
Ekki er ætlunin sú a'ð sanna
neit um vesturfarir og Vínlands
fundi, því að allir þátttakend-
ur trúa því að óreyndu, að Vín-
land hafi fundizt. Heldur vakir
hitt fyrir þeim að láta náttúr-
una hjálpa þeim til að finna
landið. Þeir ætla sér ekki að
sanna neina sérstaka kenningu
um legu Vínlands, en þó er það
einsætt, að þeir gefa lítinn
gaum að hugmyndum Helga
Ingstads, sem telur sig hafa
fundið merki um norrænar
byggðir á Nýfundnalandi. —
Miklu fremur munu þeir hall-
ast að kenningum Nor'ðmanns
eins, sem heitir J. Kr. Tornöe
og heldur því fram, að Vín-
land sé þar sem nú er New
York.
Þetta hefur allt vakið mikla
kátínu og skemmtun. Þegar
Gammurinn lét í haf, gekk
geysimikið á, og jók það ekki
sízt á viðhöfnina, að yfirvöld-
in í Skarðsborg (Scarborough)
á austurströnd Englands buðu
skipinu að hefja þessa sögulegu
sjóferð úr höfninni þaðan! —
Ástæðan er sú, áð Skarðaborg
ætlar nú í ár að halda hátíð-
lega þúsund ára minningu um
stofnun borgarinnar. Sumum
þykir nú þetta helzti vafasamt,
að Skarðsborg geti með neinum
sanni vitað aldur sinn. Hug-
myndin um stofnun staðarins er
sótt til Kormáks sögu, sem er
frægári fyrir mansöngva en
trausta tímatalsfræði, en í
Kormáks sögu segir, að Kor-
mákur og Þorgils skarði bróðir
hans hafi fyrst sett virki það,
sem Skarðaborg heitir. Þessu
trúa nú þeir menn einir, sem
vilja hafa eitthvað ákveðið að
miða við. En hvað sem því líð-
ur, þá jók þetta allt á viðhöfn-
ina og gerði brottför Gamms-
ins enn hátíðlegri en ella hefði
orði'ð. Bærinn var svo krökkur
af blaðamönnum og kvikmynda
tökurum, að hvergi var þver-
fótað fyrir. Síðan að aflokinni
veizlu með borgarstjóra, lætur
Gammurinn í haf og skríður
norður um kaldan og þokusæl-
an Norðursjóinn. Þeir höfðu
ætlað sér, að seglin myndu
duga, en brátt urðu þeir að
grípa til mótorsins, og þannig
komust þeir til Færeyja með
brotið stýri.
Gammurinn hefur Marconi
Kesterl radíósíma, og á hverj-
Blaðið Guardian tekur þetta
allt ósköp hátíðlega, en ein-
hvern veginn er ég ekki svo
viss um, að þeim Leifi nokkrum
Eiríkssyni og Þorfinni karls-
efni myndi hafa getizt sérstak-
lega vel að þessu brölti. Þó má
vel vera, að þeim hefði orðið
skemmt.
Að lokum get ég ekki stillt
mig um að vekja athygli á því,
að íslendingar hafa verið und-
arlega daufir við að hagíiýta
sér sögurnar til landkynningar.
í Þeim flaumi af bókum, rit-
gerðum og greinum, sem birzt
hafa að undanförnu um Vín-
land, þá er auðsætt, að oft er
miðað við Noreg fremur en ís-
land, þegar rætt er um Vín-
lands-fundinn. Norðmenn eru
og miklu einbeittari að koma
hugmyndum sínum á framfæri,
og þeir hika ekki við að not-
færa sér áhuga manna á Vín-
landi. Ef til vill gengur þeim
ívið betur að selja fisk eða síld
til Bandaríkjanna, af þeim sök-
um, hve margir vestra telja Leif
hafa verið norskan. Eins og áð-
ur er getfð, þá verða fyrstu verð
launin fyrir sögu-brotið um
Vínlandsförina nýju hálfsmán-
aðardvöl í Noregi. Þetta er ekki
svo undarlegt. þar sem siglt
verður vestur í norskum báti.
Magnús Magnússon.
Tjónabætur Samvinnu-
trygyinga 149 millj. kr.
AÐALFUNDIR Samvinnutrygg
inga og Líftryggingafélagsins
Andvöku voru haldnir á Blöndu-
ósi 10. maí. Fundinn sátu 12 full-
trúar víðsvegar að af landinu,
auk stjórnar og nokkurra starfs-
jnanna félaganna.
í upphafi fundarins minntist
formaður stjórnarinnar, Erlend-
ur Einarsson, þriggja forystu-
manna félaganna, sem látizt
höfðu frá því fiíðasti aðalfundur
var haldinn, þeirra Guðmundar
Ásmundssonar, hrl., Sverris Jóns
sonar, flugstjóra, og Oddgeirs
Kristjánssonar, tónskálds.
Formaður stjórnar, Erlendur
Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu
etjórnarinnar, en Ásgeir Magnús
son, framkvæmdastjóri félag-
anna, skýrði reikninga þeirra.
Á árinu 1965 opnuðu Samvinnu
tryggingar nýjar umboðsskrif-
atofur með Samvinnubankanum
í Keflavík og á Húsavík og sölu-
skrifstofu í Bankastræti 7 í
Reykjavík.
Á árinu 1965 gengust Sam-
vinnutryggingar fyrir stofnun
klúbbanna „Öruggúr akstur“,
»em hafa það að markmiði að
stuðla að auknu umferðaröryggi
og betri umferðarmenningu í
yiðkomandi byggðarlögum.
Heildariðgjaldatekjur Sam-
vinnutrygginga námu á árinu
1965, sem var 19. reiknisár þeirra
kr. 186,535,339.— og höfðu ið-
gjöldin aukizt um kr. 31.566.099
eða 20.37% frá árinu 1964. Er um
®ð ræða iðgjaldaaukningu í öll-
íua tryggingagreinum.
Heildartjón Samvinnutrygg-
inga námu á áriiiu kr. 149.086.479
og höfðu aukizt um kr. 4.578.397
frá árinu 1964. Er tjónaprósent-
an 79.92% af iðgjöldum á móti
93.25% 1964.
Nettóhagnaður af rekstri Sam
vinnutrygginga 1965 nam kr.
479.111.51 eftir að endurgreidd-
ur hafði verið tekjuafgangur til
tryggingartakanna að fjárhæð
kr. 5.553.000 og eru þá endur-
greiðslur tekjuafgangs frá upp-
hafi orðnar kr. 61.723.736. Bónus
greiðslur til bifreiðaeigenda fyr-
ir tjónlausar tryggingar námu
kr. 12.780.000.
Iðgjaldatekjur Líftryggingafé-
lagsins Andvöku námu kr.
2.290.489. Tryggingastofn nýrra
líftrygginga á árinu nam kr.
4.685.000 og var tryggingastofn-
inn í árslok kr. 114.193.729.
Trygginga- og bónussjóðir félags
ins námu í árslok 1965 tæpum
kr. 30.000.000.
Úr stjórn áttu að ganga ísleif-
ur Högnason og Ragnar Guðleifs
son, en þeir voru báðir endur-
kjörnir.
Að lokum aðalfundi hélt stjórn
in fulltrúum og allmörgum gest
um úr Húnaþingi og Skagafjarð-
arsýslu hóf í félagsheimilinu á
Blönduósi.
Stjórn félaganna skipa: Erlend
ur Einarsson, forstjóri, formaður,
ísleifur Högnason, Jakob Frí-
mannsson, Karvel Ögmundsson
og Ragnar Guðleifsson.
Framkvæmdastjóri félaganna
er Ásgeir Magnússon.
Fóstrurnar nýbrautskráðu ása mt skólastjóra Fóstruskólans, fr ú
Valborgu Sigurðardóttur.
22 fóstrur brautskr.
FÓSTRUSKÓLA Sumargjafar
var sagt upp laugardag 21. maí
s.l. Brautskráðar voru 22 fóstrur.
Skólastjórinn, frú Valborg Sigurð
ardóttir, minntist þess í skóla-
slitaræðu sinni, að 20 ár eru nú
liðin síðan skólinn var stofnað-
ur. Hafa alls 149 fóstrur hlotið
menntun sína við skólann. Nöfn
hinna nýbrautskráðu fóstra fara
hér á eftir:
Aðalheiður Dröfn Gísladóttir,
Skagafirði, Anna Þuríður Krist-
björgsdóttir, Reykjavík, Ása
Margrét Finnsdóttir, Mýrarsýslu,
Ásta Sigríður Alfonsdóttir,
Kópavogi, Brynhildur Sigurðar-
dóttir, Reykjavík, Guðrún Val-
garðsdóttir, Reykjavík, Halldóra
H. Hálfdánardóttir, Reykjavík,
Helga Magnúsdóttir, Borgarfirði
Helga J. Stefánsdóttir, Húsaví'k,
Hjördis Hannesdóttir, Borgar-
firði, Hrefna Óskars Óskarsdótt-
ir, Vestmahnaeyjum, Ingigerður
Þorsteinsdóttir, Reykjavík, Mar-
grét Steinþórsdóttir, Árnessýslu,
María Bjarnadóttir, Neskaupstað,
María Þorgrímsdóttir, Húsavík,
Sigríður Hauksdóttir, Seltjarnar
nesi, Sigríður Kristinsdóttir,
Reykjavík, Sólveig Björnsdóttir,
N-Múlasýslu, Sólveig Ólafsdóttir
Reykjavík, Stefanía Jóhannsdótt
ir, Siglufirði, Þórelfur Jónsdóttir,
Akranesi, Þuríður Sigurðardóttir
Reykjavík.