Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 21
Sunnudagur 19. JfiM 19M MORGUNBLADÍÐ 21 Julie Chr istie í KVIKMYNDAHEIMI'NXJM vill það oít verða þannig að nafni skýtur upp eins og leiftri, síð- an lognast það út af svo sem kertaljósið. En það er ekki þar með sagt að þessi heimur glits og skrauts sé ekki staðfastur í eðli sínu, þegar dæma skal um komandi stjörnu. í>að er ekki svo ýkja langt síðan einni þvílíkri stjörnu skaut upp á himininn, ungri enskri stúlku, Julie Christie. Við eigum áreiðanlega eftir að hafa af henni meiri kynni á komandi árum. Julie Christie er 26 ára og nú orðin heimsfræg fyrir leik sinn í „Darling“ sem hún hlaut Oscar verðlaunin fyrir, og þegar við höfum séð hana leika Láru i wDr. Zivago“ mun hún hljóta íastan sess í meðvitund okkar. Um Julie segir Ingrid Berg- man: __ Hún hefur til að bera meiri persónuleinka en allar ungar kvikmyndaleikkonur í dag. Dirk Bogarde segir um hana: __ Hún er gædd hæfileikum til leiklistar, og öflugra aðdrátt- arafli en nokkur leikkona á hvíta tjaldinu í dag. Laurence Hatwey á bæði við það innra og ytra þegar hann segir: — Julie er alltaf syfjuð, — bæði þegar hún kemur á morgn ana og fer á kvöldin. Á vissan hátt var hún það líka í starfinu, en samt kemur hún manni ætíð á óvart, hún er dásamleg, hún er ögrandi og „sexy“ hún er smellin í kænsku sinni og vitur. Omar Sharif sem svo snilldar- lega fór með hlutverk sitt I Arabiu Lawrence, sagði um hana eftir samleik þeirra í „Dr. Zivago", að hún væri dæmigerð ur fulltrúi þessa vaknandi til- finningasama ungdóms. En hvað segir hún sjálf, þessi dálítið hjólbeinótta, ljóshærða, síðhærða, brjóstalitla, vaknandi stjarna, sem lifir svo hátt. Með- al annars þetta: — Engum skal auðnast að breyta mér. Það einasta sem ég beygi mig fyrir er krafan um aga í starfi mínu. Ég lifi í nútíðinni, því að ég er hrædd um að lifið kunni að liða fram hjá mér. — Ég er 25 ára, en óskaplega hrædd um að lífið kunni að liða fram hjá mér. — Mér hryllir við hugsuninni um að við séum öll eins. — Ég veit nákvæmlega hve- nær það var, sem mest umskipti áttu sér stað í lífi mínu. Það var þegar ég sem unglingur lenti hjá franskri fjölskyldu, sem var frönsk í sínu innsta eðli. Það gerði mig frjálsa. Hún varð svo frjáls að hún innritaðist í listaskóla, gekk um áberandi klædd, vildi sigra heiminn og varð ástafangin í tíma og ótima. Smám saman bar hana inn í listaheiminn og henni varð Ijóst áð hún gat án mikilla erfiðleika látið í ljós hinar ólíkustu tilfinningar. Nú er Julie Christie í fullu fjöri. Rakettunni hefur verið skotið á loft. — Vinur minn hefur gefið mér hring, sem ég geng með, segir Julie. Hjónabanið er bara pappírsbútur og nýr hringur. Ég vil ekki gifta mig, því ég óttast hjónaskilnaðinn. Sumir kunna e.t.v. að líta á það sem veik- leika, þeir um það. — Ég vil komast hærra, hærra, ekki vera bundin af einu, ekki einu sinni hjónafoandinu. Franski snillingurinn Francois Truffaut segir um Julie: — Andlit hennar býr yfir svo miklum svipbrigðum að manni finnst líf hennar sjálfrar og leik ur hennar á tjaldinu ósjálfrátt renna út í eitt. Hennar mikil- vægasti eiginleiki sem leikkonu, er að hún er fær um að túlka sérhverja tilfinningu skáldsins fyrir áhorfendur. Julie Christie er 172 cm. á Dálítið hjólbeinótt og brjóstalitil hæð og of grönn miðað við hæð, eða 58 kg. og ræðir sjaldan há- fleyg málefni við leikmenn. — Ég lifi í nútíðinni, segir hún, — svo hrædd er ég um að eitthvað kunni að líða fram hjá mér að ég verð næstum því vond ef tannpínan skyndilega hættir. — Hún er ekki ein stúlka, segja vinir hennar, — í henni er eitthvað af öllum stúlkum, ásamt ofurlitlu af kryddi. Svip- brigðin breytast svo ört í and- liti hennar að það er eins og að horfa á kvikmynd sem er leikin of hratt. En samt er hún aldrei kjánaleg. Þó að Julie hafi ekki brjóst- mál Ursulu Andress og mjaðm- ir Marylin Monroe, getur hún fengið alla á götunni til að horfa á eftir sér. Hún gæti auðveldlega horfið í fjöldann án þess að nokkur virti hana viðlits, ef hún ósk- aði eftir því. En sjaldan gerir hún það. — en „s e x y“ Til leigu húsnæði fyrir skrifstofur e. þ. h. á 1. hæð við Mið- borgina. Stærð ca. 80 ferm. — Laust strax. — Upplýsingar veittar í síma 16766 milli kl. 1 og 3 e.h. næstu daga. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Fellsmúla 9, hér í borg, þing lesin eign Hallgríms Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 14. júlí 1966, kl. 10,30 árdegis. Borgarfógetaenibættið í Reykjavík. IMý 2ja herb. íbúð á 4. hæð íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut til sölu. Upplýsingar í síma 33579 milli kl. 5—7 á sunnudag. Iðnsýningin óskar að ráða stúlku, vana skrifstofustörfum nú þegar. — Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Lækjar- götu 10B, 4. hæð. — Upplýsingar ekki veittar í síma Ég veit nákvæmlega hvenær það var sem mestu unnskiptin áttu sér stað í lifi mínu. — Skagafirði Framhald af bls. 18 var einn maður Við mælingar í Fljótum og útsveitum héraðsins. l Ákveðið var að hækka sjóð til vélakaupa úr rúmlega 600 þús. í 4,6 milljónir. Einnig var lagt til að hækka árgjald félags- manna úr kr. 100 í kr. 400 og auka leiðbeiningaþjónustu. For- maður samfoandsins er nú Gunn- ar Oddsson, Flatatungu, en fram- kvæmdastjóri Egill Bjarnason, Sauðárkróki. Skagfirðingar og Austur-Hún- vetningar reka í félagi sæðingar- stöð búfjár. Voru á siðasta ári j sæddar 4662 kýr og 2500 fjár. i Nú er ákveðið að öll Vestur- Húnavatnssýsla verði með í þessu fýrirtæki. Hárþurrkur til sölu Höfum til sölu þrjár vel með farnar Southwind hárþurrkur og eina Windy-hárþurrku. Upplýsingar í síma 32801. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Hjallavegi 42, hér í borg, þingl. eign Jens Ragnarssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudaginn 15. júlí 1966 kl. 10,30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Háagerði 29, hér í borg, þingl. eign. Helga Thorvaldssonar fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtu- daginn 14. júlí 1966, kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 7., 8. og 9 tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1966 á Hofteig 8, hér í borg, þingl. eign Herlufs Clausen o. fl. fer fram eftir krofu Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudaginn 15. júlí 1966, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. — Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.