Morgunblaðið - 26.06.1966, Side 31
Sunnuflagur 28. júní 1966
MQRGUN&LADtD
31
Hús veðurathugunarmannann a á Hveravöllum.
Norræn æskulýðsleið-
togavika á Akureyri
Fulltrúar frá vlnabæjum koma
— Viefnam
Framhald af bls. 1.
síðustu viku og lagður þar í
sjúkrahús. Læknar sjúkrahússins
segja að mjög sé nú dregið af
Quang, en að hann haldi fast
við þá ákvörðun um að fasta
áfram.
Fréttamönnum er ekki leyft að
ná tali af Quang, aðeins háttsett-
um Búddamunkum. Læknar
segja að mjög sé nú dregið af
honum, og að búast megi við
að hann missti fljótlega með-
vitund.
Thinh Khiet, yfirmaður sam-
einuðu Búddakirkjunnar sendi í
dag áríðandi boð til Quangs,
þar sem áiitið er að hann biðji
Quang um að hætta föstunni.
Einn af forsvarsmönnum and-
stöðuhreyfingu Quangs, prófess-
or Ve Tuyen ásakaði hann í út-
varpsávarpi í Hue um að vera
orsökin fyrir deilunum og mót-
mælaaðgerðunum undanfarið.
Sagði Tuyen að hreyfingin hefð'i
niisst mikið fylgi undanfarið.
Stjórnendur stofnunar Búdda-
trúarmanna í Hue hafa í hyggju
að flytja stöðvar sínar á annan
stað í borginni. Sagði talsmaður
stofnunarinnar, að nafn hennar
væri tengt við óeirðir, blóðsút-
hellingar og uppþot í hverfinu og
því myndi starfsemi hennar
verða flutt.
Samtök kaþólskra manna i
S-Vietnam hafa tilkynnt að þau
muni gangast fyrir fyrirlestrum
fil að kynna mönnum ástand og
horfur í samband við kosning-
arnar í landinu næsta haust.
Heimilddr herma einnig að i
fyrirlestrum þessum verði lögð
áherzla á að koma fólki í skiln-
ing um mikilvægi andkomm-
únistískra aðgerða og kenna því
að skipuleggja fjöldaaðgerðir.
Thanat Kohman, utanríkisráð
herra Thailands sagði í Camberra
í dag, að hann áliti að stríðinu í
Vietnam lyki innan tveggja ára.
Hann sagði að enginn vafi léki á
um að á þeim tíma myndu
kommúnistar hætta að berjast en
halda áfram hryðjuverkum og
morðum eftir að styrjaldarað-
gerðum lyki. Utanríkisráðherr-
ann sagðist efast um að komm-
únistar fengjust til friðarvið-
ræðna á grundvelli Genfarsam-
þykktarinnar frá 1954. „Þeir
sem tala um friðarviðræður við
kommúnista þekkja ekki hugar-
far þeirra".
— Indonesia
Framh. af bls. 1
harðri gagnrýni og líkur séu
taldar á að breytingar verði á
henni gerðar á næstunni og þá
helzt að fækkað verði mönnum,
því nú eiga í henni sæti 100
manns.
Þá segir útvirpið í Djakarta
að ýmis fjöldasamtök hafi
krafizt þess að Súkarnó yrði
sviptur virðingarheiti sínu „lífs
tíðarforseti og mikli byltingar-
leiðtogi" og farið fram á það
við þingið að það endurskoði
kennisetningar hans frá grunni.
Þá herma aðrar fvegnir óstað
festar að Suharto hershöfðingi,
sem Súkarnó forseti fól fyrir
skömmu æðsta framkvæmdavald
í landinu verði í dag formlega
falið að fara með störf forseta
þegar og ef Súkarnó geti ekki
gegnt þeim skyldum sem em-
bættið leggi honum á herðar.
Frá Medan á Norður-Súmötru
berast þær fregnir að þar hafi
verið dæmdur til dauða komm-
únistaleiðtoginn Peris Pardede,
fulltrúi í miðstjórn hins bannaða
kommúnistaflokks Indónesíu. —
Var honum gefið að sök að hafa
reynt að steypa stjórn Súkarnós
í október í fyrra. Að því er
Djakarta-útvarpið hermir, hefur
Pardede ákveðið að leita ásjár
Súkarnós forseta sjálfs og fara
fram á náðun.
SYIMDIÐ
200 metrana
— Veturseta
Framhald af bls. 32.
in væri sunnar. Bláfellsháls-
inn hefði verið erfiður og
sneru bílar þar fyrst við fyrir
mánuði. Veður væri indælt
á Hveravöllum og það lítið
sem væri af grasi, væri byrj-
að að grænka.
— Við bjuggumst við að
hægt yrði að komast hingað
til okkar fyrr. Og þá fer mað-
Lágfargjöld F.í.
r
til Isaf jarðar
UM MIÐ.7AN júlímánuð verður
íscfjarðarkaupstaður eitt hundr-
að ára og í tilefni af afmælinu
fara fram hátíðahöld á ísafirði
daganna 15.—17. júlí.
Vegna þessa hefir Flugfélag ís
lands ákvéðið að vikuna fyrir af
mælið verði í gildi sérstök ódýr
fargjöld til ísafjarðar, um 20 af
hundraði ódýrari en venjuleg
fargjöld á þessari flugleið, sé far
miði keyptur oo notaður báðar
leiðir.
Afmælisfargjöldin ganga í
gildi 11. júlí og gildir farmiðinn
í 8 daga frá því ferð er
hafin.
Friendship skrúfuþotur Flug-
félagsins fljúga til ísafjarðar
alla virka daga, en á sunnudög-
um er flokið með Dakota flug-
vél.
Vegna mikilla flutninga á þess
ari flugleið, var nýlega bætt við
Friendship-ferð síðdegis á laug-
ardögum, og er brottför frá Rvík
kl. 19:00.
— Prestastefnan
Framhald af bls. 32
óska eftir fleirum slíkum em-
bættum.
Prestastefnan gengur ekki
eins langt og stjórnskipaða
nefndin í að sameina prestaköll
úti á landi. Lögð er áherzla á
það, að sé prestakall lagt nið-
ur eða kirkjulaust embætti verði
sú upphæð sem sparast lögð x
kristnisjóð. Þannig að fé verði
áfram til ráðstöfunar kirkjunni.
Heildartala embætta á vegum
kirkjunnar verður samkvæmt
niðurstöðu Pi'estastefnunnar
nokkurn vegin sú sama og starfs-
mannalið kirkjunnar í dag.
ur að vera svolítið órólegur,
sagði Ingibjörg, en það fer
ágætlega um okkur. Við höf-
um nóg af öllu, nema helzt
kartöflur. Þær geymast svo
illa.
— Verðið þið þarna áfram?
— Nei. ekki næsta vetur.
Bara út árið. eða til 1. sept.
— Það er sagt að þeir sem
séu lengi í einangrun, verði
fegnir að komast í burtu, en
komi venjulega fljótt aftur.
Heldurðu að eins verði með
ykkur?
— Ekki er hægt að segja
um það. En ég býst við að
okkur langi oftar á Hvera-
velli, en okkur hefur langað
í bæinn héðan.
LISTASAFN ríkisins er nú
opið daglega milli kl. 1,30 og
4. Eins og áður hefur verið
frá skýrt eru málverkin nú
sett upp í sýningarformi og
sýndar eru myndir þeirra
málara er kornu heim frá
námi á árunum 1930—1942.
Einnig eru til sýnis margar
AKUREYRI, 25. júni. — Norræn
æskulýðsleiðtogavika, hin fyrsta
sinnar tegundar hér á landi, verð
ur haldin á Akureyri og Lauga-
landi í Eyjafirði. dagana 3.—9.
júií. Þangað sækja forustu-
menn ýmissa æskulýðsfélaga frá
Akureyri og vinarbæjum hennar
á hinum Norðurlöndunum, Ála-
sundi (11), Lahti <5), Randers
(12) og Vesterás (13).
Slik mót hafa verið haldin ár-
lega um all.langt skeið og hefur
Akureyri átt fulltrúa á 3 síðustu
mótum, í Vesterás 1963, Lathi
1964 og Randers 1965.
Mótið hér er haldið á vegum
Æskulýðsráðs Akureyrar. en sér-
stök nefnd hefur annazt allan
undirbúning. Hana skipa Her-
mann Sigtryggsson, æskulýðsfull
trúi, sr. Pétur Sigurgeirsson og
Isak Guðmann, formaður IBA.
Við komuna tii Akureyrar
3. júlí verður móttaka fyrir nor-
rænu gestina í Lystigarðinum,
þar sem Magnús E. Guðjónsson,
bæjarstjóri og sr. Birgir Snæ-
björnsson formaður Æskulýðs-
ráðs flytja ávörp og Lúðrasveit
Akureyrar leikur. Síðan verður
haldið fram að Laugalandi, þar
sem mótsstörf fara fram til
6. júlí.
Þessi fyrri hluti mótsins verð-
ur í námskeiðsformi. Flutt verða
allmörg erindi, umræðufundir
verða haldnir o.fl. Fyrirlesarar
verða Þorsteinn Einarsson íþrótta
fulltrúi, Ármann Dalmannsson,
sr. Bragi Friðriksson, Folmer
Krag frá Randers, Ame Lööv
frá Vesterás og Eiríkur Eigurðs-
son, skólastjóri. Taka þeir til
meðferðar ýmis mál, er varða
ungt fólk og félagslíf þess.
Þann 6. júlí verður farið í Mý-
myndir eftir nútíma erlenda
málara, svo og myndir eftir
unga íslenzka listamenn.
Margar af myndunum hafa
ekki verið sýndar áður.
Myndin er af stóru málverki
sem Þorvaldur Skúlason list-
málari hefur nýlega gefið
ss fninu.
vatnssveit og um kvöldið munu
norrænu gestirnir flytjast á
einkaheimili á Akureyri og búa
þar það sem eftir er mótsins..
Næstu daga verður Akureyri
skoðuð, m.a. verðsmiðjur og
söfn, SÍS og KEA, félagssamtök
í bænum og bæjarstjórn Akur-
eyrar munu bjóða til máltíða í
Hótel KEA og Sjálfstæðishúsinu.
Ýmislegt fleira verður gert til
kynningar á Akureyri og margs
konar starfsemi í bænum.
Héðan fara gestirnir lauagrdag
inn 9. júlí. Næsta mót af þessu
tagi vexður í Álasundi að ári.
Æskulýðsráð Akureyrar skipa
nú þessir menn: Sr. Birgir Snæ-
björnsson, formaður; Tryggvi
Þorsteinsson, varaform., Harald
ur Sigurðsson, ritari, Gisli Bragi
Hjartarson, Svavar Ottesen. Ein-
ar Helgason og Eiríkur Sigurðs-
son.
—Sv. P.
— Vigsla
Framhald af bls. 14
skyldar, heldur allra lands-
manna, vegna þess fordæmis,
sem þeir hefðu skapað. dr. Gylfi
kvað menn sífellt vera að oðl-
ast meira vald yfir jörðintvi og
brátt myndu þeir fara út í him-
ingeimin og ná valdi á hon-
um einnig. Manninum myndi
takast þetta vegna þeirra vits-
muna, sem hann væri gæddur,
en hins vegar mætti hann ekki
gleyma því, að hann hefði sál,
sem þyrfti að þróa og þroska á
sviði mennta og menningar. Nú-
tímamaðurinn mætti ekki glata
sálu sinni í hraða nútímaþjóð-
félags. Hann kvað sálarþroska
undirstöðu hamingju og farsæld-
ar og vonhðist til að Valaskjálf
yrði Héraðsbúum lyftistöng í á-
framihaldandi leit þeirra á sviði
mennta og menningar. Næstur
menntamálaráðherra talaði Axel
Tulinius sýslumaður. Hann kvað
það venju að sýslunefnd færði
nývígðu félagsheimili gjöf, en
það sem hér væri um svo mikið
mála að ræða, þar sem 10 hrepp
ar legðu saman, vildi hann ekki
sjálfur taka ákvörðun um hver
gjöfin skyldi verða, heldur
myndi hann bíða næsta sýslu-
nefndarfundar, sem yrði í næsta
mánuði. Kvaðst hann því hlynnt
ur að sýslan gæfi Valaskjálf
hljóðfæri, sem væri henni sam-
boðið. Kvaðst hann vona að
Valaskjálf yrði til þess að auka
holla lífsgleði Héraðsbúa.
Er Axel hafði lokið máli sínu
tóku til máls alþingismenn kjör
dæmisins og voru þeir á einu
máJi um gagnsemi heimilisms
og óskuðu þer því alls velfarn-
aðar.
Þorsteinn Einarsson, iþrótta-
fultrúi þakkaði góð orð i sinn
garð frá hendi byggingarnefnd-
ar og hvatti menn í lok ræðu
sinnar til þess að hrópa ferfalt
húrra fyrir Valaskjálf og fram-
tíð hennar.
Þá tók til máls Björn Stefáns-
son kaupfélagsstjóri í Kaupfé-
lagi Héraðsbúa og afhent.i íor-
ráðamönnum Valaskjálfar 100
þúsund krónur frá félaginu, en
Þórarinn Þórarinsson þíikkaði.
Siðasta atriðið á vigslulag-
skránni var svo kórsöngur Krla
kórs Fljótdalshéraðs undir stjórn
Stefáns Péturssonar, sem endaði
með því að kórinn söng vígslu-
ljóð héraðsheimilisins Vala-
skjálfar eftir Jón Þórarinssou.
Vígsluhátíðinni var slitið um
kl. 21.00, en þá hófst dans og
var dansað við glaum >g gleði
fram til kl. 3.00 aðfaranóxt taug-
ardags. Undir dansi lék nljóm-
sveitin Ómar frá Eskifirði. Var
skemmtunin öll Héraðsbúum til
hins mesta sóma.
Magnús Finnssun,
Lisfasafn ríkisins opið