Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað lorigimtMa&ið 120. tbl. — Laugardagur 28. maí 1966 Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Víötækar æfingar SVFÉ á Snæfellsnesi Slysavamafélag íslands efnir til nú um helgina allvíðtíekra björgunaraefinga á Snæfellsnesi. Taka þátt í þeim björgunarsveit- ir frá Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Hcllissandi, Ólafsvík og Búðardal, en auk þess verða með í förinni flokkur manna frá varnarliðinu á Keflavíkurflug- veMi, sem munu taka þátt í þess ari æíingu með flugvélar og þydur. Munu það samtals verða nailli 70 og 80 manns, sem taka Jsátt í þessum æfingum. A'ðalbækistöðvar björgunar- sveitamanna verða að Hóiahól- um. Verða þetta fyrst og fremst iandæfingar, og er gert ráð fyrir að þær fari fram á laúgardag og sunnudag, ef veður leyfir. Verður hópunum dreift kring- um Jökulinn, en ef veður verð- ur gott á sunnudag mun verða gengið á jökulinn og munu þá aiiir hóparnir taka þátt í þvL Á mánudag verður svo björgun- aræfingar með björgunarsveit- unum á Heliissandi og í Ólafs- vik. Tilgangurinn með þessum æfingum er fyrst og fremst að samæfa þessar björgunarsveitir. Ekki samkomulog um kræðslusíMarverð MáElnu vfsað til yfimefndar UNDANFARIÐ hafa staðið yfir fundir í Verðlagsráði sjávarút- Leið Ván- landslnronna BREZKUR leiðangur kom fyr ir rúmri viku við í Reykja- vík á ferð sinni í kjölfar Leifs Eiríkssonar á Æútunni Griff- in. í>að er biaðið Manchester Guardian, sem kostar leiðang urinn, en leíðangursstjóri er Jöhn Anderson, ritstjóri. Þegar skútan var í Reykja- vík, birtum við viðtal við leið angursmenn. Þeir létu úr höfn að kvöldi 20. maí áleiðis til Eiriksfjarðar á Græniandi. — Sl. þriðjudagskv. höl'ðu þeir síðast samband við loftskeyta- stöðina í Gufunesi og kváðust ekki lengur geta haft sam- band við fsland. Var þá allt í lagi og þeir komnir lang- leiðina til Grænlands. Frá Eiríksfirði ætluðu þeir félag- ar að láta strauma bera sig sömu leið og þeir báru Leif Eiríksson til Vínlands. En þeir telja að það hafi ekki verið til New Foundland haldur til Nantucket Sound eða þar um slóðir. Inni í blaðinu er grein um þessa ferð Griffins eftir Magnús Magnússon. vegsins um bræðslusfldarverðið í sumar, þ.e. frá 10. júní til 30. september. Samkomulag náðist ekki, og hefur málinu verið vís- að til yfirnefndar. Fulitrúar kaupenda tilnefndu í yfirnefnd Sigurð Jónsson, framkvæmdastjóra Síldarverk- smiðja ríkisins og Véstein Guð- mundsson, framkvæmdastjóra Síldarverksmiðju Kveldúlfs á Hjalteyri. Sel jendur tilnefndu Guðmund Jörundsson, útgerðar- mann og Tryggva Helgason, for- mann Sjómannafélags Akureyr- ar, og oddamaður yfinnefndarinn- ar mun verða Jónas Haraiz, framkvæmdastjóri Efnahagsstofn unarinnar. Osi Elliðaánna breytt Elliðavogur á oð verða oð skrúðgardi — Laxinum ekki hæffa búin af \beim framkvæmdum EFTIR nokkra daga má búast viB því, að fyrstu laxamir fari að tinast upp í Elliða- ámar, og um það er laxagöng um lýkur, síðar í sumar, verða vonandi komnir nokkur þús- und laxar í þær. Laxinn sem gengur í árnar í surnar, mun ugglaust komast að raun um, að breytingar ha.fa átt sér stað á ánum. Að undanförnu hefur verið unnið að því að fylla upp Elliðavoginn sjálf- an, og breyta farvegi árinnar í ósnum. Nú er einn veiðistað- ur, Eldhúshylurinn svonefndi, horfinn að fullu og öllu, en trúlega verður hans ekki ýkja mikið saknað, því fremúr lít- ið hefur verið veitt í honum undanfarin ár. Eldhúshyluírimi var neSsti veiðistaðurinn í Elliðaánum, og sást raunar ekki nema á fjöru, og ekki mátti veiða hann nema þá. Fréttamenn Mbl. brugðu sér inn að Elliðaám í gær, og skoð uðu framkvætmdir þar. Gífur- legt magn af mold og grjóti hefur verið flutt í voginn, og grjótgörðum hlaðið, sem af- marka sjálfan árfarveginn. Vinna við framkvæmdir þessar hófst fyrir um tveimur mánuðum og hefur ekkert lát verið á henni síðan. í upp- fyllinguna er notuð mold og grjót, sem flytja þarf burt úr hinum nýju íbúðahverfum, sem í byggingu eru á Árbæjar höfða og víðar. Eins og fram hefur kornið af fregin.um um Sundahöfn, þá er botn Elliðavogs þannig gerður, að vogurimn verður ekki dýpkaður. Þett.a er hraun botn, sem erfitt yrði að sprengja á brott. þannig að Framhald á bls. 16 Nýja Friendshipvélin kem- ur í dag kl. 4 Hefur hlotib einkennissfafina TF-FÍK HIN nýja Fokker Friends- shipflugvél Flugfélag Islands er væntanleg til landsins kl. 4 í dag. Kemur hún frá Amsterdant, en mui hafa viðkomu í Glas- gow. Flugvél þessi sem hlotið hefur einkennisstafina TF-FÍK, er af nákvæmlega sömu gerð og Blikfaxi, sem reynzt hefur mjög vel hér, en hún hefur að mestu leyti verið í innanlandsflugi. Hin nýja flugvél var afhent síðdegis í gær í Amsterdam, og tók á móti henni fyrir hönd félagsins Sigurður Matthíasson, fulltrúi fortjóra. Jón R. Stein- dórsson, yfirmaður Friendship- flugvélar Flugfélags íslands hef ur að undanförnu dvalizt úti og reynzluflogið vélinni. Auk þess hefur verið þar einn vélamað- ur, Viggó Einarsson, og enn- fremur Sigurður Jónsson, yfir- maður Loftferðaeftirlitsins. Koma þeir allir heim með vél- inni í dag, en flugstjóri í heim- fluginu verður Henning Bjarna- son, og aðstoðarfiugmaðux Gunn ar Arthúrsson. Þessi nýja Friendshipvél, er búin sterkari ratsjá, og er þetta fyrsta flugvélin, sem er í innan- landsflugi, og búin er slíku tækþ að því er Sveinn Sæmundsson hjá Flugfélaginu tjáði Mbl. Verður það mikils hagræðis, og stendur til að setja slíka rat- sjá í Blikfaxa á hausti komanda. Svefhn sagði, að tilkoma þess- arar vélar myndi að sjálfsögðu auka afkastagetuna til farþega- flutninga innanlands mjög mik- ið — eða um nálega þriðjung. 5 þús. kr. fil Sfratidarkirk |u I GÆR barst einum af ritstjór um Morgunblaðsins 5000 kr. í 'bréfi sem áheit til Strandarkirkju — Er óþarfi að taka fram, hve alvarlegt er að senda peninga, hvað þá þúsundir króna, í venju legu bréfi. Hann sagði ennfremur að önnur Friendsihipvélin yríi tvo daga í viku í áætlunarflugi til Fær- eyja og Skandinavíu og yfir há- sumarið myndi önnur þeirra halda uppi Grænlandsflugi á sunnudögum. Búist er við mikilli viðhöfn, sem henni verður gefið nafn, en er véiin lendir í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli í dag, en síðan býður stjórn F.í öllu starfs fóiki félagsins til fagnaðar. Tæpar þús. kr. söfnuðust — til hjálpar heimil- istólkinu að Hauksst. SAMKVÆMT ósk formanns Austfirðingafélagsins í Reykja- vík, hr. Páls Guðmundssonar, hefur Rauði kross íslands og Rauða kross deildin á Egilsstöð- um teki'ð að sér umsjón og af- hendingu á fé og fötum, sem safnað hefur verið til hjálpar heimilisfólkinu að Hauksstöðum á Jökuldal. Söfnun þessari er nú að mestu lokið, og hefur Rauði Krossinn tekið við samtals 86.095.— kr., sem söfnuðust hjá dagblöðum og skrifstofu R.K.Í. — Fyrirtækj- um, starfshópum og einstakling- um, sem færðu söfnuninni gjaf- ir, bæði föt og fé, er þakkað fyrir hugulsemi sína. Einnig þakkar R.K.f. Flugfélagi íslands, sem flutti fötin endurgjaldslaust til Egilsstaðe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.