Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. júlí 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER hverfið í Ruffano, sem væri eins og að ögra syðri hæðinni með sína fornu frægð. Ég steig út úr Fólksvagninum með litla hand- tösku í hendinni, um leið og hjón in, sem nú höfðu lokið mynda- töku sinni, komu aftur að vagn- inum. Ég rétti út höndina. — Þá verð ég að kveðja, hr. Turt- mann. Vegurinn til hægri liggur að Malebranche-hliðinu og svo beint áfram. Það er betra að fara strandveginn til Ravenna — það er miklu fljótara. Hjónin gláptu á mig og hann deplaði augum undir gullspanga gleraugitnum. — Þér eruð ráð- inn sem fylgdarmaður og bíl- stjóri, gagði hann. — Svo var um samið við umhoðsmanninn í Róm. — Það er misskilningur, sagði ég og hneigði mig. — Ég tók að mér að fylgja ykkur til Ruffano, en ekki lengra. Mér þykir leitt, ef það verður yður til óþæg- inda. Ég ber nokkra virðingu fyrir Þjóðverjum. Þeir vita hvenær x þeir eru sigraðir. Hefði við- skiptamaður minn verið landi minn, eða Frakki, hefði skamma- gusan staðið út úr honum. En þannig var hr. Turtmann eksi. Hann leit snöggvast á mig, kipr- aði varirnar, og skipaði konu sinni stuttaralega upp í bílinn. — Eins og þér viljið, sagði hann. Ég hef þegar greitt þjón- ustu yðar fyrirfram. Skrifstof- an í Róm verður að endurgreiða mér. Hann steig upp í, skellti hurð- inni og setti vélina í gang. Eftir andartak var Fólksvagninn kom inn af stað, yfir Carlo-torgið, og horfinn sjónum. Og horfinn mér fyrir fullt og all<t. Ég sneri mér aftuir að Carlo hertoga hinum góða, sem gnæfði upp yfir mig á stalli sínum og starði í suður, á hæðina fyrir handan. Þar var hertogahöllin með turnunum tveim og prýddi hæðina eins og einhvesr kóróna. Ég gekk mí stað niðureftir, áleiðis til borgarinn- ar. 5. kafli. Um hádegisbilið ber Lífsitorg- ið nafn með rentu. Konurnar höfðu lokið innkaupum sínum og lögðu af stað heimleiðis til að út búa hádegisverðinn. Og þá taka karlmennirnix við. Hópar þeirra voru þarna samansafnaðir þegar ég kom að. Kaupmenn, skrifar- ar, slæpingjar, unglingar, kaup- sýslumenn, flestir að skrafa sam an en nokkrir stóðu bara og gláptu. Þetta var siðvenja og hafði alltaf verið. Aðkomumað- ur hefði getað haldið, að þetta væri einhverskonar félagsskap- ur sem væri í þann veginn að leggja undir sig borgina. En það hefði verið misskilningur. Þetta var borgin. Þetta var Ruffano. Ég keypti mér blað og hallaði mér upp að einni súlunni í göng- unum. Ég leitaði eftir Rómar- fréttum, og fann þar örfáar lín- ur um morðið í Via Sicilia: „Enn er ekki vitað, hver kon- an er, sem myrt var fyrir tveim- ur dögum í Via Sicilia. Haldið er, að hún hafi verið aðkomandi, utan úr sveit. Vörubílstjóri hef- ur vottað, að hann hafi tekið upp í bílinn hjá sér konu, sem svarar til þessarar lýsingar, eítir að hann fór frá Terni. Lögregl- an heldur áfram rannsókn sinni." Við höfðum farið gegn um Terni í gær, áður en við beygð- um trl hægri, áleiðis til Spoleto. Flækingur, a leið frá Ruffano D- 12 D- til Rómar hefði verið feginn að fá bílfar það sem þarna var eftir leiðarinnar. Vafalaust hafði bíl- stjórinn verið látinn reyna að þekkja líkið, en annars hefði lýsing á konunni sjálfsagt verið send til allra borga landsins, svo að lögreglan gæti borið saman við skrá yfir týndar persónur. En ef nú dána konan væri þar alls ekki á skrá? Hvað, ef hana hefði toara snögglega gripið ferðaþrá og hún svo bara hlaup- ið að heiman? Ég gat eki wiunað hvort Marta átti nokkur skyld- menni. Þau átti hún áreiðan- lega ekki. Hún hafði áreiðan- lega haldið sig að fóreldrum mínum eftir að Aldo fædist, og síðan hafði hún alltaf verið hjá okkur. Hún hafði aldrei minnzt á nein systkini .... Öll hennar hollusta og ræktarsemi hafði fallið í okkar hlut. Ég lagði frá mér blaðið og leit kring um mig. Þarna var ekkert andlit, sem ég kannaðist við — ekki einu sinni gamalt. Það var varla furða, þar sem ég hafði farið frá Ruffano ellefu ára. Dag inn, sem við lögðum af stað, mamma og ég, í herbíl með yfir- foringjanum, hafði Marta verið í kirkju. Þangað fór hún hvern morgun. Og mamma, sem vissi þetta, hafði sætt svo lagi að kom ast af stað. — Ég ætla að skilja eftir boð til hennar Mörtu, sagði hún, — og svo getur hún komiS á eftir okkur. Það er enginn tími til að standa í því núna. Yfirforingmn verður að komast af stað tafar- laust. Ég skildi auðvitað ekkert hvað var á seiðL Þarna voru allt — Ökumenn eru ekkí eins kurteisir núna, og árið 1934, þegar við fórum síðast í helgarferð. af hermenn að koma og fara. Stríðinu virtist lokið, en samt voru þarna fleiri hermenn en nokkru sinni áður. Þýzkir, en ekki okkar hermenn. Ég botnaði ekki neitt í neinu. — Hvert erum við að fara með yfirforingjanum? spurði ég Blæfagur fannhvítur þvottur me5 St€i0 Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- komin, er þér notið Skip — þvf það er ólíkt venjulegu þvottadufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Pvottahafni Skip er svo gagnger aS þér fáið ekki fannhvítari þvott. Notið Skip og sannfærist sjálf. Shþ-séts\a\{\e{\a framleift fyrir sjálfvirkar þvottavélar Hún fór undan I flæmingi. — Skiptir það nokkru máli? svar- aði hún og var óþolinmóð. — Við förum eitthvað og allt er betra en Ruffano. Hann sér um okkur. Ég taldi víst, að Marta yrði óhuggandi, þegar hún kæmi úr kirkjunni. Hún mundi ekki vilja fara. Hún hataði yfirforingjann. — Ertu viss um að Marta komi líka? — Já, já, auðvitað kemur hún. Og svo gat ég ekki annað en hallað mér út úr herbílnum, heilsað á hermannavísu, horft á landið, sem við fórum um og látið bíta mig af með nýjum lygum og undanbrögðum á hverj um d£gi. Og loksins gleymdi ég öllu. Þangað til fyrir tveim dög- um .... Ég gekk yfir torgið til Cypri- anusarkirkjunnar. Hún var læst, Vitanlega var hún læst. Það voru allar kirkjurnar um hádegisbil- ið. Það var hlutverk mitt sem fararstjóra að fá ferðamennina til að sætta sig við þá staðreynd. Ég varð að bíða þangað til sið- degis og gera mér það að góðu — alveg eins og þeir. En þá sá ég allt í einu mann, sem ég kannaðist við. Hann stóð þarna á torginu og var eitthvað að . kýta við nokkra kunningja sína. Þetta var tileygður maður með langt, horað andlit, sem hafði naumast breytzt í útliti síðan hann var hálffimmtugur. Hann var skóari í Rossinigötu og gerði við fyrir okkur. María systir hans hafði verið elda- buska hjá okkur um nokkurt árabil, og vinkona hennar Mörtu okkar. Þessi náungi og svo syst- ir hans, væri hún á lífi, hefðu áreiðanlega haldið uppi sam- bandi við Mörtu. En nú var bara vandinn mestur að komast í tæri við hann, án þess að koma upp um mig, hver ég væri. Ég kveikti mér í nýjum vindlingi og hafði auga með honum. Loksins var samtalinu lokið og hann gekk af stað. Ekki þó 1 Rossinigötu heldur til vinstri út af torginu og inn í Píslarvotta- götu, svo yfir hana og inn 1 mjóa götu hinumegin. Mér fannst ég vera eins og spæjari 1 lögreglureyfara, þegar ég elti hann. Það gekk seint, því að hann stanzaði öðru hverju til að skrafa við einhvern kunningja, svo að ég varð að fara enn var- legar en áður og hnýta skóg- reimina mína og annað slíkt, og líta kring um mig, rétt eins og ég væri ferðamaður »g hefði villzt. latíonal M_y IMATIOIMAL RAFHLÖÐUR Biðjið um National rafhlöður og sannfærist um gæðin. Sparið peninga — Notið National rafhlöður. Heildsölubirgðír: G. Helgason & l\lelsteð hf. Bauðarárstíg 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.