Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 10. júlí 1966 Leifur heppni og Longfellow Boston ,4. iúlí: — LONGFELLOW var eitt af höf- uðskáldum Bandaríkjanna á síð ustu öld. Hann skildi eftir sig mikið ævistarf. Ljóð hans og leikrit fylla 1000 blaðsíðna bindi, þéttprentað með smáu letri. Flug hans og kristileg af- staða minna á Matthías Joc- humsson. Þeir voru uppi á svip uðum tíma, Longfellow fædd- iat 1807 og lézt 1882. Hann ól mest allan aídur sinn hér í Boston, eða öllu heldur Cam- bridge, og bjó í húsi rétt utan við Harvard-háskólaihverfið. Þar orti hann flest ljóða sinna. Hús þetta, sem varðveitt er óbreytt og ber vitni þeirri miklu auðlegð sem féll skáld- inu í skaut, á sér stórmerka sögu. f því hafði Washington hershöfðingi aðalbækistöðvar sínar, meðan hann var að skipu leggja bandaríska herinn hér norður frá í upphafi Frelsis- stríðsins. AIK sem snertir Washington er heilagt í augum Bandaríkjamanna. Hann er faðir þjóðarinnar. Minningu Jóns Sigurðssonar hefur ekki verið gerð nein skil, ef miðað er við „trúna" á Washington. Ef Bandaríkjamenn væru enn heiðingjar eins og forfeður þeirra, mundi Washington gegna hlutverki þvi sem Óðinn hafði í fornnorrænni goða- fræði. Bandaríkjamenn eru nefnilega komnir langt á veg með að gleyma því — að hann var maður. >f vöxt, já miklu frekar en ann- ars staðar, þar sem allt drukkn ar í tröllslegu auglýsingaflóði og „stjörnu‘‘-strefi, eins og í New York (sem er raunar ekki mannlífsborg, heldur einhvers konar Dofrabjarg). Þó verður að viðurkenna, að erfitt verður að vekja áhugann á Leifi hér um slóðir, meðan augu og eyru vísindamanna eru við Ný- fundnaland — því annaðhvort vilja menn að I>eifur hafi num ið land í Nýja Englandi, eða þeim kemur hann ekkert við. Og áreiðanlega yrði við ramm- an reip að draga, því hér er margt manna af ítölsku bergi brotið — sem sagt: enn ein trúarbrögðin! Og þó Svíar séu hér einnig fjölmennir, getum við ekki treyst á þá, meðan engar heimildir eru fyrir því, að Leifur hafi verið sænskrar ættar. Aftur ó móti eru Norð- menn duglegir, og þeir kunna að brjóta ísa. Leifur kemur þeim sannarlega við, finnst þeim, og meðan svo er getur allt gerzt. En nótabene: ekki þarf að óttast að við gerum neitt. Við bara mösum í blöð- unum heima, af gömlum vana. Undarlegt land, fsland ég hélt, að öll vitleysa væri til í Ame- ríku, þó hef ég engan rekizt á sem hefur atvinnu af því að snúa út úr orðuim manna í dag- blöðunum. Samt vantar ekki gagnrýni eða mismunandi skoð anir. En við verðum víst að vera mestir á einhverju sviði . . . sínum tíma og var þess fullviss að hann hefði fundið búða- rústir. Steinn þessi var flutt- ur til fyrir nokkrum árum, þegar nýr vegur var lagður þar sem uppgröfturinn átti sér stað, og nú stendur hann við vegar- kantinn. Horsford var efnaður mjög og þuríti ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur af þess- ari hjástund sinni. Hann skrif- aði voldug rit um málið í fjór- um eða fimm bindum, en því miður kann ég ekki skil á kenn ingum hans. En hann var sann- færður um að Leifur hefði numið land á þessum slóðum og siglt upp Charles-fljótið. Hann kynntist einnig Ole Bull, meðan hann dvaldist hér. Síð- ar hefur hann líklega einnig kynnzt Björnson þegar hann kom hér við á leið til Miðvest- urríkjanna að halda fyrirlestra. Það var eftir að Bull var dáinn, þá bjó kona hans hér og Björn- son heimsótti hana. Hann dvald ist hér 4—5 mánuði og má geta nærri, að hann hefur kunnað skil á ferðum norrænna manna til Vínlands. Ole Bull lézt 1880. veit ég hvort neinar samkomur eru nú haldnar þar, en geri ekki ráð fyrir því. Eln vel væri til fundið að minnast þar nor- rænnar byggðar á Leifs-daginn ár hvert. Loks' má geta þess að við eina helztu götu í Boston, Commonwealtíh Avenue, sem liggur gegnum alla borgina, stendur skemmtileg og tals- vert óvenjuleg stytta af Leifi. Hann er mjög ungur víkingur með flaksandi hár og horfir til lands — Vínlands. Hann ber hönd fyrir auga og virðist góð hreyfing í myndinni. Leif- ur er í hringabrynju með brjóstskjöldum, og hníf í belti. Auk þess ber hann stórt horn. Sagt er að styttan sé mjög lík Ole Bull, enda hafi hann venð fyrirmyndin. Hún var sett upp á níunda tug síðustu aldar og má geta þess, að Bull átti hug- myndina, en meðal þeirra sem börðust fyrir að koma henni upp voru Lowell og Longfellow svo ekki hefur stuðningurinn við málefnið verið af verri end anuim. Listakonan Ann Xr >f Áhugi minn á Longfellow er ekki sprottin af því, að hann bjó hér í Cambridge, ekki held ur af því að hann minnir níig á sr. Matthías — heldur af því að hann var mikill áhugamað- ur um menningararf okkar ís- lendinga og hélt mjög á loft orð stír Leifs heppna. Hann lét . ekki sitja við áhugann einan, heldur gaf harm fornri íslenzkri — eða eigum við af nærgætni við frændur okkar Norðmenn að segja fornri norrænni sagna list hluídeild í Ijóðlist síns tíma með því að sækja í hana innblástur og efnivið. Ég gat um það í grein um daginn, að ég befði hitt Einar Haugen prófessor við Harvard. Hann hefur vrrið yfir norrænu deildinni við háskólann undan farin tvö ár og fengið það verð- uga hlutverk að byggja hana upp. Hann er af norsku bergi brotinn, en talar íslenzku ágæt lega og er fróður og áhuga- samur vísindamaður. Hann fræddi mig um áhuga Bostona á ferðum Leifs heppna og ým- islegt í sambandi við hann. Sannleikurinn er sá að svo virðist sem tveir Bandaríkja- menn á síðustu öld hafi verið í fararbroddi að kynna Leif og norræna menningu hér vestra, það voru Longfellow og efnafræðiprófessor við Har- vard, Eben Norton Horsford að nafni. Prófessor Haugen fór með mig á þrjá staði í Boston og grennd sem bera þessum áhuga vitni og var það fróðleg ferð. Nú er þessi áhugi hér að mestu horfinn, en einhvern veginn hef ég þá trú að unnt sé að vekja hann aftur. Sæð- inu hefur verið sáð hér í Nýja Englandi, og ef vel væri á mál- um haldið gæti það borið á- Líklega hefur það verið Norð maðurinn og fiðluleikarinn Ole Bull, sem átti hvað mestan þátt í að vekia athygli á Leifi og norrænni menningu hér um slóðir. Hann hafði sjálfur mik- inn áhuga á hvorutveggja. Long Um tíu mílur vestur af Bost- on er staður, sem heitir Norum- bega og liggur að bökkum Charles-fljóts Þetta skrítna nafn er frá Indíánum komið, en svo einkennilega vill til að það er á öllum elztu kortum af Nýja Englandi. Sumir vísinda- menn eru þeirrar skoðunar, að það sé afbökun á Noregur og sýni, að Indíánar hafi vitað að norrænir menn tóku sér þarna bólstað — og þá ein- hverjir þeirra að minnsta kosti komnir frá Noregi. Ekkert skal ég um það segja, en óneitan- lega er þessi hugmynd skemmti leg, ekki sízt nú þegar svo mjög er rætt um annað kórt, Vín- landskortið. Þess má geta, að Einar Hauger. er á því, að það sé ófalsað og hefur skrifað um það grein á þeim forsendum. í Norumbega hefur verið reistur allhár turn, hlaðinn úr grjóti, og er allsérkennilegt minnismerki. Á honum er plata með áletrun og segir þar aS Bjarni Herjólfsson hafi fyrstur séð landið norðan Cape Cod eða Þorskskaga 985, en Leifur Eiríksson háfi tekið land á Cape Cod 1000 A. D. Síðan segir að Norumbega hafi verið numið af Leifi árið 1000, en kannað Henry W. Longfellow ungur að aldri. V/hitney, sem var á sínum tíma þekktur myndihöggvari hér, gerði styttuna. Leifsstyttan stendur á stalli sem hvílir á stefni og skut af víkingaskipi. A framihlið stalls ins stendur aðeins með rúna- letri: Leifur hinn heppni Ei- ríksson (á íslenzku), en á bak- hliðinni: Leif the Discoverer Son df Érik who Sailed from Iceland and landed on this Continent A.D. 1000. Á hlið- inni eru upphleyptar smámynd Hús Longfellows í Cambridge skyldu sinni. fellow hreifst af list hans og Bull varð handgenginn skáld- inu. Þeir hafa áreiðanlega rætt margt saman um þessi efni. Hér skammt frá er steinn með áleírun frá því fyrir alda- mót. Á honum stendur að á þessum stað hafi Leifur Eir- íksson reist Dúðir sínar, þegar hann sigldi upp Charles-fljótið sem rennur gegnum Boston. Stein þennan lét Horsford reisa, og hann var ekki í nein- um vafa. Harin gróf þarna á við Boston. Þar býr nú sonar-sonar-sonur skáldsins með fjöl- af Þorvaldi bróður hans 1003, en Þorfinnur karlsefni lagt það undir sig 1007. Þá segir að Eiríkur Gnúpsson hafi verið fyrsti byskup þessarar byggð ar 1121, en síðasta norræna skipið hafi farið héðan til ís* lands 1347. Horsford sá um á- letrunina sem gerð er 1889. Minnismerkið í Norumbega stendur í fallegu rjóðri og aug sýnilega valinp staður með það fyrir augum, að þar geti safn- ast saman fjöldi manna. Ekki ir af landtökunni í Vestur- heimi og konungshirð í Noragi, að mér sýndist, og er verið að segja konungi frá landafund- inuim. ■Xr Longfellow minnist þó nokkr um sinnum á ísland í skáld- skap sínum, en einkum sækir hann norrænt efni í miðkafia hins mikla Ijóðaflokks sins, Tales of a Wayside Inn, og styðst þar við Ólafs sögu Tryggvasonar. Notar hann þar meðal annars ljóðahátt og ýmis legit fleira hefur hann lært í bragfræði af norrænum skáld- skap. Longfellow er hámennt- að skáld. Hann var lengi próf- essor í bókmenntum við Har- vard-háskóla og má geta nærri hvílíkur styrkur skólanum hef- ur verið í því að njóta krafta svo mikils og virts skálds. Hann var víðlesinn og fór ti.l margra Evrópulanda, dvaldist um tíma í Danmörku og þýddi ljóð eftir Baggesen, ef það skyldi hlýja einhverjum aðdá- anda Sigurðar Breiðfjörðs um hjartarætur .Hann þýddi einn- ig Divina Comedia og kafla úr Friðþjófssögu Tegnérs, svo ekki hefur hann verið við eina fjöl felldur. 1 húsi hans er fjöldi bóka, þ.á.m. stór bóka- skápur, fullur af norræn- um bókum, einkum dönskum og sænskum, s.s. Sagabibliotek, 1817—1819. Þá skrifaði hann ljóðleiki, þar á meðal um galdramálin í Salem sem virð- ast hafa legið á bandarískum skáJdum eins og mara, allt fram á okkar daga. Merkilegt að nafnið skuli vera stytting úr Jerúsalem. Longfellow hafði talsverS áhrif á þróun enskrar ljóðlist- ar og ég fæ ekki betur séð, svo tekið sé dæmi til gamans, en hann hafi haft áhrif á brag- arháttinn á álhrifamiklu og þekktu ljóði Audens „O What is that Sound which so thrills the Ear“: Down in the valley drumm- ing, drumming, segir Auden, en As his skips went sailing, sailing, segir Longfellow. —• Auðvitað er þetta nokkuð lang- sóttur samanburður, en þó er eitthvert samband þama á milli — og ánægjulegt að kveikjan skuli vera norræn. Annars fyndist mér ekki út i hött að ungur íslenzkur bók- menntafræðingur tæki að sér það verkefni að kanna norræn áhrif á skáldskap Longfellows, það væri verðug doktorsrit- gerð og mun nauðsynlegri en þessi lágkúrulegi sparðat.íning ur sem nú tíðkast oft í doktors- ritgerðum. Er ég þess fullviss að bók um þetta efni muni vekja afhygli hér vestra, en ég fæ ekki séð að nokkur íslenzk bók, skrifuð á okkar tímum, hafi fengið verðugan hljómgrunn hér. Aftur á móti er nú mikið skrifað um bók Sven Stolpes um Kristínu Svíadrottmngu, hvernig sem á því stendur. Gaman væri að íslenzik bók um Longfellows vekti svipaða ' athygli hér vestra eftir nokkur ár. Að lokum þykir mér rétt að vitna í tvö erindi úr flokknum um Ólaf konung, og koma þá fyrst áhrif frá ljóðahætti: I am the God Thor, I am the War God. I am the Thunderer! Here in my Northland, My fastness and fortress, Reign I forever. Og svo er hér að lokutn úr kaflanum uim Þangbrand: In his house this malcontent Could the King no longer bear, So to Iceland he was sent To convert the heathen there, And away one summer day Sailed this Thangbrand, Olaf’s Priest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.