Morgunblaðið - 23.06.1966, Síða 31
1 FímmtttÆagur 23. júní 1966
MORGUNBLAÐCD
‘31
— Laxveiðin
Framhald af bls. 2
miklum mun betra nú en á sama
tíma í fyrra. Á. mánudag voru
11 laxar komnir á land, og í gser
morgun höfðu 36 laxar gengið
upp fyrir teljarann við Topp-
stöðina. Til samanburðar má geta
þess, að sama dag í fyrra höfðu
aðeins 10 laxar gengið upp fyrir
teljarann, og veiðin var þá mun
— Vietnam
Framhald af bl. 1.
andi bandaríska stríðsfanga I N-
Vietnam.
Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins í Washington sagði í kvöld,
að ekki vaeri sjáanleg nein breyt
ing á afstöðu Hanoi stjórnarinn-
ar.
Bandariska stórblaðið „New
York Times“ ræðir mál þetta í
dag og segir það meðal annars
skoðun erlendra sendimanna í
Hanoi, að stjórnin þar hyggist
halda áfram stríðinu í þeirri
von, að stjórnin í Saigon velti úr
sessi eða Bandaríkjastjórn neyð
ist til að kalla her sinn heim
vegna vaxandi andstöðu heima
fyrir.
Ronning dvaldist í Hanol i þrjá
daga og ræddi. við ráðamenn
þar. Hann kom til Ottawa um
helgina og í dag fór William P.
Bundy, aðstoðarutanríkisráð-
herra, þangað til þess að ræða
afstöðu Hanoi-stjórnarinnar og
hugsanlegar leiðir til friðsam-
legrar lausnar.
— Morðmál
Framh. af bls. 1
var staðsett i gömlu virki á lít-
ilii eyju í mynni Thamesár. Sl.
mánudag gerði þrettán manna
flokkur árás á stöðina og nevddi
starfsmenn hennar, tíu að t.ölu
til þess að loka henni. Stjórnaði
kona þessari árás. Samkvæmt
fregnum NTB hefur flokkur
þessi stöðina enn á valdi sínu.
Mál þetta mun eiga rót að rekja
til deilna um eignarétt á útvarps
stöðinni.
— íþróttir
Framhald af bls. 30
— Leikir
um leik, sérstaklega eftir slgur
Hauka yfir Fram hér á dögun-
um. Þá leika einnig í 2. deild á
sama tíma í Njarðvíkum ÍBS og
Fram, dómari Karl Jóhannsson.
Eru Framararnir óneitanlega sig
urstranglegri aðilinn.
— fíoð/ð 5 falt
væntanlegs ferðafólks að ekki
sé hægt að kaupa miða að öll
um 9 leikjunum er fram fara
í London.
í upphafi var málum hagað
þannig að sérhvert land fékk
ákveðinn fjöida aðgöngumiða
til sölu hcimafyrir. Frá ýms
um eins og V Þýzkalandi, sem
fékk í upphafi allmikinn
fjölda miða, hafa komið miðar
tii baka, vegna þess að nægi-
legur fjöldi fólks hafði ekki
getu til Engiandsfarar.
í öðrum iöndum, eins og
t.d. Brasilíu, seldist kvótinn
upp á stuttum tíina, og þar
er nú svartamarkaðsverð á
miðum nífalt við upprunalegt
verð.
Framkvæmdanefndin segtr
að það sé eklci óskiljanlegt að
til einhverra árekstra og Vand
ræða komi, því 92 lönd hafi
óskað eftir að fá miða til sölu
og ráðstöfunar en aðgöngu-
miðarnir séu aðeins 2!4 millj.
samtals að öllum leikjum
lokakcppninnar. Enginn lög
banna svartamarkað og með
ongu móti er hægt að koma
algeriega í veg fyrir einhverj
lr. „hamstri" miða og selji sér
til ■góða þó slíkt hafi verið
reynt.
minni en nú. Stærsti laxinn, sem
veiðst hefur var 12 pund.
Allir laxarnir, sem fengizt
hafa, eru veiddir í Fossinum og
svæðinu fyrir neðan hann. Yfir-
lertt virðist sá lax, sem genginn
er, vera vænn og boðar það von-
andi áframhald þeirrar þróunar,
sem hófst í fyrra, en þá var
óvenju mikið um vænan lax í
ánum.
Veiðimenn kvarta undan því,
að mikið sé af afætu í ánni, og
meira en nokkru sinni fyrr.
Benda má á. að verð á ánamaðki
hefur þróazt svipað og verð veiði
leyfa, og kostar nú maðkurinn
3 kr. stykkið, þannig að ef selt
væri eftir vigt mundi kílóið
naumast ódýrara en bezta nauta-
kjöt! Tveir maðkar fara yfirleitt
í beitu, þannig að afætan getur
verið dýrt spaug!
Á mánudagskvöld virtist tölu-
vert af laxi vera komið í hinn
nýja ós >énna, sem margir telja
til bóta fyrir göngurnar, og vona
menn að mikill lax gangi í Jóns-
messustraumnum.
Ölfusársvæðið.
Neta- og stangaveiði Ölfusár
og Hvítár hófst í gær. Engar
fréttir hafa borizt um veiðarnar,
en flogið hefur fyrir að lítill lax
muni hafa sezt í Soginu að undan
förnu, hins vegar eitthvað af
sjóbirtingi neðantil.
Borgarfjörður.
Netaveiðin í Hvítá í Borgar-
firði hefur verið mjög dræm, en
menn vona að laxinn fari að
ganga syo einhverju nemi næstu
dagana. Litið mun hafa veiðst
i Grímsá það sem af er. Af Þverá
hefur blaðið ekki haft spurnir.
f Norðurá brá svo við, að stjórn
Stangaveiðifélags Reykjavikur,
sem venju samkvæmt veiddi þar
fyrstu dagana, fékk ekki neitt.
Hefur slíkt ekki gerzt í fjölda
ára að Norðurá gæfi ekki lax
fyrstu dagana.
f gær höfðu tæplega 30 laxar
veiðst í ánni. Sá fyrsti veiddrst
ekki fyrr en 10. júní. „Veiði-
mannapartý“ það, sem í gær var
í ánni, hafði þá fengið 11 laxa,
sem er lítið miðað við tíma. —
Stærsti laxinn. sem veiðst hefur
var 13,5 pd.. veiddur af Ragnari
Haraldssyni á Brotinu.
Húnavatnssýsia.
í Víðidalsá hefur aðeins einn
lax fenigzt, að því er ráðskona
veiðiheimilisins þar tjáði Mbl.
í gær. Nánast enginn lax er í
ánni, og í gær var þar enginn
maður/'við veiðar, en von á veiði
mönnum á fimmtudag.
Kalt hefur verið á þessum slóð
um að undanförnu. Á mánudag
kom t.d. maður að ánni, sem
átti þar leyfi, en hann sneri frá
vegna óveðurs, roks og kulda.
Eitthvað hefur þó veiðst af
silungi. Ágætt vatn er sagt í
Víðidalsá.
Eini laxinn, sem á land hefur
komið var 10 pund. Laxinn
veiddi Ragnar Karlsson.
í Miðfjarðará hefur sáralítill
iax gengið enn sem komið er.
11 laxar munu komnir á land.
Ágætt vatn ér í ánni, og vona
menn að úr fari að rætast.
Laxá í Aðaldal.
„Ég man aldrei eftir því, að
laxinn hafí gengið svona seint“,
sagði Jón bóndi Þorbergsson á
Laxamýri, er Mbl. átti við hann
tal í gær. „En nú hlýtur hann
að fara að koma“, bætti hann
við.
Aðeins 4 laxar hafa fengizt
i Laxá það sem af er, allir á
svæðinu neðan Æðarfossa. Þessir
laxar voru ekki stórir, en Jón
bóndi kvað veiðimann einn hafa
misst gríðarstóran lax um helg-
ina, og hafði sá aldrei þvílíka
skepnu augum litið!
Blaðinu tókst ekki að afla sér
fregna frá fleiri ám í gær.
Santo Domingo, 22. júní AP
• Stjórn Dominikanska lýð
veldisins hefur farið þess á
leit, að haldinn verði fljót-
lega fundur utanríkisráð-
herra Ameríkuríkjanna til
þess að ræða um brottflutn-
ing gæzluliðsins bar í landi.
Björgunarskipið Sæbjörg leggur upp í Vestf jarðaferðina á miðvikudagsmorgun. Ljósm. Mbl. Sv. Þ.
Björgunorskipið SÆBJÖRG
í Vestijorðaleiðangri
Hugað að skipbrotsmannaskýlum
- FÍB
Framhald af bls. 32
sem notaðir verða til þess að
lyfta bilum, sem farið hafa út-
af o.s.frv. Samkvæmt upplýsing-
um framkvæmdastjóra FÍB eru
félagsmenn nú um 10.000 tals-
ins.
Magnús H. Valdemarsson
sagði, að vegaþjónustubílar
hefðu verið á vegum Sv-lands
af og til frá því um páska, en
hin formlega vegaþjónusta hæf-
ist n.k. laugardag, 25. júní. Fé-
lagið á nú orðið fjóra Land
Rover bíla, sem það notar í
þessu augnamiði, og eru bíl-
arnir allir búnir talstöðvum. Þá
hefur FB áskotnast tveir krana-
bílar. Er annar þeirra þegar kom
inn í notkun, en hinn kemur
í gagnið eftir 10 daga eða svo.
Kranabílarnir eru notaðir í
sambandi við vegáþjónustuna,
en þegar þeir eru notaðir til
þess að lyfta bílum o.s.frv. verð
ur tekið gjald fýrir þjónustu
þeirra. Félagsmenn í FÍB fá af-
slátt af gjaldinu. Kranabílar
FÍB munu veita öllum þeim, sem
þurfa að halda, aðstoð en utan-
félagsmenn verða að greiða
fullt gjald.
Um vegaþjónustubílana sjálfa
er það að segja, að vegaþjón-
ustumaðurinn í hverjum bíl
reynir að gera við það, sem að
er. Geti hann það ekki á hálfri
til einni klukkustund, reynir
hann að gera ráðstafanir tU þess
að draga hinn bilaða á næsta
viðgerðarverkstæði. Þannig
reyna vegaþjónustumenn að
greiða götu þeirra, sem strand-
aðir eru á vegunum, eftir beztu
getu.
Ef bíll bilar er hægt að kom-
ast í samband við vegaþjónust-
una á tvennan hátt. Annars veg
ar með því, að stöðva talstöðvar
bíl, sem á leið um veginn, og
biðja ökumann hans að gera
Gufunesi orð, ellegar með því
að komast í síma og hringja
í þjónustusíma Gufunes, sem er
2 23 84. Leitar Gufunés þá uppi
þann vegaþjónustubíl, sem næst
ur er bilaða bílnum, og gerir
honum orð um hversu komið
sé.
Geta má þess, að félagsmenn
í FÍB greiða ekkert fyrir veitta
aðstoð vegaþjónustunnar fyrsta
klukkutímann. Utanfélagsmenn,
sem aðstoðar njóta, greiða hana
samkvæmt verðskrá, sem vega-
þjónustumenn hafa. Rétt er þó
að benda á, að bifreiðareigandi
getur gengið í FÍB úti á þjóð-
vegunum og öðlast þá þegar
sömu réttindi og aðrir félags-
menn. Árgjald í FÍB er kr. 300,
og ekkert sérstakt inntökugjald
er lagt á nýja félagsmenn.
Er líða tekur á sumarið
hyggst FÍB fjölga vegaþjónustu
bílum, og verða þá einnig stað-
settir vegaþjónustubílar á Vest-
ur-, Norður- og Austurlandi.
Verður nánar tilkynnt um þá
þjónustu er að því kemur. —
Alls veittu vegaþjónustubílar
BJÖRGUNARSKIPIÐ Sæbjörg
fór kl. 8 á miðvikudagsmorgun
frá Reykjavík áleiðis til Vest-
fjarða. Með skipinu eru menn úr
öllum björgunarsveitum Slysa-
varnafélags íslands við Faxaflóa,
og ætla þeir að dytta að fjórtán
skipbrotsmannaskýlum á strand-
lengjunni frá Keflavík í Barða-
— Ólga
Framhald af bls. 1
með þeím afleiðingum, að einn
hinna hvítu var fluttur særður
á sjúkrahús. Öflugirr lögreglu-
vörður var í hverfinu í dag.
Blökkumenn héldu í gær-
kveldi minningarathöfn um þrjá
forvígismenn sína, sem drepnir
voru í Philadelphiu fyrir ári.
Þegar Martin Luther King ávsrp
aði viðstadda réðust að blökku-
mönnunum um þúsund hvítir
menn, vopnaðir kylfum og höfðu
uppi háreisti og ofstopa. Leið
þá ekki á löngu áður en skipzt
var á skotum.
— Landbúnaður
Framh. af bls. 1
ingu á innflutning Svía á Iand-
búnaðarafurðum. Verður dreg-
ið úr styrkjum til smábænda
og stuðlað að því að búskapur
verði rekinn í stærri stíl en hing
að til.
í áætlunum landbúnaðarnet'nd
arinnar er gert ráð fyrir þriggja
ára aðlögunartímabili. Vcrða
breytingarnar gerðar stig af
stigi á þeim tíma.
FÍB hátt á annað þúsund bílum.
aðstoð á þjóðvegum landsins i
fyrrasumar, og má af því marka
hvers virði þjónusta þessi er
fyrir bifreiðaeigendur í landinú.
Magnús H. Valdemarsson tjáði
blaðinu í gær, að FÍB væri
kunnugt um að fjöldi bílaverk-
stæða með þjóðvegunum svo og
í kaupstöðum og kauptúnum
væri reiðubúinn að veita ferða-
fólki skjóta og góða aðstóð.
Þá er rétt að geta þess, að
vegaþjónusta FÍB er aðeins bund
in við helgar, en þegar fram
líða stundir, og báðir kranabíl-
arnir hafa verið teknir í notk-
un, verða þeir auglýstir til
starfa alla daga vikunnar.
Næstu daga mun félagsmanna
tala FÍB komast í 10.000, að því
er framkvæmdastjóri sagði.
Hann bætti þyí við að lokum,
að félagið yæri að flytja í nýtt
húsnæði nú um heLgina. Er það
á efstu hæð Templarahallarinn-
ar á Skólavorðuholti. Skrifstof-
ur FtB hafa til þessa verið við
BoLholt.
strandarsýslu til Furufjarðar !
Strandasýslu, birgja þau upp að
vistum og setja ta-lstö'ðvar í þau
skýli, sem enn eru talstöðvar-
laus.
- Úthlutun
Framhald af bls. 32.
hent gög.n til teikninga á hús-
um sínum. Gunnlaugur kvað á-
stæðu til að benda á að verði
gatnagerðargjaldið ekki greitt
innan 7. júlí, fellur réttur þeirra
er lóðir hlutu með öllu niður.
Gangstéttargjald einbýlishúsa-
lóðanna í Fossvogi, sem jafn-
framt eru þær stærstu kosta um
165.000 krónur samkvæmt áætl-
un. Verðið getur ekki orðið
lægra, en það gæti orðið hærra.
Lóðir í Breiðholtshverfi
undir hús sem ekki verða
stærri en 550 rúmmetrar munu
kosta 75.800 krónur. Raðhúsa-
lóðirnar munu kosta 43.000 kr. á
íbúð. Gunnlaugur gat þess að lok
um að í gærdag hefðu verið
send bréflegar tilkyrmingar til
þeirra er lóðum var úthlutað og
mun því verki verða lokið í
dag.
— De Gaulle
Framh. af bls. 1
leiðtogunum sammála um að
stefna Bandaríkjastjórnar í Viet
nam væri alröng.
Síðdegis í dag hélt de Gaulle
íæðu í Moskvuíháskóla og hlýddu
á hana tvö þúsund manns. Þar
lét forsetinn í ljós von um að
samvinna Frakka og Sovétríkj-
anna margfaldaðist á næstunni
og yrði upphaf að bandalagi
þeirra á ýmsum sviðum. Sagði
forsetinn, að það. sem nú eink-
um einkenndi líf fólks, væri
sóknin á sviði menningar, vísinda
og efnahagslegra framfara —
þessi atriði hefðu komið í stað
drauma um landfræðilega sigra
og yfirráð yfir öðrum þjóðum.
De GauIIe var mjög fagnað, er
hann lýsti hrifningu sinni af því,
er hann hefði séð i Moskvuhá-
skóla og Moskvuborg yfirleitt og
sagði, að örlög landa byggðust á
„hugsunum, þekkingu og reynslu
þjóðanna“.
Á morgun heldur de Gaulle í
vikuferð um ýmsar borgir Sovét-
ríkjanna og fer fyrst til Novi
Sibirsk í Síberíu. 1 för með hon-
um verða Kosygin, forsætisráð-
herra, og Podgorny, forseti. Þeg-
ar þeir- koma aftur til Moskvu
halda leiðtogarnir áfram viðræð-
um og þá munu utanríkisráðherr
arnir, Andrei Gromykp og Couve
de Murville, undirrita samning
um samvinnu á sviði visinda m.a.
gelmvísind-