Morgunblaðið - 26.06.1966, Side 11

Morgunblaðið - 26.06.1966, Side 11
Sunnuðagur 26. Júnl 1966 MORGlí NBLAÐIÐ 11 Máltíð á jökll. Kraki hlýtur áföll. „Erum að leggja af stað úr Grímsvötnum í glampandi sólskini áleiðis í Kverkfjöll", Slík skilaboð fóru um tal- stöðina okkax kl. 19 en það var annar viðstalstíminn okkar á daginn við Pétur í Jökullheimum . Tekin var stefnan með áttavita. 1 hópn- um hofðum við verkfræðing sem aldrei skeikaði nema um fáa metra í sigíingafræði- legum útreikningum á löng- um vegalengdum. Þáð er Carl Eiríksson, sem reiknað hefur áfram marga jöklaleið angra í >oku og dimmu á imdanförnum árurn. Ekki höfðum við farið langt norð- ur á jökulinn, er hvít þoka lagðist að. Við miðuðum vest arlega á Kverkfjöllin, >ar sem fyrri leiðang- ur hafði rekizt á sprungu austarlega á leið inni, en héldum full lengi áfram áður en við stönzuðum til að bíða birtu og þræða ofan að Hveradölunum. Skyndilega kom kynlegur hnykkur á snjóibílinn, sem sat fastur á skottinu og upp- , risinn að framan, og bifaðist j ekki meira. Menn litu hver á annan. I — Erum við í sprungu? — I Já, við erum víst í sprungu! Og svo hætti Ómar Hafliða- son að hláeja og segja sög- j ur, opnaði hurðina og leit um stórt gat langt niður í jök ulinn. Ekki hafði vottað fyr- ir sprungunni á yfirborðinu, en hún var ekki nema 1-2 m. breið og þegar snjóbíll kem- ari. Þær sem ná meiri breidd gapa væntanlega og sjást. Svo að í bílnum er maður nokkuð öruggur, jafnvel þó komið sé langs á sprungurn- ar. Annað þóttumst við hafa lært af þessari reynzlu okk- ar. Yfirleitt er hægt að fylla og þjapþa helda brú yfir slíkar sprungur fyrir bílinn. Sprungurnar liggja flestar skáhallt niður og um leið og fyrsta snjó festir á ójöfnu í hallandi vegg, má moka ofan á. Þjappast snjóbrúin þá ó- trúlega vel. Laus maður ætti þó að fara varlega á þvílík- um stað. Karlmennirnir þjöpp uðu slíka brú beggja megin undir beltin og náðu bíln- um upp. En þar tjölduðum við og biðum bjartara veð- urs um morgunin. Nú máttum við fara að snúa okkur að slóð Guðmund ar Jónassonar fyrir austan okkur, því hún átti að vera komin yfir þann stað í Brúðar tungu sem honum reyndist skeinuhættur. Fundum við slóðina morgunin eftir með siglingafræðilegum útreikningi Carls. Við rákum upp sigurhróp. Upp frá þessu þyrftum við ekki að bíða birtu eða hika, því héðan í frá mund- um við hafa kannaða slóð niður í Kverkfjöllin og aftur til baka að skálanum í Gríms fjalli. Og síðan niður í Jök- ulheima þaðan, ef veður og birta leyfðu ekki ferðina um norðurjökulinn á Bárðar- tungu. stofan gaf litlar vonir um að þokunni mundi létta í bráð af þessum háa jökultindi. sem við vorum strönduð á. ÖUum til miikillar undrunarvöknuð- um við þó í glampandi sól- skini og björtu veðri morgun inn eftir. Og um miðjan dag var Vorið búið að finna okk- ur undir leiðsögn Guðmund- ar Jónassonar, sem varpaði tveimur pökkum niður. Þungt drifið grófst í snjó- af hveragufum með litfögr- um útfellingum. Öðru hverju rofar tíl í gufuþottinum og sólin hellir geislum yfir lita- dýrðina. Svo dregur fyrir aft- ur eins og slíkt megi ekki líta of lengi í einu. Kétt aust- an við dalinn er Kverkin, sem sést svo vel norðan frá, tveir háir hnjúkar, sem jökul tunga skríður niður á milli. Eftir dvölina í Kverkfjöll- um hafði norðurjökullinn enn dregið á sig hvíta þoku- slæðu, svo heppilegra þótti að fara ekki ótroðnar slóðir um Bárðarbungu, en halda sig við örugg snjóbílaför um Grímsvötn, enda svipuð vega lengd. Gekk sú ferð vel, utan hvað nú hélt ekki brúin á sprungunni í brekkunni upp á Grímsfjallið, sem við höfð- um kannað í hinni leiðinni og vissum að ekki var of breið, ef þvert væri á hana komið. Þegar mesti þung- inn á bílnum færðist aftast á beltið, lét hún undan og Kraki sat aft- ur fastur í sprungu, með skottið fast á bakkanum, og brotnaði undan því úr ís- veggnum. Þó var allt opið, ekki fullir tveir metrar á breidd og hægt að fylla í og þjappa festu undir snjóbílinn svo hann næði sér upp . Á Grímsfjalli var nú kom- ið ofsarok, en fagurt og bjart veður. Taldist karlmönnum svo til að í vindhviðunum væru 11—12 vindstig og mörkuðu það, að okkur skild ist helzt, af því að kven- fólki var varla stætt milli bíls og skála, og hurðin á Kraka atlögu, Aladdín' svífur á tepp- inu sínu o.s.frv. Við vorum einmitt að skemmta okkur við að horfa á slíkar myndir um nóttina, þegar hnykkur kom á Kraka og hann hallaðist á hliðina, svo sást næstum beint út á snjoflötinn um þann glugg- ann, sem við höfðum oltið út að. Þarna lágum við 3 úr aftursætinu í einni bendu, lit um hvert á annað með undr- unarsvip: — Erum við i sprungu? — Já, við erum víst í sprungu! Ekki ber á öðru! Um 4 km. frá jökulröndinni, í troðinni slóð eftir marga snjóbdla frá því fyrir hálf- um mánuði og á rennisléttu svæði, sem oftast er brunað yfir viðstöðulaust, höfðum við lent langsum í sprungu. Hún lá þarna á löngum kafla undir öðru beltisfari allra þessara snjóbíla, með hörðum ísveggjum svo langt sem sást niður og vottaði ekki fyrir missmíði I snjón- um. Kraki sat blýfastur, með beltið uppi á brúninni öðru- megin og nam hliðin við hinn vegginn. Sá sem í hon- um var, var öruggur. Við sendum út mann í taug, til að kanna með staf hvemig sprungan lægi og afmarka hvar mætti stíga niður Og síð an komu hinir á eftir. Við konurnar tvær gerðum lítið annað en að horfa með að- dáun á hvað hægt er að gera með verklagni og góðum tækjum. Það kom í ljós, að með í ferðinni var krafttalía, sem margfaldar átak manns upp í IVz tonn, trissur sem sexfalda og tvöfalda átak og fleiri þessháttar tæki. Svo vel vildi til, að sprungan sveigði örlítið til aðeins framan við bílinn, rétt svo betra væri að ná lausa beltinu upp á. Að auki lægði storminn, svo hæg ara var um vik að vinna. Brotna drifið kom sér nú vel. Það var grafið niður það langt framan við bílinn að viðspyrna fengist í ísnum á milli, stálvir tengdur þaðan í bílinn og Gunnar Guð- mundsson beitti krafttalíunni miklu í 1% tonns átak. Carl Eiriksson var við geysimik- inn tjakk, sem komið hafði verið fyrir með furðulegum hætti í sprunguveggnum aftan við Kraka og Ómar Haf liðason togaði í á hlið með sýndarhjálp hinna kraftminni í leiðangrinum. Eftir því sem snjóbíllinn réttist, var tunn- um komið fyrir milli hans og isveggsins. Loks tókst að ná tyllu fyrir lausabeltið á skör inni og aka upp á fastan ís. Já, við erum líklega í sprungu! ur þvert á slíka sprungu, nær hann yfir. Reyndar gerast faldar sprungur varla brerð- Sprunga nndir og stafurinn dettur viffnámslaust gegnum , snjóskánina. En ekki er ein báran stök. Varla hafði fagnaðaróp okkar dáið út, er Kraki stundi og hætti að láta að stjórn. Könnun leiddi í Ijós að tann- hjól í drifinu voru brotin. En drif var næstum einasti varahluturinn, sem ekki var með, enda þungt stykki til að dragnast með. Hvað nú? Ekki þótti fýsilegt að aka stjórnlausu farartæki á þess- um slóðum. Nú kom sér vel að eiga hauk í horni, þar sem er Geiri Geirs, sem alltaf er viðlátinn í talstöðinni, þeg ar félagar hans eru á ferð og svo hjálpsamur og snar í snúningum, að klukkutíma seinna var búið að taka til nýtt drif í Reykjavík og tryggja Vorið hans Björns Pálssonar til að fljúga með það og varpa því niður strax og veður leyfði. En Veður- inn nokkuð frá okkur. En auðvelt var að draga það á skíðum að bílnum, þar sem því var komið fyrir hið snar asta. Þar með var hægt að halda ferðinni áfram þennan stutta spöl, sem eftir var í Kverkfjöllin. Gnótt elds og ofurefli frosts Kverkfjöllin eru eitt mesta hverasvæði landsins, þar sem eldurinn kraumar undir ísn- um. Er furðulegt að aka nið- ur hvítan jökulrana í Vestri Kverkfjöllum með útsýni til fagurra ísmyndana í jökul- sigi og sprungumynstur í ná- lægum hlíðunum og stíga svo út á litfagran mjúkan leir- inn í fjallinu. Eða að ganga af jöklinum niður í hveradal inn með kraumandi hverum og eftir sundursoðnum hrygg fauk upp og brotnaði í henni rúða. Það eru vissulega snögg veðra- brigði á íslenzkum jökli í 1800—2000 m hæð. Varð okkur hugsað til þeirra ver- manna, sem sagt var að fyrr á öldum hefðu lagt leið síng yifir jökulinn, illa búnir á okkar mælikvarða. En þeir munu þó víst ekki hafa farið nema þar sem stytzt er leið á jökli miklu austar eða um 20 km. En svona veður er fagurt, þegar setið er í snjó- bil á ^ fleygiferð niður eftir slóð. ísnálarnar þyrlast upp og fljúga glitrandi fram með bílnum. Og þegar kvöldar tætast skýin uppi yfir í rósa- roða og mynda furðulegustu kynjadýr og myndir. Þarna kemur allt i einu fokvondur Beethoven með hárið í a)lar áttir, tveir drekar leggja til Þetta hafði aðeins tekið 4 klst. Nú var búið upp á aftur og ekið niður af jökli, í morg unkaffi til Péturs bónda í Jök ulheimum. Var þá aðeins eft- ir að aka heim með Kraka á trukknum sem tók 10 tíma, enda lítil viðstaða við Tungnaá í þeirri leiðinni. Þessi ferð hafði verið ein- staklega viðburðarrík og skemmtileg. 1 ferðalagi á Vatnajökli skynjar maður enn betur en annars mikil- leik hinnar hrjúfu íslenzku náttúru. Því enn á við það sem segir í hinni meira en 7 alda gömlu bók, Konungs- skuggsjá: „Því at þar er gnótt elds ofrgangs ok ofr- efli frosts og jökla, vellandi vötn og stríðleikr ískaldra vatna“. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.