Morgunblaðið - 26.06.1966, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.06.1966, Qupperneq 28
28 MORGU NBLAÐIÚ Sunnudagur 26. júní 1966 ©PIB — Það eru ekki við sem böfum gert boð eftir þér, það er maðurinn á neðri hæðinni. Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CRÍMU — Þau eru sloppin! Þegar við komum upp á þil- farið, var það nákvæmlega nógu snemma til þess að sjá aftur- Ijósið á bátnum hverfa í áttina til lands. Mennirnir tveir, sem áttu bát- inn sögðu okkur frá því í mikl- um æsingi að þeir hefðu verið að leita á skipinu, þegar þeir hefðu séð þrennt fara niður stig- ann og niður í bátinn og ýta frá, áður en þeir gátu áttað sig. Yves, Júlía og Janine voru sloppinn. — En þau komast nú aldrei langt, sagði ég. — En hver eru þau? Og hvermig er þessu öllu varið? sagði Steve. — Yves Renier og móðir hans og Júlía Gerard, sagði ég og dró djúpt andann — hún mágktina þín. Nei, ég er ekki orðin brjál- uð, bætti ég við er ég sá furðu- svipinn á honum. Ég leit fyrir borð og sá litla bátinn, sem Júl- ía hafði komið í. Og svo var þarna lítill léttibátur með vél, sem tilheyrði Afrodite. Báts- mennirnir gátu tekið annan- hvorn þeirra og sótt sinn bát. — Þið finnið áreiðanlega bát- inn ykkar óskaddan við hafnar- bakkann sagði ég. Og viljið þið svo fara til lögreglustöðvarinn- ar, spyrja um Chaíbot fulltrúa og biðja hann að koma hingað. — Og þá getum við kannski sett okkur einhversstaðar niður, svo að þú getir sagt mér alla söguna, sagði Steve. — Þú hlýtur að hafa farið af stað hingað undir eins og þú fékkst skeytið hans Yves um Tom? sagði ég. — Hvaða skeyti um Tom? Ég hef aldrei heyrt neitt frá Yves síðan hann fór að heima frá mér. Hvar er Tom? — Svo áð þú veizt það ekki? — Ég veit ekkert, svaraðd Steve í nokkrum æsingi. Ekki ananð en það, að andlitið á þér og óttinn, sem skein út úr því hafa fylgt mér eins og draugur síðan ég sá þig leggja af stað til Frakklands. Til hvers heldurðu, að ég sé hingað kominn? — Tom er dáinn, sagði ég. Myrtur .... og það voru konan hans og Yves Renier, sem stóðu fyrir því. Ég þagnaði snöggvast og horfði á andlit hans, sem var mér svo kært. — En ég er ekki konan hans, Steve. Ég er ekki Júlía. Ég er stúlka, sem heitir Candy Winter. — Ætli þér væri ekki betra að' byrja á byrjuninni? sagði Steve. Ég hóf því söguna — í slag- veðrinu, daginn, sem ég var að fara í fríið mitt. Þegar ég hafði lokið sögunni, þagði Steve lengi. Hann hallaði sér aftur í stólinn og horfði á mig. — Nú er þessari martröð lok- ið, sagði hann. — Ég verð að fá tóm til að ná andanum. Ó, vesl- ingurinn þinn .... hversvegna kom ég ekki fyrr? — En hversvegna komstu yfirleitt?' Ef örlögin hefðu ekki verið mér hliðholl, hefðirðu komið um seinan. — Segðu ekki þetta, sagði Steve. — Við skulum ekki vera að hugsa um það. Ég ók aftur til Sorrell, eftir að þú varst farin. Ég var alveg eins og brjálaður — ég gat ekki hætt að hugsa um þig, eins og ég hafði séð þig sið- ast — svo einmana og svo hrædda. Ég taldi mér trú um, að þetta væri sjálfskaparvíti hjá þér, sem þú yrðir að taka afleiðingunum af — en það kom fyrir ekki. Þú varst veik og ringluð og ég vildi líta eftir þér. Ég bar þetta af í þrjá daga, en þá ákvað ég, að ég skyldi fara □---------------------□ 39 □----------------------□ til Suður-Frakklands og sjá með eigin augum, hvernig allt væri í pottinn búið. Ég hefði bara aldrei átt að sleppa þér burt. ERUM FLUTTIR í NÝTT OG GLÆSILEGT HÚSNÆÐI AÐ EIRÍKSGÖTU 5 Á 3. HÆÐ í TEMPLARAHÖLLINNI UM LEIÐ OG VIÐ BJÓÐUM YÐUR VELKOMIN í HIN VISTLEGU HÚSAKYNNI VILJUM VIÐ VEKJA ATHYGLI YÐAR Á AÐ FRAMVEGIS VERÐA SKRIFSTOFUR OKKAR EINNIG OPNAR í HÁDEGINU OG MUN STARFSFÓLK OKKAR KAPPKOSTA AÐ VEITA YÐUR ALLA ÞÁ TRYGGINGAÞJÓNUSTU SEM YÐUR HENTAR. VIÐ BJÓÐUM YÐUR EFTIRT. TRYGGINGAR. ÁBYRGÐARTRYGGINGAR BIFREIÐA. Eins og bifreiðaeigendum er kunn- ugt, innleiddi Hagtrygging nýtt iðgjaldakerfi í bifreiðatryggingum. Það er fjölflokkakerfi og skapar gætnum og reyndum ökumönnum lág iðgjöld. AKSTUR ERLENDIS. Þeir viðskiptavinir Hagtryggingar, sem taka bifreiðir sínar með í sum- arleyfið, geta nú fengið tryggingu (GREEN CARD), sem gildir sem ábyrgðartrygging í allflestum lönd- um Evrópu. KASKÓTRYGGINGAR. Notað er sama iðgjaldakerfi og fyrir ábyrgðartryggingar. RÚÐU- BRUNA- OG ÞJÓFNAÐAR- TRYGGINGAR. ÖKUMANNS- OG FERÞEGA- TRYGGING. Trygging á farþegum og ökumanni gegn dauða eða örorku. HEIMILISTRYGGINGAR. Tryggir heimili yðar gegn bruna, vatnsskaða og innbroti, er jafn- framt slysatrygging húsmóður og barna og ábyrgðartrygging fjöl- skyldu. INNBÚSTRYGGINGAR. Tryggir meðal annars húsgögn, heimilistæki, fatnað, bækur, lín og allt annað persónulegt lausafé. BRUNATRYGGING AR. Tryggir hús í smíðum, verzlanir, vörubirgðir, verksmiðjur, verk- stæði, hráefni og margt fleira. VATNSTJÓNSTRYGGINGAR, á fasteignum og lausafé. GLERTRYGGINGAR, í verzlunar- og iðnaðarhúsnæði, íbúðum og einbýlishúsum. FARMTRYGGINGAR. á vörum í flutningi, innanlands og utan. SLYSATRYGGINGAR á einstaklingum og starfshópum á vinnustað, sem annars staðar. FERÐASLYSATRYGGINGAR hvert sem þér ferðist. Hjá HAGTRYGGINGU eruð þér á aðalbraut trygginganna. Góð þjónusta. Næg bílastæði. HAGTRYGGING H.F. Eiríksgötu 5. — Sími 38580, 5 línur. Hann stóð upp, dró mig upp úr stólnum og tók mig í faðm sér. — Hversvegna gat ég ekki trúað mínum eigin augum og skilningarvitum? sagði hann. Ég þurfti ekki annað en lita á þig og hlusta á þig til að sjá hvað þú varst yndisleg og góð .... að ekkert illt var til í þér .... Það var Candy Winter, sem horfði gegn um grímu Júlíu Gerard — Candy Winter, sem ég var orðinn ástfanginn af og sem beiddist meðaumkunar minnar og skilnings. Ég hallaði mér upp að hon- um og það var jafn öruggt og að halla sér upp að tré eða kletti. — Segðu mér, að þú sért hérna í raun og veru, sagði ég .... — segðu mér, að mig sé ekki að dreyma. Segðu mér, að ég fái að sjá Sorrell aftur. Steve leit á mig ástaraugum. — Eigðu mig, Candy, komdu og vertu húsmóðir í Sorrell, sagði hann. — Komdu og fylltu allt húsið með blómum, ef þig lang- ar til. Það leið nokkur tími áður en við sáum Sorrell aftur, enda þótt mér sýndist — þegar að því kom — staðurinn vera enn fall- egri en hann hafði nokkurn- tíma áður verið, því að nú kom ég til Sorrell í mínum fulla rétti, velkomin og elskuð. En áður en þar að kom, varð að binda enda á þetta ógeðslega ævintýri viðvíkjandi endalok- um Toms. Yves og Júlía gengu ekki laus nema tíu daga, en þá fundust þau saman í litlu gisti- húsi. Þau höfðu tekið úrræðið, sem mér var ætlað. Aðeins Jan- ine gamla lifði eftir til að taka afleiðingunum af hlutdeild I morði. Við seldum Afrodite, fengum lögfræðing til að gera út' um ibúðina í París, og flugum síðan heim. Heim, til kalkaða bóndabæj- arins, þaðan, sem ég hafði farið fyrir mörgum vikum, og þar var ég boðin velkomin af frænda mínum og frænku, sem höfðu verið síhrædd um mig f þessari löngu fjarveru, þrátt fyrir póstkortin, sem sögðu svo litið. Og svo komum við loksins til Sorrell. Sorrell, sem skein eins og gimsteinn innan um alla haustlitina. Meira að segja, var Jill komin til að bjóða mig vel- komna. Hún hafði nú jafnað sig af öllum vonbrigðunum með Steve, og leitað sér huggunar hjá ungum manni, sem átti jarð- eign í næsta nágrenni. Svo kom blessunin hún Daly hjúkrunarkona til að heimsækja m,ig, og hafði meira að segja unnustann með sér. Þetta var konungleg heimkoma og það bezta var, að þegar mesta ær- ustan og tilstandið var af stað- ið, og við Steve vorum orðin ein, nema hvað Bruno var að skóppa kring um okkur, þá gengum við um húsið og garðinn og lögðum áætlanir fyrir fram- tíðina. — Manstu eftir Hovendren- dansleiknum? sagði ég þegar við stóðum saman úti í garðinum. — Eins og ég gleymi því nokk- urntíma? sagði hann lágt og andlitið kom alveg að mínu. — Það var þá sem ég játaði fyrir sjálfúm mér, hve ég væri vitlaus í þér — og mig langaði til að sjá þig á hverjum degi það sem eftir væri ævinnar. En daginn eftir mundi ég hver og hvað þú varst og þá leið ég allar helvítis kvalir. — Við skulum ekki hugsa um fortíðina framar, flýtti ég mér að segja, — nema það, sem skemmtilegt er í henni. Við skul- um bara hugsa um það, sem er — hina dásamlegu nútíð. Mig langar að mála setustofuna og flytja öll húsgögnin til. — Gerðu, hvað sem þú vilt, sagði Steve og dró mig að sér. Þú ert húsmóðir bæði yfir Sorr- ell og mér. Það eina, sem ég þrái er að sjá þig hamingju- sama. — — Er það ekki skrítið, sagði ég. — Einmitt nákvæmlega sama hugsa ég um þig. (Sögulok).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.