Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. júlí 1966 *» Lœknislaust á Patreksfirði Jan Mayen í sól og sumri snemma að morgni þriðjudags mættum við þessu skrautbúna fólki í Hljóm- skálagarðinum. Við gengum til þess, og spurðum að ætt þess og uppruna. Þetta reyndust vera sænskir ungtemplarar í þjóðb úningum, laglcg stúlka og tveir vörpulegir karlmenn. (Ljósm. Mbl. Fr. S.) ÞAU skip, sem fengu síldarafla síðasta sólarhring vru öll við Jan Mayen á tveimur veiðisvæð- um, öðru 60—70 sjómílur SSA frá eyjunni og hitt 12—20 sjómíl ur frá eyjunni, en þar var afli hins vegar minni. Veður var gott mestan hluta sólarhringsius, en þegar á leið gerði suðvcstan kalda með þokuslæðingi. Veður fór þó batnandi í gærmorgun. Eftirtalin 20 skip tilkynntu <j.afla síðasta sólarhring, alls 3.142 2 Ku Klux Klan félagar sekir fundnir um morð Athens, Georgia, 9. júlí — NTB: — TVEIR Ku KIux Klan-félagar voru í dag sekir fundnir fyrir sambandsdómstóli um að hafa með ofbeldi reynt að skerða rétt indi biökkumanna. Kvað kvið- dómur, skipaður hvítum mönn- um eingöngu, upp úrskurðinn, — en búizt er við dómi í máli mann anna í dag. Fjórir aðrir Ku Klux Klan-menn voru sýknaðir af sömu ákæru. Mennirnir tveir, Joseph How- ard Sims, 41 árs og Cecil W. Myers, 26 ára, voru sekir fundn- ir um að hafa myrt blökku- mannaleiðtogann, Lemuel Penn 1964. Mál þeirra hafði áður ver ið rekið fyrir ríkisdómstól Georg ia-ríkis i september 1964 og þeir þá sýknaðir — og því var það ekki rekið sem morðmál fyrir sambandsdómstólnum heldur sem brot gegn mannréttindalög- gjöf blökkumanna. Refsing mann anna hvors um sig getur orðið allt að tíu ára fangelsi og 5000 dollara sckt. Rúmlega 88 þús. sáu sýningar Þjóðleikhússins Sýningar alls 273 LEIKÁRI Þjóðleikhússins lauk um mánaðarmótin júni — júlí með sýningum á óperunni Ævin týri Hoffmanns í leikhúsinu sjálfu, og á leikritinu Afturgöng- urnar eftir Ibsen norður í Húna- vatnssýslu. Verkefnin voru 17 talsins, og urðu sýningar á þeim alls 273, 214 á aðalsviðinu, 12 úti á landi og 47 á litla sviðinu í Lindarbæ. Sýningargestir alls 88.416. Fer hér á eftir skrá um verk- efnin, nöfn höfunda og leik- stjóra, í þeiri röð, sem þau voru flutt: Eftir syndafallið, eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Benedikt Árnason. 20 sýningar. Járnhausinn, eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Hljóm- sv.stj. Magnús Bl. Jóhannsson. 30 sýningar. Tekið upp aftur frá fyrra leikári. Grand ballet Classique de France — geistaleikur. Hljóm- Indónesía: sveitarstjóri: Jean Doussard. 4 sýningar. Síðasta segulband Krapps eftir Samuel Beckett, leikstjóri: Bald vin Halldórsson og JÓÐLÍF eftir Odd Björnsson, leikstjóri: Erlingur Gíslason. 16 sýningar. (Litla sviðið). Afturgöngur eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri: Gerda Ring. 19 sýningar í Reykjavík, 12 úti á landi. Endasprettur eftir Peter Usti- nov. Leikstjóri. Benedikt Árna- son. 35 sýningar. Mutter Courage eftir Bertolt Brecht. Leikstjóri: Walter Firn- er. 19 sýningar. Feis Eireann — gestaleikur írsks dans- og scngflokks. 1 sýn- ing. Ferðin til Limbó, barnaleikrit eftir Ingibjörgu Jónsdóttur, tón- list eftir Ingibjörgu Þorbergs. Leikstjóri: Klcmenz Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich. 25 sýningar. Hrólfur eftir Sigurð Péturs- son, leikstjóri: Flosi Ólafsson og Á RÚMSJÓ eftir Slawomir Mrozek, leikstjóri: Baldvin Hail dórsson. 21. sýning. (Litla svið- BÓLUR eftir Birgi Engilberts. Leikstjóri: Benedikt Árnason. 10 sýningar (Litla sviðið) . Ævintýri Hoffmans eftir Jaqcues Offenbach. Leikstjóri: Leif Söderström. Hljómsveitar- stjóri: Bohdan Wodiczko. 18 sýningar. Ó, þetta er indælt stríð eftir Charles Chilton og Joan Little- wood. Leikstjóri:'Kevin Palmer. Hljómsveitarstjóri: Magnús BL Jóhannsson. 6 sýningar. Látbragðsleikur Marcel Mar- ceau — gestaleikur. 2 sýningar. tonn, sem að mestu var landað á Raufarhöfn: lonn Ingvar Guðjónsson SK 250 Bjartur NK 220 Viðey 300 (tvær landanir) Arni Magnússon GK 190 Ásbjörn RE 180 Elliði GK 160 Runólfur SH 70 Sigurborg SI 130 Guðbjörg OF 80 Faxi GK 225 Jón á Stapa SH 100 Reykjaborg RE 140 Guðmundur Péturs IS 150 Bára SU 140 Sæþór OF 157 Akraborg EA 140 Dagfari ÞH 1(>0 Snæfell EA 95 Sæfaxi NK 125 Guðrún GK 130 Tvö umferðaslys í gærmorgun TVÖ umferðarslys urðu um há- degisbilið í gær. Var í fyrra skiptið um konu að ræða, sem hljóp fyrir bil, en skömmu eftir kl. 1 varð mjög harður árekstur á mótum Brávallagötu og Hring brautar. Um kl. 12,30 var ekið á konu á móts við Umferðarmiðstöðina. Konan ætlaði yfir Hringbraut- ina að stöðinni og greip tæki- færið til að hlaupa yfir, er hún áleit að enginn bifreið væri nærri. Hins vegar mun hún ekki hafa gætt nógu vel að og varð fyrir fólksbifreið. Kastaðist kon an fyrst upp á vélarhlifina og síðan í götuna. Meiddist konan talsvert og var flutt á Slysavarð stofuna. 1 árekstrinum, sem va*ð á mótum Brávallagötu og Hring- brautar mun ekkert slys hafa orðið á mönnum, en báðar bif- reiðirnar eru stórskemmdar. komur hingað með sjúka og slas- aða menn. Auk þess er héraðið eitt af stærstu læknishéruðum á landinu með um 1700 manns. Kristján Sigurðsson hafði verið hér læknir í 5 ár og var vinsæll af sjúklingum sínum. Hann ann- aðist alla venjulega uppskurði og þurfti nær aldrei að senda sjúklinga til aðgerðar í Reykja- vík. Er það ef til vill ein af ástæðunum sem valda því, eð læknar sækja ekki um embættið hér, en auk þess að stunda sjúkl- inga um allt héraðið þurfa þeir og að annast alla lyfsölu. — Fréttaritarl. Aðeins veiði við Patreksfirði, 9. ágúst. f DAG fer héraðslæknirinn á Patreksfirði, Kristján Sigurðs- son, til starfa í Reykjavík. Verð- ur héraðið þá læknislaust, að öðru leyti en því, að læknirinn á Bíldudal mun starfa fyrir héraðið meðan ekki fæst læknir hingað, en læknisembættið í héraðinu var auglýst laust til umsóknar fyrir nær tveimur mánuðum. Læknisskortur hér á Patreks- firði er að sönnu mjög bagaleg- ur, því að hér er sjúkrahús með 19 rúmum og mikið er um skipa- Stúdentar hóta dag- legum fjöldafundum Ný kirkja vígð að Valþjófsstað Djakarta, 9. júlí — NTB: VOPNAÐIR hermenn og bryn- varðar bifreiðar umkringdu í morgun báskólahverfið í Dja- karta, þegar þúsundir sútdenta og skólanemenda komu þar sam an til fjöldafundar ,þriðja dag- inn í röð. Endurtóku þeir þar kröfur sínar um að ný stjórn verði mynduð í Indónesíu og London, 7. júlí. — (NTB-AP) Forsætisráðherra Ástralíu, Harold Holt, sagði í dag, að stjórn hans harmaði það mjög, að brezkir hermenn berðust ekki við hlið Ástralíumanna í Suður-Víetnam. Forsætisráðherrann, sem kom til London í gærkv. eft- ir átta daga heimsókn til Bandaríkjanna, hafa hótað því að halda daglega fjöldafundi, þar til svo verði gert. Málgagn hersins gagnrýnir í dag ræðu þá, er Súkarnó forseti, hélt á ráðgjafaþinginu sl. mið- vikudag — einkum þau ummæli hans, að hann vildi að haldnar yrðu kosniugar sem fyrst til þess að ganga úr skugga um vilja þjóðarinnar Sagði blaðið, að á þinginu ættu sæti tugir fulltrúa frá ýmsum stéttum og stöðum á landinu og væri það bein móðg- un við þá að segja, að ekki kæmi fram vilji þjóðarinnar. í tímariti hersins, „Trisakti", sem út kom í dag, er hvatt til þess að „yfirstjórn Malaysiu- baráttunnar“ — KOGAM — verði lögð niður og í hennar stað skipuð ..yfirstjórn mikil- vægra efnahagsmála“, sem á máli Indónesa yrði skammstöfuð — KOTAM. ið). Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Tónlist: PáU ísólfs- son. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Hljómsveitarstjóri: Bohdan Wodiczko. 23 sýningar. Prjónastofan Sólin eftir Hall- dór Laxness. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 12 sýningar. Ferðin til skugganna grænu eftir Finn Methling og LOFT- — ísland Framh. af bls. 1 þessi: Sviss 403.58; Belgía 337,8; Frakkland 275,45; Svíþjóð 221,84; Kuwait 192,05; Banda- ríkin 189,64; Noregur 188,98; Holland 177,15; Austurríki 150,76, Bretland 136,84; ítalía 129,85; Danmörk 125,32; Kanada 113,92; ísland 113,27. Neðarlega á listanum eru Ind land 6,28; Pakistan 6,32; For- mósa 10,93; Vietnam 12,52; Iran 12,73; Thailand 10,88; Filippseyjar 14,83; Tyrkland 15,64; Egyptaland 17,64; Mar- occo 17,78 og Austur-Þýzka- | land 19,99. Egilsstöðum, 7. júlí. SUNNUDAGINN 3. júlí vigði biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson nýja kirkju að Valþjófsstað. Fjöl- menni var við vígsluathöfnina og þar á meðal margir brottfluttir Fljótsdælingar að minnast við fornar slóðir. Allmargir prestar af Austurlandi voru einnig við- staddir. Stólræðu flutti sóknar- presturinn Bjarni Guðjónsson, og*kirkjukór Valþjófsstaðarsókn- ar söng. Margir kirkjugesta gengu einnig til altaris. Var þetta hátíðleg og eftir- minnileg stund, þeim sem við- staddir voru í hinni litlu vina- legu og hvítmáluðu kirkju. — Kirkjunni hafa borizt margar gjafir, mestar þó frá kvenfélagí hreppsins, svo sem altarisbúnað- ur, teppi á kór og kirkjuganga og orgel. Þórarinn Þórarinsson, fyrrver- andi skólastjóri á Eiðum, afhenti fyrir hönd brottfluttra Fljóts- dælinga hurð, sem verður á milli kirkju og forkirkju. Er hún út- skorin eftir hinni gömlu Val- þjófsstaðarburð á Þjóðminjasafn inu af Halldóri Sigurðssyni, Mið- húsum. Er hún hi'ð mesta lista- verk. Ennfremur bárust kirkjunni kertastjakar og skírnarfontur, sem hvort tveggja eru mjög fall- egir gripir. Að lokinni vígslu- athöfn bauð kvenfélagið öllum kirkjugestum til kaffidrykkju í félagsheimilinu. Kirkjan er byggð úr steypu og tekur um 100 manns í sæti. •— Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.