Morgunblaðið - 26.06.1966, Page 4

Morgunblaðið - 26.06.1966, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. Júní 1966 B LALEIGAN F E RÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per Jun. SÍMI 24406 SENDUM sfMI 3 íf-G0 mfíií/m Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 BIFREIBALEIGAN VECFERD Grettisgötu 10. Sími 14113. BIUI LEIBA MAGMUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR21190 eftir lokun simí 40381 FíDlvirkar skurdgröfur I ö //> L V I R K I N N ÁVALT TIL REIÐU. SÍfHI: 40450 Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður Hafnarstræti 22. — Sími 18354. ÍTA'II BOSCH Flautur 6 volt, 12 volt, 24 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. ★ Verðlagið í Fríhöfninni Velvakanda hefur borizt eftir- farandi athugasemd frá frí- hafnarstjóranum í Keflavíkur- flugvelli: Skógræktin Ásgeir Long skrifar: „Mér hlýnaði um hjartaræt- urnar við að lesa pistil V.A. um trjárækt í Velvakanda í fyrradag. Ég er svo innilega sammála höfundinum að þegar ég sá línur skógræktarstjóra í blaðinu í dag, get ég ekki orða bundizt. Ég er að vísu sam- mála Hákoni um að greinina þurfi að varðveita, en hvort Ársrit Skógræktarfélagsins er hinn rétti vettvangur, leyfi ég mér að drga í efa. Greinin á nefnilega erindi út fyrir raðir skógræktarmanna, hún á er- indi til allra landsmanna og þarf að vekja þá af værum blundi. já meira að segja með andfælum. Orðrétt sendur í greininni: „Þessir skógræktar- menn“ láta sig dreyma um sögunarmyllur og timburflota, eru þeir raunverulega að klæða landið? Þessi harmleikur“ o.s. frv. Þessi harmleikur er í fullum gangi og er að verða hreinn voði. Hvers vegna megum við ekki eiga landið okkar kalt, hrikalegt og nakið með unaðs- legum bjarkarlundum þar sem skaparanum þóknast að gera það að fegurri og ilmríkari vinjum en þekkjast nokkurs- staðar annarsstaðar? Fyrir réttu ári síðan vakti ég athygli á þess um harmleik sem er að gerast og augljósastur er í Þjórsárdal og í Borgarfirði við Norðurá. Þá þagði skógræktarstjóri þunnu hljóði. Ég er nýkominn úr Þjórsárdal og hafi „kálgarða skógur“ skógræktarinnar not- ið sín vel í fyrra, gerir hann það enn betur nú. Vill ekki skógræktarstjóri vera jafnsnar að grípa pennann sinn núna og hann var i gær og gefa full- nægjandi skýringar á því með hvaða og hvers leyfi bjarkar- skógamir eru leiknir svona hörmulega og hvort þessi með- ferð brýtur ekki í bága við landslög um grisjun nytja- skóga, eða hefir þeim lögum máski verið breytt? Birkiskógurinn í Þjórsárdal þarfnast engrar aðstoðar frá skógrækt ríkisins til þess að lifa og dafna. Hann hefir stað- ið af sér nábýli við Heklu frá ómunatíð. En harmleikurinn hefir verið leikinn og verður ekki um bætt. Skógræktarstjóri óskar eftir að fá að birta pistil V. Á. í Ársriti Skógræktarfélagsins og efast ég ekki um að V.Á. veiti það leyfi með ánægju án þess að skógræktin þurfi að hafa áhyggjur af kostnaðarhliðinni, vegna höfundarréttar. En ef svo skyldi fara að A.V. leyfði ekki birtinguna ,eða setti upp það verð að sjóðir skógræktar- innar þyldu ekki er ég fús til þess að rita grein í sama dúr og V.A. og auk þess gefa góð- ar Ijósmyndir af afrekum skóg- ræktarinnar í Þjósárdal og Borgarfirði. Hákon þarf engar áhyggjur að hafa af fjárútlát- um því að ég mundi með á- nægju gefa skógræktinni bæði birtingarrétt mynda og lesmáls. Og að síðustu Hákon, ekki skæting heldur „konkret“ svar með þeim upplýsingum sem beðið er um. Virðingarfyllst, Ásgeir Long“. TÁr Enn um „apana“ Hjólreiðamaður skrifar: „Kæri Velvakandi. Leyfist hjólreiðamanni að leggja nokkur orð í belg í hinni fjörugu ritdeilu, sem upp er komin um apana í umferðinni? Mér er að vísu ljóst, að hjól- reiðamenn hljóta að vera litlir karlar í samanburði við „meira prófsmenn“ og „keyrikarla“, en hjólreiðar eru þó bæði gagn- legar og hollar einkum á þess- um tímum kransæðastiflu og hjartasjúkdóma. Fyrir innisetu- menn er ágætt að byrja daginn með hressandi hjólreiðatúr í vinnuna. Maður fær hið ferska morgunloft í lungun og blóðið kemst á hreyfingu. En þá kem ég að höfuðvanda máli okkar hjólreiðamanna. Allt of margir bifreiðastjórar virðast líta svo á, að við höf- um alls engan rétt í umferð- inni. Oft hefði ég komið hjól- andi eftir aðalbraut í fullum rétti þegar einhver apinn í um ferðinni hefur rennt bifreið sinni þvert í veg fyrir mig og stolið af mér réttinum á hinn freklegasta hátt, í þeirri sælu vissu, að bifreið hans myndi lítið sem ekkert skemmast þótt hún yrði fyrir léttu reiðhjóli, en minna hirt um þá hættu, sem hjólreiðamanninum gæti stafað af slíkum árekstri, enda hefi ég a.m.k. einu sinni lent í háskalegri aðstöðu af þessum sökum. Ég hefi hjólað mikið um dagana og í mörgum lönd- um, þar sem umferð er marg- falt meiri en hér í okkar litla landi, en aldrei komist í hættu í umferðinni erlendis, svo ég muni, enda er réttur hjólreiða- manna fullkomlega virtur í öll um löndum, þar sem umferðar- menning er í góðu lagi. En hér gegnir öðru máli. Og án þess ég vilji fella nokkurn dóm i hinni hatrömu deilu karla og kvenna, sem karlmennir hófu á fremur þjösnalegan hátt, verð ég að láta þess getið, að engin kona hefur brotið á mér rétt í umferðinni, og er ég þó ekk- ert kvenhollari en gengur og gerist. Þar hafa karlmennirnir verið að verki. Að lokum langar mig til að segja frá litlu atviki, sem kom fyrir mig nýlega. Ég var stadd- ur á umferðargötu í miðbænum og var að labba yfir götuna á merktri gangbraut, ásamt þremur eða fjórum öðrum. Kemur þá ekki kennslubifreið á fleygiferð og án þess að draga hið minnsta úr ferðinni brunaði hún fram hjá, rétt við nefið á okkur. Við stýrið sat fönguleg kona, sem auðsjáan- lega var að læra, en apinn — nei afsakið — ökukennarinn við hlið hennar var karlkyns. Hjólreiðamaður“. Góð þjónusta! Jöklamaður skrifar: „Velvakandi góður, ég sendi nokkrar línur vegna atviks, sem kom fyrir okkur ferðafélag- ana um síðustu helgi. Þannig er mál með vexti að ég og nokkrir félagar mínir ásamt konum okkar þvoðum af okkur bæjarrykið og skrupp um í ferðalag nú fyrir stuttu okkur til heilsubótar og á- nægju. Vildum við njóta þess bezta sem íslenzk náttúrufeg- urð hefur upp á að bjóða á þessum tíma árs og kusum að ferðast um Snæfellsnes, þar sem við vissu vera hvað feg- urst og sáum skrúðgrænt gras- ið teygja sig upp í hlíðar fjall- anna. Og yzt á nesinu fann- hvítan Snæfellsjökul baðaðan sólskini. Ákváðum við að klífa þennan sama jökul, en þá varð óhappið. Ein stúlkan í hópnum varaði sig ekki á sólarljósinu og styrkleika þess þegar það speglaðist í hvítum snjónum og brenndist illa í andliti. Síðar um daginn, er hún var orðin viðþolslaus af kvölum vegna brunans, ákváðum við að leita læknis. Knúðum við dyra hjá lækni einum í nærliggjandi bæ síðla þess sama dags og bárum upp erindi okkar gegnum dyra- síma læknisbústaðarins. Okkur til ólýsanlegrar furðu tilkynnti hann okkur, sá góði læknir, að hann hefði ekkert við ok'kur né sjúklinginn að tala á þessum tíma dags, heimsóknartími væri á milli kl. 10 og 11 fyrir há- degi. Þrátt fyrir mikla gremju okkar í garð læknisins, ætluð- um við ekki að aðhafast neitt í málinu, en stúlkan hefur nú verið rúmföst í heila viku vegna 2. stigs brunasára í andliti og læknir hér í höfuðborginni tjáði okkur að ef hún hefði fengið læknishjálp og viðeigandi lyf í tæka tíð, hefðu sórin ekki orðið slík. Sjáum við okkur því tilneydd til að bera fram mót- mæli okkar opinberlega vegna þessarar óskemmtilegu mót- töku læknisins og kom á fram- færi eftirfarandi spurningum: Þarf slys að verða á ákveðn- um tíma dags i þessu læknisum dæmi til þess að umræddum lækni þóknist að gera .að sár- um sjúklings? Er yfirleitt gert þar að sárum utansveitasjúklinga? Hverjar eru skyldu þessa læknis sem opinbers embættis- manns og ber honum ekki að að gera að sárum stúlkunnar eða að minnsta kosti líta á sár- in og fullvissa sig mn að urn alvarlegt slys væri eigi að ræða? Jöklamaður“. Vegna greinar ó.Ó. í dálki yðar hinn 24. þm. vildi ég und- irritaður leyfa mér að senda yður eftirfarandi athugasemd. í fyrsta lagi talaf Ó.Ó. um furðulega hátt verð á Omega úri N.kr. 383,40, en það jafn- gildir um $53.00. Verð á Omega úrum, sem fengizt hafa í Frí- höfninni er frá $ 25.00 — $ 320.00, en mest eru seld úr, kosta frá $ 50.00 til $ 100.00. Miklu dýrari úr eru framleidd hjá verksmiðjunhi eða allt að upp í $ 2000.00 frá verksmiðju, og sýnir það töluverða van- þekkingu að tala um, að Omega úr á N. kr. 383,40 sé dýrt. Þá getur Ó.Ó. þess, að hann hafi keypt vasaúr. Aðeins tvær gerðir hafa fengizt í Fríhöfn- inni af Omega vasaúrum, og kostuðu $ 25.00 og $ 53.00. Hef- ur Ó.Ó. auðsjáanlega keypt dýr arar úrið, en úr þessi eru ná- kvæmlega eins í útliti og ligg- ur verðmismunurinn í verki og mismiklu gulli í stöfum. Mætti því ætla, að það hefði verið ódýrari gerðin er Ó.Ó. rakst á í Noregi, en þó efast ég um það, því að úrið er aðeins N. kr. 26.00 dýrara í Noregi, en sá mismunur er of lítill, en unnt er að fá frá verksmiðj- unni úr er líta eins út á 6 mis- munandi verðum. Ég vil að lokum geta þess að verð á svissneskum úrum, Omega sem öðrum, er 15—20% lægra í Fríhöfninni á Keflavík- ur flugvelli en í verzlun í Sviss, og 50—70% lægra en í verzlun i Bandaríkjunum. Mér er þvi miður ekki kunnugt um verð- lag eða tolla á úrum í Noregi, en lélegir kaupmenn eru þeir frændur vorir, ef þeir selja úr- in langt undir verksmiðju- verði. Þá vrl ég að endingu geta þess, að Fríhöfnin á Keflavik- urflugvelli verður að selja vör- ur sínar á sama eða heldur lægra verði en aðrar Fríhafnir, þar sem meiri hluti viðskipta- vinanna eru farþegar á milli- landaflugi (transit) með stuttri viðkomu, og koma oft beint úr annarri Fríhöfn. Það eitt, að þetta fólk verzlar, áýnir að bæði verð og vöruúrval er samkeppnisfært. Virðingarfyllst, Ólafur Thordersen. ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. MAXICROP Fyrir öll blóm. 100% Lífrænn. Fæst í flestum blómabúðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.